Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1346, 151. löggjafarþing 570. mál: skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð).
Lög nr. 38 17. maí 2021.

Lög um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð).


1. gr.

     Eftirfarandi skilgreining bætist við 1. mgr. 3. gr. laganna í viðeigandi stafrófsröð: Skuldagerningar: Skuldabréf og aðrar framseljanlegar skuldir, gerningar sem stofna til skuldar eða viðurkenna skuld og gerningar sem veita rétt til að eignast skuldagerninga.

2. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „3. mgr. 102. gr. laga um fjármálafyrirtæki“ í 6. tölul. 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: a- eða b-lið 1. tölul. 1. mgr. 85. gr. a.

3. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „1. tölul. 3. mgr. 102. gr. laga um fjármálafyrirtæki“ í 2. tölul. 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: a-lið 1. tölul. 1. mgr. 85. gr. a.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. 1. mgr. fellur brott.
 2. Í stað orðanna „verðbréfafyrirtæki, fjármálastofnun skv. b-lið 1. mgr. 2. gr. og eignarhaldsfélög skv. c- eða d-lið 1. mgr. 2. gr.“ í 2. mgr. kemur: fyrirtæki eða eining.
 3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skilavaldið getur krafist þess að slíkri skrá sé komið á fót innan hæfilegs tímafrests.
 4. Í stað 1. málsl. 3. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skilavaldið getur krafist þess að fyrirtæki eða eining afhendi upplýsingar úr skrá yfir fjárhagslega samninga innan skamms tímafrests, allt að 24 klukkustunda, gerist þess þörf. Skilavaldið getur ákveðið að mislangir tímafrestir eigi við um afhendingu upplýsinga vegna ólíkra tegunda af fjárhagslegum samningum.


5. gr.

     Við 5. mgr. 27. gr. laganna bætist: skv. 85. gr. a.

6. gr.

     Í stað orðanna „fara fram á eftirfarandi hátt, að teknu tilliti til forgangsraðar krafna við slit eða gjaldþrot“ í 1. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna kemur: vera í samræmi við forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a og fara fram á eftirfarandi hátt.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „slit eða gjaldþrot fyrirtækis eða einingar“ í 3. mgr. kemur: skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a.
 2. Í stað orðanna „slit eða gjaldþrotaskipti“ í 3. tölul. 6. mgr. kemur: skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a.


8. gr.

     Í stað orðanna „eignarhalds- eða skuldagerningar“ í 3. málsl. 5. mgr. 35. gr. laganna kemur: eignarhlutar eða skuldagerningar.

9. gr.

     Í stað orðanna „skuldaskjala sem framseld“ í 2. tölul. 1. mgr. 54. gr. laganna kemur: skuldagerninga sem framseldir.

10. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 56. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði 1. málsl. kemur ekki í veg fyrir að eftirgjöf verði beitt á sérhvern hluta tryggðra skuldbindinga sem nemur hærri fjárhæð en uppreiknuðu virði trygginganna.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 58. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „slit eða gjaldþrot“ í 4. tölul. kemur: skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a.
 2. Á eftir orðunum „undanþegnar eftirgjöf“ í 5. tölul. kemur: skv. 56. gr.
 3. Í stað orðanna „slit eða gjaldþrot, þ.m.t. forgangsröðun innstæðna skv. 3. mgr. 102. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 56. gr.“ í 5. tölul. kemur: skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a.


12. gr.

     Í stað orðanna „skuldaskjöl útgefin“ í 7. tölul. 1. mgr. 61. gr. laganna kemur: skuldagerninga útgefna.

13. gr.

     Í stað orðanna „slit eða gjaldþrot“ í 2. tölul. 64. gr. laganna kemur: skila- og slitameðferð skv. 85. gr. a.

14. gr.

     Á eftir 85. gr. laganna kemur ný grein, 85. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð.
     Næstar kröfum skv. 109.–112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl., nr. 21/1991, sbr. þó a-lið 1. tölul., ganga eftirfarandi kröfur á hendur fyrirtæki eða einingu í þeirri röð sem hér segir:
 1. Kröfur vegna innstæðna í eftirfarandi röð:
  1. kröfur vegna tryggðra innstæðna og kröfur sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta hefur tekið yfir vegna tryggðra innstæðna njóta rétthæðar skv. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991,
  2. kröfur vegna tryggingarhæfra innstæðna einstaklinga, örfélaga og lítilla og meðalstórra félaga sem eru umfram fjárhæðarmörk tryggðra innstæðna,
  3. kröfur vegna tryggingarhæfra innstæðna stórra félaga sem eru umfram fjárhæðarmörk tryggðra innstæðna,
  4. kröfur vegna annarra innstæðna.
 2. Almennar ótryggðar kröfur.
 3. Kröfur vegna skuldagerninga sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
  1. upphaflegur samningsbundinn lánstími er a.m.k. eitt ár,
  2. gerningarnir eru ekki afleiður og hafa ekki að geyma innbyggðar afleiður, og
  3. forgangsröð samkvæmt þessum tölulið er tilgreind í samningsskilmálum og, ef við á, í útboðs- og skráningarlýsingu sem unnin er í tengslum við útgáfuna.
 4. Kröfur skv. 1.–3. tölul. 114. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, í þeirri röð sem þar segir.
 5. Kröfur vegna annarra víkjandi lána en viðeigandi fjármagnsgerninga.
 6. Kröfur vegna fjármagnsgerninga og víkjandi lána sem teljast til eigin fjár þáttar 2 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
 7. Kröfur vegna fjármagnsgerninga sem teljast til viðbótar eigin fjár þáttar 1 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
 8. Kröfur vegna almenns eigin fjár þáttar 1 samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

     Með skuldagerningum samkvæmt þessari grein er átt við skuldabréf og aðrar framseljanlegar skuldir ásamt gerningum sem stofna til skuldar eða viðurkenna skuld.

15. gr.

     Á undan 102. gr. laganna kemur ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist greinatala samkvæmt því:
Innleiðing.
     Með lögum þessum eru ákvæði eftirfarandi tilskipana innleidd:
 1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB frá 15. maí 2014 sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og breytingu á tilskipun ráðsins 82/891/EBE og tilskipunum 2001/24/EB, 2002/47/EB, 2004/25/EB, 2005/56/EB, 2007/36/EB, 2011/35/ESB, 2012/30/ESB og 2013/36/ESB og reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 648/2012, að undanskildum ákvæðum 4. gr. að því er varðar einfaldar endurbótaáætlanir, 5.–9. gr., 19.–30. gr. og 103.–106. gr. Tilskipunin var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25. frá 19. apríl 2018, bls. 4–162.
 2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2399 frá 12. desember 2017 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar rétthæð ótryggðra skuldagerninga í réttindaröð við ógjaldfærnimeðferð sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 87. frá 17. desember 2020, bls. 341–346.


16. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

17. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
 1. Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002:
  1. 3. mgr. 102. gr. laganna orðast svo:
  2.      Við slit á fjármálafyrirtæki gilda, eftir því sem við á, reglur laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja eða laga um gjaldþrotaskipti o.fl. um forgang og rétthæð krafna.
  3. Í stað orðanna „og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/76/ESB“ í 117. gr. laganna kemur: tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/76/ESB og 4. gr. að því er varðar einfaldar endurbótaáætlanir, 5.–9. gr. og 19.–30. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB.
 2. Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999:
  1. Í stað orðanna „1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. við gjaldþrotaskipti“ í 2. málsl. 4. mgr. 10. gr. laganna kemur: lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
  2. 16. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II í lögunum fellur brott.


Samþykkt á Alþingi 4. maí 2021.