Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 640, 151. löggjafarþing 207. mál: skráning einstaklinga (kerfiskennitala og afhending upplýsinga úr þjóðskrá).
Lög nr. 138 23. desember 2020.

Lög um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (kerfiskennitala og afhending upplýsinga úr þjóðskrá).


1. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um börn sem fæðast andvana eftir 22. viku meðgöngu.

2. gr.

     2. mgr. 24. gr. laganna orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 2. málsl. 3. mgr. 11. gr. um miðlun kerfiskennitalna gildi 1. maí 2021, ákvæði 2. mgr. 12. gr. um bann við heildarafhendingu þjóðskrár tekur gildi 1. júní 2022 og 4. mgr. 12. gr. um heimild Þjóðskrár Íslands til að takmarka og hafna afhendingu á upplýsingum tekur gildi 1. janúar 2021.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2020.