Ferill 751. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.

Þingsályktunum aukið samstarf Grænlands og Íslands.


________
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni, að höfðu samráði við Alþingi, að fylgja eftir tillögum í skýrslu Grænlandsnefndar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um aukin samskipti Grænlands og Íslands á sviðum þar sem hagsmunir landanna fara saman. Gerður verði rammasamningur milli landanna þar sem lýst verði markmiðum á tilgreindum samstarfssviðum, að höfðu samráði við helstu hagsmunaaðila. Af Íslands hálfu verði lögð áhersla á þá málaflokka sem fjallað er um í skýrslu Grænlandsnefndar og tillögur hennar hafðar til hliðsjónar. Í rammasamningnum verði einnig tekið fullt tillit til grænlensku sjálfstjórnarlaganna.
_____________
Samþykkt á Alþingi 31. maí 2021.