Ferill 746. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1836  —  746. mál.
Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Ágústi Ólafi Ágústssyni um endurhæfingarlífeyri.


     1.      Hver var árlegur fjöldi umsókna um örorkumat árin 2016–2020 og hversu margir umsækjendur voru hvert ár á bilinu 18–20 ára, 21–30 ára, 31–40 ára, 41–50 ára, 51–60 ára og 61 árs og eldri?
    Upplýsingar um fjölda umsókna um örorkumat eru fengnar frá Tryggingastofnun ríkisins. Stofnunin tók í notkun nýtt skjalakerfi á fyrra misseri ársins 2018 og miðast gögn tengd örorkumati í svarinu því við það og eru frá og með miðjum janúar 2018.
    Eins og sést í töflu 1 þá var á tímabilinu 2018–2019 lítil breyting á fjölda umsókna, en milli þeirra ára fækkar umsóknum um örorkumat lítillega, eða um 2,2%. Milli áranna 2019 og 2020 fjölgar umsóknum um 19% og skýrist sú fjölgun nær eingöngu af auknum fjölda umsókna um endurmat örorku. Fjöldi umsókna um frummat breytist aftur á móti nánast ekkert milli ára.

Tafla 1. Fjöldi umsókna um örorkumat.
2018 2019 2020
Frummat 2. 955 2.835 2.886
Endurmat 3. 362 3.345 4.475
Alls umsóknir 6.317 6.180 7.361
Aukning/fækkun frá fyrra ári -2,2% 19,1%

    Á mynd 1 má sjá fjölda umsækjenda um örorkumat hvert ár og aldursdreifingu umsækjenda.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 1. Fjöldi umsókna um örorkumat eftir aldursbili.

     2.      Hve mörgum þessara umsókna, eftir sömu flokkun og að framan, var hafnað á þeim forsendum að endurhæfing væri ekki fullreynd?
    Í töflu 2 eru er birtur heildarfjöldi umsókna en einnig dreginn fram fjöldi frávísaðra umsókna og fjöldi synjaðra umsókna er þá að teknu tilliti til þess að búið er að draga frávísaðar umsóknir frá heildarfjölda umsókna. Hér má sjá að frá árinu 2018 til ársins 2020 hefur hlutfall synjaðra umsókna, vegna þess að endurhæfing var ekki fullreynd, sem hlutfall af heildarfjölda umsókna, hækkað. Er það vísbending um aukna áherslu á að láta reyna á árangur af endurhæfingu og auka þannig mögulega starfsgetu á ný, eða auka og viðhalda fyrri færni.

Tafla 2. Heildarfjöldi synjaðra umsókna um örorkumat.
Fjöldi umsókna 2018 2019 2020
Frummat 2.955 2.835 2.886
Endurmat 3.362 3.345 4.475
Alls umsóknir* 6.317 6.180 7.361
Fjöldi frávísaðra umsókna / * 397 / 6% 505 / 8% 385 / 5%
Umsóknir til afgreiðslu** 5.933 5.653 7.080
Fjöldi samþykktra umsókna / ** 5.271 / 88% 4.676 / 83% 5.837 / 82%
Fjöldi synjaðra umsókna / ** 644 / 10% 987 / 16% 1.105 / 15%
Þar af fjöldi synjaðra umsókna vegna þess að endurhæfing var ekki fullreynd / **
543 / 9%
859 / 14%
959 / 13%

    Í töflu 3 má sjá fjölda umsókna um örorkulífeyri í hverju umbeðnum aldurshóp, hve mörgum er synjað alls og þar af hve mörgum er synjað vegna þess að endurhæfing er ekki fullreynd. Í yngstu aldurshópunum hefur fjöldi synjaðra umsókna á fyrrgreindri forsendu aukist. Í yngsta aldursflokknum 18–20 ára var 38% umsókna synjað á þessari forsendu á árinu 2020 og 20% af synjunum í aldurshópnum 21–30 ára. Þessar tölur endurspegla aukna áherslu Tryggingastofnunar á að endurhæfingarmöguleikar þess hluta ungra umsækjenda, sem bætt getur betur stöðu sína með meðferð, hæfingu og endurhæfingu, verði fullnýttir áður en til örorkumats kemur. Einn liður í því er svo kallað 4DX verkefni, sem er samstarfsverkefni TR, Virk, félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, Vinnumálastofnunar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fjölgun synjana milli ára stafar fyrst og fremst af því að endurhæfing hefur ekki verið fullreynd en fjöldi synjana af völdum annarra ástæðna stendur í stað.

Tafla 3. Fjöldi synjaðra umsókna um örorkumat.
Fjöldi umsókna um örorkulífeyri Synjanir umsókna um örorkulífeyri     
Aldursbil og ár Endurmat Frummat Heildarfjöldi Synjað v. endurhæfing ekki fullreynd Synjað alls Hlutfall synjaðra
18–20 ára
2018 28 239 267 60 65 24%
2019 26 229 255 89 95 37%
2020 43 228 271 102 119 44%
21–30 ára
2018 438 480 918 129 150 16%
2019 408 437 845 217 233 28%
2020 590 425 1.015 203 232 23%
31–40 ára
2018 816 491 1.307 112 126 10%
2019 733 503 1.236 188 211 17%
2020 1.043 519 1.562 227 252 16%
41–50 ára
2018 814 512 1.326 115 135 10%
2019 897 521 1.418 164 193 14%
2020 1.128 513 1.641 188 216 13%
51–60 ára
2018 1.030 769 1.799 106 137 8%
2019 1.015 707 1.722 159 200 12%
2020 1.339 744 2.083 195 226 11%
61+ ára
2018 236 464 700 21 31 4%
2019 266 438 704 42 55 8%
2020 332 457 789 44 60 8%

     3.      Hve mörgum umsóknum um örorkumat, eftir sömu flokkun og að framan, var hafnað árlega og hvert var hlutfall þeirra af heildarfjölda umsókna?
    Synjun umsókna um örorkumat getur átt sér mismunandi forsendur. Einnig er nokkuð um að umsóknum sé vísað frá, en það er gert ef gögn með umsókn berast ekki þrátt fyrir ábendingar þar að lútandi. Þegar umsókn er vísað frá er það gert innan ákveðins tímaramma. Þá getur umsækjandi sótt um á ný og sent inn viðeigandi gögn.
    Í töflu 2 má sjá hlutfall samþykktra, frávísaðra og synjaðra umsókna af árlegum heildarfjölda umsókna um örorkulífeyri.
    Nánar má einnig sjá svör um hlutfall synjaðra umsókna út frá fyrrgreindri flokkun í töflu 3.

     4.      Hver var árlegur fjöldi umsókna um endurhæfingarlífeyri eftir sömu flokkun og að framan?
     5.      Hve mörgum umsóknum um endurhæfingarlífeyri, eftir sömu flokkun og að framan, var hafnað á grundvelli þess að:
                  a.      fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun teldist ekki uppfylla skilyrði 7. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð,
                  b.      ekki þættu rök fyrir því að meta endurhæfingartímabil fram yfir fyrstu 18 mánuði greiðslu endurhæfingarlífeyris,
                  c.      36 mánaða endurhæfingartímabili væri lokið?
     6.      Hve mörgum umsóknum um endurhæfingarlífeyri var hafnað í heild eftir sömu flokkun og að framan?

    Svör við 4., 5., og 6. tölulið koma fram í töflu 4. Í töflunni eru upplýsingar um umsóknir einnig sundurliðaðar eftir því hvort er um frummat (FM) eða endurmat (EM) umsókna var ræða.
    Til nánari upplýsinga er einnig birt hlutfall samþykktra umsókna af heildarumsóknum þegar búið er að taka tillit til frávísaðra umsókna.

Tafla 4. Fjöldi umsókna um endurhæfingarlífeyri, synjanir og ástæður synjana.
Aldur Fjöldi umsókna Fjöldi frávísaðra umsókna Fjöldi samþykktra umsókna Hlutfall samþykktra umsókna Fjöldi synjarðra umsókna Þar af fjöldi synjaðra umsókna vegna 5a Þar af fjöldi synjaðra umsókna vegna 5b Þar af fjöldi synjaðra umsókna vegna 5c
Ár FM EM FM EM FM EM FM+EM FM EM FM EM FM EM FM EM
18–20
2017 137 174 36 8 91 151 91% 10 15 8 9 0 1 0 0
2018 175 212 64 17 100 180 92% 11 15 11 10 0 0 0 0
2019 224 220 80 8 138 199 95% 6 13 5 10 0 0 0 0
2020 230 341 60 16 158 311 95% 12 14 10 9 0 1 0 0
21–30
2017 532 1.715 102 101 396 1.497 93% 34 116 20 61 0 14 0 4
2018 606 1.920 196 118 373 1.711 94% 37 91 27 51 0 10 0 3
2019 735 2.034 237 99 457 1.816 93% 41 119 30 88 0 11 0 2
2020 774 2.626 151 97 564 2.374 93% 59 155 40 94 0 12 0 17
31–40
2017 456 1.331 93 66 330 1.197 94% 33 67 21 36 0 4 0 2
2018 569 1.597 167 89 358 1.411 93% 44 97 27 40 0 9 0 1
2019 719 1.939 195 77 458 1.771 93% 66 91 48 51 0 9 0 3
2020 758 2.453 155 85 533 2.250 94% 70 118 52 70 1 6 0 4
41–50
2017 379 889 82 51 261 778 92% 36 60 17 24 0 9 1 1
2018 451 1.104 124 61 295 976 93% 32 67 18 34 0 7 0 1
2019 568 1.386 146 57 385 1.264 94% 37 65 22 34 0 4 0 2
2020 656 1.854 131 57 460 1.716 94% 65 81 50 46 0 9 0 2
51–60
2017 322 672 77 38 224 592 93% 21 42 12 23 0 4 0 0
2018 443 820 134 49 278 725 93% 31 46 22 21 0 3 0 0
2019 504 1.033 159 46 322 954 96% 23 33 15 17 0 1 0 0
2020 539 1.334 144 54 359 1.226 95% 36 54 25 28 0 11 0 1
61+
2017 94 138 27 5 59 122 91% 8 11 6 4 0 0 0 0
2018 124 188 47 17 73 160 94% 4 11 4 5 0 1 0 1
2019 198 249 60 9 116 236 93% 22 4 13 1 0 0 0 0
2020 189 355 57 10 120 332 95% 12 13 11 4 0 2 0 0

    Talnaefni sem fram kemur í svörum við fyrirspurninni er tekið saman af Tryggingastofnun ríkisins.