Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 848, 151. löggjafarþing 276. mál: náttúruvernd (málsmeðferð o.fl.).
Lög nr. 6 10. febrúar 2021.

Lög um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.).


1. gr.

     Í stað orðanna „Ráðherra er einnig“ í 4. mgr. 31. gr. laganna kemur: Umhverfisstofnun er.

2. gr.

     1. málsl. 2. mgr. 36. gr. laganna orðast svo: Tillagan skal auglýst í Lögbirtingablaði, á vefmiðlum og með öðrum hætti eftir því sem við á.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 38. gr. laganna:
  1. Við lokamálslið bætist: með þeirri undantekningu að frestur til að gera athugasemdir við friðlýsingaráformin skal vera að lágmarki fjórar vikur.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í kynningu skal að lágmarki tilgreina markmið og tilgang fyrirhugaðrar friðlýsingar.


4. gr.

     Í stað orðanna „þrír mánuðir“ í 3. málsl. 2. mgr. 39. gr. laganna kemur: sex vikur.

5. gr.

     Í stað orðanna „Ráðherra getur, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar“ í 1. málsl. 1. mgr. 41. gr. laganna kemur: Umhverfisstofnun getur, að fenginni umsögn.

6. gr.

     Á eftir 73. gr. laganna kemur ný grein, 73. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Kortlagning óbyggðra víðerna.
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna. Í reglugerðinni skal m.a. kveða á um þau viðmið og forsendur sem liggja til grundvallar kortlagningunni.
     Kort með upplýsingum um óbyggð víðerni skal vera til upplýsinga fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun.

7. gr.

     Tilvísanirnar „41.“ og „og 64.“ í 1. málsl. 1. mgr. 91. gr. laganna falla brott.

8. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Fyrstu kortlagningu óbyggðra víðerna alls landsins skv. 73. gr. a skal vera lokið fyrir 1. júní 2023.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. skal frestur til að gera athugasemdir við fyrirhugaða friðlýsingu vera þrír mánuðir ef áform um friðlýsinguna hafa verið kynnt fyrir gildistöku laga þessara.

Samþykkt á Alþingi 3. febrúar 2021.