Ferill 689. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1159  —  689. mál.
Stjórnarfrumvarp.



Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði.

Frá fjármála- og efnahagsráðherra.



I. KAFLI

Breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „ tryggir sig alfarið gegn slíkri áhættu með hagnaði af“ í 15. tölul. 1. mgr. kemur: fjármagnar sig gagnvart slíkri áhættu með.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því:
              31.      Samstarf: Samstarf skal m.a. vera talið á milli aðila ef þeir hafa gert með sér samkomulag um að einn eða fleiri saman nái virkum eignarhlut í félagi, hvort sem samkomulagið er formlegt eða óformlegt, skriflegt, munnlegt eða með öðrum hætti. Samstarf skal alltaf talið vera fyrir hendi þegar um eftirfarandi tengsl er að ræða, nema sýnt sé fram á hið gagnstæða:
               a.      Hjón, aðilar í skráðri sambúð og börn hjóna eða aðila í skráðri sambúð. Foreldrar og börn teljast enn fremur aðilar í samstarfi.
               b.      Tengsl milli aðila sem fela í sér bein eða óbein yfirráð annars aðilans yfir hinum eða ef tvö eða fleiri félög eru beint eða óbeint undir yfirráðum sama aðila. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. a-, c- og d-lið.
               c.      Félög sem aðili á með beinum eða óbeinum hætti verulegan eignarhlut í, þ.e. aðili á með beinum eða óbeinum hætti a.m.k. 20% hluta atkvæðisréttar í viðkomandi félagi. Félag, móðurfélag þess, dótturfélög og systurfélög teljast í samstarfi. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. a-, b- og d-lið.
               d.      Tengsl á milli félags og stjórnarmanna þess og félags og framkvæmdastjóra þess.
     c.      Í stað orðsins „sölugengi“ í 2. mgr. kemur: miðgengi.


2. gr.

    2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingafélaga sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi, sölustarfsemi þeirra og tjónsuppgjöri og skal gera þær kannanir sem það telur nauðsynlegar vegna þess hjá vátryggingafélögum. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt eftirlit með viðskiptaháttum erlendra vátryggingafélaga sem eru með starfsemi hér á landi.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
     a.      5. tölul. 2. mgr. orðast svo: Greinaflokkar vátrygginga eða vátryggingagreinar sem sótt er um leyfi fyrir, sbr. 20.–22. gr., eftir því sem við á.
     b.      Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Aðrar viðeigandi upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið ákveður.
     c.      Á undan orðunum „umsókn um starfsleyfi í endurtryggingum“ í 3. mgr. kemur: umsókn um starfsleyfi í frumtryggingum.

4. gr.

    Tilvísunin „sbr. ákvæði 18. gr.“ í 1. mgr. 23. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 1. málsl. 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „ Slík færsla er aðeins heimil ef“ í lokamálsl. 1. mgr. kemur: eftirlitsstjórnvald í.
     b.      Á eftir 1. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal einnig, ef við á, leita eftir samþykki eftirlitsstjórnvalds í því aðildarríki sem vátryggingarsamningar innan vátryggingastofnsins voru gerðir sem hefur þrjá mánuði til að gefa álit sitt.
     c.      2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Komi ekki svar frá viðkomandi eftirlitsstjórnvaldi skal litið svo á að það sé samþykkt yfirfærslunni.
     d.      Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Vátryggingartökum er heimilt að segja upp vátryggingarsamningum sem eru hluti af yfirfærðum stofni frá þeim degi sem flutningur stofnsins á sér stað enda tilkynni þeir vátryggingafélagi um uppsögn sína skriflega innan mánaðar frá flutningsdegi.
     e.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Vátryggingafélag með höfuðstöðvar hér á landi getur móttekið vátryggingastofn annars félags. Slík yfirfærsla er einungis heimil ef Fjármálaeftirlitið staðfestir að tilskildum kröfum um gjaldþol sé fullnægt að lokinni yfirtöku stofnsins. Ef Fjármálaeftirlitinu berst tilkynning frá eftirlitsstjórnvaldi í öðru aðildarríki um yfirfærslu vátryggingastofns til vátryggingafélags með höfuðstöðvar hér á landi skal það veita eftirlitsstjórnvaldinu álit sitt innan þriggja mánaða frá því að beiðni um yfirfærslu barst. Móttökufélagið skal senda Fjármálaeftirlitinu allar upplýsingar sem eru nauðsynlegar vegna yfirfærslunnar að mati Fjármálaeftirlitsins.

7. gr.

    Í stað orðsins „forstjóri“ í 2. málsl. 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóri.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 40. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „eru tengdir stjórnarmönnum persónulega eða fjárhagslega“ í lokamálsl. 3. mgr. kemur: teljast í samstarfi við stjórnarmann.
     b.      Í stað orðanna „fyrirtækja sem þeir eru í fyrirsvari fyrir“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: aðila sem þeir teljast í samstarfi við.
     c.      Í stað orðsins „forstjóri“ í 7. og 8. mgr. kemur: framkvæmdastjóri.
     d.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
             Vátryggingafélag skal tryggja að stjórnarmenn þess, framkvæmdastjóri og þeir sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum félagsins hafi gott orðspor ásamt þekkingu, hæfni og reynslu til að geta sinnt starfinu á tilhlýðilegan hátt.
     b.      2. mgr. orðast svo:
             Vátryggingafélag skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og breytingar á skipan stjórnar, framkvæmdastjóra og þeirra sem ábyrgð bera á lykilstarfssviðum félagsins. Framkvæmdastjóri, stjórnarmenn og þeir sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum þurfa á hverjum tíma að uppfylla hæfisskilyrði þessarar greinar ásamt 40. gr. og 42. gr. og reglna settra skv. 5. mgr.
     c.      Í stað orðsins „forstjóra“ í 3. mgr. kemur: framkvæmdastjóra.
     d.      Í stað orðsins „forstjóri“ í 4. mgr. og 1. málsl. 6. mgr. kemur: framkvæmdastjóri.
     e.      5. mgr. orðast svo:
             Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felst í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.
     f.      7. mgr. orðast svo:
             Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir og hafa þekkingu, hæfni og reynslu sem nýtist í starfinu, m.a. þekkingu á þeirri starfsemi sem vátryggingafélagið stundar. Starfsmönnum vátryggingafélags er ekki heimilt að sitja í stjórn viðkomandi vátryggingafélags.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „það“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: hann.
     b.      Orðin „tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfið sem hann hyggst taka að sér og upplýsa Fjármálaeftirlitið um eðli starfsins og umfang þess“ í 3. málsl. 1. mgr. falla brott.
     c.      Í stað orðanna „vátryggingafélags eða fjármálafyrirtækis eða fjármálasamsteypu“ í 2. mgr. kemur: eftirlitsskylds aðila eða félags í nánum tengslum við hann.
     d.      Í stað orðsins „félag“ tvívegis í 2. mgr. kemur: lögaðila.

11. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 2. málsl. 43. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

12. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 3. mgr. 44. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

13. gr.

    Við 2. málsl. 2. mgr. 46. gr. laganna bætist: ásamt því að greina og meta hlítingaráhættu.

14. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 2. mgr. 50. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

15. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 2. málsl. 3. mgr. 51. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

16. gr.

    Við 58. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Atkvæðisréttur skal ákvarðaður til samræmis við IX. kafla laga um verðbréfaviðskipti. Ekki skal telja með hlutafé eða atkvæðisrétt sem verðbréfafyrirtæki eða lánastofnun á vegna sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga skv. 6. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, enda séu þessi réttindi ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefanda fjármálagerninganna og þeim ráðstafað innan árs frá öflun.

17. gr.

Í stað orðsins „forstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. 60. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 101. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „mótaðilaáhættu skv. 100. gr.“ í inngangsmálslið kemur: heilsutryggingaáhættu skv. 100. gr.,
     b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Staðalfrávik fyrir iðgjalda- og sjóðsáhættu í tengslum við tilgreindar, landsbundnar löggjafaráðstafanir sem heimila að greiðslum krafna vegna heilsutryggingaáhættu sé skipti milli vátrygginga- og endurtryggingafélaga.

19. gr.

    Við 1. mgr. 103. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Málsmeðferðarreglur sem fylgja skal við beitingu á umbreytingarráðstöfuninni fyrir undireiningu hlutabréfaáhættu sem byggist á líftíma.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 112. gr. laganna:
     a.      3. tölul. orðast svo: Ekki vera lægra en jafnvirði 3,7 milljóna evra í íslenskum krónum hjá skaðatryggingafélagi með starfsleyfi í greinaflokkum skv. 10.–15. tölul. 1. mgr. 20. gr.
     b.      4. tölul. orðast svo: Ekki vera lægra en jafnvirði 2,5 milljóna evra í íslenskum krónum hjá skaðatryggingafélagi með starfsleyfi í greinaflokkum skv. 1. mgr. 20. gr., öðrum en greinaflokkum skv. 10.–15. tölul.

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 122. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „og það“ kemur: eða það.
     b.      Í stað orðanna „og reglugerðir“ kemur: reglugerðir eða reglur.

22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 127. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „lögum þessum“ í 1. og 2. mgr. kemur: þeim lögum sem um starfsemina gilda.
     b.      Í stað orðanna „og ítrekað“ í 4. mgr. kemur: eða ítrekað.

23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 149. gr. laganna:
     a.      Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
             Með fyrirvara um 5. mgr. skulu áhrif endurskipulagningar fjárhags vátryggingafélags á réttindi og skyldur aðila að skipulegum verðbréfamarkaði ráðast af lögum þess ríkis sem um markaðinn gilda.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „5. og 6. mgr.“ í 7. mgr. kemur: 5.–7. mgr.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 161. gr. laganna:
     a.      Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
             Með fyrirvara um 3. mgr. skulu áhrif upphafs slita- eða gjaldþrotaskiptameðferðar á vátryggingafélagi eða búi þess á réttindi og skyldur aðila að skipulegum verðbréfamarkaði ráðast af lögum þess ríkis sem um markaðinn gilda.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „3. og 4. mgr.“ í 5. mgr. kemur: 3.–5. mgr.

25. gr.

    Í stað orðanna „forstjóra“ í 13. og 15. tölul. 1. mgr. 165. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

II. KAFLI

Breytingar á lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.

26. gr.

    Í stað orðsins „miðla“ í 5. tölul. 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: dreifa.


27. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Við 3. mgr. bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                  9.      Ef um lögaðila er að ræða, upplýsingar um hluthafa, hvort sem það eru einstaklingar eða lögaðilar, sem eiga meira en 10% eignarhlut í starfseminni og hve stór eignarhluturinn er.
                  10.      Upplýsingar um náin tengsl við aðra starfsemi eða einstaklinga.
     b.      1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Vátryggingamiðlarar, vátryggingaumboðsmenn og aðilar sem dreifa vátryggingu sem aukaafurð skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu um allar breytingar á skráningu eins fljótt og unnt er og eigi síðar en mánuði eftir að þær hafa tekið gildi.

28. gr.

    Í stað orðsins „miðla“ í 1. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: dreifa.

29. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
     a.      A-liður 1. mgr. orðast svo: skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir, hafa þekkingu, hæfni og reynslu til að geta sinnt starfi sínu á tilhlýðilegan hátt.
     b.      Á undan orðunum „mega ekki“ í c-lið 1. mgr. kemur: skulu vera lögráða og.
     c.      D-liður 1. mgr. orðast svo: mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
     d.      E-liður 1. mgr. fellur brott.
     e.      2. mgr. fellur brott.
     f.      3. mgr. orðast svo:
             Vátryggingamiðlari skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn og framkvæmdastjóra.
     g.      4. mgr. orðast svo:
             Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri vátryggingamiðlara og einstaklingur með starfsleyfi sem vátryggingamiðlari þurfa á hverjum tíma að uppfylla hæfisskilyrði þessarar greinar og 25. gr. og reglna settra skv. 5. mgr. Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra vátryggingamiðlara og einstaklings með starfsleyfi sem vátryggingamiðlari til sérstakrar skoðunar.
     h.      5. mgr. orðast svo:
             Seðlabanki Íslands
setur nánari reglur um hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felst í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.


30. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
     a.      A-liður 1. mgr. orðast svo: skal vera lögráða og má ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaður gjaldþrota.
     b.      Orðin „og ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að hann misnoti aðstöðu sína eða skaði starfsemina“ í b-lið 1. mgr. falla brott.
     c.      C-liður 1. mgr. orðast svo: Má ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
     d.      2. mgr. orðast svo:
             Vátryggingasölumaður skal hafa næga þekkingu á þeim afurðum sem hann dreifir.
     e.      Í stað orðanna „hafi nægt hæfi og hæfni til starfans“ í 4. mgr. kemur: uppfylli hæfis- og hæfniskilyrði þessarar greinar.

31. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
     a.      A-liður 1. mgr. orðast svo: skal vera lögráða og má ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaður gjaldþrota.
     b.      Orðin „og ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að hann misnoti aðstöðu sína eða skaði starfsemina“ í b-lið 1. mgr. falla brott.
     c.      C-liður 1. mgr. orðast svo: Má ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
     d.      Í stað orðsins „selur“ í 2. mgr. kemur: dreifir.
     e.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Vátryggingafélög skulu tryggja að aðilar sem dreifa vátryggingum sem aukaafurð uppfylli hæfis- og hæfniskilyrði þessarar greinar.

32. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
     a.      B-liður 1. mgr. orðast svo: lögum þessum, lögum um vátryggingarsamninga, lögum á sviði neytendamála, lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, viðeigandi skattalöggjöf ásamt félagsmála- og vinnulöggjöf.
     b.      G-liður 1. mgr. orðast svo: eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.
     c.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Aðilar sem dreifa persónutryggingum skv. 2. mgr. 20. gr. og 21. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, skulu hafa þekkingu á lögum þessum, lögum um vátryggingarsamninga, lögum á sviði neytendamála, lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og eftir atvikum skatta- og vinnulöggjöf ásamt stýringu á hagsmunaárekstrum.
     d.      F-liður 2. mgr. orðast svo: eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.
     e.      F-liður 3. mgr. orðast svo: lögum þessum, lögum um vátryggingarsamninga, lögum á sviði neytendamála, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og viðeigandi skattalöggjöf.
     f.      J-liður 3. mgr. orðast svo: eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.
     g.      Orðin „sem varða vátryggingar“ í k-lið 3. mgr. falla brott.

33. gr.

    Í stað orðanna „lögum þessum“ í f-lið 1. mgr. 34. gr. laganna kemur: lögum sem um starfsemina gilda.

34. gr.

    1. mgr. 36. gr. laganna orðast svo:
    Hyggist vátryggingamiðlari hætta starfsemi eða standi hann ekki lengur fyrir sjálfstæðri starfsemi skal hann skila inn starfsleyfi sínu.

35. gr.

    Á eftir orðinu „endurskoðaðan“ í 1. málsl. 1. mgr. 37. gr. laganna kemur: eða kannaðan.

36. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanns eða aðila sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: dreifingaraðila.
     b.      Í stað orðsins „og“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: eða.
     c.      Í stað orðanna „vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanns eða aðila sem dreifir vátryggingu“ í 2. mgr. kemur: dreifingaraðila.

37. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 48. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „miðla“ í 1. tölul. kemur: dreifa.
     b.      Í stað orðsins „miðla“ í 5. tölul. kemur: dreifa.

III. KAFLI

Breytingar á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004.

38. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Orðin „eða 21. gr.“ í a-lið 21. tölul. falla brott.
     b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Viðskiptavinur: Aðili sem fær þjónustu skv. 4. tölul.

39. gr.

    Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein, 3. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Lögfesting.

    Ákvæði eftirfarandi reglugerða, eins og þær voru teknar upp í EES-samninginn, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 304/2019 frá 13. desember 2019, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14 frá 5. mars 2020, bls. 58, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
     1.      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2358 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 að því er varðar kröfur um eftirlit og stýringu afurða fyrir vátryggingafélög og dreifingaraðila vátrygginga, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 18. mars 2021, bls. 1–7.
     2.      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2359 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 að því er varðar kröfur um upplýsingar og reglur um viðskiptahætti sem gilda um dreifingu vátryggingatengdra fjárfestingarafurða, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 18. mars 2021, bls. 8–18.

40. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     1.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í inngangsmálsl. 1. og 2. mgr. kemur: viðskiptavini.
     2.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 3. mgr. kemur: viðskiptavinar.
     3.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 4. mgr. kemur: viðskiptavin.

41. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „veita vátryggingartaka“ í inngangsmálsl. 1. mgr. kemur: að lágmarki veita viðskiptavini.
     b.      Í stað orðanna „vátryggingafélagi sem vátryggir“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: viðkomandi vátryggingafélagi.
     c.      Á eftir orðinu „Hvort“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: viðkomandi.
     d.      Í stað orðanna „þarfagreiningar“ í a- og c-lið 3. tölul. 1. mgr. kemur: greiningar.
     e.      Í stað orðsins „vátryggingartaki“ í 2. og 4. mgr. kemur: viðskiptavinur.
     f.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 3. og 5. mgr. kemur: viðskiptavin.

42. gr.

    Í stað 6. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 6. gr. og 6. gr. a – 6. gr. c, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (6. gr.)

Þarfagreining.

    Áður en vátryggingarsamningur er gerður skal dreifingaraðili skilgreina kröfur og þarfir viðskiptavinar á grundvelli upplýsinga sem aflað er frá viðskiptavini og skal skilgreiningin taka mið af flækjustigi afurðarinnar og því hvernig viðskiptavin um ræðir.
    Dreifingaraðili skal veita viðskiptavini hlutlausar upplýsingar um mögulega vátryggingarsamninga í samræmi við þarfir hans og á því formi sem gerir honum kleift að taka upplýsta ákvörðun.
    Þarfagreining skal taka mið af eðli vátryggingarinnar sem mælt er með og þekkingu viðskiptavinar á vátryggingunni.

    b. (6. gr. a.)

Ráðgjöf.

    Ef ráðgjöf er veitt áður en vátryggingarsamningur er gerður skal dreifingaraðili veita viðskiptavini persónulega ráðleggingu og útskýra hvers vegna tiltekin vátrygging samræmist best þörfum hans.

    c. (6. gr. b.)

Ráðgjöf sem byggist á hlutlausri og persónulegri greiningu.

Ef vátryggingamiðlari veitir ráðgjöf sem byggist á hlutlausri og persónulegri greiningu skal ráðgjöfin byggjast á greiningu á nægilegum fjölda vátrygginga sem í boði eru. Greiningin skal gera vátryggingamiðlara kleift að veita faglega og persónulega ráðleggingu um hvaða vátrygging samræmist best þörfum viðskiptavinar.

    d. (6. gr. c.)

Upplýsingagjöf á grundvelli þarfagreiningar og ráðgjafar.

    Dreifingaraðili skal veita viðskiptavini upplýsingar sem grundvallast á 6. gr., 6. gr. a og b á því formi sem gerir viðskiptavini kleift að taka upplýsta ákvörðun um vátryggingu. Upplýsingarnar skal veita áður en vátryggingarsamningur er gerður og án tillits til þess hvort vátryggingarsamningurinn er hluti af pakka skv. 9. gr.

43. gr.

    Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 1. mgr. 7. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í greininni kemur, í viðeigandi beygingarfalli og með eða án greinis: viðskiptavinur.

44. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 1. mgr. kemur: viðskiptavin.
     b.      Í stað orðsins „vátryggingartaki“ í 2. mgr. kemur: viðskiptavinur.

45. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „vátrygginga upplýsa vátryggingartaka“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: upplýsa viðskiptavin um.
     b.      Í stað orðsins „vátryggingartaki“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: viðskiptavinur.
     c.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 3. mgr. kemur: viðskiptavini.
     d.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 4. mgr. kemur: viðskiptavinar.

46. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „vátryggingartaki“ í 1., 2. og 3. mgr. kemur: viðskiptavinur.
     b.      Í stað orðanna „vátryggingartaka“ í j-lið 1. mgr. og 3 mgr. kemur: viðskiptavinar
     c.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: viðskiptavini.
     d.      Í stað orðsins „Vátryggingartaki“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: Viðskiptavinur.

47. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. c laganna:
     a.      Í stað orðanna „Þegar er“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Þegar.
     b.      Í stað orðanna „vátryggingartaka“ tvívegis í 1. mgr. kemur: viðskiptavini.
     c.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í e-lið 2. mgr. kemur: viðskiptavinar.

48. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. e laganna:
     a.      Orðið „nýjar“ í 1. og 4. mgr. fellur brott.
     b.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Vöruþróunarferli skal fela í sér samþykktarferli, skilgreiningu á markhópi fyrir vátrygginguna og mat á áhættum sem skipta máli fyrir markhópinn.
     c.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Vöruþróunarferli skal endurskoða reglulega.
     d.      Á eftir orðunum „sé að meta“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: að lágmarki.
     e.      Á eftir orðinu „Dreifingaraðili“ í 5. mgr. kemur: sem veitir ráðgjöf skv. 6. gr. a eða b,
     f.      6. mgr. fellur brott.

49. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. b laganna:
     a.      Á eftir orðinu „verklag“ í 1. málsl. kemur: um að grípa til allra viðeigandi ráðstafana.
     b.      Í stað orðsins „neikvæð“ í 1. málsl. kemur: skaðleg.

50. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. c laganna:
     a.      Á eftir orðunum „geta orðið milli“ í 1. mgr. kemur: annars vegar.
     b.      Í stað orðanna „þeim, og“ í 1. mgr. kemur: þeim vegna yfirráða, og hins vegar.
     c.      Á eftir orðunum „svo óyggjandi sé“ í 2. mgr. kemur: að komið sé í veg fyrir hættu á því að.
     d.      Í stað orðsins „hagsmuni“ í 2. mgr. kemur: hagsmunir.
     e.      Á eftir orðinu „viðskiptavinar“ í 2. mgr. kemur: skaðist.
     f.      Á eftir orðunum „varanlegum miðli“ í 3. mgr. kemur: taka mið af því hvernig viðskiptavin um ræðir.

51. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. d laganna:
     a.      Í stað tilvísunarinnar „5 og 6. gr.“ í inngangsmálsl. 1. mgr. kemur: 5. gr., 6. gr., 6. gr. a og b.
     b.      A-liður 1. mgr. orðast svo: hvort hann muni fá reglulegt mat á hæfi í þeim tilvikum sem ráðgjöf er veitt.
     c.      A-liður 4. mgr. orðast svo: dregur úr gæðum þjónustunnar.

52. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. e laganna:
     a.      Í stað 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Þegar ráðgjöf er veitt skulu dreifingaraðilar, auk upplýsinga skv. 6. gr., fá nauðsynlegar upplýsingar um þekkingu og reynslu viðskiptavinar af fjárfestingum sem máli skipta vegna þeirrar vátryggingatengdu fjárfestingarafurðar sem um ræðir, fjárhagsstöðu hans, þ.m.t. getu til að þola tap, og fjárfestingarmarkmið, þ.m.t. áhættuþol.
             Upplýsingar skv. 1. mgr. skulu gera dreifingaraðilum kleift að mæla með afurð sem hæfir viðkomandi, sér í lagi í samræmi við áhættuþol og getu viðskiptavinar til að þola tap.
     b.      2. mgr. orðast svo:
             Þegar veitt er fjárfestingarráðgjöf sem felur í sér að vátrygging er boðin með annarri vöru eða þjónustu skv. 9. gr. skal tryggt að heildarpakkinn hæfi viðskiptavininum.
     c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Mat á hæfi.

53. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. f laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
             Þegar önnur þjónusta en ráðgjöf skv. 140. gr. e er veitt skulu dreifingaraðilar, auk upplýsinga skv. 6. gr., fá upplýsingar um þekkingu og reynslu viðskiptavinar af fjárfestingum sem máli skipta vegna þeirrar vátryggingatengdu fjárfestingarafurðar eða þjónustu sem um ræðir. Upplýsingar sem dreifingaraðilar afla skulu gera þeim kleift að meta hvort afurð er tilhlýðileg. Þegar vátrygging er boðin með annarri vöru eða þjónustu skv. 9. gr. skal meta hvort heildarpakkinn er tilhlýðilegur út frá þörfum viðskiptavinar.
     b.      2. mgr. orðast svo:
             Dreifingaraðili skal aðvara viðskiptavin ef hann telur afurð ekki vera tilhlýðilega. Heimilt er að veita slíka viðvörun á stöðluðu formi.
     c.      3. mgr. orðast svo:
             Dreifingaraðili skal aðvara viðskiptavin um að ekki sé hægt að meta tilhlýðileika afurðarinnar ef viðskiptavinur veitir ekki upplýsingar skv. 1. mgr. eða ófullnægjandi upplýsingar um þekkingu og reynslu. Heimilt er að veita slíka viðvörun á stöðluðu formi.
     d.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Mat á tilhlýðileika.

54. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. g laganna:
     a.      Í stað orðanna „veita viðskiptavini samanteknar upplýsingar“ í 3. mgr. kemur: afhenda viðskiptavini yfirlýsingu um mat á hæfi.
     b.      Í stað orðanna „veita upplýsingar fyrir samningsgerð má veita samanteknu upplýsingarnar“ í inngangsmálsl. 4. mgr. kemur: afhenda yfirlýsinguna fyrir samningsgerð má afhenda hana.
     c.      Í stað orðsins „upplýsingarnar“ í b-lið 4. mgr. kemur: yfirlýsinguna afhenta.
     d.      Í stað orðanna „þarfagreining er gerð“ í 5. mgr. kemur: mat á hæfi er framkvæmt.
     e.      Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoðað mat á hæfi skal tilgreina uppfærða yfirlýsingu um mat á hæfi vátryggingatengdu fjárfestingarafurðarinnar með hliðsjón af kröfum og markmiðum viðskiptavinarins.

55. gr.

    140. gr. h laganna fellur brott.

56. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 145. gr. b laganna:
     a.      Á eftir 3. tölul. bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því:
                  4.      6. gr. a um ráðgjöf.
                  5.      6. gr. b um ráðgjöf sem byggist á hlutlausri og persónulegri greiningu.
     b.      Við 8. tölul. bætist: sbr. 4. mgr. 3. gr. og 4.–12. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2358, sbr. 3. gr. a.
     c.      Við 9. tölul. bætist: sbr. 4. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.
     d.      Við 10. tölul. bætist: sbr. 3. gr. og 5.–8. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.
     e.      12. tölul. orðast svo: 140. gr. e um mat á hæfi, sbr. 9.–14. gr. og 17. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.
     f.      13. tölul. orðast svo: 140. gr. f um mat á tilhlýðileika, sbr. 15. og 17. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.
     g.      Við 14. tölul. bætist: sbr. 18. og 19. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.

IV. KAFLI

Breytingar á lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017.

57. gr.

    1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Eftirlitsskyldur aðili: Lánastofnun, vátryggingafélag, verðbréfafyrirtæki, rekstrarfélag verðbréfasjóða eða rekstraraðili sérhæfðra sjóða.


58. gr.

    Við 2. mgr. 23. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: fyrirkomulag sem ætlað er að stuðla að og þróa, ef nauðsyn krefur, fullnægjandi ráðstafanir vegna endurreisnar og skilameðferðar, þ.m.t. um endurbóta- og skilaáætlanir. Slíkt fyrirkomulag skal uppfæra reglulega.

59. gr.

    Við 27. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Fjármálaeftirlitið skal eiga samstarf við sameiginlega nefnd evrópsku eftirlitsstofnananna vegna framkvæmdar laga þessara. Fjármálaeftirlitið skal án tafar veita sameiginlegu nefndinni þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar til að geta framfylgt skyldum sínum skv. 35. gr. reglugerða (ESB) nr. 1093/2010, nr. 1094/2010 og nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Ef Fjármálaeftirlitið er eftirlitsstjórnvald samsteypu skal það veita sameiginlegu nefndinni mikilvægar upplýsingar skv. 2. mgr.

60. gr.

    Á eftir 2. mgr. 31. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Sérhvert eftirlitsstjórnvald, þ.m.t. Fjármálaeftirlitið sé það ekki eftirlitsstjórnvald samsteypu, getur vísað ákvörðun eftirlitsstjórnvalds samsteypu sem tekin er í samræmi við 1. mgr. til evrópsku eftirlitsstofnananna eða Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerða (ESB), nr. 1093/2010, nr. 1094/2010 og nr. 1095/2010, eftir því sem við á, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

V. KAFLI

Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

61. gr.

    1. málsl. 5. mgr. 52. gr. laganna orðast svo: Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felst í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.

VI. KAFLI

Gildistaka.

62. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta var samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samvinnu við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið). Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði.
    Tillögur frumvarpsins byggjast að hluta til á ábendingum Fjármálaeftirlitsins sem hefur greint annmarka eða ósamræmi á lögum eða milli lagabálka við eftirlitsstörf sín á vátryggingamarkaði. Þá er ákveðnum breytingum frumvarpsins ætlað að bregðast við athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Að endingu hefur frumvarpið að geyma ákvæði sem ætlað er að ljúka eða tryggja rétta innleiðingu tiltekinna Evrópugerða.

2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    Á undanförnum árum hefur Evrópusambandið (ESB) lagt til viðamiklar breytingar á löggjöf á vátryggingamarkaði. Tilskipun Evrópuráðsins og þingsins 2009/138/EB um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga (Gjaldþolsáætlun II) sem í daglegu tali gengur undir heitinu Solvency II-tilskipunin tók gildi 1. janúar 2016 innan ESB. Þá tók tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 um dreifingu vátrygginga (IDD-tilskipunin) gildi innan ESB 22. febrúar 2016. Breytingar hafa einnig verið gerðar á lagaumgjörð fjármálasamsteypa með tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2010/78/ESB (Omnibus I-tilskipunin) og 2011/89/ESB (FICOD-tilskipunin).
    Tilskipanir ESB hafa meðal annars verið innleiddar hér á landi með lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019, lögum nr. 61/2019, um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, og lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2019. Frumvarpið leggur meðal annars til breytingar á framangreindum lögum og má að meginstefnu til rekja tilurð þess til þriggja eftirfarandi þátta.

2.1. Ábendingar Fjármálaeftirlitsins um nauðsynlegar lagfæringar á lögum.
    Nokkur reynsla er komin á framkvæmd nýlegra laga á vátryggingamarkaði og hefur Fjármálaeftirlitið greint atriði sem nauðsynlegt þykir að taka til endurskoðunar. Fyrst og fremst er um að ræða tæknilegar breytingar á lögum sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir vafatilvik. Þá þykir nauðsynlegt að samræma orðalag ýmissa lagaákvæða við samkynja ákvæði í öðrum lögum á fjármálamarkaði. Á þetta t.d. við um ákvæði í lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um dreifingu vátrygginga sem fjalla um stjórn, hæfi og hæfni. Æskilegt þykir að nota sams konar hugtök og orðalag í ákveðnum lagaákvæðum á vátryggingamarkaði og fyrirfinnst í öðrum lögum á fjármálamarkaði, t.d. í lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
    Varðandi hugtakanotkun er til að mynda lagt til í frumvarpinu að notast verði við hugtakið framkvæmdastjóri í lögum um vátryggingastarfsemi í stað hugtaksins forstjóri enda hið síðarnefnda ekki notað í öðrum lögum á fjármálamarkaði. Í frumvarpinu er einnig lögð til breytt hugtakanotkun í lögum um vátryggingarsamninga meðal annars á þann hátt að gerð verði skýrari skil á milli vátryggingartaka og viðskiptavinar þar sem síðarnefnda hugtakið nær einnig til þeirra aðila sem enda á því að gera ekki samning. Varðandi samræmda orðanotkun er um að ræða tilvik þar sem sömu kröfur gilda samkvæmt Evrópureglum á vátryggingamarkaði og öðrum mörkuðum fjármálaþjónustu og eðlilegt að það endurspeglist í mismunandi lögum á fjármálamarkaði til að koma í veg fyrir ranga túlkun eða vafatilvik.
    Á grundvelli tillagna Fjármálaeftirlitsins eru í frumvarpinu lagðar til ýmsar breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi, lögum um dreifingu vátrygginga og lögum um vátryggingarsamninga.
    
2.2. Breytingar á lögum til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA.
2.2.1. Atkvæðisréttur vegna virks eignarhlutar.
    Hinn 24. janúar 2018 óskaði Eftirlitsstofnun EFTA eftir upplýsingum um innleiðingu 2. mgr. 24. gr. tilskipunar 2009/138/EB um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga. Í kjölfar nokkurra samskipta við stofnunina tilkynnti ráðuneytið 8. mars 2019 að til stæði að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um vátryggingastarfsemi til að tryggja rétta innleiðingu ákvæðisins. Í 16. gr. frumvarpsins eru lagðar til tillögur að nýrri lokamálsgrein 58. gr. laga um vátryggingastarfsemi sem er ætlað er að tryggja innleiðingu 2. mgr. 24. gr. tilskipunarinnar í samræmi við ábendingar Eftirlitsstofnunar EFTA.
    
2.2.2. Réttarstaða við endurskipulagningu og slit vátryggingafélags.
    Hinn 24. janúar 2018 óskaði Eftirlitsstofnun EFTA eftir upplýsingum um innleiðingu 1. mgr. 289. gr. tilskipunar 2009/138/EB. Í kjölfar nokkurra samskipta við stofnunina tilkynnti ráðuneytið 8. mars 2019 að til stæði að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um vátryggingastarfsemi til að tryggja rétta innleiðingu ákvæðisins. Í 23. og 24. gr. frumvarpsins eru lagðar til breytingar á 149. gr. og 161. gr. laga um vátryggingastarfsemi sem ætlað er að tryggja innleiðingu á 1. mgr. 289. gr. tilskipunarinnar í samræmi við ábendingar Eftirlitsstofnunar EFTA.
    
2.2.3. Aðrar ábendingar Eftirlitsstofnunar EFTA.
    Íslensk stjórnvöld áttu í bréfaskriftum við Eftirlitsstofnun EFTA í kjölfar fyrirspurnar stofnunarinnar um innleiðingu á tveimur reglugerðum ESB sem sækja stoð í tilskipun 2009/138/EB. Ráðuneytið taldi ekki nauðsynlegt að innleiða þessar reglugerðir ESB vegna innihalds þeirra. Önnur reglugerð ESB varðar staðalfrávik í tengslum við sveiflujöfnun vegna heilsutrygginga í Hollandi. Hin reglugerð ESB hefur að geyma bráðabirgðaákvæði um málsmeðferðarreglur í tengslum við sérhæfðar lífeyrisskuldbindingar félaga sem engin vátryggingafélög voru að veita þegar tilskipun 2009/138/EB var innleidd með lögum um vátryggingastarfsemi. Af þessum sökum var þeim tveimur reglugerðum ESB sem um ræðir ekki tryggð lagastoð við setningu laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016. Í umræddum bréfaskriftum lýsti stofnunin yfir þeirri skoðun sinni að enginn lagalegur grundvöllur væri til að víkja frá þeirri skyldu sem leiðir af 7. gr. EES-samningsins um að innleiða reglugerðirnar í landsrétt. Í 18. og 19. gr. frumvarpsins er kveðið á um breytingar sem ætlað er að koma til móts við ábendingar stofnunarinnar þannig að hægt verði að innleiða reglugerðirnar í íslenskan rétt.
    
2.3. Eftirlitsheimildir evrópsku eftirlitsstofnananna vegna viðbótareftirlits með fjármálasamsteypum.
    Lög um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017, tóku gildi 21. júní 2017. Lögin tóku upp ákvæði tilskipunar 2002/87/EB um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu, með áorðnum breytingum samkvæmt tilskipun 2011/89/ESB.
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/78/ESB breytti ýmsum tilskipunum ESB á þann veg að eftirlitsheimildir (valdheimildir) stofnananna, þ.e. Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA), Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) og Evrópsku verðbréfamarkaðsstofnunarinnar (ESMA), voru færðar inn í viðkomandi Evrópugerðir á sviði fjármálaþjónustu. Í tilviki fjármálasamsteypa voru eftirlitsheimildir færðar inn í tilskipun 2002/87/EB um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Unnið hefur verið að því undanfarin ár að lögfesta eftirlitsheimildir tilskipunar 2010/78/ESB í viðeigandi lög á fjármálamarkaði.
    Ástæða þess að hluti af þeim breytingum sem kveðið er á um í tilskipun 2010/78/ESB var ekki innleiddur með lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum var sú að frumvarpið var til meðferðar á Alþingi á sama tíma og frumvarp sem varð að lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017, en þau lög tóku upp stofnanaumgjörð hins evrópska eftirlitskerfis. Með ákvæðum IV. kafla frumvarpsins er ætlunin að ljúka innleiðingu á tilskipun 2002/87/EB með því að lögfesta þau afmörkuðu ákvæði tilskipunar 2010/78/ESB sem ekki hafa verið innleidd hér á landi.
    
3. Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði. Breytingunum er ýmist ætlað að innleiða viðeigandi ákvæði í Evrópugerðum eða lagfæra orðalag í lögum þannig að það endurspegli betur efnistök Evrópugerða og tryggi innra samræmi við aðra löggjöf á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi að geyma ákvæði sem fela ekki í sér beina innleiðingu á ákvæðum Evrópugerða þá taka allar breytingar þess mið af Evrópureglum. Helstu breytingar frá gildandi lögum verða eftirfarandi:
     3.1. Breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi.
    
Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
1.      Lagt er til að fyrirmælum um hvernig atkvæðisréttur í félagi skuli ákvarðaður verði bætt við lögin. Atkvæðisrétturinn hefur þýðingu við mat á virkum eignarhlut í félagi og skal vátryggingafélag veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um eigendur og umfang eignarhlutarins.
2.      Lagt er til að tekið verði fram í lögum um vátryggingastarfsemi að áhrif endurskipulagningar, slita eða gjaldþrotaskipta á vátryggingafélagi eða búi þess á réttindi og skyldur aðila að skipulegum verðbréfamarkaði ráðist af lögum þess ríkis sem um markaðinn gilda.
3.      Lagt er til að við lögin bætist ný skilgreining á hugtakinu samstarf sem er efnislega samhljóða skilgreiningu hugtaksins í lögum um fjármálafyrirtæki. Skilgreiningin hefur meðal annars þýðingu við mat á hæfi- og hæfnisskilyrðum.
4.      Lagt er til að hugtakinu forstjóri verði skipt út fyrir hugtakið framkvæmdastjóri til samræmis við önnur lög á fjármálamarkaði.
5.      Lagðar eru til orðalagsbreytingar á ákvæðum VII. kafla laganna sem fjalla um stjórn, áhættustýringu og innra eftirlit. Breytingunum er ætlað að samræma orðalag við sambærileg ákvæði í öðrum lögum á fjármálamarkaði.

3.2. Breytingar á lögum um dreifingu vátrygginga.
    
Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum um dreifingu vátrygginga. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
1.      Lagt er til að aukið verði við upplýsingar sem vátryggingafélög skulu veita Fjármálaeftirlitinu um vátryggingaumboðsmenn og aðila sem dreifa vátryggingu sem aukaafurð. Veiting upplýsinga er skilyrði skráningar.
2.      Lagðar eru til sambærilegar orðalagsbreytingar á hæfis- og hæfniskilyrðum laganna og lagðar eru til á lögum um vátryggingastarfsemi í frumvarpinu.
3.      Lögð er til breyting á ákvæði laganna um innlögn starfsleyfis vátryggingamiðlara. Eftir orðalagsbreytingu megi þannig ljóst vera að einstaklingar með sjálfstætt starfsleyfi sem vátryggingamiðlarar, sem jafnframt starfa hjá lögaðila sem er með starfsleyfi sem vátryggingamiðlari, skuli uppfylla allar kröfur laganna til að geta haldið sjálfstæðu starfsleyfi sínu.

3.3. Breytingar á lögum um vátryggingarsamninga.
    
Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum um vátryggingarsamninga. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
1.      Lagt er til að tveimur afleiddum gerðum sem útfæra nánar ýmis ákvæði í tilskipun (ESB) 2016/97 verði veitt lagagildi.
2.      Lagt er til að við lögin bætist ný skilgreining á hugtakinu viðskiptavinur til aðgreiningar frá hugtakinu vátryggingartaki. Nýja skilgreiningin hefur sérstaka þýðingu vegna þeirra skyldna sem hvíla á dreifingaraðilum vegna upplýsingagjafar, sér í lagi skv. II. og XX. kafla laganna. Skilgreiningin nær til bæði núverandi og hugsanlegra viðskiptavina, þ.m.t. þeirra sem enda á að gera ekki samning.
3.      Lagt er til að gerð verði skýrari skil milli þarfagreiningar, ráðgjafar og ráðgjafar sem byggist á hlutlausri og persónulegri greiningu til samræmis við tilskipun (ESB) 2016/97.
4.      Kveðið er á um breytta hugtakanotkun í XX. kafla laganna um vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir, meðal annars til samræmis við hugtakanotkun á verðbréfamarkaði. Þannig megi neytendum vera ljóst að um sömu vernd er að ræða á báðum mörkuðunum.

3.4. Breytingar á öðrum lögum.
1.     
Lagðar eru til breytingar á lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Breytingunum er fyrst og fremst ætlað að renna styrkari stoðum undir eftirlitsheimildir evrópsku eftirlitsstofnananna líkt og vikið er að í kafla 2.3. Á meðal annarra breytinga er tillaga að breyttri skilgreiningu hugtaksins eftirlitsskyldur aðili eins og það er skilgreint samkvæmt þeim lögum.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi, lögum um dreifingu vátrygginga, lögum um vátryggingarsamninga, lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum og lögum um fjármálafyrirtæki. Breytingunum er fyrst og fremst ætlað að tryggja samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum.
    Efni frumvarpsins gefur ekki ástæðu til að ætla að það geti stangast á við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar.
    
5. Samráð.
    Frumvarpið var samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samráði við Fjármálaeftirlitið og snertir efni þess fyrst og fremst fyrirtæki og aðila á vátryggingamarkaði og Fjármálaeftirlitið.
    Upphaflega var lagt upp með að leggja fram lagafrumvarp á 150. löggjafarþingi sem einungis hefði að geyma breytingar á lögum til að bregðast við ábendingum Eftirlitsstofnunar EFTA. Áform um lagasetningu vegna þess frumvarps voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is í október 2019, sbr. mál nr. S-254/2019, en engar athugasemdir bárust.
    Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar riðluðust áform um framlagningu og tekin var ákvörðun um að bæta efni við upphaflegt frumvarp og áforma framlagningu á 151. löggjafarþingi. Auk samráðs við Fjármálaeftirlitið átti ráðuneytið óformlegt samráð við Samtök fjármálafyrirtækja og einnig Eftirlitsstofnun EFTA vegna afmarkaðra þátta frumvarpsins. Áform um lagasetningu voru send öðrum ráðuneytum til umsagnar í júlí 2020 en engar athugasemdir bárust. Áformin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í október 2020, sbr. mál nr. S-222/2020, en engar athugasemdir bárust. Drög að lagafrumvarpi voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 9.–23. febrúar 2021, sbr. mál nr. S-40/2021, en engar athugasemdir bárust.
    Drög að lagafrumvarpi tóku smávægilegum breytingum eftir að þau voru birt í samráðsgátt. Tekin var ákvörðun um að fella brott áformaðar lagabreytingar á búsetuskilyrðum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki. Ástæða þess er sú að beðið er niðurstöðu dóms EFTA-dómstólsins í máli nr. E-9/20. Um er að ræða samningsbrotamál sem Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði gegn Noregi vegna svipaðra krafna um búsetuskilyrði í norskum lögum. Íslensk stjórnvöld skiluðu inn skriflegum athugasemdum í málinu og tóku þátt í munnlegum málflutningi sem fram fór 18. mars sl. Rétt þykir að bíða niðurstöðu dóms EFTA-dómstólsins í málinu áður en tekin er ákvörðun um hvort rétt sé að leggja til breytingar á búsetuskilyrðum í lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki.
    
6. Mat á áhrifum.
    Frumvarpið kveður á um ýmsar breytingar á lögum á vátryggingamarkaði og einnig afmarkaðar breytingar á bankamarkaði. Fyrirséð áhrif á ríkissjóð af samþykkt frumvarpsins eru engin.
    Breytingar samkvæmt frumvarpinu eru fyrst og fremst tæknilegar breytingar á löggjöf á vátryggingamarkaði. Breytingarnar hafa jákvæð áhrif á starfsemi Fjármálaeftirlitsins sem fer með framkvæmd þeirra laga sem frumvarpið varðar. Skýrari framsetning í lögum og samræming milli lagabálka á fjármálamarkaði er einnig til einföldunar fyrir þau fyrirtæki og aðila sem í hlut eiga. Að öðru leyti eru áhrif frumvarpsins óveruleg.
    

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Um a-lið. Breyting ákvæðisins felur í sér leiðrétta þýðingu á skilgreiningu hugtaksins félag með sérstakan tilgang, sbr. 26. tölul. 13. gr. tilskipunar 2009/138/EB.
     Um b-lið. Í 1. mgr. 6. gr. laga um vátryggingastarfsemi er ekki að finna skilgreiningu á því hvenær um samstarf er að ræða milli aðila. Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um að fleiri aðilar kunni að teljast fara saman með virkan eignarhlut geta verið íþyngjandi. Með hliðsjón af því þykir nauðsynlegt að skilgreina í lögum þau viðmið sem Fjármálaeftirlitinu ber að hafa hliðsjón af. Ákvæðið er efnislega samhljóða 25. tölul. 1. mgr. 1. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
    Um c-lið.
Seðlabanki Íslands birti frá og með 1. apríl 2020 einungis skráð miðgengi allra gjaldmiðla sem bankinn skráir og er það opinbert viðmiðunargengi. Birting á kaup- og sölugengi gjaldmiðla hefur því lagst af. Sú breyting sem kveðið er á um í ákvæðinu tekur mið af þessu.
    

Um 2. gr.

    Í greininni eru 1. og 2. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna sameinaðir með smávægilegum orðalagsbreytingum og jafnframt er nýjum málslið bætt við 2. mgr. um eftirlit Fjármálaeftirlitsins með viðskiptaháttum erlendra vátryggingafélaga hér á landi. Samkvæmt orðalagi gildandi 2. mgr. 10. gr. laganna geta reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti sem Seðlabankinn setur með stoð í 4. mgr. 10. gr. laganna ekki náð til erlendra vátryggingafélaga. Ljóst er að Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum erlendra aðila vegna starfsemi sem fram fer hér á landi og þarft er að það komi skýrt fram í lögunum.
    

Um 3. gr.

    Um a-lið. Sú framkvæmd er viðhöfð við meðferð starfsleyfisumsókna Fjármálaeftirlitsins að tilgreina skal þá greinaflokka vátrygginga eða vátryggingagreinar sem sótt er um leyfi fyrir. Sú breyting sem lögð er til með ákvæðinu tekur af allan vafa um slíka skyldu sem er fortakslaus en takmarkast ekki við fyrirhugaða endurtryggingastarfsemi.
     Um b-lið. Í gildandi ákvæði 2. mgr. 18. gr. laganna er að finna tæmandi talningu á þeim gögnum og upplýsingum sem fylgja skulu umsókn um starfsleyfi. Með breytingu ákvæðisins er Fjármálaeftirlitinu falin heimild til að ákveða að fleiri gögn og upplýsingar skuli fylgja starfsleyfisumsókn og er slíkt í samræmi við umsóknir um starfsleyfi fjármálafyrirtækja, sbr. 10. tölul. 5. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
     Um c-lið. Ákvæði 18. gr. laganna skal gilda um umsóknir um allar tegundir starfsleyfa samkvæmt lögunum. Í ákvæði þessu er því lagt til að tilvísun til umsókna um starfsleyfi í frumtryggingum bætist við 3. mgr. greinarinnar.
    

Um 4. gr.

    Ákvæði 1. mgr. 23. gr. laganna varðar ekki starfsleyfisveitingu og því er ekki þörf á tilvísun í 18. gr. laganna.

Um 5. gr.

    Í greininni er lögð til breyting sem ætlað er að samræma orðalag við aðra lagabálka á fjármálamarkaði. Breytinguna er einnig að finna í öðrum ákvæðum frumvarpsins, þ.e. í 7., 8., 9., 11., 12., 14., 15., 17. og 25. gr. frumvarpsins.
    

Um 6. gr.

    Greinin byggist á 1., 4. og 6. mgr. 39. gr. tilskipunar 2009/138/EB.
     Um a-lið. Í ákvæðinu er kveðið á um viðbót til að auka skýrleika þannig að ljóst megi vera af það kemur í hlut eftirlitsstjórnvalds í heimaríki móttökufélags að staðfesta yfirfærslu vátryggingastofns.
     Um b-lið. Í ákvæðinu er kveðið á um að Fjármálaeftirlitið skuli leita samþykkis eftirlitsstjórnvalds í aðildarríki þar sem móttökufélag er staðsett, sbr. gildandi ákvæði, og lagt til að bætt verði við, ef við á, að einnig skuli leita samþykkis eftirlitsstjórnvalds í aðildarríki þar sem vátryggingarsamningar innan vátryggingastofnsins voru gerðir.
     Um c-lið. Í gildandi 2. málsl. 2. mgr. 34. gr. laganna er kveðið á um afleiðingar þess ef eftirlitsstjórnvald gefur ekki álit sitt á yfirfærslu vátryggingastofns. Í c-lið er kveðið á um smávægilegar orðalagsbreytingar til að það sé engum vafa undirorpið innan hvaða tíma eftirlitsstjórnvaldið verður að gefa álit sitt. Einnig má nú leiða af ákvæðinu að það gildir bæði um eftirlitsstjórnvöld sem falla undir 1. málsl. 2. mgr. 34. gr. laganna og ef við á um eftirlitsstjórnvöld sem falla undir b-lið greinarinnar, sbr. tillögu að nýjum málslið.
     Um d-lið. Í ákvæðinu er lögð til breyting til samræmis við efni 4. mgr. 82. gr. eldri laga um vátryggingastarfsemi, nr. 56/2010, sem láðist að lögfesta við setningu gildandi laga um vátryggingastarfsemi.
     Um e-lið. Í ákvæðinu er kveðið á um hlutverk Fjármálaeftirlitsins þegar vátryggingafélag með höfuðstöðvar hér á landi hyggst móttaka vátryggingastofn frá vátryggingafélagi með höfuðstöðvar í öðru aðildarríki. Í slíkum tilfellum er það Fjármálaeftirlitsins að staðfesta að gjaldþolskrafa félagsins verði uppfyllt að yfirfærslu lokinni og er ákvæðinu ætlað að tryggja þá framkvæmd.
    

Um 7. gr.

    Fjallað er um breytinguna í skýringum við 5. gr. frumvarpsins. Vísast til umfjöllunar um þá grein til skýringar.
    

Um 8. gr.

    Um a-lið. Í ákvæðinu er lögð til breyting sem ætlað er að auka skýrleika. Gildandi orðalag er almenns eðlis og ekki skilgreint í lögum andstætt við nýja skilgreiningu á hugtakinu samstarf sem lagt er til að bætist við 1. mgr. 6. gr. laganna, sbr. 1. gr. frumvarpsins.
     Um b-lið. Lagt er til að hugtakið samstarf komi í stað gildandi orðalags, sbr. umfjöllun um a-lið greinarinnar.
     Um c-lið. Fjallað er um breytinguna í skýringum við 5. gr. frumvarpsins. Vísast til umfjöllunar um þá grein til skýringar.
    

Um 9. gr.

    Um a-lið. Í ákvæðinu eru lagðar til orðalagsbreytingar til að auka skýrleika. Búið er að fella menntunarskilyrði út úr lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og til að gæta samræmis er lagt til að orðin „nægileg menntun“ falli brott í 1. mgr. 41. gr. laganna.
     Um b-lið. Í ákvæðinu er lagt til að gildandi 2. málsl. 2. mgr. 41. gr. laganna falli brott. Málsliðurinn fjallar um að vátryggingafélag skuli, ef við á, senda fullnægjandi upplýsingar um ráðningu nýs aðila til Fjármálaeftirlitsins. Í gildandi ákvæði er vísað til upplýsinga um ráðningu nýs aðila. Stjórnarmenn eru ekki ráðnir og því má túlka ákvæðið á þann hátt að ekki eigi að skila upplýsingum um þá aðila. Til stendur að breyta reglum sem settar eru með stoð í 5. mgr. greinarinnar þar sem efnistök gildandi 2. málsl. 2. mgr. verða nánar útfærð. Auk þess er lagt til að notast verði við hugtakið framkvæmdastjóri í stað forstjóri í 1. og 3. málsl. 2. mgr. greinarinnar líkt og á öðrum stöðum í lögunum.
     Um c- og d-lið. Fjallað er um breytinguna í skýringum við 5. gr. frumvarpsins. Vísast til umfjöllunar um þá grein til skýringar.
     Um e-lið. Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur um framkvæmd hæfismats forstjóra, stjórnarmanna og starfsmanna sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum vátryggingafélaga, nr. 285/2018. Reglurnar eru meðal annars settar með stoð í 5. mgr. og 2. málsl. 7. mgr. 41. gr. laganna. Ekki þykir ástæða til að vera með lagastoð fyrir sömu reglur Fjármálaeftirlitsins í tveimur málsgreinum greinarinnar. Því er lagt til að efni 2. málsl. 7. mgr. verði sameinað gildandi 5. mgr. greinarinnar og fyrrnefnt ákvæði falli brott, sbr. breytingu sem lögð er til í f-lið greinarinnar. Jafnframt er lagt til að orðinu „heilbrigði“ verði skipt út fyrir orðið „sjálfstæði“ til samræmis við aðra lagabálka sem fjalla um hæfi.
     Um f-lið. Til samræmis við breytingu sem lögð er til í e-lið er lögð til sú orðalagsbreyting að orðið „sjálfstæðir“ komi í stað orðsins „heilbrigðir“. Þá er lagt til að gildandi 2. málsl. 7. mgr. falli brott, sbr. umfjöllun um e-lið greinarinnar. Að öðru leyti er ákvæðið óbreytt.
    

Um 10. gr.

    Um a-lið. Lögð er til orðalagsbreyting til að leiðrétta misritun í 1. málsl. 1. mgr. greinarinnar. Í stað orðsins „það“ sem vísar til vátryggingafélags kemur orðið „hann“ sem vísar til eftirlitsskylds aðila.
     Um b-lið. Samkvæmt lokamálsl. 1. mgr. 42. gr. laganna er Fjármálaeftirlitinu falin rúm heimild til að óska eftir gögnum og upplýsingum frá stjórnarmanni vegna framkvæmdar á ákvæðinu. Að mati Fjármálaeftirlitsins er óeðlilegt að það leggi sérstakt mat á eðli og umfang lögmannsstarfa stjórnarmanns fyrir annað vátryggingafélag en það félag sem hann er fyrir stjórnarmaður í. Endanleg ákvörðun hvað þetta varðar ætti þannig að liggja hjá vátryggingafélagi, þó með þeirri takmörkun sem leiðir af áðurnefndum lokamálslið.
     Um c- og d-lið. Lagt er til að ákvæði 2. mgr. greinarinnar verði rýmkað enda engin rök sem hníga til þess að takmarka ákvæðið með þeim hætti að það gildi ekki um aðra eftirlitsskylda aðila en fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög. Með eftirlitsskyldum aðilum er átt við aðila sem eftirlit Fjármálaeftirlitsins tekur til skv. 2. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, sbr. 4. mgr. 1. gr. sömu laga.
    

Um 11. og 12. gr.

    Fjallað er um breytinguna í skýringum við 5. gr. frumvarpsins. Vísast til umfjöllunar um þá grein til skýringar.
    

Um 13. gr.

    Greininni, sem byggist á 46. gr. tilskipunar 2009/138/EB, er ætlað að endurspegla betur orðalag tilskipunarinnar.
    

Um 14. og 15. gr.

    Fjallað er um breytinguna í skýringum við 5. gr. frumvarpsins. Vísast til umfjöllunar um þá grein til skýringar.
    

Um 16. gr.

    Í 21. tölul. 13. gr. tilskipunar 2009/138/EB er skilgreining á virkri eignarhlutdeild sem hefur verið tekin upp sem virkur eignarhlutur í 44. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um vátryggingastarfsemi. Virkur eignarhlutur er skilgreindur þar sem bein eða óbein eignarhlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé eða atkvæðisrétti eða önnur hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Í 2. mgr. 24. gr. og 63. gr. tilskipunarinnar er fjallað nánar um hvernig eigi að ákvarða hlutdeildina en þau fyrirmæli hafa ekki verið lögfest hér á landi. Ákvæði þessu er ætlað að innleiða þau.
    Í fyrri undirgreinum 2. mgr. 24. gr. og 63. gr. tilskipunar 2009/138/EB segir að taka skuli tillit til atkvæðisréttar skv. 9. og 10. gr. tilskipunar 2004/109/EB um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað og skilyrða um samlagningu hans í 4. og 5. mgr. 12. gr. sömu tilskipunar. Viðkomandi ákvæði 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB hafa verið innleidd hér á landi með 1. málsl. 3. mgr. 78. gr., 1. og 2. mgr. 88. gr. og 89.–90. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, 10. gr. tilskipunarinnar með 79. gr. laganna og 4. og 5. mgr. 12. gr. tilskipunarinnar með 1. mgr. 91. gr. og 1. mgr. 92. gr. laganna. Tilgreind ákvæði laga um verðbréfaviðskipti eru öll í IX. kafla þeirra laga um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar (flöggun). Því er lagt til að fyrri undirgreinar 2. mgr. 24. gr. og 63. gr. tilskipunar 2009/138/EB um að atkvæðisréttur skuli ákvarðaður til samræmis við IX. kafla laga um verðbréfaviðskipti verði innleiddar í 1. málsl. ákvæðisins. Í því felst m.a. að almennt skuli ekki taka tillit til atkvæðisréttar vegna hluta sem er eingöngu aflað vegna verðbréfauppgjörs eða viðskiptavaktar eða eru í veltubókum fjármálafyrirtækja.
    Í síðari undirgreinum 2. mgr. 24. gr. og 63. gr. tilskipunar 2009/138/EB segir að ekki skuli taka tillit til atkvæðisréttar eða hlutabréfa sem verðbréfafyrirtæki eða lánastofnanir eiga vegna sölutryggingar fjármálagerninga og/eða markaðssetningar fjármálagerninga á skuldbindandi grundvelli skv. 6. lið A-þáttar í I. viðauka við tilskipun 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga, að því tilskildu að þessi réttindi séu ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefandans og að þeim sé ráðstafað innan eins árs frá yfirtöku þeirra. Ákvæði 6. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, þar sem fram kemur að sölutrygging í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga teljist til verðbréfaviðskipta í skilningi laganna, byggist á 6. lið A-þáttar í I. viðauka við tilskipun 2004/39/EB. Með tilliti til þessa er lagt til að síðari undirgreinar 2. mgr. 24. gr. og 63. gr. tilskipunar 2009/138/EB verði innleiddar í 2. málslið ákvæðisins. Með verðbréfafyrirtækjum og lánastofnunum er átt við fyrirtæki með starfsleyfi skv. 1.–3. eða 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
    

Um 17. gr.

    Fjallað er um breytinguna í skýringum við 5. gr. frumvarpsins. Vísast til umfjöllunar um þá grein til skýringar.

Um 18. gr.

    Greinin er innleiðing á 4. mgr. 109. gr. a tilskipunar 2009/138/EB. Við setningu laga um vátryggingastarfsemi var meginhluti 109. gr. a innleiddur með 101. gr. laganna. Ákvæði 4. mgr. 109. gr. a var þó ekki innleitt með lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, þar sem efni ákvæðisins þótti ekki eiga við hér á landi. Lagt er til að efni 4. mgr. 109. gr. a verði innleitt með greininni til að bregðast við athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.3 í greinargerð frumvarpsins. Reglur greinarinnar koma fram í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2013 og verða innleiddar með reglum Seðlabankans.
    

Um 19. gr.

    Í greininni er lagt til að efni 13. mgr. 309. gr. b tilskipunar 2009/138/EB verði innleitt til að bregðast við athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.3 í greinargerð frumvarpsins. Rétt þykir að tilgreina að ekki er heimild til að stofna ný félög sem veita þær afurðir sem lýst er í 304. gr. tilskipunarinnar. Sú grein er valkvæð og farin var sú leið að innleiða hana ekki í íslenskan rétt. Um er að ræða mjög sérhæfðar lífeyrisskuldbindingar og engin félög hér á landi veita þær í dag. Greininni er því einungis ætlað að tryggja lagastoð til að hægt sé að innleiða framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1630 en ljóst má vera að ekki mun koma til þess að starfandi verði félög sem hefðu kost á að beita þessari umbreytingarráðstöfun. Reglugerðin verður innleidd með reglugerð ráðherra.
    

Um 20. gr.

    Í greininni er lagt til að leiðrétt verði augljóst ósamræmi á tilgreiningu lágmarksfjármagns hjá vátryggingafélögum samkvæmt töluliðum 1. mgr. 112. gr. laganna.
    

Um 21. gr.

Í greininni er lagt til að augljós misritun í lagatextanum verði leiðrétt.
    

Um 22. gr.

    Um a-lið. Ákvæði 127. gr. laganna felur í sér innleiðingu á 155. gr. tilskipunar 2009/138/EB. Í 1. mgr. 155. gr. tilskipunarinnar er fjallað um efni 1. mgr. 127. gr. laganna og leiðir af ákvæðinu að eftirlitsstjórnvald skuli krefjast þess að bætt sé úr annmörkum fari vátryggingafélag ekki eftir þeim lögum sem um starfsemi þess gildir. Í ákvæðinu er því tillaga að rýmkuðu orðalagi sem ætlað er að ná betur yfir efni tilskipunarinnar.
     Um b-lið. Fjallað er um efni 4. mgr. 127. gr. laganna í 3. mgr. 155. gr. tilskipunar 2009/138/EB. Í gildandi ákvæði laga um vátryggingastarfsemi kemur orðalagið „með grófum hætti og ítrekað“ fram. Ekki verður ráðið af texta tilskipunarinnar að vátryggingafélag þurfi að hafa brotið bæði gróft og ítrekað gegn lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum til að eftirlitsstjórnvald geti bannað áframhaldandi starfsemi þess. Í ákvæðinu er því lögð til orðalagsbreyting þannig að skýrt megi vera að ítrekað brot eða gróft brot sé grundvöllur þess að Fjármálaeftirlitinu sé heimilt að banna starfsemi þess.
    

Um 23. og 24. gr.

    Samkvæmt 3. mgr. 269. gr. og 1. mgr. 274. gr. tilskipunar 2009/138/EB lýtur endurskipulagning og slit á vátryggingafélagi að meginreglu til lögum heimaríkis þess. Tilgreindar undantekningar eru þó gerðar í 285.–292. gr. tilskipunarinnar. Í 1. mgr. 289. gr. segir að áhrif endurskipulagningarráðstöfunar eða þess að slitameðferð hefjist á réttindi og skyldur aðila að skipulögðum verðbréfamarkaði skuli ráðast af lögum þess ríkis sem gilda um þann markað, þó með fyrirvara um hlutbundinn veðrétt þriðju aðila skv. 286. gr. Í 2. mgr. 289. gr. er tekið fram að 1. mgr. greinarinnar skuli ekki koma í veg fyrir ógildingu löggerninga til samræmis við l-lið 2. mgr. 274. gr. tilskipunarinnar.
    Ákvæðum þessara greina er ætlað að innleiða 289. gr. tilskipunarinnar. Lagt er til að nýjum málsgreinum verði bætt við á eftir 6. mgr. 149. gr. og 4. mgr. 161. gr. laga um vátryggingastarfsemi þar sem fram komi að áhrif af endurskipulagningu fjárhags vátryggingafélags og af upphafi slita- eða gjaldþrotaskiptameðferðar á vátryggingafélagi eða búi þess á réttindi og skyldur aðila að skipulegum verðbréfamarkaði skuli ráðast af lögum þess ríkis sem gilda um skipulega verðbréfamarkaðinn. Þó er gerður fyrirvari um réttindi skv. 5. mgr. 149. gr. og 3. mgr. 161. gr. laganna, sem innleiddu 286. gr. tilskipunar 2009/138/EB, til samræmis við þann fyrirvara sem gerður er í 1. mgr. 289. gr. tilskipunarinnar. Lagt er til að vísun til nýju málsgreinanna verði bætt við þau ákvæði sem nú eru í 7. mgr. 149. gr. og 5. mgr. 161. gr. laganna, sem fjalla um beitingu ákvæða III. kafla laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, um ógilda löggerninga, til að innleiða fyrirmæli 2. mgr. 289. gr. tilskipunarinnar um ógildingu löggerninga.
    

Um 25. gr.

    Fjallað er um breytinguna í skýringum við 5. gr. frumvarpsins. Vísast til umfjöllunar um þá grein til skýringar.
    

Um 26. gr.

    Í greininni er lögð til orðalagsbreyting til samræmis við breytta hugtakanotkun.
    

Um 27. gr.

    Um a-lið. Í ákvæðinu eru lagðar til breytingar sem ætlað er að endurspegla betur efni 6. mgr. 3. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97. Við setningu laga um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019, var efni 6. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar meðal annars innleitt í 5. gr. laganna, sem fjallar um umsókn um starfsleyfi vátryggingamiðlara. Ákvæði 6. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar gildir ekki eingöngu um vátryggingamiðlara heldur einnig vátryggingaumboðsmenn og aðila sem dreifa vátryggingu sem aukaafurð eins og þeir eru skilgreindir í 2. og 15. tölul. 3. gr. laganna. Nauðsynlegt þykir því að útvíkka gildissvið þeirra krafna sem fram koma í 6. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar þannig að þær gildi lögum samkvæmt um alla þar til bæra aðila. Af greininni leiðir því rýmkun á upplýsingaskyldu þannig að sú skylda stofnast á vátryggingaumboðsmenn og aðila sem dreifa vátryggingu sem aukaafurð að upplýsa Fjármálaeftirlitið um þau atriði sem tiltekin eru í greininni. Umrædd atriði eru skilyrði skráningar.
     Um b-lið. Í ákvæðinu eru lagðar til breytingar þannig að ljóst megi vera á hverjum tilkynningarskylda skv. 4. mgr. 15. gr. laganna hvílir. Hægt er að skilja gildandi ákvæði á þann veg að viðvarandi tilkynningarskylda til Fjármálaeftirlitsins hvíli á vátryggingafélögum. Með breytingunni á ákvæðinu á þó að vera ljóst að upplýsingaskylda vegna breytinga á skráningu skal hvíla á vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanni eða aðila sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð, eftir því sem við á, sbr. 2. undirmálsgrein 6. mgr. 3. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97.
    

Um 28. gr.

    Í greininni er lögð til orðalagsbreyting til samræmis við breytta hugtakanotkun.
    

Um 29. gr.

    Um a-lið. Í ákvæðinu er lögð til orðalagsbreyting til samræmis við orðalag í öðrum lögum sem fjalla um hæfi.
     Um b-lið. Í ákvæðinu er lagt til að hæfisskilyrði um lögræði verði bætt við c-lið 1. mgr. 22. gr. laganna. Slík krafa er gerð til vátryggingasölumanna skv. a-lið 1. mgr. 23. gr. laganna og aðila sem dreifa vátryggingu sem aukaafurð skv. a-lið 1. mgr. 24. gr. laganna og engar forsendur eru til annars en að hið sama gildi um vátryggingamiðlara ásamt stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum þeirra.
     Um c-lið. Í ákvæðinu er lögð til orðalagsbreyting til samræmis við orðalag í 3. málsl. 2. mgr. 16. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Ekki er hægt að hljóta dóm fyrir refsiverðan verknað á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, og því er tilgreining á þeim lögum tekin úr upptalningu á lagabálkum. Sú efnisbreyting sem leiða má af ákvæðinu er að d-liður 1. mgr. 22. gr. laganna mun afmarkast við tíu ára tímafrest á sama hátt og gildir samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
     Um d-lið. Efnisatriði í gildandi e-lið 1. mgr. 22. gr. laganna eru hluti af hæfisskilyrðinu „góðu orðspori“ í öðrum lögum á fjármálamarkaði, sbr. t.d. lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020. Rétt þykir að orðalag mismunandi laga sem gilda á fjármálamarkaði sé samræmt þannig að það sé engum vafa undirorpið að sömu kröfur gildi um gott orðspor við mat á hæfi og hæfni þvert á markaði. Í ákvæðinu er því lagt til að e-liður 1. mgr. 22. gr. laganna falli brott.
     Um e-lið. Í ákvæðinu er lagt til að efni 2. mgr. verði fellt brott og efnið lögfest í 4. mgr. 22. gr. laganna, sbr. f-lið greinarinnar.
     Um f-lið. Lögð er til orðalagsbreyting sem ætlað er að auka skýrleika. Ljóst þarf að vera af lestri ákvæðisins á hverjum tilkynningarskylda til Fjármálaeftirlitsins hvílir.
     Um g-lið. Lögð er til orðalagsbreyting sem ætlað er að auka skýrleika. Eðlilegt þykir að notað sé sama orðfæri í lagaákvæðum sem fjalla um hæfi og því er lagt til að krafa gildandi ákvæðis um „fagþekkingu“ falli brott, en í stað þess er gerður áskilnaður um reynslu og þekkingu sem nýtist í starfi, sbr. breytingu í a-lið greinarinnar.
     Um h-lið. Í ákvæðinu er lögð til orðalagsbreyting á 5. mgr. 22. gr. laganna sem fjallar um skyldu Seðlabankans til að setja reglur um hæfi og hæfni. Kveðið er á um sömu breytingu í e-lið 9. gr. og 61. gr. frumvarpsins.
    

Um 30. gr.

    Um a-lið. Orðalagsbreyting ákvæðisins er lögð til í því skyni að auka skýrleika og samræma hæfis- og hæfniskilyrði við aðra lagabálka. Áskilnaður ákvæðisins um fimm ára tímamark frá úrskurði um gjaldþrotaskipti tekur mið af útfærslu í lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, sbr. 6. mgr. 41. gr. laganna, og lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 52. gr. laganna.
     Um b-lið. Í ákvæðinu er lagt til að hluti gildandi b-liðs 1. mgr. 23. gr. laganna falli brott þar sem efni þess rúmast innan þess sem telst „gott orðspor“.
     Um c-lið. Ákvæðið kveður á um orðalagsbreytingu til samræmis við breytingu sem lögð er til í c-lið 29. gr. frumvarpsins. Nánari skýringar má finna í umfjöllun um þá grein.
     Um d- og e-lið. Í ákvæðunum eru lagðar til orðalagsbreytingar sem ætlað er að auka skýrleika og samræma orðalag við önnur lög.

Um 31. gr.

    Í greininni eru lagðar til orðalagsbreytingar til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til á 23. gr. laganna, sbr. 30. gr. frumvarpsins. Vísast til umfjöllunar um þá grein frumvarpsins til skýringar.
    

Um 32. gr.

    Í greininni eru lagðar til orðalagsbreytingar sem ætlað er að endurspegla betur orðalag í tilskipun (ESB) 2016/97. Einnig eru tilvísanir til heitis á gildandi lögum sem dreifingaraðilar skulu hafa lágmarksþekkingu á lagfærðar.
    

Um 33. gr.

    Í greininni er lögð til breyting þannig að ljóst megi vera að brot gegn lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, geti einnig varðað afturköllun á starfsleyfi vátryggingamiðlara enda var tilskipun (ESB) 2016/97 um dreifingu vátrygginga einnig innleidd með breytingu á þeim lögum, sbr. lög nr. 61/2019.
    

Um 34. gr.

    Á grundvelli 5. gr. laganna geta einstaklingar og lögaðilar sótt um starfsleyfi sem vátryggingamiðlari. Orðalag 1. mgr. 36. gr. laganna virðist gefa færi á þeirri túlkun að ekki sé gerð sú krafa að einstaklingar með sjálfstætt leyfi sem vátryggingamiðlari, sem starfa hjá lögaðila sem jafnframt er með starfsleyfi sem vátryggingamiðlari, uppfylli allar kröfur laganna. Þeir geti því starfað á ábyrgð lögaðilans ásamt því að halda starfsleyfi sínu sem sjálfstæðir vátryggingamiðlarar. Eðlilegt verður að teljast að einungis þeir sem uppfylla kröfur laganna geti talist vátryggingamiðlarar enda var starfandi vátryggingamiðlurum við gildistöku laga um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019, gefinn tími til 1. nóvember 2019 til að grípa til viðeigandi ráðstafana og uppfylla skilyrði laganna, sbr. ákvæði til bráðabirgða I við lögin. Þessa grein frumvarpsins ber ekki að túlka á þann hátt að einstaklingar sem eru með gild starfsleyfi sem vátryggingamiðlarar en starfa jafnframt hjá lögaðila með starfsleyfi sem vátryggingamiðlarar missi sjálfkrafa sjálfstætt starfsleyfi sitt. Breytingu greinarinnar er þó ætlað að tryggja betur að þeir þurfi að uppfylla allar kröfur laganna til að geta haldið sjálfstæðu starfsleyfi sínu.

Um 35. gr.

    Í greininni er lögð til breyting sem varðar skyldu vátryggingamiðlara til að láta endurskoða ársreikning. Þegar litið er til 1. mgr. 98. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006, og alþjóðlegra reikningsskilastaðla þykir of íþyngjandi fyrir vátryggingamiðlara að láta endurskoða ársreikning enda slíkt ekki nauðsynlegt þegar um er að ræða lítinn rekstur.

Um 36. gr.

    Í greininni er lagt til að hugtakið dreifingaraðili komi í stað vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanns eða aðila sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð, sbr. a- og c-lið greinarinnar. Breytingunni er ætlað að rýmka gildissvið greinarinnar þannig að hún nái einnig til vátryggingafélaga sem rúmast innan skilgreiningar á hugtakinu dreifingaraðili, sbr. 4. tölul. 3. gr. laganna. Í b-lið greinarinnar er lögð til orðalagsbreyting sem endurspeglar betur orðalag 5. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97.

Um 37. gr.

Í greininni eru lagar til orðalagsbreytingar til samræmis við breytta hugtakanotkun.
    

Um 38. gr.

    Um a-lið. Í ákvæðinu er lögð til leiðrétting á misritun í lagatextanum. Tilvísun til 21. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, er röng þar sem sú grein fjallar ekki um skaðatryggingar heldur líf- og heilsutryggingar. Í 20. gr. laga um vátryggingastarfsemi er fjallað um skaðatryggingar og er því rétt að vísa einungis til þeirrar greinar í a-lið 21. tölul. 2. gr. laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004.
     Um b-lið. Í ákvæðinu er lagt til að ný skilgreining á hugtakinu viðskiptavinur bætist við 2. gr. laganna. Hugtakið vátryggingartaki er skilgreint í 19. tölul. 2. gr. laganna. Hugtakið viðskiptavinur kemur fyrir á fáeinum stöðum í lögunum en því er ætla að ná yfir enska orðið „customer“. Innan hugtaksins vátryggingartaki rúmast viðskiptavinir sem gert hafa samning en ekki þeir sem enda á að gera ekki samning. Í lögunum er kveðið á um ákveðnar skyldur dreifingaraðila gagnvart hugsanlegum viðskiptavinum, þá sér í lagi í II. og XX. kafla laganna. Skilgreiningu ákvæðisins er ætlað að ná til bæði núverandi og hugsanlegra viðskiptavina. Víða í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á hugtakanotkun ákvæða til samræmis við nýja skilgreiningu. Þau ákvæði eiga þá að meginstefnu til við um aðstæður áður en samningssamband er komið á milli dreifingaraðila og viðskiptavinar. Hugtakið vátryggingartaki verður áfram notað í þeim ákvæðum sem fjalla um samningssambandið eftir að samningur er kominn á.

Um 39. gr.

    Í greininni er lagt til að reglugerðir (ESB) 2017/2358 og 2017/2359, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 304/2019 frá 13. desember 2019, skuli hafa lagagildi hér á landi.

Um 40. gr.

    Í greininni er lögð til breytt hugtakanotkun sem leiðir af breytingu í b-lið 38. gr. frumvarpsins. Um nánari skýringar vísast til skýringa við þá grein.

Um 41. gr.

    Í greininni er lögð til breytt hugtakanotkun, sbr. skýringar við b-lið 38. gr. frumvarpsins.

Um 42. gr.

    Í greininni er lagt til að 6. gr. laganna verði skipt upp í fjórar greinar, þ.e. 6. gr. og 6. gr. a – 6. gr. c. Gildandi 6. gr. laganna, sem felur í sér innleiðingu á 20. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97, endurspeglar efni þess ákvæðis ekki nákvæmlega. Í greininni er því lagt til í a-lið að 6. gr. fjalli um þarfagreiningu sem er grundvallarskylda dreifingaraðila. Þá verði einnig kveðið á um annars vegar venjulega ráðgjöf í b-lið greinarinnar (tillaga að 6. gr. a) og hins vegar ráðgjöf sem krefst meiri þjónustu af dreifingaraðila, þ.e. útheimtir að hann geri ítarlega greiningu áður en mælt er með tiltekinni afurð, sbr. c-lið greinarinnar (tillaga að 6. gr. b). Að endingu sé svo kveðið á um upplýsingar sem dreifingaraðila beri að veita viðskiptavini vegna þarfagreiningar og ráðgjafar, sbr. d-lið greinarinnar (tillaga að 6. gr. c). Þarfagreining skv. a-lið greinarinnar skal alltaf fara fram og ef við á munu ákvæði 6. gr. a og b gilda til viðbótar við þá frumskyldu. Í greininni eru einnig lagðar til afmarkaðar orðalagsbreytingar, ýmist viðbætur eða breytingar, sem ætlað er að endurspegla betur efni 20. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97.

Um 43.–47. gr.

    Í greinunum eru lagðar til breytingar á hugtakanotkun sem leiðir af breytingu í b-lið 38. gr. frumvarpsins. Um nánari skýringar vísast til skýringa við þá grein.
    

Um 48. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 12. gr. e laganna sem er innleiðing á 25. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97. Í a-lið greinarinnar er lagt til að orðið „nýjar“ í 1. og 4. mgr. 12. gr. e laganna falli brott til samræmis við orðalag 1. mgr. 25. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97. Það vöruþróunarferli, þ.m.t. samþykktarferli, sem kveðið er á um í 12. gr. e. skal vera viðvarandi og endurskoðað reglulega, sbr. breyting sem lögð er til í c-lið greinarinnar, og skal því gilda um allar vátryggingar. Breytingar í b- og d–e-lið greinarinnar byggjast á orðalagi 1. mgr. 25. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97 sem þykir ekki innleidd nákvæmlega. Sú breyting sem kveðið er á um í f-lið greinarinnar um að fella brott lagastoð fyrir reglugerð ráðherra stafar af þeirri breytingu sem er umfjöllunarefni 39. gr. frumvarpsins um að veita reglugerð (ESB) 2017/2358 lagagildi.

Um 49. gr.

    Í greininni eru lagðar til tvær breytingar sem ætlað er að innleiða orðalag í 1. mgr. 28. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97 nákvæmar en leiðir af gildandi 140. gr. b laganna.

Um 50. gr.

    Í greininni er kveðið á um afmarkaðar orðalagsbreytingar sem eru í samræmi við efni 28. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97, þá sér í lagi 2. mgr. og b-lið 3. mgr. þeirrar greinar.

Um 51. gr.

    Í greininni eru lögð til breyting á millivísun sem stafar af breytingu á 42. gr. frumvarpsins. Einnig er kveðið á um afmarkaða breytingu á orðalagi, sbr. nánari skýringu við 52. gr. frumvarpsins.

Um 52. gr.

    Í greininni er kveðið á um uppskiptingu málsgreina og orðalagsbreytingar, þ.m.t. breytta greinarfyrirsögn. Tillögur að breytingum byggjast á efni 1. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2016/97 og samræmingu við orðalag í frumvarpi til laga um markaði fyrir fjármálagerninga sem lagt verður fram á 151. löggjafarþingi. Í 140. gr. e laganna er hugtakinu þarfagreining ætlað að ná yfir enska hugtakið assessment of suitability. Í lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, er hugtakið þarfagreining einnig notað yfir grundvallarskyldu dreifingaraðila um að meta kröfur og þarfir viðskiptavina, sbr. 6. gr. laganna, sbr. einnig tillögur að breytingum í a-lið 42. gr. frumvarpsins. Villandi þykir að fjalla um þarfagreiningu á tveimur stöðum í lögunum yfir mismunandi skyldur. Þá er einnig mikilvægt að um samræmda hugtakanotkun sé að ræða í lögunum og í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga, verði frumvarp þess eðlis samþykkt sem lög frá Alþingi. Þannig megi neytendum vera ljóst að um sömu vernd er að ræða í báðum lögunum.

Um 53. gr.

    Í greininni eru lagðar til orðalagsbreytingar til samræmingar við orðnotkun í frumvarpi til laga um markaði fyrir fjármálagerninga. Enska hugtakið assessment of appropriateness kemur einnig fyrir í MiFID2- og MiFIR-regluverkinu og er hugtakið mat á tilhlýðileika notað yfir enska hugtakið í frumvarpi til laga um markaði fyrir fjármálagerninga, sbr. umfjöllun í skýringu við 52. gr. Hugtakið lágmarksupplýsingaöflun, þ.e. í fyrirsögn greinarinnar, þykir ekki lýsandi yfir það enska hugtak sem því er ætlað að útskýra og æskilegt er að stuðst verði við sömu hugtakanotkun og í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga, verði frumvarp þess efnis samþykkt.

Um 54. gr.

    Í greininni eru lagðar til orðalagsbreytingar sem taka meðal annars mið af breytingum á 140. gr. e laganna í 52. gr. frumvarpsins.

Um 55. gr.

    Í greininni er kveðið á um brottfall 140. gr. h laganna sem veitir ráðherra heimild til að setja reglugerð um nánar tilgreind atriði í lögunum. Á grundvelli 140. gr. h var ætlunin að innleiða reglugerð (ESB) 2017/2359 með reglugerð ráðherra. Í 39. gr. frumvarpsins er lagt til að þeirri reglugerð Evrópusambandsins verði veitt lagagildi með tillögu að nýrri grein sem bætist við lögin. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt þjónar 140. gr. h ekki lengur upphaflegum tilgangi sínum og því er kveðið á um brottfall hennar.

Um 56. gr.

    Í greininni er kveðið á um breytingar á 145. gr. b laganna sem fjallar um stjórnvaldssektir. Breytingum greinarinnar sem leiða af 39. gr. frumvarpsins er ætlað að renna styrkari stoðum undir heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir fyrir brot gegn ákvæðum II. og XX. kafla laganna.

Um 57. gr.

    Greinin tekur mið af 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/87/EB. Rétt þykir að leggja til breytingu á skilgreiningu 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna sem fjallar um hugtakið eftirlitsskylda aðila þannig að skilgreiningin endurspegli betur texta tilskipunarinnar. Fjallað er um hugtökin lánastofnun og verðbréfafyrirtæki í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. skilgreiningu í 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. a og 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga, sbr. einnig 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. Með hugtakinu vátryggingafélag er átt við frumtryggingafélag eða endurtryggingafélag, sbr. skilgreiningu í 41. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016. Hugtakið rekstrarfélag verðbréfasjóða tekur mið af skilgreiningu á rekstrarfélagi í 4. tölul. 2. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 128/2011. Með hugtakinu rekstraraðili sérhæfðra sjóða er átt við rekstraraðila í skilningi laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, sbr. skilgreiningu í 24. tölul. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga.

Um 58. gr.

    Greinin er innleiðing á d-lið 2. mgr. 9. gr. tilskipunar 2002/87/EB, sbr. 2. mgr. 2. gr. tilskipunar 2010/78/ESB.

Um 59. gr.

    Greinin er innleiðing á 12. gr. a tilskipunar 2002/87/EB. Ákvæði 1. og 2. málsliðar greinarinnar eru innleiðing á 1. og 2. mgr. 12. gr. a, sbr. 8. mgr. 2. gr. tilskipunar 2010/78/ESB. Ákvæði 3. málsliðar greinarinnar er innleiðing á 3. mgr. 12. gr. a, sbr. 13. mgr. 2. gr. tilskipunar 2011/89/ESB.

Um 60. gr.

    Greinin er innleiðing á 1a. mgr. 18. gr. tilskipunar 2002/87/EB, sbr. b-lið 11. mgr. 2. gr. tilskipunar 2010/78/ESB. Á grundvelli 1. mgr. 25. gr. laganna skal Fjármálaeftirlitið eiga samstarf við eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja og nær slíkt samstarf til ákvarðanatöku skv. 1. mgr. 31. gr. laganna. Leitast skal við að ákvarðanatakan sé sameiginleg með öðrum eftirlitsstjórnvöldum. Ef ekki næst sameiginleg ákvörðun er sérhverju eftirlitsstjórnvaldi heimilt að leita til evrópsku eftirlitsstofnananna og fer um ágreininginn skv. 19. gr. reglugerða (ESB) sem um þær gilda. Í tilviki EFTA-/EES-ríkjanna er ákvörðun annars eftirlitsstjórnvalds vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2018.

Um 61. gr.

    Í greininni er lögð til orðalagsbreyting til samræmis við breytingar í e-lið 9. gr. og h-lið 29. gr. frumvarpsins.

Um 62. gr.

    Greinin fjallar um gildistöku og þarfnast ekki skýringar.