Ferill 360. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1753  —  360. mál.
Síðari umræða.



Nefndarálit með frávísunartillögu


um tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Stefánsson og Önnu Margréti Kornelíusdóttur frá Grænu orkunni, samstarfsvettvangi um orkuskipti, Svein Runólfsson og Einar Bárðarson frá Votlendissjóði og Sverri Jan Norðfjörð og Einar Snorra Einarsson frá Landsneti hf.
    Umsagnir bárust frá Grænu orkunni, samstarfsvettvangi um orkuskipti, Landsneti hf., Landvernd, Ungum umhverfissinnum og Votlendissjóði. Með þingsályktunartillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum í tíu liðum með það að markmiði að fjölga störfum, örva eftirspurn og styðja við loftslagsvæna verðmætasköpun á Íslandi. Að mati meiri hlutans eru í tillögunni lögð til tiltekin mikilvæg atriði er varða atvinnustefnu til framtíðar og græna hagkerfið. Umfang málsins er hins vegar mikið og lagðar eru til aðgerðir sem fela í sér töluverð fjárútlát af hálfu hins opinbera sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárlögum eða fjáraukalögum.
    Meiri hlutinn leggur til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 12. júní 2021.

Óli Björn Kárason,
form.
Ólafur Þór Gunnarsson,
frsm.
Brynjar Níelsson.
Bryndís Haraldsdóttir. Þórarinn Ingi Pétursson.