Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1262, 151. löggjafarþing 373. mál: rannsókn og saksókn í skattalagabrotum (tvöföld refsing, málsmeðferð).
Lög nr. 29 29. apríl 2021.

Lög um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota (tvöföld refsing, málsmeðferð).


I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 88. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Ráðherra skipar skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri skipar skattrannsóknarstjóra.
  2. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ber hann faglega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri sérstakrar einingar innan Skattsins sem fer með rannsókn skattalagabrota, ákvörðun sekta í umboði ríkisskattstjóra og önnur verkefni sem ríkisskattstjóri felur honum.
  3. Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Skattrannsóknarstjóri.


2. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. mgr. og „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 2. mgr. 94. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum nema í 3. mgr. 97. gr. og í fyrirsögn á undan 103. gr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skattrannsóknarstjóri.

3. gr.

     6. mgr. 96. gr. laganna orðast svo:
     Vakni grunur um að skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald eða ársreikninga hafi verið framin fer skattrannsóknarstjóri með meðferð málsins og getur lokið því með ákvörðun sektar eða með því að vísa því til meðferðar lögreglu, sbr. 2. mgr. 121. gr.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 97. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá“ í 1. málsl. kemur: hjá skattrannsóknarstjóra eða.
  2. Í stað orðanna „embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 2. málsl. kemur: skattrannsóknarstjóra.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 103. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist: nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu. Skattrannsóknarstjóri getur tekið mál eða tiltekna þætti þess til rannsóknar að beiðni lögreglu.
  2. Við 2. mgr. bætist: eftir fyrirmælum ríkissaksóknara, sbr. 121. gr.
  3. Í stað orðanna „ríkisskattstjóra og aðilum“ í 3. mgr. kemur: aðilum.
  4. Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Skattrannsóknir.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 106. gr. laganna:
  1. Orðin „og skattrannsóknarstjóri“ í 1. málsl. falla brott.
  2. Í stað orðanna „krefja framangreinda aðila“ í 2. málsl. kemur: krefjast.


7. gr.

     Orðin „og skattrannsóknarstjóra“ í 107. gr. laganna falla brott.

8. gr.

     Á eftir 108. gr. laganna kemur ný grein, 108. gr. a, svohljóðandi:
     Ef máli er vísað til lögreglu verður ekki lagt á álag skv. 108. gr. meðan mál er til rannsóknar eða saksóknar.
     Telji héraðssaksóknari ekki tilefni til að ljúka rannsókn máls eða felli hann mál niður að hluta til eða öllu leyti skal hann endursenda málið til ríkisskattstjóra. Getur ríkisskattstjóri þá lagt á álag skv. 108. gr. óháð því hvort endurákvörðun skv. 96. gr., sbr. 97. gr., hafi þegar farið fram.
     Gefi héraðssaksóknari út ákæru sem leiðir til sýknu eða sakfellingar með endanlegum dómi verður álag ekki lagt á vegna þeirra ákæruatriða sem þar komu fram. Sýkna vegna kröfu um refsingu kemur þó ekki í veg fyrir endurákvörðun skatta og opinberra gjalda skv. 97. gr.
     Lögregla getur ákveðið að mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent til skattyfirvalda til meðferðar og ákvörðunar ef ekki eru talin fyrir hendi skilyrði fyrir útgáfu ákæru vegna meintrar refsiverðrar háttsemi.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. Orðin „og skal þá skattur af álagi dragast frá sektarfjárhæð skv. 108. gr.“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
  3. 2. málsl. 4. mgr. fellur brott.


10. gr.

     110. gr. laganna orðast svo:
     Skattrannsóknarstjóri leggur á sektir skv. 109. gr. nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skv. 121. gr. Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sektir til yfirskattanefndar. Skattrannsóknarstjóri kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins. Um meðferð mála hjá yfirskattanefnd fer eftir lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992. Úrskurðir yfirskattanefndar um sektir eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi.
     Við ákvörðun sektar skal skattrannsóknarstjóri hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 100 millj. kr. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
     Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákvarða sekt lægri en lágmark sektar skv. 109. gr. ef málsatvik eða aðstæður skattaðila mæla sérstaklega með því, svo sem ef skattaðili hefur leiðrétt skattskil sín, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.
     Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.
     Skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til rannsóknar lögreglu af sjálfsdáðum.
     Skattakröfu má hafa uppi og dæma í sakamáli vegna brota á lögunum.
     Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð.
     Vararefsing fylgir ekki sektarákvörðun skattrannsóknarstjóra. Um innheimtu sekta gilda sömu reglur og um skatta samkvæmt lögum þessum, þar á meðal um lögtaksrétt.
     Sök skv. 109. gr. fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar. Þó fyrnist sök skv. 109. gr. vegna tekna og eigna í lágskattaríkjum á tíu árum.

11. gr.

     Á eftir 1. mgr. 121. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ríkissaksóknari setur nánari fyrirmæli um hvaða málum skuli vísað til rannsóknar lögreglu. Ákvörðun um hvort vísa beri máli til rannsóknar lögreglu í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara er ekki kæranleg. Ríkissaksóknari getur gefið skattrannsóknarstjóra fyrirmæli um að vísa einstökum málum til lögreglu sem honum er skylt að hlíta.

II. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

12. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ og „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 1. mgr., tvívegis í 2. mgr. og 4. mgr. 25. gr., 2. og 3. mgr. 26. gr. og 3. mgr. 31. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skattrannsóknarstjóri.

13. gr.

     Í stað orðanna „vísar til hans“ í 2. málsl. 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: felur honum.

14. gr.

     3. málsl. 2. mgr. og 2. málsl. 6. mgr. 30. gr. laganna falla brott.

15. gr.

     Á undan 31. gr. laganna kemur ný grein, 30. gr. a, svohljóðandi:
     Ef máli er vísað til meðferðar hjá lögreglu verður ekki lagt á álag skv. 30. gr. meðan mál er til rannsóknar eða saksóknar.
     Telji héraðssaksóknari ekki tilefni til að ljúka rannsókn máls eða felli hann mál niður að hluta til eða að öllu leyti skal hann endursenda málið til ríkisskattstjóra. Getur ríkisskattstjóri þá lagt á álag skv. 30. gr. óháð því hvort endurákvörðun eftir ákvæðum laga þessara hafi þegar farið fram.
     Gefi héraðssaksóknari út ákæru sem leiðir til sýknu eða sakfellingar með endanlegum dómi verður álag ekki lagt á vegna þeirra ákæruatriða sem þar komu fram. Sýkna kemur þó ekki í veg fyrir endurákvörðun skatta og gjalda samkvæmt ákvæðum laga þessara.
     Lögregla getur ákveðið að mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent til skattyfirvalda til meðferðar og ákvörðunar ef ekki eru talin fyrir hendi skilyrði fyrir útgáfu ákæru vegna meintrar refsiverðrar háttsemi.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Skattrannsóknarstjóri leggur á sektir skv. 30. gr. nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu, sbr. 5. mgr. Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra til yfirskattanefndar og kemur hann fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins. Um meðferð mála hjá yfirskattanefnd fer eftir lögum um yfirskattanefnd. Úrskurðir yfirskattanefndar um sektir eru fullnaðarúrskurðir og fylgir þeim ekki vararefsing.
  3. 2. mgr. orðast svo:
  4.      Við ákvörðun sektar skattrannsóknarstjóra skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 100 millj. kr. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
  5. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  6.      Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákvarða sekt lægri en lágmark sektar skv. 30. gr. ef málsatvik eða aðstæður skattaðila mæla sérstaklega með því, svo sem ef skattaðili hefur leiðrétt skattskil sín, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.
  7. Orðin „svo og eftir ósk sakbornings ef hann vill ekki hlíta því að mál hans verði afgreitt af yfirskattanefnd skv. 1. mgr.“ í 4. mgr. falla brott.


III. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. 2. mgr. fellur brott.
  2. Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Ríkisskattstjóri.


18. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. mgr. og „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 2. mgr. 15. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum, nema í 1. mgr. 16. gr. og 7. mgr. 20. gr., kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skattrannsóknarstjóri.

19. gr.

     Í stað orðanna „tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem tekur ákvörðun“ í 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: beina því til skattrannsóknarstjóra að ákveða.

20. gr.

     Í stað orðsins „póstlagningu“ í 2. málsl. 6. mgr. 17. gr. laganna kemur: dagsetningu.

21. gr.

     3. málsl. 2. mgr. og 2. málsl. 6. mgr. 19. gr. laganna falla brott.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
  1. Í stað 1. og 2. málsl. 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skattrannsóknarstjóri leggur á sektir skv. 19. gr. nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara, sbr. 5. mgr. Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sektir til yfirskattanefndar og kemur hann fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins. Um meðferð mála hjá yfirskattanefnd fer eftir lögum um yfirskattanefnd.
  2. Í stað 1.–4. málsl. 2. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Við sektarákvörðun eftir 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra heimilt að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs. Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 100 millj. kr.
  3. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákvarða sekt lægri en lágmark sektar skv. 19. gr. ef málsatvik eða aðstæður skattaðila mæla sérstaklega með því, svo sem ef skattaðili hefur leiðrétt skattskil sín, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.
  5. Í stað 2. málsl. 4. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skattrannsóknarstjóri vísar til hans málum í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna skattalagabrota. Hann getur jafnframt vísað máli til meðferðar hjá lögreglu af sjálfsdáðum.
  6. Í stað orðanna „sekta, er yfirskattanefnd úrskurðar“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: þeirra.
  7. Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins eða Rannsóknarlögreglu ríkisins“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóra eða héraðssaksóknara.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992.

23. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Yfirskattanefnd úrskurðar í kærumálum vegna skatta, gjalda og sekta sem lagðar eru á eða ákvarðaðar af ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra í umboði hans.

24. gr.

     Orðið „ríkisins“ í 3. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 22. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. bætist: eða því hafi lokið með sektarákvörðun skattrannsóknarstjóra.
  2. Orðið „ríkisins“ í 3. málsl. fellur brott.
  3. Á eftir orðinu „sekta“ í 3. málsl. kemur: og þegar ákvörðun sekta hefur verið kærð.


V. KAFLI
Breyting á lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019.

26. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. mgr. og „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 2. mgr. 14. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skattrannsóknarstjóri.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

27. gr.

     Í stað orðanna „tilkynnt skattrannsóknarstjóra ríkisins grun um skattsvik eða refsiverð brot“ í 3. málsl. 4. mgr. 25. gr. laganna kemur: hafi falið skattrannsóknarstjóra eða eftir atvikum tilkynnt héraðssaksóknara samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna brota.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 3. málsl. 6. mgr. kemur: hjá skattrannsóknarstjóra.
  2. Í stað orðanna „skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins“ í 7. mgr. kemur: fer skattrannsóknarstjóri með meðferð málsins og getur lokið því með ákvörðun sektar.


29. gr.

     Á eftir 27. gr. B laganna kemur ný grein, 27. gr. C, svohljóðandi:
     Ef máli er vísað til meðferðar hjá lögreglu verður ekki lagt á álag skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. meðan mál er til rannsóknar eða saksóknar.
     Telji héraðssaksóknari ekki tilefni til að ljúka rannsókn máls eða felli hann mál niður að hluta til eða öllu leyti skal hann endursenda málið til ríkisskattstjóra. Getur ríkisskattstjóri þá lagt á álag skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. óháð því hvort endurákvörðun skv. 26. gr. hafi þegar farið fram.
     Gefi héraðssaksóknari út ákæru sem leiðir til sýknu eða sakfellingar með endanlegum dómi verður álag ekki lagt á vegna þeirra ákæruatriða sem þar komu fram. Sýkna vegna kröfu um refsingu kemur þó ekki í veg fyrir endurákvörðun virðisaukaskatts skv. 26. gr.
     Lögregla getur ákveðið að mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent til skattyfirvalda til meðferðar og ákvörðunar ef ekki eru talin fyrir hendi skilyrði fyrir útgáfu ákæru vegna meintrar refsiverðrar háttsemi.

30. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ tvívegis í 5. mgr. 28. gr. og „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. mgr. 38. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skattrannsóknarstjóri.

31. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 39. gr. laganna fellur brott.

32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
  1. Í stað 1.–3. málsl. 1. mgr. koma fimm nýir málsliðir, svohljóðandi: Skattrannsóknarstjóri leggur á sektir skv. 40. gr. nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu skv. 5. mgr. Við meðferð málsins hjá skattrannsóknarstjóra skal gæta ákvæða laga um tekjuskatt, eftir því sem við á, og veita sakborningi kost á að taka til varna. Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sektir til yfirskattanefndar. Skattrannsóknarstjóri kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins. Um meðferð mála hjá yfirskattanefnd fer eftir lögum um yfirskattanefnd.
  2. Í stað orðanna „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra ríkisins eða löglærðum fulltrúa hans“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Við ákvörðun sektar skv. 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „6 millj. kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 100 millj. kr.
  4. 4. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  5. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  6.      Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákvarða sekt lægri en lágmark sektar skv. 40. gr. ef málsatvik eða aðstæður skattaðila mæla sérstaklega með því, svo sem ef skattaðili hefur leiðrétt skattskil sín, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.
  7. 4. mgr. orðast svo:
  8.      Skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til rannsóknar lögreglu af sjálfsdáðum eða í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna skattalagabrota.
  9. Orðin „er yfirskattanefnd úrskurðar“ í 2. málsl. 6. mgr. falla brott.


VII. KAFLI
Breyting á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006.

33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 125. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 2. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. og „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 3. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóri; og: skattrannsóknarstjóra.
  2. Í stað orðanna „svo og eftir ósk sökunautar ef hann vill ekki hlíta því að málið verði fengið yfirskattanefnd til úrlausnar“ í 3. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: eða ef hann telur að málið falli undir fyrirmæli ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna skattalagabrota.
  3. Í stað orðanna „Yfirskattanefnd úrskurðar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Skattrannsóknarstjóri úrskurðar um.


VIII. KAFLI
Breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994.

34. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 2. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. og „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 4. mgr. kemur: Skattrannsóknarstjóri; og: skattrannsóknarstjóra.
  2. Í stað orðanna „rannsóknarlögreglu af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sökunauts, ef hann vill eigi hlíta því að málið verði fengið yfirskattanefnd til úrlausnar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: héraðssaksóknara af sjálfsdáðum eða telji hann að málið falli undir fyrirmæli ríkissaksóknara um rannsókn og saksókn vegna skattalagabrota.
  3. Í stað orðanna „Yfirskattanefnd úrskurðar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Skattrannsóknarstjóri úrskurðar um.


IX. KAFLI
Breyting á lögum um erfðafjárskatt, nr. 14/2004.

35. gr.

     Í stað orðanna „skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins“ í 4. mgr. 10. gr. laganna kemur: felur hann skattrannsóknarstjóra að ákveða um framhald málsins.

36. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. mgr. og „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 1. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóra; og: skattrannsóknarstjóri.

X. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.

37. gr.

     4. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:
     Hafi ríkisskattstjóri grun um skattsvik eða að refsiverð brot á lögum um bókhald hafi verið framin felur hann skattrannsóknarstjóra að ákveða um framhald málsins sem getur lokið með ákvörðun sektar. Máli getur þó lokið án þess að það sé falið skattrannsóknarstjóra enda sé einvörðungu um að ræða brot er varðar refsingu skv. 4. eða 5. mgr. 19. gr., sbr. 4. mgr. 20. gr.

38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Yfirskattanefnd úrskurðar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Skattrannsóknarstjóri leggur á.
  2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sektir til yfirskattanefndar og kemur hann fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins.
  3. 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  4. 2. mgr. orðast svo:
  5.      Skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til rannsóknar lögreglu af sjálfsdáðum.
  6. Orðið „ríkisins“ í 1. málsl. 3. mgr. og 1. málsl. 4. mgr. fellur brott.
  7. Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins eða ríkislögreglustjóra“ í 8. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóra eða héraðssaksóknara.


XI. KAFLI
Breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

39. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 10. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, nr. 109/2011.

40. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóra ríkisins“ í 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóra.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.

41. gr.

     Í stað orðanna „skattrannsóknarstjóri ríkisins“ í 11. tölul. 2. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri.

42. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. maí 2021.
     Ríkisskattstjóri skal taka við öllum óloknum málum skattrannsóknarstjóra ríkisins á hvaða stigi sem þau kunna að standa þegar lög þessi öðlast gildi. Þannig skal ríkisskattstjóri taka við öllum rannsóknum, sektarákvörðunum, kærumálum, erindum, fyrirspurnum og öðrum þeim málum þar sem skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur ekki lokið málsmeðferð samkvæmt þeim lögum sem honum er falin framkvæmd á við sameiningu embættanna. Jafnframt færist búnaður og ráðstöfunarréttur á þeim bankareikningum sem skattrannsóknarstjóri ríkisins nýtir í tengslum við starfsemi sína yfir til ríkisskattstjóra.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Starfsmenn skattrannsóknarstjóra ríkisins sem eru í starfi þegar lög þessi öðlast gildi verða starfsmenn hjá embætti ríkisskattstjóra og fer um rétt starfsmanna til starfa hjá embætti ríkisskattstjóra eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, nr. 72/2002, eins og við á hverju sinni. Ákvæði um auglýsingaskyldu í 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.
     Við gildistöku laga þessara verða embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra sameinuð. Ekki er gert ráð fyrir að embættið skattrannsóknarstjóri ríkisins skv. 10. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, eða almenn störf verði lögð niður heldur flytjist þau til ríkisskattstjóra við sameininguna.

Samþykkt á Alþingi 20. apríl 2021.