Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Nr. 14/151.

Þingskjal 933  —  36. mál.


Þingsályktun

um aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum.


    Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, að grípa til aðgerða, eftir atvikum með breytingum á reglugerðum eða framlagningu lagafrumvarpa, sem stuðli að því að draga úr líkum á tjóni vegna rakaskemmda í fasteignum og greiða fyrir nauðsynlegum viðgerðum vegna rakaskemmda með því að:
     1.      Auka réttindavernd þeirra sem verða fyrir tjóni vegna rakaskemmda.
     2.      Efla sjálfstætt eftirlit með prófunum á byggingarefni áður en það er tekið í notkun hér á landi.
     3.      Efla þekkingu fagaðila á rakaskemmdum og forvörnum tengdum þeim.
     4.      Gera aðgengilegar á miðlægan hátt upplýsingar um framkvæmdir á húsnæði.
     5.      Taka upp jákvæða hvata fyrir tryggingafélög til að tryggja húsnæði gegn rakaskemmdum.
     6.      Taka upp jákvæða hvata fyrir fasteignaeigendur til að koma í veg fyrir og uppræta rakaskemmdir á eldra húsnæði.
    Ráðherra geri Alþingi grein fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og áætlun um frekari aðgerðir eigi síðar en í júní 2021.

Samþykkt á Alþingi 23. febrúar 2021.