Þingskjal 1395, 141. löggjafarþing 429. mál: náttúruvernd (heildarlög).
Lög nr. 60 10. apríl 2013.
Lög um náttúruvernd.
1. gr.
Lögin miða jafnframt að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda og annarra náttúrugæða.
Lögin eiga að:
- stuðla að samskiptum manns og náttúru þannig að hvorki spillist líf eða land, loft eða lögur,
- auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna,
- tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.
2. gr.
- að viðhalda fjölbreytni vistgerða innan náttúrulegra útbreiðslusvæða þeirra með þeirri tegundafjölbreytni og þeim vistfræðilegu ferlum sem einkenna hverja vistgerð og tryggja ákjósanlega verndarstöðu einstakra vistgerða,
- að standa vörð um og efla vistkerfi landsins svo eðli þeirra, gerð og virkni sé tryggð til framtíðar,
- að varðveita tegundir lífvera og erfðafræðilega fjölbreytni þeirra og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra þannig að tegundirnar nái að viðhalda sér í lífvænlegum stofnum til lengri tíma á náttúrulegum búsvæðum sínum. Þetta markmið gildir ekki fyrir framandi tegundir.
3. gr.
- að varðveita skipulega heildarmynd af jarðfræðilegum ferlum og fyrirbærum sem gefa samfellt yfirlit um jarðsögu landsins,
- að vernda jarðmyndanir sem eru sérstakar eða einstakar á lands- eða heimsvísu,
- að vernda vatnsfarvegi, fossa og stöðuvötn svo sem kostur er,
- að varðveita landslag sem er sérstætt eða fágætt eða sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis,
- að standa vörð um óbyggð víðerni landsins.
4. gr.
Lög þessi breyta í engu ákvæðum löggjafar um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, laga um lax- og silungsveiði eða löggjafar um umgengni um nytjastofna sjávar.
Ákvæði laga um Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ganga framar ákvæðum laga þessara séu þau ósamþýðanleg.
5. gr.
- Alfaraleið: Leið sem farin er á vegum eða slóðum. Hugtakið utan alfaraleiðar á við um leið sem ekki tengist endilega vegum, slóðum eða stígum og getur legið um holt og móa.
- Ábyrgðartegund: Tegund sem Íslendingar bera sérstaka ábyrgð á vegna þess að stór hluti útbreiðslusvæðis tegundarinnar á Evrópu- eða heimsvísu er hér á landi eða stór hluti stofnsins á Evrópu- eða heimsvísu heldur hér til að staðaldri eða hluta úr ári.
- Ágeng framandi lífvera: Framandi lífvera sem veldur eða líklegt er að valdi rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni.
- Berg: Samsafn steinda, oftast margra mismunandi steinda, sem finnst í náttúrunni og ekki hefur orðið til fyrir tilverknað mannsins. Berggler, svo sem hrafntinna og biksteinn, telst einnig til bergtegunda.
- Búsvæði: Þeir staðir eða svæði þar sem tegund getur þrifist.
- Byggð: Þau svæði sem ekki falla undir hugtakið óbyggðir.
- Eignarland: Landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.
- Framandi lífverur: Tegund eða lægri flokkunareining, svo sem afbrigði, kyn eða stofn, þ.m.t. lífhlutar, kynfrumur, fræ, egg eða dreifingarform sem geta lifað af og fjölgað sér, sem menn hafa flutt vísvitandi eða óvitandi út fyrir sitt náttúrulega forna eða núverandi útbreiðslusvæði eftir miðja 18. öld.
- Garðyrkja: Útiræktun eða ylræktun garðávaxta, trjáa, runna og annarra plantna til matar, skrauts eða annarra nytja á vel afmörkuðu svæði.
- Innflutningur lifandi lífvera: Flutningur lifandi lífvera af völdum manna til landsins eða á íslenskt hafsvæði frá löndum eða svæðum utan Íslands.
- Jarðfræðileg fjölbreytni: Breytileiki jarðfræðilegra fyrirbæra, jarðvegs og landmótunar, ferla og myndana. Hugtakið tekur til bergs, steinda, landforma, setlaga og jarðvegs ásamt þeim náttúrulegu ferlum sem mynda og móta þessa þætti.
- Landslag: Svæði sem fólk skynjar að hafi ákveðin einkenni sem eru tilkomin vegna virkni eða samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta.
- Líffræðileg fjölbreytni: Breytileiki meðal lifandi vera á öllum skipulagsstigum lífs, þar á meðal í vistkerfum á landi, í sjó og í ferskvatni. Hugtakið tekur til vistfræðilegra tengsla milli vistkerfa og nær til fjölbreytni innan tegunda og milli tegunda og vistkerfa.
- Náttúru- og umhverfisverndarsamtök: Samtök sem hafa náttúru- og umhverfisvernd að meginmarkmiði. Þau skulu vera opin fyrir almennri aðild, gefa út ársskýrslur um starfsemi sína og hafa endurskoðað bókhald.
- Náttúruminjar: Náttúrufyrirbæri sem ákveðið hefur verið að vernda með friðlýsingu, friðun eða með öðrum hætti eða sem tekin hefur verið afstaða til að rétt sé að vernda.
- Náttúrumyndun: Einstakt fyrirbrigði í náttúrunni sem að jafnaði sker sig úr umhverfinu, t.d. foss, eldstöð, hellir, drangur, einstakt tré eða gamall skógarlundur.
- Náttúruverndarsvæði:
- Friðlýst svæði og afmörkuð búsvæði friðaðra tegunda sem vernduð eru skv. 1. mgr. 58. gr.
- Svæði og náttúrumyndanir á B- og C-hluta náttúruminjaskrár, sbr. 33. gr.
- Afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta verndar samkvæmt öðrum lögum vegna náttúru eða landslags.
- Óbyggðir: Landsvæði þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu og þar sem mannvirki eru ekki til staðar eða eru lítt áberandi.
- Óbyggt víðerni: Svæði í óbyggðum, að jafnaði a.m.k. 25 km2 að stærð og í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum.
- Ræktað land: Land sem nýtt er til framleiðslu nytjajurta með íhlutun, svo sem sléttun, þurrkun, áburðargjöf, jarðvinnslu, sáningu eða öðrum ræktunaraðgerðum. Land telst óræktað eftir langvarandi notkunarleysi. Skóglendi telst ræktað land þangað til trén hafa náð þeim þroska að venjuleg umferð sakar ekki. Lóð undir frístundahús í notkun telst ræktað land í skilningi laga þessara, sbr. 2. mgr. 1. gr. og 3. tölul. 2. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, nr. 75/2008.
- Steind: Fast efni með ákveðna samsetningu, oftast kristallað, sem finnst sjálfstætt í náttúrunni og ekki hefur orðið til af manna völdum.
- Steingervingur: Leifar og steingerðar leifar lífveru eða för eftir hana sem finnast í jarðlögum.
- Tegund: Ákveðinn hópur lífvera sem afmarkaður er samkvæmt líffræðilegum viðmiðum.
- Útivistarsamtök: Samtök sem hafa útivist og umhverfisvernd að markmiði. Þau skulu vera opin fyrir almennri aðild, gefa út ársskýrslur um starfsemi sína og hafa endurskoðað bókhald.
- Vegur: Til vega samkvæmt lögum þessum teljast þjóðvegir, sveitarfélagsvegir og einkavegir svo sem þeir eru skilgreindir í vegalögum. Auk þess vegslóðar utan flokkunarkerfis vegalaga sem skráðir eru í kortagrunn Landmælinga Íslands í samræmi við ákvæði reglugerðar ráðherra skv. 1. mgr. 32. gr.
- Vistgerðir: Staðir eða svæði með ákveðnum einkennum, t.d. hvað varðar gróður- og dýralíf, jarðveg og loftslag.
- Vistkerfi: Safn lífvera sem hafast við í afmörkuðu rými af tiltekinni gerð, ásamt öllum verkunum og gagnverkunum meðal lífveranna og tengslum þeirra við lífræna jafnt sem ólífræna umhverfisþætti sem tilheyra kerfinu, svo sem loft, vatn, jarðveg og sólarljós.
- Þéttbýli: Svæði afmarkað með sérstökum merkjum sem tákna þéttbýli.
- Þjóðlenda: Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi, sbr. lög nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
6. gr.
7. gr.
8. gr.
9. gr.
10. gr.
11. gr.
12. gr.
13. gr.
Umhverfisstofnun fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna, veitir leyfi og umsagnir samkvæmt ákvæðum laganna, annast umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða, ber ábyrgð á gerð umsýsluáætlana fyrir friðlýst svæði, sinnir fræðslu og veitir ráðherra ráðgjöf um náttúruverndarmál. Þá annast stofnunin undirbúning friðlýsinga, metur nauðsynlegar verndarráðstafanir á svæðum sem til greina kemur að setja á framkvæmdaáætlun og sér um kynningu tillögu að endurskoðaðri náttúruminjaskrá og úrvinnslu umsagna vegna hennar.
Náttúrufræðistofnun Íslands annast m.a. skráningu náttúruminja og mat á verndargildi þeirra, hefur umsjón með C-hluta náttúruminjaskrár og gerir tillögur um nýskráningar í hann sem og tillögur um minjar sem ástæða væri til að setja á framkvæmdaáætlun. Stofnunin ber ábyrgð á vöktun í samræmi við ákvæði laganna og skipuleggur framkvæmd hennar, veitir umsagnir samkvæmt lögum þessum, sinnir fræðslu og veitir ráðherra ráðgjöf um náttúruverndarmál.
Ráðherra kveður í reglugerð nánar á um verkefni Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar á meðal fræðsluhlutverk þeirra.
14. gr.
Náttúruverndarnefndir skulu vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Skulu þær stuðla að náttúruvernd hver á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar.
Náttúruverndarnefndir skulu leita aðstoðar og ráðgjafar Umhverfisstofnunar þegar ástæða er til. Stofnunin, fulltrúar náttúruverndarnefnda og forstöðumenn náttúrustofa skulu halda a.m.k. einn sameiginlegan fund á ári. Náttúruverndarnefndir skulu veita Umhverfisstofnun yfirlit yfir störf sín með skýrslu í lok hvers árs.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um hlutverk náttúruverndarnefnda og tengsl þeirra við náttúrustofur samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, nr. 60/1992.
15. gr.
Ráðherra skipar fagráð náttúruminjaskrár til fimm ára í senn. Skal ráðið skipað átta fulltrúum. Umhverfisstofnun, Skógrækt ríkisins, Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun, Minjastofnun Íslands, Samtök náttúrustofa og náttúru- og umhverfisverndarsamtök tilnefna einn fulltrúa hver. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Fulltrúar í fagráði náttúruminjaskrár og varamenn þeirra skulu hafa háskólamenntun á sviði náttúrufræða nema fulltrúi Minjastofnunar Íslands sem skal vera fornleifafræðingur eða hafa sambærilega menntun sem lýtur að varðveislu menningarminja. Fagráð náttúruminjaskrár skal vera Náttúrufræðistofnun Íslands til ráðgjafar um gerð tillögu um minjar á náttúruminjaskrá, sbr. 2. mgr. 34. gr. Náttúrufræðistofnun Íslands annast umsýslu vegna starfs fagráðsins.
16. gr.
Á umhverfisþingi skal fjalla um umhverfis- og náttúruvernd og sjálfbæra þróun. Til umhverfisþings skal boða alþingismenn, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, fulltrúa samtaka í atvinnulífi, fulltrúa samtaka landeigenda og fulltrúa frjálsra félagasamtaka sem hafa náttúru- og umhverfisvernd og sjálfbæra þróun á stefnuskrá sinni.
Seta á þinginu er ólaunuð, en hlutaðeigandi aðilar greiða kostnað fulltrúa. Annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun ráðherra.
17. gr.
Á ferð sinni um landið skulu menn sýna landeiganda og öðrum rétthöfum fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, og fylgja leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og umgengni um landið.
Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum eftir því sem auðið er, hlífa girðingum, fara um hlið eða stiga þegar þess er kostur og ef farið er um lokuð hlið skal loka þeim eftir að gengið hefur verið um þau. Forðast skal að valda öðrum óþægindum og truflun með hávaða. Skylt er að gæta fyllsta hreinlætis og skilja ekki eftir sorp eða úrgang á áningarstað eða tjaldstað.
Sérstök aðgát skal höfð í nánd við búsmala, selalátur, varplönd fugla, veiðisvæði og veiðistaði. Forðast skal að eyða eða spilla gróðri með mosa-, lyng- eða hrísrifi eða á annan hátt.
Almenningi er frjáls för um vegi og vegslóða þar sem akstur er heimill samkvæmt kortagrunni, sbr. 32. gr., með þeim takmörkunum og skilyrðum sem kveðið er á um í lögum þessum og í vegalögum, og reglugerðum settum eftir þeim.
För manna um landið er ekki á ábyrgð eiganda lands eða rétthafa að öðru leyti en því sem leiðir af ákvæðum annarra laga og almennum skaðabótareglum.
18. gr.
För um ræktað land, sbr. 20. tölul. 5. gr., og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.
19. gr.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um umferð hjólreiðamanna.
20. gr.
Á ferð um hálendi og önnur lítt gróin svæði skulu menn hafa tiltækt nægilegt aðflutt fóður fyrir hross sín.
Heimilt er mönnum, að fengnu leyfi eiganda eða rétthafa eignarlands þegar við á, að slá upp aðhöldum eða næturhólfum fyrir hross, enda valdi það ekki spjöllum á náttúru landsins. Á hálendi skal þeim valinn staður á ógrónu landi sé þess kostur.
Þegar farið er á hestum um eða höfð viðdvöl með hross á náttúruverndarsvæði, sbr. XIV. kafla, þar sem starfandi er landvörður eða umsjónaraðili skal haft samráð við hann.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.
21. gr.
Heimilt er að fara á bátum um öll vötn og á vélknúnum bátum um skipgeng vötn. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um almennar takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði og um bátaumferð og böð í grennd við veiðistaði. Umhverfisstofnun getur takmarkað eða bannað umferð um vatn ef nauðsynlegt þykir til verndar náttúru eða lífríki. Slíkar ákvarðanir eru háðar staðfestingu ráðherra og skal birta þær í B-deild Stjórnartíðinda.
Allir sem um vötn fara eða nota þau til sunds og baða hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem nauðsynleg eru vegna umferðar um vatnið en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það.
22. gr.
Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld.
Utan þéttbýlis skal einungis nota tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað á skipulögðum tjaldsvæðum og svæðum á óræktuðu landi sem tengjast vegum eða slóðum sem heimilt er að aka og þar sem ekki er hætta á skemmdum á náttúrunni.
Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi landsvæði.
Á ræktuðu landi, sbr. 20. tölul. 5. gr., má aðeins slá upp tjöldum með leyfi eiganda þess eða rétthafa.
Þegar tjaldað er skal ætíð virða ákvæði 31. gr. um bann við akstri utan vega og gæta þess að valda ekki skemmdum á vettvangi.
23. gr.
Hafi eigandi lands eða rétthafi útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað og taka gjald fyrir veitta þjónustu þar. Sé tjaldsvæði í næsta nágrenni eignarlandsins getur eigandinn einnig beint fólki þangað.
24. gr.
Eftir því sem við verður komið skal tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum sé gert ráð fyrir að gista í tjöldum í slíkum ferðum.
25. gr.
Ef sérstakar aðstæður skapast þar sem veruleg hætta er á tjóni af völdum óvenjumikillar umferðar eða vegna sérstaklega viðkvæms ástands náttúru getur Umhverfisstofnun ákveðið að takmarka umferð eða loka viðkomandi svæði tímabundið fyrir ferðamönnum. Sem unnt er skal haft samráð um slíka ákvörðun við fulltrúa ferðaþjónustu og útivistarfólks sem ætla má að hyggi á ferðir um svæðið, og ef um eignarland er að ræða skal ætíð haft samráð við eiganda lands eða rétthafa áður en ákvörðun er tekin. Takmörkunin eða lokunin skal að jafnaði ekki standa lengur en tvær vikur en ef nauðsyn krefur er heimilt að framlengja hana að fenginni staðfestingu ráðherra. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein skal birta í dagblöðum og útvarpi og á vefsíðum Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar.
26. gr.
Skylt er að halda girðingu svo vel við að mönnum og skepnum stafi ekki hætta af. Að öðru leyti fer um girðingar, viðhald þeirra og upptöku eftir girðingarlögum, vegalögum og eftir atvikum öðrum lögum.
27. gr.
Í eignarlöndum er tínsla berja, sveppa, fjallagrasa, jurta, skeldýra og fjörugróðurs háð leyfi eiganda lands eða rétthafa. Þó er mönnum heimilt að tína til neyslu á vettvangi.
Heimildir skv. 1. og 2. mgr. ná ekki til jurta í A- og B-hluta náttúruminjaskrár.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um tínslu berja, sveppa, fjallagrasa, jurta og fjörugróðurs í atvinnuskyni, m.a. um að tilkynna skuli Náttúrufræðistofnun Íslands um magn og tegund þess sem tínt er og tínslustað og heimild Umhverfisstofnunar til að banna eða takmarka tínslu einstakra tegunda eða á afmörkuðum svæðum ef það er nauðsynlegt vegna verndunar einstakra tegunda eða til að koma í veg fyrir ofnýtingu svæða. Ákvarðanir um bann eða takmarkanir á tínslu einstakra tegunda eða á afmörkuðum svæðum skulu háðar staðfestingu ráðherra og skulu birtar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Tínsla, sem brýtur í bága við staðfesta ákvörðun Umhverfisstofnunar samkvæmt grein þessari, varðar refsingu, sbr. 90. gr.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um notkun tækja og verkfæra til tínslu jarðargróðurs samkvæmt þessari grein. Er honum heimilt að leggja bann við notkun þeirra ef hætta er á að hún valdi spjöllum á náttúru landsins.
28. gr.
Sá sem verður þess var að eldur er laus á víðavangi skal tafarlaust kveðja til slökkvilið eða aðra tiltæka hjálp.
Sá sem veldur tjóni með meðferð elds á víðavangi þannig að saknæmt sé ber fébótaábyrgð á því tjóni sem af hlýst.
Heimilt er ráðherra að kveða í reglugerð nánar á um meðferð elds samkvæmt þessari grein.
Brot gegn ákvæði 1. málsl. 1. mgr. varðar refsingu, sbr. 90. gr.
29. gr.
Umhverfisstofnun getur beitt úrræðum skv. 87. gr. til að knýja á um að ólögmætar hindranir séu fjarlægðar. Stofnunin getur einnig lagt fyrir eiganda eða rétthafa að setja stiga eða hlið á girðingu ef hún hindrar för fólks sem heimil er samkvæmt ákvæðum kaflans, t.d. um vatns-, ár- eða sjávarbakka. Umhverfisstofnun skal hafa samráð við byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags vegna aðgerða sem einnig kunna að falla undir valdsvið hans.
30. gr.
Framkvæmdir samkvæmt þessari grein eru háðar samþykki eiganda eða rétthafa lands. Þó er samþykki ekki skilyrði fyrir merkingu leiða á óræktuðu landi en áskilið að samráð sé haft við eiganda lands eða rétthafa.
31. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. er við akstur vegna starfa við landbúnað heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka utan vega á ræktuðu landi. Heimilt er bændum og búaliði að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt til landbúnaðar ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Við eftirleitir er bændum heimilt að sækja sauðfé inn á miðhálendið á léttum vélknúnum ökutækjum, svo sem fjórhjólum, enda verði þeim gripum ekki náð með öðru móti og ekki talin hætta á náttúruspjöllum. Einnig er heimilt, ef nauðsyn krefur, að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslu og heftingu landbrots, vegalagnir, línulagnir og lagningu annarra veitukerfa, björgunarstörf, lögreglustörf, sjúkraflutninga, rannsóknir, landmælingar, landbúnað og viðhald skála og neyðarskýla með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.
Ráðherra skal, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, kveða í reglugerð á um undanþágur frá banni skv. 1. málsl. 1. mgr.
Ráðherra er einnig heimilt að veita undanþágur vegna annarra sérstakra aðstæðna, svo sem fötlunar, og skal í reglugerð samkvæmt grein þessari kveða á um nánari skilyrði fyrir veitingu þeirra.
Í þeim tilvikum sem heimild er til aksturs utan vega er ökumanni skylt að gæta sérstakrar varkárni og forðast að valda náttúruspjöllum. Þeim sem nýta slíka heimild, öðrum en bændum, er skylt að halda skrá um akstur sinn utan vega og veita Umhverfisstofnun aðgang að þeirri skrá þegar óskað er.
Ráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og í samráði við útivistarsamtök og ferðaþjónustusamtök, takmarkað eða bannað akstur á jöklum og snævi þakinni jörð þar sem hætta er á náttúruspjöllum eða óþægindum fyrir aðra sem þar eru á ferð.
Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 90. gr.
Sérreglur um takmörkun á akstri utan vega í auglýsingu um friðlýsingu svæðis eða í umsýsluáætlun fyrir svæðið ganga framar undanþágum frá banni við akstri utan vega skv. 1. og 2. mgr.
32. gr.
Við mat á því hvort tilteknir vegslóðar skuli merktir í kortagrunninn sem heimilir til aksturs skal sérstaklega líta til þess hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda uppblæstri, hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan vegslóða sé að ræða og hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum. Heimilt er ráðherra að ákveða að umferð á tilteknum vegslóðum skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, vissa tíma eða við akstur vegna ákveðinna starfa.
Upplýsingar um heimila vegslóða í kortagrunni fela ekki í sér að þeir séu færir öllum vélknúnum ökutækjum og leiða ekki til ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga á viðhaldi þeirra.
Eftir útgáfu kortagrunns skv. 1. mgr. skulu útgefendur vegakorta, þar á meðal stafrænna korta fyrir GPS-tæki og álíka búnað, sjá til þess að upplýsingar á kortum þeirra séu svo sem kostur er í samræmi við kortagrunninn. Útgefendum korta, þ.m.t. stafrænna korta, er skylt að skrá á kort sín eða í ítarefni sem þeim fylgir útgáfunúmer og útgáfutíma kortagrunnsins sem nýttur er og upplýsingar um aðgang að nýjustu útgáfu kortagrunnsins, t.d. með vefslóð. Ef á þessu verður alvarlegur misbrestur er Umhverfisstofnun heimilt að krefjast þess með skriflegri áskorun að útgefendur hætti dreifingu vegakorta sem veita rangar upplýsingar um heimildir til aksturs vélknúinna ökutækja á vegslóðum og að þeir innkalli þau frá öðrum dreifingaraðilum. Verði útgefendur ekki við áskorun stofnunarinnar innan tilskilins frests er henni heimilt að beita dagsektum í þessu skyni, sbr. 3. mgr. 87. gr.
33. gr.
Náttúruminjaskrá skiptist í þrjá hluta:
- A-hluti: Skrá yfir friðlýst svæði flokkuð eftir friðlýsingarflokkum, sbr. VIII. kafla og 54. og 55. gr., og friðaðar vistgerðir, vistkerfi og tegundir, sbr. 58. gr.
- B-hluti: Framkvæmdaáætlun til næstu fimm ára, þ.e. skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum.
- C-hluti: Skrá yfir aðrar náttúruminjar sem ástæða þykir til að friðlýsa eða friða.
Auk þess skal birta í náttúruminjaskrá yfirlitskort sem sýna staðsetningu og útbreiðslu jarðminja og vistkerfa sem njóta sérstakrar verndar skv. 57. gr.
Í náttúruminjaskrá skal náttúruminjum lýst, þar á meðal sérkennum þeirra, verndargildi og afmörkun. Skránni skal fylgja greinargerð þar sem koma skulu fram ítarupplýsingar um minjar á skránni.
34. gr.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur umsjón með C-hluta náttúruminjaskrár og gerir tillögu til ráðherra, í samráði við fagráð náttúruminjaskrár, m.a. um nýskráningar sem og tillögu um minjar sem ástæða er til að setja á framkvæmdaáætlun (B-hluta). Við gerð tillögu samkvæmt þessari málsgrein skal Náttúrufræðistofnun Íslands leita eftir ábendingum frá sveitarstjórnum, náttúruverndarnefndum og náttúrustofum. Stofnuninni er heimilt að leita eftir tillögum fleiri aðila.
35. gr.
Við gerð framkvæmdaáætlunar (B-hluta) skal lögð áhersla á að byggja upp skipulegt net verndarsvæða til að stuðla að því að verndarmarkmið 2. og 3. gr. náist. Við val minja á áætlunina skal, auk þeirra þátta sem taldir eru upp í 1. mgr., líta til eftirtalinna atriða:
- hversu mikil hætta er á að minjunum verði raskað,
- hvers konar minjum brýnast er að bæta í net verndarsvæða hverju sinni,
- gildis minjanna miðað við aðrar í sama flokki náttúruminja,
- mikilvægis svæðis til útivistar,
- annarra hagsmuna sem varða svæðið.
Að því er varðar vistgerðir skal jafnframt taka tillit til þess:
- hvort vistgerðin er mikilvæg fyrir friðaðar tegundir,
- hvort vistgerðin gegnir veigamiklu hlutverki í viðhaldi sterkra stofna mikilvægra tegunda,
- hvort vistgerðin er í útrýmingarhættu eða yfirvofandi hættu samkvæmt útgefnum válistum,
- hvort verulegur hluti útbreiðslusvæðis vistgerðarinnar í Evrópu eða á heimsvísu er á Íslandi.
Að því er varðar tegundir skal jafnframt taka tillit til þess:
- hvort tegundin er í útrýmingarhættu eða yfirvofandi hættu samkvæmt útgefnum válistum,
- hvort tegundin er ábyrgðartegund,
- hvort um er að ræða einlenda tegund eða sérstök afbrigði sem einungis er að finna hér á landi.
Ráðherra felur Umhverfisstofnun að meta nauðsynlegar verndarráðstafanir á svæðum sem til greina kemur að setja á framkvæmdaáætlun og kostnað við þær.
36. gr.
Tillagan skal auglýst í dagblaði sem gefið er út á landsvísu og í Lögbirtingablaðinu og jafnframt á heimasíðu ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar. Í auglýsingu skal tilgreina hvar tillagan sé aðgengileg og skal öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana innan ákveðins frests sem skal ekki vera skemmri en átta vikur frá birtingu auglýsingar. Tekið skal fram í auglýsingu hvert skuli skila athugasemdum. Tillagan skal jafnframt send sveitarstjórnum, náttúruverndarnefndum og náttúrustofum til umsagnar sem og öðrum opinberum aðilum og hagsmunasamtökum eftir því sem ástæða þykir til. Einnig skal senda tillöguna þeim aðilum sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta vegna hennar. Skal umsagnarfrestur vera jafnlangur og getið er í auglýsingu um tillöguna.
Eftir að kynningartíma lýkur tekur Umhverfisstofnun saman umsögn um framkomnar athugasemdir og skilar til ráðherra. Umhverfisstofnun skal gera þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna grein fyrir umsögn sinni um þær.
Fara skal með tillögur um einstakar nýskráningar í C-hluta náttúruminjaskrár svo sem greinir í 2. og 3. mgr.
Að lokinni kynningu og málsmeðferð skv. 1.–3. mgr. leggur ráðherra fram á Alþingi þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun.
Ráðherra getur í reglugerð sett nánari fyrirmæli um náttúruminjaskrá, m.a. um efni greinargerðar, birtingu skrárinnar og endurskoðun.
37. gr.
Ráðherra er heimilt að kveða á um tímabundið bann við framkvæmdum eða nýtingu sem skaðað getur verndargildi náttúruminja sem teknar eru á framkvæmdaáætlun (B-hluta). Bannið gildir í þrjá mánuði. Ráðherra er að þeim tíma loknum heimilt að ítreka bannið með sérstakri ákvörðun og gildir það þá þar til auglýsing um friðlýsingu eða friðun hefur verið birt en verði ekki af friðlýsingu eða friðun innan fimm ára frá hinu upphaflega banni fellur það niður. Um undanþágu frá banni samkvæmt þessari málsgrein fer skv. 41. gr. að breyttu breytanda. Um náttúruminjar á B-hluta náttúruminjaskrár gilda að öðru leyti ákvæði 3. og 4. mgr.
Óheimilt er að raska svæðum eða náttúrumyndunum sem skráðar hafa verið á C-hluta náttúruminjaskrár nema brýna nauðsyn beri til og sýnt þyki að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Skylt er að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, sbr. skipulagslög og lög um mannvirki, vegna framkvæmda sem hafa í för með sér slíka röskun. Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefndar nema fyrir liggi staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag þar sem umsagnir skv. 1. og 2. mgr. 68. gr. liggja fyrir. Við afgreiðslu umsókna um leyfi skal gæta ákvæða 4.–6. mgr. 57. gr.
Sýna skal sérstaka aðgæslu gagnvart vistgerðum, vistkerfum og tegundum á C-hluta náttúruminjaskrár til að koma í veg fyrir að náttúruleg útbreiðslusvæði eða búsvæði minnki og verndarstaða þeirra versni.
Ríkissjóður skal hafa forkaupsrétt að jörðum og öðrum landareignum sem eru að hluta eða öllu leyti á náttúruminjaskrá að þeim aðilum frágengnum sem veittur er forkaupsréttur með jarðalögum. Skal frestur ríkissjóðs til að svara forkaupsréttartilboði vera 60 dagar frá því að tilboðið barst. Að öðru leyti gilda um forkaupsréttinn ákvæði jarðalaga.
38. gr.
Ákvarðanir um friðlýsingar skal ráðherra byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár, sbr. 33. gr. Það gildir þó ekki um friðlýsingu skv. 54. gr. Ráðherra er heimilt að ákveða friðlýsingu með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags þótt ekki sé gert ráð fyrir henni á framkvæmdaáætlun. Áður skulu friðlýsingaráformin þó kynnt í samræmi við 2. og 3. mgr. 36. gr.
Hvers konar athafnir eða framkvæmdir sem ganga gegn markmiði friðlýsingar og geta skaðað verndargildi friðlýstra náttúruminja eru óheimilar nema samkvæmt undanþágu, sbr. 41. gr.
Það varðar refsingu skv. 90. gr. að spilla friðlýstum náttúruminjum.
39. gr.
Umhverfisstofnun skal gera drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir landeigendur og aðra rétthafa lands, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Jafnframt skal kynna landeigendum og öðrum rétthöfum lands rétt til bóta skv. 42. gr. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirhugaða friðlýsingu skal vera þrír mánuðir.
Umhverfisstofnun er heimilt að semja við landeiganda eða rétthafa um að hann taki þátt í umönnun friðlýsts svæðis með því að annast þar tilteknar aðgerðir gegn þóknun. Slíka samninga er einnig heimilt að gera við sveitarfélög og náttúru- og umhverfisverndarsamtök. Samningar samkvæmt þessari málsgrein eru háðir staðfestingu ráðherra.
Ákvörðun um friðlýsingu skal tekin í formi auglýsingar sem birt skal í B-deild Stjórnartíðinda. Auglýsing felur í sér stjórnvaldsákvörðun gagnvart landeigendum og öðrum rétthöfum þess landsvæðis sem friðlýsing tekur til. Skal gætt ákvæða stjórnsýslulaga við undirbúning og birtingu hennar gagnvart þessum aðilum.
40. gr.
Innan þeirra marka sem hverjum friðlýsingarflokki eru sett getur ráðherra í auglýsingu kveðið nánar á um takmarkanir sem leiðir af friðlýsingunni, m.a. á umferðarrétti, notkun veiðiréttar og framkvæmdum. Heimilt er ráðherra að ákveða að afla skuli leyfis Umhverfisstofnunar til athafna og framkvæmda sem áhrif geta haft á verndargildi viðkomandi svæðis, og um heimild stofnunarinnar til að setja skilyrði fyrir slíkum leyfum, ef það er nauðsynlegt til að tryggja að markmið verndarinnar náist. Setja má mismunandi reglur fyrir einstaka hluta friðlýsts svæðis. Ráðherra getur falið Umhverfisstofnun að setja reglur um umferðarrétt manna í umsýsluáætlun fyrir viðkomandi svæði, sbr. 81. gr., sem og um heimildir til að tjalda. Hafi verið gerður samningur skv. 3. mgr. 39. gr. skal geta þess í auglýsingu.
41. gr.
- ef það stríðir ekki verulega gegn markmiði friðlýsingarinnar og hefur óveruleg áhrif á verndargildi þeirra náttúruminja sem friðlýsingin beinist að, eða
- ef öryggissjónarmið eða mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess.
Umsókn um undanþágu skv. 1. mgr. skal fylgja greinargerð um áhrif fyrirhugaðra athafna eða framkvæmdar á verndargildi náttúruminjanna. Við mat skv. b-lið 1. mgr. skal leggja áherslu á þýðingu viðkomandi svæðis í neti verndarsvæða og eftir atvikum hvort unnt er að stofna samsvarandi verndarsvæði annars staðar. Heimilt er að binda heimild til undanþágu skilyrðum sem þykja nauðsynleg til að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar á verndargildi minjanna. Ef framkvæmd leiðir til þess að verndargildi friðlýsts svæðis fer forgörðum er heimilt að krefja framkvæmdaraðila, að því marki sem sanngjarnt er, um greiðslu kostnaðar vegna stofnunar nýs verndarsvæðis.
42. gr.
Landeigendur og aðrir rétthafar sem telja sig eiga rétt til bóta skv. 1. mgr. skulu bera fram bótakröfu við ráðherra innan þriggja mánaða frá birtingu ákvörðunar um friðlýsingu eða ákvörðunar skv. 2. mgr. 37. gr. Ráðherra getur að beiðni hlutaðeigandi ákveðið að framlengja frestinn.
Ef ekki næst samkomulag um bætur skal ákveða þær með eignarnámsmati.
43. gr.
44. gr.
- ef verndargildi minjanna eða svæðisins hefur rýrnað svo að forsendur eru ekki lengur fyrir friðlýsingunni eða
- ef mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess.
Ráðherra tekur ákvörðun um afnám eða breytingu friðlýsingar en áður skal liggja fyrir mat á áhrifum hennar. Leita skal umsagnar Náttúrufræðistofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, viðkomandi náttúruverndarnefndar, náttúruverndarsamtaka og eftir atvikum annarra fagstofnana. Við mat skv. b-lið 1. mgr. skal leggja áherslu á þýðingu friðlýsts svæðis í neti verndarsvæða og hvort unnt er að stofna samsvarandi verndarsvæði annars staðar. Einnig skal taka mið af skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðasamningum.
Ákvörðun um afnám eða breytingu friðlýsingar samkvæmt þessari grein skal auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
45. gr.
Friðlýsingin skal miða að því að standa vörð um náttúrulegt ástand svæðisins og þróun þess á eigin forsendum. Náttúruvé eiga að geta þjónað sem viðmiðunarsvæði fyrir vísindarannsóknir og vöktun.
Heimilt er að takmarka mjög aðgang að náttúruvéum og banna allar athafnir sem spillt geta markmiði verndarinnar.
Stofnun náttúruvés á eignarlandi er háð samþykki landeiganda. Náist ekki samkomulag má beita eignarnámi, sbr. 43. gr.
46. gr.
Friðlýsingin skal miða að því að varðveita einkenni svæðisins, t.d. að viðhalda fjölbreyttu og óvenjulegu landslagi, víðsýni og/eða vernda heildstæð stór vistkerfi, og tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja.
Landsvæði óbyggðra víðerna skulu vera í ríkiseign nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli ráðherra og landeigenda.
47. gr.
Friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðminjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Leggja skal áherslu á fræðslu og upplýsingar í þessu skyni.
Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist. Frjálsa för fólks samkvæmt almannarétti er aðeins hægt að takmarka á afmörkuðum svæðum í þjóðgörðum þar sem það er nauðsynlegt til að vernda plöntur, dýr, menningarminjar eða jarðminjar.
Landsvæði þjóðgarða skulu vera í ríkiseign nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli ráðherra og landeigenda.
48. gr.
49. gr.
Í auglýsingu um friðlýsingu er heimilt að kveða á um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að hlúa að og mæta þörfum tegunda sem verndin beinist að eða til að viðhalda búsvæðum eða vistgerðum. Takmarka má umferð um friðlönd á vissum tímum árs eða á tilteknum stöðum ef það er nauðsynlegt til að ná markmiði friðlýsingarinnar.
50. gr.
- þykir sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis,
- talið er sérstætt eða fágætt á svæðis-, lands- eða heimsvísu eða
- skipar mikilvægan sess í vitund þjóðarinnar.
Friðlýsingin skal miða að því að varðveita sérkenni og einkenni landslagsins, fagurfræðilegt og menningarlegt gildi þess. Ef um er að ræða svæði þar sem hefðbundnar nytjar eru forsenda fyrir því að varðveita einkenni landslagsins skal friðlýsingin jafnframt miða að því að tryggja að þeim verði haldið við.
Halda má áfram starfsemi sem stunduð er á svæðinu en gæta skal ákvæða 1. málsl. 2. mgr. við útfærslu og þróun hennar. Mannvirki sem heimilað er að reisa á svæðinu skal skipuleggja og hanna þannig að þau falli sem best að svipmóti lands. Ekki er heimilt að takmarka för gangandi manna um landslagsverndarsvæði umfram það sem leiðir af ákvæðum IV. kafla.
51. gr.
52. gr.
Umhverfisstofnun annast undirbúning stofnunar fólkvangs í samvinnu við viðkomandi sveitarfélag eða sveitarfélög.
Landsvæði fólkvanga skulu vera í eigu sveitarfélags nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli sveitarfélags og landeigenda.
53. gr.
54. gr.
Friðlýsingin felur í sér að orkuvinnsla er óheimil á viðkomandi svæði.
55. gr.
Friðlýsing getur m.a. miðað að því að varðveita vatnslindir til framtíðar, tryggja náttúrulega ferla og vatna- og vistfræðilega samfellu á tilteknu vatnasviði og standa vörð um ásýnd og vistfræðilegt þjónustuhlutverk vatnasviða.
Óheimilt er að nýta svæði sem friðlýst eru samkvæmt þessari grein til orkuframleiðslu og allar framkvæmdir sem raskað geta viðkomandi vatnakerfi eru bannaðar. Ráðherra getur sett nánari ákvæði um framkvæmdir, vatnstöku og aðra nýtingu í auglýsingu, sbr. 40. gr.
56. gr.
57. gr.
- votlendi, svo sem hallamýrar, flóar, flæðimýrar, rústamýrar, 10.000 m2 að flatarmáli eða stærri, stöðuvötn og tjarnir, 1.000 m2 að flatarmáli eða stærri, og sjávarfitjar og leirur,
- birkiskógar sem einkennast af náttúrulegri nýliðun og aldursdreifingu, þar sem eru m.a. gömul tré og þar sem vex dæmigerður botngróður birkiskóga, svo og leifar slíkra skóga.
Eftirtaldar jarðminjar njóta sérstakrar verndar í samræmi við markmið 3. gr.:
- eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma,
- fossar og umhverfi þeirra í allt að 200 metra radíus frá fossbrún,
- hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim og virkri ummyndun og útfellingum, þar á meðal hrúðri og hrúðurbreiðum.
Óheimilt er að raska vistkerfum og jarðminjum sem taldar eru upp í 1. og 2. mgr. nema brýna nauðsyn beri til og sýnt þyki að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Skylt er að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, sbr. skipulagslög og lög um mannvirki, vegna framkvæmda sem hafa í för með sér slíka röskun. Áður en leyfi er veitt skal leyfisveitandi leita umsagnar Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefndar nema fyrir liggi staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag þar sem umsagnir skv. 1. og 2. mgr. 68. gr. liggja fyrir. Ef um er að ræða röskun birkiskóga, sbr. b-lið 1. mgr., skal einnig leita umsagnar Skógræktar ríkisins.
Við mat á leyfisumsókn skal líta til verndarmarkmiða 2. og 3. gr. og jafnframt huga að mikilvægi minjanna og sérstöðu í íslensku og alþjóðlegu samhengi.
Ákveði leyfisveitandi að heimila framkvæmd skal hann rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega fari hún í bága við niðurstöðu umsagnaraðila. Heimilt er að binda leyfi skilyrðum sem þykja nauðsynleg til að draga úr áhrifum framkvæmdarinnar á þau náttúrufyrirbæri sem verða fyrir röskun.
Senda skal Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun afrit af útgefnu leyfi.
Náttúrufræðistofnun Íslands skal halda skrár yfir náttúrufyrirbæri sem talin eru upp í 1. og 2. mgr. önnur en birkiskóga en Skógrækt ríkisins heldur skrá yfir þá. Stofnanirnar veita aðgang að skránum í samræmi við reglur sem ráðherra setur.
58. gr.
Ákvörðun um friðun skv. 1. mgr. skal ráðherra byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár, sbr. 33. gr. Ef sérstakar aðstæður skapast sem leiða til skyndilegrar hnignunar vistkerfis, vistgerðar eða tegundar þannig að verulega víki frá markmiðum a-, b- eða c-liðar 2. gr. er Náttúrufræðistofnun Íslands skylt, í samráði við fagráð náttúruminjaskrár, að taka til skoðunar hvort leggja skuli til friðun viðkomandi vistkerfis, vistgerðar eða tegundar. Að fenginni tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands getur ráðherra gefið út auglýsingu í samræmi við 1. mgr. en áður skulu friðunaráformin þó kynnt í samræmi við 2. og 3. mgr. 36. gr.
Ráðherra getur fellt úr gildi auglýsingu um friðun ef vísindaleg gögn sýna fram á að verndarstaða viðkomandi vistkerfis, vistgerðar eða tegundar hefur batnað þannig að samræmist markmiði 2. gr.
59. gr.
Við töku hvers kyns ákvarðana sem áhrif geta haft á friðuð vistkerfi, vistgerðir eða tegundir skulu stjórnvöld sýna sérstaka aðgát svo ekki verði gengið gegn markmiðum friðunarinnar. Áður en tekin er ákvörðun um framkvæmd sem felur í sér röskun friðaðs vistkerfis, friðaðrar vistgerðar eða búsvæðis friðaðrar tegundar, t.d. með veitingu framkvæmdaleyfis eða byggingarleyfis, skal leita umsagnar Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefndar.
Við ákvarðanatöku skv. 2. mgr. skal leggja áherslu á mikilvægi framkvæmdastaðarins með tilliti til útbreiðslu og verndarstöðu vistkerfisins, vistgerðarinnar eða tegundarinnar í heild og hvort fullnægjandi vernd náist með því að vernda eða byggja upp aðra staði þar sem vistkerfið, vistgerðina eða tegundina er að finna. Framkvæmdaraðili skal taka sanngjarnan þátt í kostnaði við slíkar aðgerðir. Heimilt er að binda leyfi skilyrðum sem miða að því að koma í veg fyrir eða draga úr röskun friðaðs vistkerfis eða vistgerðar eða búsvæðis friðaðrar tegundar.
Senda skal Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun afrit af útgefnu leyfi til framkvæmda sem fela í sér skerðingu á friðuðu vistkerfi eða vistgerð eða búsvæði friðaðrar tegundar.
60. gr.
61. gr.
Heimilt er Umhverfisstofnun að semja við einstaka landeigendur eða rétthafa um að þeir taki þátt í umönnun friðaðs vistkerfis, vistgerðar eða tegundar með því að annast tilteknar aðgerðir gegn þóknun. Slíka samninga er einnig heimilt að gera við náttúru- og umhverfisverndarsamtök. Samningar samkvæmt þessari málsgrein eru háðir staðfestingu ráðherra.
62. gr.
Óheimilt er að nema brott eða losa steingervinga af fundarstað. Ráðherra getur þó að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands veitt undanþágu frá ákvæði þessu í þágu jarðfræðirannsókna og til töku sýna fyrir gestastofur og söfn.
Brot gegn ákvæði 2. mgr. og brottnám steinda úr föstum jarðlögum sem brýtur í bága við ákvörðun Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. varðar refsingu, sbr. 90. gr.
63. gr.
Með umsókn um leyfi skv. 1. mgr. skal fylgja áhættumat sem umsækjandi hefur aflað og skal þar koma fram mat á hættu á því að viðkomandi lífverur sleppi út í náttúruna og þeim áhrifum sem það kann að hafa á líffræðilega fjölbreytni. Ef lífverurnar eru fluttar til landsins í því augnamiði að dreifa þeim skal umsóknin taka bæði til innflutningsins og dreifingarinnar og skal þá einnig fylgja greinargerð skv. 3. mgr. 64. gr.
Umhverfisstofnun skal leita umsagnar sérfræðinganefndar skv. 4. mgr. um umsóknir um leyfi skv. 1. mgr. Óheimilt er að veita leyfi ef ástæða er til að ætla að innflutningurinn ógni eða hafi veruleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Umhverfisstofnun getur bundið leyfi skilyrðum sem draga úr hættu á því að innflutningurinn hafi áhrif á lífríkið.
Ráðherra skipar til fjögurra ára í senn sex manna nefnd sérfræðinga sem skal vera stjórnvöldum til ráðgjafar um innflutning og ræktun framandi tegunda og dreifingu lifandi lífvera. Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands tilnefna einn fulltrúa hver, Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins tilnefna sameiginlega einn fulltrúa og Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun tilnefna einn fulltrúa sameiginlega. Ráðherra skipar formann án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um innflutning framandi tegunda, þar á meðal um áhættumat og um þau sjónarmið sem leggja skal til grundvallar við mat á því hvort leyfi skv. 1. mgr. skuli veitt, svo og um störf sérfræðinganefndar skv. 4. mgr. Ráðherra getur að fengnum tillögum sérfræðinganefndarinnar ákveðið í reglugerð að banna innflutning tiltekinna framandi tegunda og skal hann birta þar skrá yfir þær. Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að vissar tegundir megi flytja inn án leyfis skv. 1. mgr. og skal hann einnig birta skrá yfir þær.
64. gr.
- að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna,
- að flytja lifandi lífverur innan lands til svæða þar sem þær koma ekki náttúrulega fyrir ef ástæða er til að ætla að það ógni líffræðilegri fjölbreytni.
Ekki þarf sérstakt leyfi skv. a-lið 1. mgr. ef leyfi hefur verið fengið skv. 63. gr. til að flytja viðkomandi lífverur til landsins í því augnamiði að dreifa þeim eða ef um er að ræða plöntur til túnræktar, landgræðslu og skógræktar sem heimilt er að flytja inn skv. 1. mgr. 63. gr.
Með umsókn um leyfi skv. 1. mgr. skal fylgja greinargerð um þau áhrif sem gera má ráð fyrir að dreifingin hafi á lífríkið.
Umhverfisstofnun skal leita umsagnar sérfræðinganefndar skv. 4. mgr. 63. gr. um umsóknir um leyfi skv. 1. mgr. Óheimilt er að veita leyfi ef ástæða er til að ætla að það ógni eða hafi veruleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Umhverfisstofnun getur bundið leyfi skilyrðum sem miða að því að draga úr áhrifum á lífríkið.
Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um dreifingu lifandi lífvera, þar á meðal um þau atriði sem fram skulu koma í greinargerð skv. 3. mgr. og þau sjónarmið sem leggja skal til grundvallar við mat á því hvort leyfi skv. 1. mgr. skuli veitt. Ráðherra getur ákveðið í reglugerð, að fenginni tillögu sérfræðinganefndar skv. 4. mgr. 63. gr., að vissum tegundum megi dreifa án leyfis enda sé ekki talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Skal hann birta skrá yfir þær í reglugerðinni. Ráðherra getur á sama hátt ákveðið að banna dreifingu tiltekinna tegunda og skal hann einnig birta skrá yfir þær.
65. gr.
Sá sem ber ábyrgð á dreifingu lifandi lífvera skal gæta sérstakrar varúðar til að koma í veg fyrir að dreifingin dragi úr líffræðilegri fjölbreytni lífríkisins sem fyrir er.
Sá sem stundar starfsemi sem getur haft í för með sér að til landsins berist óviljandi lifandi framandi lífverur, eða að þær dreifist út í náttúruna, skal grípa til ráðstafana sem sanngjarnt er að ætlast til í því skyni að koma í veg fyrir innflutning þeirra og dreifingu.
66. gr.
Ákvæði um leyfisskyldu í 63. og 64. gr. hafa ekki áhrif á fyrirmæli annarra laga um leyfisskyldu vegna innflutnings og dreifingar lífvera nema það sé sérstaklega tekið fram.
67. gr.
Aðgerðir skv. 1. mgr. geta ef nauðsynlegt er náð til þess að takmarka útbreiðslu ágengra framandi lífvera á eignarlöndum eða útrýma þeim. Við töku ákvörðunar um aðgerðir samkvæmt þessari málsgrein skal gæta ákvæða stjórnsýslulaga og hafa skal samráð við landeiganda, og eftir atvikum aðra rétthafa, um framkvæmd aðgerðanna.
Umhverfisstofnun getur samið við sveitarfélög eða félagasamtök um að annast þær aðgerðir sem hér um ræðir, að hluta eða í heild.
68. gr.
Við gerð deiliskipulags á náttúruverndarsvæðum, á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skv. 57. gr. og frummatsskýrslu framkvæmdaraðila vegna mats á umhverfisáhrifum skal leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefnda.
Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár er bindandi við gerð skipulagsáætlana. Sveitarstjórnir skulu, þegar við á, samræma gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlanir framkvæmdaáætluninni innan fjögurra ára frá samþykkt hennar, sbr. þó 4. mgr.
Sveitarstjórnum er heimilt að fresta skipulagsákvörðun samkvæmt framkvæmdaáætlun í allt að tíu ár, þó einungis gagnvart þeim svæðum sem fjallað er um í 54. gr. að frestunarheimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 48/2011 hafi ekki verið nýtt. Skal tilkynna slíka ákvörðun til Skipulagsstofnunar innan árs frá samþykkt framkvæmdaáætlunar.
69. gr.
70. gr.
71. gr.
72. gr.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um efni greinarinnar og úrskurðar um vafaatriði.
Uppsetning auglýsinga meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis sem uppfylla ekki skilyrði 2. málsl. 1. mgr. eða reglugerðar skv. 2. mgr. varðar refsingu, sbr. 90. gr.
73. gr.
74. gr.
Náttúrufræðistofnun Íslands vinnur heildstæða áætlun um vöktun, sbr. 1. mgr., og skipuleggur framkvæmd hennar. Vöktunaráætlun fyrir friðlýst svæði skal vera hluti umsýsluáætlunar viðkomandi svæðis. Stofnunin getur haft samstarf við aðra aðila um vöktun. Henni er jafnframt heimilt að fela hæfum aðilum, svo sem náttúrustofum, að annast tiltekna þætti vöktunar en um það skal gera samning þar sem m.a. er kveðið á um umfang verkefnisins og eftir atvikum um greiðslur fyrir það.
Náttúrufræðistofnun Íslands ber ábyrgð á birtingu niðurstaðna vöktunar og miðlar upplýsingum um þær.
75. gr.
Í eftirlitshlutverki Umhverfisstofnunar felst m.a.:
- eftirlit með því að náttúru landsins sé ekki spillt með athöfnum, framkvæmdum eða rekstri, að svo miklu leyti sem slíkt eftirlit er ekki falið öðrum með sérstökum lögum,
- eftirlit með náttúruverndarsvæðum, þ.m.t. með framkvæmdum á friðlýstum svæðum sem stofnunin hefur veitt leyfi eða undanþágu til,
- eftirlit með því að almannaréttur sé virtur,
- eftirlit með umferð og umgengni á svæðum í óbyggðum í samvinnu við önnur stjórnvöld,
- eftirlit, í samvinnu við önnur stjórnvöld, með því að reglur um akstur utan vega séu virtar,
- eftirlit, í samvinnu við önnur stjórnvöld, með innflutningi lifandi framandi lífvera og dreifingu lifandi lífvera.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um eftirlit Umhverfisstofnunar.
76. gr.
Að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar setur ráðherra gjaldskrá um kostnað við eftirlit með framkvæmdum. Þar skal m.a. kveðið á um umfang opinbers eftirlits og ákvörðun eftirlitsgjalda sem taka mið af innra eftirliti þeirra fyrirtækja sem eftirlitið beinist að.
77. gr.
Umhverfisstofnun skal gefa ráðherra skýrslu um ástand svæða í óbyggðum á þriggja ára fresti. Í skýrslunni skal koma fram hvort einhver svæði séu í hættu, t.d. vegna ágangs, og hvort grípa þurfi til ráðstafana, t.d. með lokun svæðis. Stofnunin skal birta niðurstöður skýrslunnar með auglýsingu í dagblöðum og á heimasíðu sinni.
Ráðherra kveður í reglugerð nánar á um eftirlit samkvæmt þessari grein og um efni skýrslu.
78. gr.
Landeigendur og aðrir rétthafar lands skulu veita þeim sem sinna vöktun og eftirliti samkvæmt lögum þessum nauðsynlegan aðgang að landi sínu.
79. gr.
Umhverfisstofnun gefur ráðherra árlega skýrslu um ástand náttúruverndarsvæða í umsjá stofnunarinnar.
80. gr.
Ráðherra setur í reglugerð, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, nánari ákvæði um menntun og starfsskyldur þeirra sem starfa á náttúruverndarsvæðum.
Umhverfisstofnun skal halda námskeið í landvörslu í samræmi við reglugerð ráðherra, sbr. 2. mgr. Umhverfisstofnun er heimilt að taka gjald fyrir námskeið í landvörslu og próftöku sem þátttakendur greiða. Upphæð gjalds má ekki vera hærri en sá kostnaður sem hlýst af námskeiðshaldi og vinnu vegna próftöku. Ráðherra setur gjaldskrá að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda.
81. gr.
Í umsýsluáætlun skal m.a. fjallað um landnýtingu, landvörslu, vöktun, fræðslu og miðlun upplýsinga og aðgengi ferðamanna, þar á meðal aðgengi fatlaðs fólks. Ef ekki hafa verið settar sérstakar reglur um umferð manna og dvöl á viðkomandi svæði í auglýsingu um friðlýsingu er heimilt að setja slíkar reglur í umsýsluáætlun svo og reglur um önnur atriði er greinir í IV. kafla.
Umsýsluáætlun skal gerð í samvinnu við eigendur svæðisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, viðkomandi sveitarstjórnir og eftir atvikum aðrar fagstofnanir og hagsmunaaðila. Tillögu að umsýsluáætlun skal auglýsa opinberlega og skulu athugasemdir við hana hafa borist innan sex vikna frá birtingu auglýsingarinnar. Áætlunin er háð staðfestingu ráðherra og skal staðfesting og gildistaka áætlunarinnar auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Umsýsluáætlun skal endurskoða eftir því sem tilefni er til.
82. gr.
Þjóðgarðsvörður annast daglegan rekstur og umsjón þjóðgarðs í samræmi við umsýsluáætlun, sér um fræðslu og fer með eftirlit í samræmi við 84. gr. Þjóðgarðsvörður ræður annað starfsfólk þjóðgarðsins, þar á meðal landverði, og skipuleggur starf þess.
Ráðherra er heimilt að stofna þjóðgarðsráð með þátttöku hlutaðeigandi sveitarstjórna, stofnana og eftir atvikum félagasamtaka á sviði náttúruverndar og ferðaþjónustu til að vera þjóðgarðsverði til ráðgjafar um málefni þjóðgarðsins.
Þjóðgarðsvörður og þjóðgarðsráð taka þátt í gerð og endurskoðun umsýsluáætlunar fyrir þjóðgarðinn.
83. gr.
Sveitarfélög sem standa saman að rekstri fólkvangs skulu gera með sér samvinnusamning og stofna samvinnunefnd sem starfar í samráði við Umhverfisstofnun. Í samvinnusamningi skal kveðið á um fjölda nefndarmanna og starfshætti nefndarinnar. Ef ekki er öðruvísi ákveðið ræður afl atkvæða. Þegar um er að ræða atriði sem hafa sérstakan kostnað í för með sér fer þó um atkvæðisrétt eftir greiðsluhlutföllum aðila, sbr. 1. mgr.
84. gr.
Landvörðum, þjóðgarðsvörðum og þeim sem falið er eftirlit á grundvelli 2. mgr. 85. gr. er heimilt að vísa af viðkomandi náttúruverndarsvæði hverjum þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða reglum sem um svæðið gilda.
85. gr.
Heimilt er að fela umsjónaraðila skv. 1. mgr. eftirlit skv. 84. gr. á umsjónarsvæðinu og skal þá í samningi kveðið nánar á um eftirlitið, valdheimildir og upplýsingagjöf til Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með því að umsjónar-, rekstrar- og eftirlitsaðili uppfylli samningsskuldbindingar.
Ákvæði 1. mgr. greinar þessarar gildir ekki um rekstur fólkvanga.
86. gr.
Umhverfisstofnun getur falið einstaklingum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum umsjón og rekstur gestastofa. Um slíkt skal gera sérstakan samning sem ráðherra staðfestir þar sem m.a. er nánar kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila.
87. gr.
Umhverfisstofnun getur lagt fyrir framkvæmdaraðila sem valdið hefur náttúruspjöllum með framkvæmd, sem brýtur í bága við ákvæði laganna, stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru á grundvelli þeirra eða leyfa sem stofnunin veitir samkvæmt lögunum, að bæta úr þeim, t.d. að afmá jarðrask og lagfæra gróðurskemmdir. Ef um er að ræða framkvæmd sem framkvæmdaleyfi eða byggingarleyfi hefur verið veitt til skal Umhverfisstofnun hafa samráð við skipulagsfulltrúa eða byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags áður en slík fyrirmæli eru gefin út. Veita skal hæfilegan frest til úrbóta. Krafa um úrbætur má ekki vera ósanngjörn með tilliti til kostnaðar, eðlis og umfangs tjónsins og stöðu og sakar hins brotlega. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda ekki um umhverfistjón sem fellur undir lög um umhverfisábyrgð.
Ef aðili verður ekki við áskorun eða fyrirmælum Umhverfisstofnunar samkvæmt lögum þessum innan tiltekins frests er heimilt að ákveða honum dagsektir, allt að 500.000 kr., þar til úr er bætt. Dagsektir renna í ríkissjóð. Ráðherra getur í reglugerð breytt upphæð dagsekta í samræmi við verðlagsþróun. Dagsektir má innheimta með fjárnámi.
Heimilt er að láta vinna verk á kostnað hins vinnuskylda ef fyrirmæli um framkvæmd eru vanrækt og skal sá kostnaður þá greiddur til bráðabirgða úr ríkissjóði sem innheimtir hann síðar hjá hlutaðeigandi. Kostnað má innheimta með fjárnámi.
88. gr.
Umhverfisstofnun er heimilt að stöðva framkvæmdir og athafnir sem brjóta gegn lögum þessum ef áskorun skv. 1. mgr. 87. gr. er ekki sinnt. Ef um er að ræða framkvæmd sem er framkvæmdaleyfis- eða byggingarleyfisskyld skal Umhverfisstofnun hafa samráð við skipulagsfulltrúa eða byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags áður en heimildinni er beitt.
Umhverfisstofnun er heimilt að stöðva tafarlaust:
- framkvæmd eða athöfn sem leyfisskyld er samkvæmt lögum þessum en hafin hefur verið án þess að leyfi sé fengið fyrir henni,
- framkvæmd eða athöfn ef Umhverfisstofnun telur að af henni stafi yfirvofandi hætta á verulegu tjóni á náttúru Íslands og að aðgerð þoli enga bið. Stöðvun samkvæmt þessum staflið getur gilt í allt að tvær vikur.
Ef þörf krefur er lögreglu skylt að aðstoða við stöðvun athafna og framkvæmda samkvæmt þessari grein.
89. gr.
Umhverfisstofnun er heimilt að breyta skilyrðum leyfis, setja ný skilyrði eða afturkalla leyfi ef það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verulegt, ófyrirséð tjón á náttúru Íslands.
Þegar tekin er ákvörðun á grundvelli 2. mgr. skal taka tillit til kostnaðar sem breyting eða afturköllun hefur í för með sér fyrir leyfishafa og annarra áhrifa, jákvæðra og neikvæðra, sem af ákvörðuninni mun leiða.
90. gr.
- hann framkvæmir eða aðhefst í heimildarleysi nokkuð það sem leyfis eða undanþágu er krafist til samkvæmt lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra,
- hann brýtur ákvæði 5. mgr. 27. gr., 1. mgr. 28. gr., 31. gr., 4. mgr. 38. gr., 62. gr., 71. gr. eða 72. gr. eða stjórnvaldsfyrirmæli sett á grundvelli þeirra.
Nú hljótast af broti skv. 1. mgr. alvarleg spjöll á náttúru landsins og skal maður þá sæta sektum, að lágmarki 350.000 kr., eða fangelsi allt að fjórum árum, nema brot teljist meiri háttar svo að það varði refsingu skv. 179. gr. almennra hegningarlaga. Lágmarksfjárhæð sekta skal taka mánaðarlegum breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Brot skv. 1. og 2. mgr. varða mann refsiábyrgð ef þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Gera má lögaðila sekt vegna brots skv. 1. eða 2. mgr. óháð sök fyrirsvarsmanns lögaðilans, starfsmanns hans eða annars á hans vegum í starfsemi lögaðilans. Verður lögaðila gerð refsing þó að ekki verði staðreynt hver þessara aðila hafi átt í hlut. Refsiábyrgð stjórnvalda er bundin sömu skilyrðum, enda hafi verið framið brot skv. 1. eða 2. mgr. í starfsemi sem telst vera sambærileg starfsemi einkaaðila.
Tilraun til brota og hlutdeild í brotum skv. 1. og 2. mgr. eru manni refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
Þegar alvarleg spjöll verða á náttúru landsins við framningu brots skv. 31. gr. eða brot gegn því ákvæði telst sérlega vítavert að öðru leyti má gera upptækt með dómi vélknúið ökutæki sem notað hefur verið við framningu brots, nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn. Ökutæki sem gert er upptækt skal vera eign ríkissjóðs. Hafi einhver beðið tjón við brotið skal hann þó eiga forgang til andvirðisins ef bætur fást ekki á annan hátt.
91. gr.
Aðrar ákvarðanir sem lúta að framkvæmd laga þessara og ráðherra tekur ekki sjálfur eða staðfestir sæta kæru til ráðherra sem kveður upp endanlegan úrskurð á stjórnsýslustigi. Kærurétt eiga þeir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun og náttúru- og umhverfisverndarsamtök og útivistarsamtök sem varnarþing eiga á Íslandi, enda séu félagsmenn samtakanna 30 eða fleiri og það samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að.
92. gr.
Umhverfisstofnun eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.
Eigi síðar en í ágúst ár hvert skal Umhverfisstofnun leggja fyrir ráðherra til staðfestingar skrá yfir gjöld skv. 2. mgr. sem stofnunin hyggst innheimta næsta ár á eftir. Staðfesti ráðherra gjaldskrána skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Ráðherra getur ákveðið nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð.
93. gr.
Ráðherra skipar náttúruverndarsjóði fjögurra manna stjórn til tveggja ára í senn. Samband íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun og náttúru- og umhverfisverndarsamtök skulu tilnefna einn fulltrúa hver en ráðherra skipar formann án tilnefningar. Stjórnin ber ábyrgð á umsýslu sjóðsins og úthlutar styrkjum úr honum. Ráðherra setur sjóðnum sérstakar úthlutunarreglur. Ef atkvæði í stjórn falla jafnt hefur formaður oddaatkvæði.
Tekjur náttúruverndarsjóðs eru:
- framlag ríkissjóðs eftir því sem ákveðið er í fjárlögum,
- önnur framlög.
Kostnaður við rekstur náttúruverndarsjóðs greiðist úr ríkissjóði.
94. gr.
V. kafli fellur úr gildi 1. janúar 2018.
Reglugerðir og önnur stjórnvaldsfyrirmæli, sem sett eru samkvæmt eldri lögum, skulu halda gildi sínu að svo miklu leyti sem þau fara ekki í bága við lög þessi.
95. gr.
- Vatnalög, nr. 15/1923, með síðari breytingum: XII. kafli laganna fellur brott.
- Lög um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum: 5. gr. laganna orðast svo:
- Lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, með síðari breytingum: Við 2. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður svohljóðandi: Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands.
- Lög um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, nr. 60/1992, með síðari breytingum: Eftirtaldar breytingar verða á 2. mgr. 4. gr. laganna:
- Orðin „verndargildi vistkerfa og náttúruminja og“ í e-lið falla brott.
- Síðari málsliður i-liðar, sbr. 3. gr. laga nr. 169/1998, fellur brott.
- Við bætast tveir nýir stafliðir svohljóðandi:
- að skrá náttúruminjar, annast mat á verndargildi þeirra og hafa umsjón með C-hluta náttúruminjaskrár,
- að bera ábyrgð á vöktun lykilþátta íslenskrar náttúru að því marki sem hún er ekki falin öðrum stofnunum með lögum.
- Lög um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, nr. 61/1992, með síðari breytingum:
- 5. gr. laganna fellur brott.
- Orðin „eða meðferð elds á víðavangi“ í 6. gr. laganna falla brott.
- Heiti laganna verður: Lög um sinubrennur.
- Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, með síðari breytingum:Við 1. mgr. 6. gr. laganna bætist: og lög um náttúruvernd.
- Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, með síðari breytingum:
- Á eftir orðinu „leyfis“ í 8. gr. laganna kemur: Orkustofnunar.
- Á eftir 8. gr. laganna kemur ný grein, 8. gr. a, svohljóðandi:
- Lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, með síðari breytingum: A-liður iii. liðar 2. tölul. 3. viðauka við lögin orðast svo: náttúruminja í A-, B- og C-hluta náttúruminjaskrár, svæða sem falla undir ákvæði 57. gr. laga um náttúruvernd og landsvæða í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar samkvæmt lögum nr. 48/2011.
- Lög um Umhverfisstofnun, nr. 90/2002, með síðari breytingum: Í stað orðanna „að annast starfsemi sem Náttúruvernd ríkisins er falin samkvæmt lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd, með síðari breytingum“ í upphafi b-liðar 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: að annast verkefni sem stofnuninni eru falin í lögum um náttúruvernd.
- Lög um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess, nr. 85/2005, með síðari breytingum: 6. gr. laganna orðast svo:
- Lög um landmælingar og grunnkortagerð, nr. 103/2006, með síðari breytingum: Við 4. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Að annast gerð og uppfærslu kortagrunns yfir vegi og vegslóða sem heimilt er að aka vélknúnum ökutækjum um, sbr. 32. gr. laga um náttúruvernd.
- Skipulagslög, nr. 123/2010:
- Við 3. mgr. 12. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: M.a. skal gera grein fyrir þeim svæðum innan skipulagssvæðisins sem njóta verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd eða öðrum lögum, þar á meðal náttúruminjum í A-, B- og C-hluta náttúruminjaskrár og náttúrufyrirbærum sem njóta verndar skv. 57. gr. laga um náttúruvernd.
- Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
- 2. mgr. orðast svo:
- Á eftir 1. málsl. 4. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal sveitarstjórn ganga úr skugga um að gætt hafi verið ákvæða laga um náttúruvernd og annarra laga og reglugerða sem við eiga.
- Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
- Við 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við beitingu heimilda samkvæmt ákvæði þessu skal sveitarstjórn tryggja að gætt sé ákvæða laga um náttúruvernd og annarra laga og reglugerða sem við eiga.
- Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, með síðari breytingum:
- Í stað orðanna „sem njóta friðlýsingar í samræmi við 50. gr. laga um náttúruvernd“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: í A-hluta náttúruminjaskrár, sbr. lög um náttúruvernd.
- Á eftir orðunum „að fengnu samþykki Umhverfisstofnunar“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: og umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands.
- Lög um umhverfisábyrgð, nr. 55/2012: Eftirfarandi breytingar verða á 22. tölul. 6. gr. laganna:
- Í stað orðsins „friðlýst“ í b-lið kemur: friðuð.
- Orðin „þ.e. þjóðgarðar, friðlönd, fólkvangar og náttúruvætti“ í c-lið falla brott.
- E-liður orðast svo: Náttúruminjar á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er eiganda eða umráðamanni eignarlands heimil án leyfis minni háttar efnistaka til eigin nota, nema um sé að ræða náttúruverndarsvæði eða jarðminjar eða vistkerfi sem njóta verndar skv. 57. gr. laga um náttúruvernd, en gæta skal ákvæða 2. mgr. 144. gr. vatnalaga þegar um er að ræða efnistöku sem tengist vatni.
- Þrátt fyrir 1. mgr. 31. gr. er heimilt að aka vélknúnum ökutækjum á greinilegum vegslóðum sem eru að staðaldri notaðir til umferðar vélknúinna ökutækja eða fáfarnari vegslóðum þar sem hefð er fyrir akstri og slóðarnir falla að skilyrðum 2. mgr. 32. gr.
- Ráðherra skal eigi síðar en 2015 leggja fyrir Alþingi í fyrsta sinn þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun, sbr. 13. gr. Þegar Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun skal ráðherra gefa í fyrsta sinn út náttúruminjaskrá skv. 33. gr. Þar til ráðherra gefur út náttúruminjaskrá skv. 33. gr. skal gildandi náttúruminjaskrá halda gildi sínu og skal um minjar á skránni, aðrar en þær sem friðlýstar eru, fara samkvæmt ákvæðum laga þessara um minjar á C-hluta náttúruminjaskrár. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 38. gr. er ráðherra heimilt að friðlýsa og friða náttúruminjar sem teknar hafa verið á náttúruverndaráætlun, sbr. 1. mgr. 65. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999, sem Alþingi hefur staðfest.
- Ráðherra skal láta endurskoða ákvæði gildandi friðlýsinga og eftir atvikum endurmeta verndargildi þeirra minja sem standa á gildandi náttúruminjaskrá. Skal að því stefnt að verkinu verði lokið eigi síðar en í árslok 2020.
- Gerð umsýsluáætlana fyrir svæði sem friðlýst hafa verið samkvæmt eldri lögum skal lokið eigi síðar en tíu árum frá gildistöku laga þessara.
- Ráðherra skal taka til endurskoðunar V. kafla laga þessara og leggja fram frumvarp um nýjan V. kafla á haustþingi 2017.
Þrátt fyrir 4. málsl. 1. mgr. 32. gr. skal ráðherra eigi staðfesta og birta kortagrunn um vegi og vegslóða fyrr en 1. október 2017.
Samþykkt á Alþingi 28. mars 2013.