Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1054  —  278. mál.
Síðari umræða.Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um menntastefnu fyrir árin 2020–2030.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Í stað orðsins „meðfylgjandi“ í 1. mgr. komi: eftirfarandi.
     2.      Kafli I. Markmið og framtíðarsýn orðist svo:
                      Einkunnarorð menntastefnu til ársins 2030 verði Framúrskarandi menntun alla ævi og gildi stefnunnar verði þrautseigja, hugrekki, þekking, hamingja og sjálfbærni.
                      Menntastefnan byggist á fimm stoðum sem styðji við gildi hennar. Stoðirnar verði:
                      A. Jöfn tækifæri fyrir alla.
                      B. Kennsla í fremstu röð.
                      C. Hæfni fyrir framtíðina.
                      D. Vellíðan í öndvegi.
                      E. Gæði í forgrunni.
     3.      Við II. kafla:
                  a.      Við kafla A. Jöfn tækifæri fyrir alla bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Raunfærnimat.
                  b.      2. tölul. í kafla C. Hæfni fyrir framtíðina orðist svo: Framþróun íslensks máls og táknmáls.
                  c.      Á eftir 4. tölul. í kafla C. Hæfni fyrir framtíðina komi nýr töluliður, svohljóðandi: Náms- og starfsráðgjöf.
                  d.      Á eftir 7. tölul. í kafla C. Hæfni fyrir framtíðina komi nýr töluliður, svohljóðandi: Bókasöfn.
                  e.      4. tölul. í kafla D. Vellíðan í öndvegi falli brott.
                  f.      3. tölul. í kafla E. Gæði í forgrunni orðist svo: Námsmat og námsgögn.
                  g.      Fyrirsögn II. kafla orðist svo: Menntastefna 2021–2030.
     4.      Kafli III. Innleiðing menntastefnu orðist svo:
                      Innleiðing menntastefnunnar verði skipt í þrjú tímabil. Við upphaf hvers tímabils verði lögð fram innleiðingaráætlun ásamt aðgerðum og árangursmælikvörðum. Fyrsta áætlunin verði lögð fram og kynnt af ráðherra innan sex mánaða frá samþykkt ályktunar þessarar. Miða skuli að því að menntakerfið eigi í öflugu samstarfi við ýmsar stofnanir og samtök í samfélaginu til að tryggja að árangur verði af innleiðingunni. Eining ríki annars vegar um hvaða framtíðarsýn liggi menntastefnunni til grundvallar og hins vegar um markvissa hagnýtingu nýjustu rannsókna sem tengjast framþróun og árangri í menntamálum.
     5.      Fyrirsögn tillögunnar orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um menntastefnu fyrir árin 2021–2030.