Ferill 5. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 494  —  5. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021.

(Eftir 2. umræðu, 3. desember.)


I. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.
1. gr.

    Í stað „11,45 kr.“, „10,00 kr.“, „14,10 kr.“ og „12,55 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 11,75 kr.; 10,25 kr.; 14,45 kr.; og: 12,85 kr.

II. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995.
2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
     a.      Í stað „125,65 kr.“ í 1. tölul. kemur: 128,80 kr.
     b.      Í stað „114,45 kr.“ í 2. tölul. kemur: 117,30 kr.
     c.      Í stað „154,90 kr.“ í 3. tölul. kemur: 158,75 kr.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
     a.      Í stað „515,95 kr.“ í 1. tölul. kemur: 528,85 kr.
     b.      Í stað „28,70 kr.“ í 2. tölul. kemur: 29,40 kr.
     c.      Í stað „28,70 kr.“ í 3. tölul. kemur: 29,40 kr.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
     a.      Í stað „648,05 kr.“ í 1. tölul. kemur: 664,25 kr.
     b.      Í stað „36,00 kr.“ í 2. tölul. kemur: 36,90 kr.

III. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.
5. gr.

    Í stað „28,75 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 29,45 kr.

6. gr.

    Í stað „46,35 kr.“ og „49,10 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 47,50 kr.; og: 50,35 kr.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.
7. gr.

    Í stað „64,40 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 66,00 kr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      4. mgr. orðast svo:
             Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
10.000–11.000 0,34 21.001–22.000 8,14
11.001–12.000 1,04 22.001–23.000 8,87
12.001–13.000 1,75 23.001–24.000 9,56
13.001–14.000 2,48 24.001–25.000 10,27
14.001–15.000 3,19 25.001–26.000 10,97
15.001–16.000 3,90 26.001–27.000 11,70
16.001–17.000 4,60 27.001–28.000 12,42
17.001–18.000 5,31 28.001–29.000 13,12
18.001–19.000 6,02 29.001–30.000 13,82
19.001–20.000 6,71 30.001–31.000 14,53
20.001–21.000 7,45 31.001 og yfir 15,23
     b.      6. mgr. orðast svo:
                  Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:               
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetra gjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
5.000–6.000 9,99 18.001–19.000 26,38
6.001–7.000 10,81 19.001–20.000 27,57
7.001–8.000 11,64 20.001–21.000 28,79
8.001–9.000 12,47 21.001–22.000 29,99
9.001–10.000 13,27 22.001–23.000 31,16
10.001–11.000 14,45 23.001–24.000 32,36
11.001–12.000 16,00 24.001–25.000 33,56
12.001–13.000 17,54 25.001–26.000 34,76
13.001–14.000 19,05 26.001–27.000 35,94
14.001–15.000 20,60 27.001–28.000 37,15
15.001–16.000 22,12 28.001–29.000 38,35
16.001–17.000 23,65 29.001–30.000 39,54
17.001–18.000 25,20 30.001–31.000 40,71
31.001 og yfir 41,92


9. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2020, sem stendur frá 1. til 15. desember 2020, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2021.
    Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2021 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2021 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2021.

V. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988.
10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað „6.225 kr.“ og „150 kr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 6.380 kr.; og: 154 kr.
     b.      Í stað „6.225 kr.“ og „136 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 6.380 kr.; og: 139 kr.
     c.      Í stað „6.225 kr.“ og „124 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 6.380 kr.; og: 127 kr.
     d.      Í stað „58.325 kr.“, „2,49 kr.“ og „91.800 kr.“ í 4. mgr. kemur: 59.785 kr.; 2,55 kr.; og: 94.095 kr.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999.
11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi“ í 1. mgr. kemur: og skilavald.
     b.      Á eftir orðunum „opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi“ tvívegis í 2. mgr. kemur: og skilavalds.
     c.      Á eftir orðinu „fjármálaeftirlits“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: og skilavalds.
     d.      Á eftir orðinu „Fjármálaeftirlitsins“ í 3. mgr. kemur: og skilavaldsins.

12. gr.

    Við 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna bætist: og skilavaldsins.

13. gr.

    Á eftir orðinu „Fjármálaeftirlitsins“ tvívegis í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: eða skilavaldsins.

14. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „1.–9. og 11.–12. tölul. 1. mgr.“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: 1.–12. tölul. 1. mgr. og 13. og 14. mgr.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað „0,0347%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0303%.
     b.      Í stað „0,0387%“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0345%.
     c.      Í stað „0,3905%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,3440%.
     d.      Í stað „0,18%“ og „þeim iðgjöldum sem miðlað hefur verið á næstliðnu ári“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,15%; og: rekstrartekjum.
     e.      Í stað „0,835%“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 0,7856%.
     f.      Í stað „0,0265%“ í 1. málsl. 6. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0237%.
     g.      Í stað „0,8193%“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: 0,716%.
     h.      Í stað „1,006%“ í 8. tölul. 1. mgr. kemur: 0,8791%.
     i.      Í stað „0,0078%“ í 1. málsl. 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0066%
     j.      Í stað „1.400.000 kr.“, „2.500.000 kr.“, „4.400.000 kr.“, „tuttugu og fimm“, „8.100.000 kr.“, „tuttugu og fimm“, „eitt hundrað“ og „9.400.000 kr.“ í 2. málsl. 9. tölul. 1. mgr. kemur: 1.680.000 kr.; 3.000.000 kr.; 5.280.000 kr.; þrjátíu; 9.720.000 kr.; þrjátíu; eitt hundrað og fimmtíu; og: 11.280.000 kr.
     k.      Í stað „0,0079%“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0069%.
     l.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Viðskiptabankar sem falla undir gildissvið laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja skulu greiða 0,0022% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 500.000 kr., vegna fjármögnunar skilavalds.
                  Lánastofnanir, aðrar en viðskiptabankar, og verðbréfafyrirtæki sem falla undir gildissvið laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, skulu greiða 0,0022% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 250.000 kr., vegna fjármögnunar skilavalds.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 7. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „rafeyrisfyrirtækja og vátryggingafélaga 1.000.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: og vátryggingafélaga 2.500.000 kr.
     b.      Í stað orðanna „og verðbréfamiðstöðva 500.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: kauphalla, verðbréfamiðstöðva, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja 1.000.000 kr.
     c.      Í stað „100.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 300.000 kr.

17. gr.

    Heiti laganna verður: Lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011.
18. gr.

    Í stað „0,007637%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,008536%.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.
19. gr.

    Í stað „11.740 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 12.034 kr.


20. gr.

    Í stað orðanna „og 2020“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2020 og 2021.

21. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2021 til og með 31. desember 2021 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra, nr. 166/2006, og laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007.
22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „2020“ í 14. tölul. kemur: 2021.
     b.      Í stað „2020“ þrívegis í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 2021.
     c.      Í stað „40,18%“ í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 46,36%.

X. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „2020“ þrívegis kemur: 2021.
     b.      Í stað „40,18%“ kemur: 46,36%.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.
24. gr.

    Í stað orðanna „1. janúar 2020 til 31. desember 2020“ í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 1. janúar 2021 til 31. desember 2021.

25. gr.

    Í stað orðanna „og 2020“ í ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 2020 og 2021.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.
26. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 1.080 kr. á mánuði árið 2021 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.
27. gr.

    Í stað „2020“ og „3.025 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. a laganna kemur: 2021; og: 3.430 kr.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.
28. gr.

    Í stað „17.900 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 18.300 kr.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990.
29. gr.

    Í stað orðanna „og 2020“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2020 og 2021.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012.
30. gr.

    Í stað „2020“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 2021.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.
31. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
     a.      Í stað „og 2020“ í 1.–5. mgr. kemur: 2020 og 2021.
     b.      Í stað „og 2019“ í 1.–5. mgr. kemur: 2019 og 2020.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.
32. gr.

    Í stað „15 kr./kg“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a laganna kemur: 22 kr./kg.

33. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka IV við lögin:
     a.      Í stað „40,00 kr./kg“ kemur hvarvetna: 50,00 kr./kg.
     b.      Í stað „0,70 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 2710.1940 kemur: 0,90 kr./kg.

34. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XII við lögin:
     a.      Í stað „360,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9020 kemur: 480,00 kr./kg.
     b.      Í stað „600,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9031 kemur: 800,00 kr./kg.
     c.      Í stað „1.200,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9032 kemur: 1.600,00 kr./kg.
     d.      Í stað „1.440,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9033 kemur: 1.920,00 kr./kg.
     e.      Í stað „1.920,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9034 kemur: 2.560,00 kr./kg.
     f.      Í stað „2.880,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9035 kemur: 3.840,00 kr./kg.
     g.      Í stað „2.880,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 3707.9099 kemur: 3.840,00 kr./kg.

35. gr.

    Í stað „8,00 kr./kg“ í viðauka XIV við lögin kemur hvarvetna: 18,00 kr./kg.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um erfðafjárskatt, nr. 14/2004.
36. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 2. gr. laganna:
     a.      Í stað „1.500.000 kr.“ í 1. málsl. kemur: 5.000.000 kr.
     b.      Á eftir 1. málsl. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skattfrelsismörk skv. 1. málsl. skulu taka breytingum í upphafi hvers árs í réttu hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs frá upphafi til loka næstliðins 12 mánaða tímabils. Ráðherra auglýsir ný skattfrelsismörk í upphafi hvers árs.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um tekjufallsstyrki, nr. 118/2020.
37. gr.

    2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
    Í stað þess að telja til rekstrarkostnaðar reiknað endurgjald fyrir tímabilið 1. apríl til 31. október 2020 er rekstraraðila heimilt að reikna til rekstrarkostnaðar á því tímabili fjárhæð sem nemur 7/ 12 af gjaldfærðu reiknuðu endurgjaldi í skattframtali 2020 og miða mánaðarleg stöðugildi skv. 1. mgr. við stöðugildi þeirra sem reiknað var endurgjald fyrir í rekstrinum hlutfallslega miðað við starfstíma rekstrarins á árinu 2019. Hafi rekstraraðili eða þeir sem reiknað var endurgjald fyrir í rekstrinum fengið atvinnuleysisbætur fyrir tímabilið 1. apríl til 31. október 2020 dragast þær frá þannig reiknuðum rekstrarkostnaði.

38. gr.

    Í stað orðanna „Þrátt fyrir 4. og 5. gr.“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: Þrátt fyrir 1., 4. og 5. gr.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
39. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „og fyrstu sölu“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: fyrstu sölu og endursölu.
     b.      Í stað orðanna „til og með 31. desember 2020“ í 1. tölul. 3. mgr. og 1. tölul. 5. mgr. kemur: 2020 til og með 31. desember 2021.
     c.      2. tölul. 3. mgr. og 2. tölul. 5. mgr. falla brott.

XXII. KAFLI
Gildistaka.
40. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021. Þó öðlast 37. og 38. gr. þegar gildi.
    Ákvæði 19. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020.
    Ákvæði 36. gr. tekur til skipta á dánarbúum þeirra sem andast 1. janúar 2021 eða síðar og búskipta þeirra sem hafa heimild til setu í óskiptu búi fari þau fram eftir gildistöku laga þessara.