Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.

Þingsályktunum hagsmunafulltrúa eldra fólks.


________
    Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022._____________Samþykkt á Alþingi 13. júní 2021.