Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 426, 151. löggjafarþing 205. mál: þinglýsingalög (greiðslufrestun).
Lög nr. 125 2. desember 2020.

Lög um breytingu á þinglýsingalögum, nr. 39/1978 (greiðslufrestun).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða III í lögunum:
  1. Í stað orðanna „vöxtum og afborgunum, í allt að níu mánuði, frá og með 16. mars 2020 til og með 1. janúar 2021“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: vöxtum og/eða afborgunum, í allt að 18 mánuði, frá og með 16. mars 2020 til og með 1. maí 2021.
  2. Í stað dagsetningarinnar „16. mars“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 16. maí.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. nóvember 2020.