Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 3  —  3. mál.
Stjórnarfrumvarp.Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

Frá fjármála- og efnahagsráðherra.I. KAFLI

Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

1. gr.

    Í stað „11,75 kr.“, „10,25 kr.“, „14,45 kr.“ og „12,85 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 12,05 kr.; 10,50 kr.; 14,80 kr.; og: 13,15 kr.

II. KAFLI

Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
     a.      Í stað „128,80 kr.“ í 1. tölul. kemur: 132 kr.
     b.      Í stað „117,30 kr.“ í 2. tölul. kemur: 120,25 kr.
     c.      Í stað „158,75 kr.“ í 3. tölul. kemur: 162,70 kr.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
     a.      Í stað „528,85 kr.“ í 1. tölul. kemur: 542,05 kr.
     b.      Í stað „29,40 kr.“ í 2. tölul. kemur: 30,15 kr.
     c.      Í stað „29,40 kr.“ í 3. tölul. kemur: 30,15 kr.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
     a.      Í stað „664,25 kr.“ í 1. tölul. kemur: 680,85 kr.
     b.      Í stað „36,90 kr.“ í 2. tölul. kemur: 37,80 kr.

III. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

5. gr.

    Í stað „29,45 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 30,20 kr.

6. gr.

    Í stað „47,50 kr.“ og „50,35 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 48,70 kr.; og: 51,60 kr.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.

7. gr.

    Í stað „66,00 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 67,65 kr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      4. mgr. orðast svo:
                      Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
10.000–11.000 0,35 21.001–22.000 8,34
11.001–12.000 1,07 22.001–23.000 9,09
12.001–13.000 1,79 23.001–24.000 9,80
13.001–14.000 2,54 24.001–25.000 10,53
14.001–15.000 3,27 25.001–26.000 11,24
15.001–16.000 4,00 26.001–27.000 11,99
16.001–17.000 4,72 27.001–28.000 12,73
17.001–18.000 5,44 28.001–29.000 13,45
18.001–19.000 6,17 29.001–30.000 14,17
19.001–20.000 6,88 30.001–31.000 14,89
20.001–21.000 7,64 31.001 og yfir 15,61

     b.      6. mgr. orðast svo:
                      Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
5.000–6.000 10,24 18.001–19.000 27,04
6.001–7.000 11,08 19.001–20.000 28,26
7.001–8.000 11,93 20.001–21.000 29,51
8.001–9.000 12,78 21.001–22.000 30,74
9.001–10.000 13,60 22.001–23.000 31,94
10.001–11.000 14,81 23.001–24.000 33,17
11.001–12.000 16,40 24.001–25.000 34,40
12.001–13.000 17,98 25.001–26.000 35,63
13.001–14.000 19,53 26.001–27.000 36,84
14.001–15.000 21,12 27.001–28.000 38,08
15.001–16.000 22,67 28.001–29.000 39,31
16.001–17.000 24,24 29.001–30.000 40,53
17.001–18.000 25,83 30.001–31.000 41,73
31.001 og yfir 42,97

V. KAFLI

Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað „6.380 kr.“ og „154 kr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 6.540 kr.; og: 158 kr.
     b.      Í stað „6.380 kr.“ og „139 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 6.540 kr.; og: 142 kr.
     c.      Í stað „6.380 kr.“ og „127 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 6.540 kr.; og: 130 kr.
     d.      Í stað „59.785 kr.“, „2,55 kr.“ og „94.095 kr.“ í 4. mgr. kemur: 61.280 kr.; 2,61 kr.; og: 96.445 kr.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999.

10. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á áætlaða þróun starfsemi Fjármálaeftirlitsins næstu þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að fara muni í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila skv. 5. gr.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað „550.000 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 850.000 kr.
     b.      Í stað „0,0066%“, „1.680.000 kr.“, „einum milljarði“, „3.000.000 kr.“, „einum til og með tíu“, „5.280.000 kr.“, „tíu milljörðum til og með þrjátíu“, „9.720.000 kr.“, „þrjátíu milljörðum til og með eitt hundrað og fimmtíu“ og „11.280.000 kr.“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0057%; 4.000.000 kr.; fimmtán milljörðum; 5.500.000 kr.; fimmtán milljörðum til og með fjörutíu; 10.000.000 kr.; fjörutíu milljörðum til og með eitt hundrað og áttatíu; 13.000.000 kr.; eitt hundrað og áttatíu milljörðum til og með sex hundruð; og: 16.000.000 kr.
     c.      4. mgr. orðast svo:
                      Útibú verðbréfamiðstöðva sem starfa hér á landi skulu greiða helming eftirlitsgjalds skv. 7. tölul. 1. mgr. Útibú annarra eftirlitsskyldra aðila skulu greiða helming lágmarksgjalds samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr. Útibú eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða lágmarksgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr.
     d.      Í stað „1.000.000 kr.“ í 9. mgr. kemur: 500.000 kr.
     e.      Í stað „600.000 kr.“ í 10. mgr. kemur: 500.000 kr.
     f.      Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða sem fengið hafa heimild til að markaðssetja sjóði skv. 1. mgr. 63. gr., 1. mgr. og 2. mgr. 64. gr. og 1. mgr. 65. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, skulu greiða fastagjald sem nemur 175.000 kr. fyrir hvern slíkan sjóð.
                      Lánamiðlarar samkvæmt lögum um neytendalán sem falla undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins og lánveitendur samkvæmt sömu lögum skulu greiða fastagjald sem nemur 400.000 kr.
                      Umboðsaðilar greiðslustofnana samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu skulu greiða fastagjald sem nemur 600.000 kr. Dreifingaraðilar rafeyrisfyrirtækja samkvæmt lögum um útgáfu og meðferð rafeyris skulu greiða fastagjald sem nemur 600.000 kr.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað „500.000 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
     b.      6. málsl. 3. mgr. fellur brott.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „starfsleyfi“ í 2. mgr. kemur: og skráningu.
     b.      Orðið „verðbréfamiðlana“ í 2. tölul. 2. mgr. fellur brott.
     c.      Á eftir orðunum „rekstrarfélaga verðbréfasjóða“ í 2. tölul. 2. mgr. kemur: rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
     d.      Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Fyrir mat Fjármálaeftirlitsins á hæfi aðila til að fara með virkan eignarhlut í viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki eða vátryggingafélagi skal innheimt fastagjald að fjárhæð 1.500.000 kr.

VII. KAFLI

Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011.

14. gr.

    Í stað „0,008536%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,007143%.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

15. gr.

    Í stað „12.034 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 12.334 kr.

16. gr.

    Í stað orðanna „og 2021“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2021 og 2022.

17. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2022 til og með 31. desember 2022 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra, nr. 166/2006, og laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

IX. KAFLI

Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007.

18. gr.

    Í stað „1.200.000 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: 2.400.000 kr.

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „2021“ í 14. tölul. kemur: 2022.
     b.      Í stað „2021“ þrívegis í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 2022.
     c.      Í stað „46,36%“ í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 54,55%.

X. KAFLI

Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
     a.      Í stað „2021“ þrívegis kemur: 2022.
     b.      Í stað „46,36%“ kemur: 54,55%.

XI. KAFLI

Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

21. gr.

    Í stað „2021“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 2022.

22. gr.

    Í stað orðanna „og 2021“ í ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 2021 og 2022.

XII. KAFLI

Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.

23. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 985 kr. á mánuði árið 2022 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XIII. KAFLI

Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.

24. gr.

    Í stað „2021“ og „3.430 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. a laganna kemur: 2022; og: 5.767 kr.

XIV. KAFLI

Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.

25. gr.

    Í stað „18.300 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 18.800 kr.

XV. KAFLI

Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990.

26. gr.

    Í stað orðanna „og 2021“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2021 og 2022.

XVI. KAFLI

Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012.

27. gr.

    Í stað „2021“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 2022.

XVII. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

28. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „hækkun á launavísitölu“ í 1. málslið kemur: mismun á vísitölu neysluverðs.
     b.      Við 1. málslið bætist: að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári.
     c.      Á eftir 1. málslið kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoða skal mat á framleiðnivexti á fimm ára fresti, í fyrsta sinn vegna staðgreiðsluársins 2027.

29. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna:
     a.      Við 2. málslið bætist: að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári.
     b.      Á eftir 2. málslið kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoða skal mat á framleiðnivexti á fimm ára fresti, í fyrsta sinn vegna staðgreiðsluársins 2027.

30. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:
     a.      Í stað „234.500 kr.“ og „279.200 kr.“ í 1. málslið og „390.700 kr.“ og „400.800 kr.“ í 2. málslið kemur: 248.000 kr.; 295.000 kr.; 413.000 kr.; og: 423.000 kr.
     b.      Í stað „8.424.000 kr.“, „11.000.000 kr.“, „4.212.000 kr.“ og „5.500.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 9.098.000 kr.; 12.320.000 kr.; 4.549.000 kr.; og: 6.160.000 kr.
     c.      Í stað „11.000.000 kr.“ og „5.500.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: 12.320.000 kr.; og: 6.160.000 kr.
     d.      Í stað „140.000 kr.“, „8.424.000 kr.“ og „4.212.000 kr.“ í lokamálslið kemur: 148.000 kr.; 9.098.000 kr.; og: 4.549.000 kr.

31. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
     a.      Í stað „og 2021“ í 1.–5. mgr. kemur: 2021 og 2022.
     b.      Í stað „og 2020“ í 1.–5. mgr. kemur: 2020 og 2021.

XVIII. KAFLI

Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.

32. gr.

    Í stað „28 kr./kg“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a laganna kemur: 30 kr./kg.

33. gr.

    Í stað „28 kr./kg“ í viðauka I við lögin kemur: 30 kr./kg.

34. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka IV við lögin:
     a.      Í stað „50,00 kr./kg“ kemur hvarvetna: 60,00 kr./kg.
     b.      Í stað „0,90 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 2710.1940 kemur: 1,1 kr./kg.

35. gr.

    Í stað „220,00 kr./kg“ í viðauka VI við lögin kemur hvarvetna: 260,00 kr./kg.

36. gr.

    Í stað „42,00 kr./kg“ í viðauka VIII við lögin kemur hvarvetna: 50,00 kr./kg.

37. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka X við lögin:
     a.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8506.1000 kemur: 130,00 kr./kg.
     b.      Í stað „615,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8506.3000 kemur: 800,00 kr./kg.
     c.      Í stað „615,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8506.4000 kemur: 800,00 kr./kg.
     d.      Í stað „188,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8506.5000 kemur: 245,00 kr./kg.
     e.      Í stað „615,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8506.6000 kemur: 800,00 kr./kg.
     f.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8506.8009 kemur: 130,00 kr./kg.
     g.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8506.9000 kemur: 130,00 kr./kg.
     h.      Í stað „222,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.3001 kemur: 289,00 kr./kg.
     i.      Í stað „222,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.3009 kemur: 289,00 kr./kg.
     j.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.4000 kemur: 130,00 kr./kg.
     k.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.5001 kemur: 130,00 kr./kg.
     l.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.5009 kemur: 130,00 kr./kg.
     m.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.6001 kemur: 130,00 kr./kg.
     n.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.6009 kemur: 130,00 kr./kg.
     o.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.8010 kemur: 130,00 kr./kg.
     p.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.8091 kemur: 130,00 kr./kg.
     q.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.8099 kemur: 130,00 kr./kg.
     r.      Í stað „100,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8507.9009 kemur: 130,00 kr./kg.
     s.      Í stað „222,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 8548.1000 kemur: 289,00 kr./kg.
     t.      Í stað „6,00 kr./stk.“ í tollskrárnúmerinu 8506.8001 kemur: 8,00 kr./stk.

XIX. KAFLI

Breyting á lögum um gistináttaskatt, nr. 87/2011.

38. gr.

    Í stað „2021“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: 2023.

XX. KAFLI

Breyting á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015.

39. gr.

    Í stað orðsins „ríkissjóðs“ í 9. tölul. 3. gr., 2. málsl. 2. tölul. 2. mgr. 5. gr., 1. málsl. 1 mgr. og inngangsmálslið 2. mgr. 56. gr., 1. málsl. 1. mgr. 61. gr. og 6. mgr. 64. gr. laganna kemur: ríkisins.

40. gr.

    Á undan orðunum „hins opinbera“ í 1. málsl. 1. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: A1-hluta.

41. gr.

    Í stað „A-hluta“ í inngangsmálslið 3. tölul. 2. mgr. og 4. mgr. 5. gr., 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 14. gr., 1. málsl. 1. tölul., 1. málsl. 2. tölul, 3. og 4. tölul. 1. mgr. 16. gr., 3. og 9. tölul. 2. mgr. 17. gr., 1. tölul., 1. málsl. 2. tölul. og 1. málsl. 3. tölul. 19. gr., 1. mgr. 22. gr., 4. mgr. 27. gr., 2. mgr. 28. gr., 1. málsl. 1. mgr. 34. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 35. gr., 1. mgr. 36. gr., 1. og 2. málsl. 1. mgr. og tvívegis í 2. mgr. 37. gr., 1. og 2. málsl. 1. mgr. 38. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 40. gr., 1. málsl. 1. mgr. 41. gr., 1. mgr. 43. gr., 1. málsl. 2. mgr. 46. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 47. gr., 1. málsl. 1. mgr. 48. gr., tvívegis í 1. mgr. 51. gr., 1. og 2. málsl. 3. mgr. 51. gr., 6. tölul. 2. mgr. 56. gr. og 1. mgr. 60. gr. laganna kemur: A1-hluta.

42. gr.

    Í stað orðanna „hins opinbera, þ.e. A-hluta ríkissjóðs“ í inngangsmálslið 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: A1-hluta ríkissjóðs.

43. gr.

    5. tölul. 16. gr. laganna orðast svo: Heimildum A1-, A2- og B-hluta til að taka og veita lán og til að veita ríkisábyrgðir.

44. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 17. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „fjárheimilda“ í 1. tölul. kemur: A1-hluta.
     b.      Við 2. tölul. bætist: fyrir A1-hluta.
     c.      Á undan orðinu „ríkissjóðs“ í 4. tölul. kemur: A1-hluta.
     d.      Á undan „B-hluta“ í 4. tölul. kemur: A2- og.
     e.      Á undan „B-hluta“ í 7. tölul. kemur: A2-, A3- og.

45. gr.

    Í stað „ A-hluta“ í fyrirsögn 24., 31., 32., 35., 51. og 60. gr. laganna kemur: A1-hluta.

46. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
     a.      Á undan „B-hluta“ í 1. málslið kemur: A3- og.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Fjárskuldbindingar A3- og B-hluta.

47. gr.

    50. gr. laganna orðast svo:
    Flokkun á starfsemi ríkisins er gerð á grundvelli alþjóðlegs hagskýrslustaðals um opinber fjármál. Nánari flokkun starfseminnar er eftirfarandi:
     1.      A-hluti. Til A-hluta telst starfsemi og kjarnaverkefni ríkisins. A-hluti skiptist í þrjá hluta:
                  a.      A1-hluti. Starfsemi sem er einkanlega fjármögnuð með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum og framlögum.
                  b.      A2-hluti. Starfsemi lána- og fjárfestingarsjóða og önnur starfsemi sem er rekin undir stjórn ríkisins og stendur undir sér með sölu á vöru eða þjónustu, leigu og lánastarfsemi.
                  c.      A3-hluti. Starfsemi hlutafélaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkissjóð en sinna hlutverkum á sviði opinberrar þjónustu samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustöðlum.
     2.      B-hluti. Til B-hluta teljast önnur fyrirtæki og lánastofnanir sem eru undir beinni stjórn ríkisins og rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs og ekki teljast til A-hluta. Þessir aðilar starfa á markaði og standa að stærstum hluta undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vöru eða þjónustu til almennings og fyrirtækja.
     3.      C-hluti. Til C-hluta teljast sameignar- eða hlutafélög í meirihlutaeigu ríkisins sem starfa á markaði. Til C-hlutans telst einnig Seðlabanki Íslands.
    Ráðherra ber ábyrgð á flokkun ríkisaðila, verkefna, fyrirtækja og sjóða samkvæmt grein þessari og gerir grein fyrir henni í frumvarpi til fjárlaga ár hvert.
    Ákvæði IV. kafla um framkvæmd fjárlaga taka ekki til A2- og A3-hluta ríkissjóðs.

48. gr.

    Í stað „A-hluta“ í 2. málsl. 1. mgr. 52. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 54. gr., 1. mgr. 55. gr., 2. málsl. 1. mgr., 2. mgr., 1. málsl. 3. mgr., 4. mgr., 1. málsl. 5. mgr. og 6. mgr. 64. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 65. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 67. gr. laganna kemur: A1- og A2-hluta.

49. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „ríkissjóðs og ríkisaðila í A-hluta“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: í heild og einstaka ríkisaðila í A1- og A2-hluta.
     b.      Í stað orðanna „B- og C-hluta ríkissjóðs“ í 3. mgr. kemur: A3-, B- og C-hluta.

50. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „sýna“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: eftir því sem við á.
     b.      Í stað „B- og C-hluta“ í 4. mgr. kemur: A3-, B- og C-hluta.

51. gr.

    Í stað „ A-hluta“ í fyrirsögn 55. gr. laganna kemur: A1- og A2-hluta.

52. gr.

    Í stað orðsins „ ríkissjóðs“ í fyrirsögn 60. gr. laganna kemur: ríkisins.

53. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2022.
    Ákvæði 15. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021.
    Ákvæði 28. og 29. gr. koma til framkvæmda á staðgreiðsluárinu 2022 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2023.
    Ákvæði 30. gr. kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2022.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu samhliða frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2022. Tillögur þess hafa bæði áhrif á tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins.

2. Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpinu er að finna eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:
          Hækkanir á kolefnisgjaldi, olíugjaldi, almennu og sérstöku kílómetragjaldi, almennu og sérstöku bensíngjaldi, bifreiðagjaldi og gjaldi á áfengi og tóbak verði 2,5% í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2022. Sama gildir um gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins.
          Breytingar á eftirlitsgjaldi til að standa undir kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlitsins til samræmis við áætlaðan kostnað við fjármálaeftirlit.
          Lækkun gjaldhlutfalls vegna greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara í samræmi við áætlaðan rekstrarkostnað stofnunarinnar.
          Framlenging á bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um að Framkvæmdasjóði aldraðra sé heimilt að verja fé til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða.
          Bráðabirgðaákvæði sem koma skal í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar.
          Framlenging á ákvæði til bráðabirgða til að sporna við því að víxlverkanir örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefjist að nýju.
          Framlenging á bráðabirgðaákvæðum um hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
          Hækkun sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega úr 1.200.000 kr. í 2.400.000 kr. á ári.
          Hækkun á sóknargjöldum.
          Breytingar á fjárhæð losunargjalds samkvæmt lögum um loftslagsmál.
          Framlenging á bráðabirgðaákvæðum þar sem kveðið er annars vegar á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2022 og hins vegar að atvinnurekendur sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóðir greiði áfram sama hlutfall af stofni til iðgjalds á árinu 2022, eða 0,10%.
          Nýtt viðmið við árlega uppfærslu skattleysis- og þrepamarka í tekjuskatti einstaklinga sem taki mið af þróun vísitölu neysluverðs að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári.
          Hækkun á fjárhæðar- og skerðingarmörkum barnabóta.
          Tímabundnar útreikningsreglur og viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta verði framlengdar óbreyttar um eitt ár.
          Hækkun á úrvinnslugjaldi vegna plastumbúða, heyrúlluplasts, olíuvara, svartolíu, halógenaðra efna, málningar og rafhlaðna.
          Tímabundin framlenging á niðurfellingu gistináttaskatts til og með 31. desember 2023.
          Breyting á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, í þá veru að grunnforsenda flokkunar ríkisaðila byggist á alþjóðlegum hagskýrslustaðli.

3. Nánar um einstaka liði frumvarpsins.
3.1. Verðlagsuppfærsla krónutöluskatta.
    Í frumvarpinu eru tillögur um 2,5% hækkun á svokölluðum krónutölusköttum í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins. Er þá miðað við áætlaða tólf mánaða breytingu á vísitölu neysluverðs árið 2021 sem er 4% samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að hækkunin sé ekki meiri en sem nemur 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Hér er um að ræða olíugjald, bensíngjald, kolefnisgjald, kílómetragjald, bifreiðagjald og gjald af áfengi og tóbaki. Gert er ráð fyrir að þessi hækkun skili ríkissjóði um 1,7 milljörðum kr. á ári að meðtöldum hliðaráhrifum á virðisaukaskatt. Þessar hækkanir munu óhjákvæmilega hafa áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs og eru þau áhrif áætluð 0,08%. Að auki eru útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hækkuð um 2,5% sem er áætlað skila ríkissjóði samtals 190 millj. kr. en þau gjöld hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs.

3.2. Greiðsla kostnaðar vegna reksturs Fjármálaeftirlits og skilavalds.
    Lögð er til sú breyting að við gerð rekstraráætlunar Fjármálaeftirlitsins verði horft til áætlunar á þróun starfseminnar næstu þrjú árin, frekar en horft verði til síðastliðinna þriggja ára í starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Með því getur skipting eftirlitsgjaldsins mun fyrr tekið mið af nýjum áherslum Fjármálaeftirlitsins og breytingum á lagaumhverfi eftirlitsskyldra aðila að því er varðar eftirlit. Þá er lögð til breyting á eftirlitsgjaldi lífeyrissjóða þannig að gjaldhlutfall þrepaskipts eftirlitsgjalds lækki en fastagjöld hækki. Á heildina litið leiðir breytingin til óverulegrar lækkunar gjaldsins á lífeyrissjóði.
    Lögð er til breyting á eftirlitsgjaldi fyrir útibú erlendra aðila þannig að heimilt verði að innheimta eftirlitsgjald af útibúum eftirlitsskyldra aðila hér á landi sem ekki hafa starfsleyfi hérlendis. Sem stendur eru rekin sex slík útibú hér á landi. Þá eru lagðar til breytingar á þann veg að umboðsaðilar greiðslustofnana samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu, dreifingaraðilar rafeyrisfyrirtækja samkvæmt lögum um útgáfu og meðferð rafeyris og lánamiðlarar og lánveitendur samkvæmt lögum um neytendalán sem falla undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins skuli greiða eftirlitsgjald í formi fastagjalds. Um er að ræða nýja gjaldliði til að standa undir því eftirliti sem er viðhaft. Einnig er lögð til sú breyting að rekstraraðilar sérhæfðra sjóða sem fengið hafa heimild til að markaðssetja sjóðina hérlendis skuli greiða fastagjald fyrir hvern slíkan sjóð. Um nýjan gjaldlið er að ræða en nokkur vinna hefur fylgt eftirlitinu. Loks er lögð til hækkun á fastagjöldum vátryggingamiðlara.
    Áætlað eftirlitsgjald ársins er samtals 2.332,7 millj. kr. og áætlað er að aðrar tekjur nemi 29,6 millj. kr. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður Fjármálaeftirlitsins verði 2.490 millj. kr. Þannig er gert ráð fyrir að heildarútgjöld nemi um 127,7 millj. kr. umfram tekjur og að þeim verði mætt með lækkun á uppsöfnuðum rekstrarafgangi Fjármálaeftirlitsins.
    Áætlað gjald vegna fjármögnunar skilavalds er samtals 94,5 millj. kr. sem endurspeglar áætlaðan kostnað vegna skilavaldsins.

3.3. Greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara.
    Lögð er til lækkun á gjaldhlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við rekstur stofnunarinnar og er lagt á gjaldskylda aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í 7. gr. laganna er kveðið á um að tekið skuli tillit til rekstrarafgangs eða rekstrartaps af starfsemi umboðsmanns skuldara við ákvörðun á fjárhæð gjalds fyrir næsta almanaksár. Útlán gjaldskyldra aðila 31. desember 2020 voru um 3.958 milljarðar kr. og áætlaður kostnaður vegna reksturs umboðsmanns skuldara var um 282,7 millj. kr. Álagningarprósentan verður því 0,007143% á árinu 2022. Álagningarstofn gjaldsins eru öll útlán gjaldskyldra aðila.

3.4. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra.
    Lögð er til 2,5% hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2022. Samkvæmt því verður gjaldið 12.334 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021. Áætlað er að hækkunin skili ríkissjóði um 70 millj. kr. viðbótartekjum á ári.

3.5. Rekstrarkostnaður hjúkrunarrýma og kostnaðarþátttaka heimilismanna.
    Lagt er til nýtt ákvæði til bráðabirgða við lög um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Er það gert til að koma í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tenging við tekjur maka var afnumin. Jafnframt er lagt til að ákvæði til bráðabirgða VII verði framlengt. Það leiðir til þess að heimilt verður að verja fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða á árinu 2022.

3.6. Samspil örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða.
    Með lögum nr. 106/2011, sem samþykkt voru í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Landssamtaka lífeyrissjóða um víxlverkun örorkulífeyris almannatrygginga og lífeyris úr lífeyrissjóðum annars vegar og hins vegar hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum frá 3. desember 2010, var tímabundið komið í veg fyrir víxlverkun milli örorkubóta frá almannatryggingum og örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum sem orðið hafði í samspili þessara tveggja meginstoða í lífeyristryggingum.
    Víxlverkun þessi lýsir sér þannig að samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð lækka lífeyrisgreiðslur og bætur félagslegrar aðstoðar í mörgum tilfellum vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þá er mælt fyrir um það í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að sjóðfélagi í lífeyrissjóði eigi rétt á örorkulífeyri úr viðkomandi sjóði hafi hann orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutaps sem er metið 50% eða meira. Ákvæðið hefur verið útfært nánar í samþykktum lífeyrissjóða þar sem kveðið er á um að heildartekjur örorkulífeyrisþega eftir orkutap verði ekki umfram þær tekjur sem hann hafði fyrir. Við samanburð á heildartekjum fyrir og eftir orkutap líta lífeyrissjóðir meðal annars til greiðslna almannatrygginga sem oft hefur leitt til þess að greiðslur til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðum hafa lækkað eða jafnvel fallið niður. Við þá tekjulækkun öðlast hinir sömu einstaklingar aukin réttindi innan almannatryggingakerfisins sem aftur leiðir til enn frekari lækkunar á greiðslum frá lífeyrissjóðunum við næsta samanburð og síðan koll af kolli. Gagnkvæm tekjutenging almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum getur því leitt til tíðra breytinga á örorkulífeyrisgreiðslum og tilsvarandi óöryggis lífeyrisþega sem fyrst og fremst hefur komið örorkulífeyrisþegum illa.
    Til að komið verði í veg fyrir að framangreind víxlverkun eigi sér stað á árinu 2022 er lagt til að gildistími bráðabirgðaákvæða í lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð og ákvæðis til bráðabirgða XI í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða verði framlengdur um eitt ár. Ef ekki væri gripið til þess að framlengja ákvæðið er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs mundu lækka nettó um 300 millj. kr.
    Gert er ráð fyrir að fjárhæð frítekjumarks vegna atvinnutekna örorkulífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar verði óbreytt á árinu 2022. Frítekjumarkið er nú 1.315.200 kr. á ári sem jafngildir 109.600 kr. á mánuði. Verði ákvæðið ekki framlengt mun frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna lækka úr 1.315.200 kr. á ári í 300.000 kr. og leiða til lækkunar bóta hjá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem hafa atvinnutekjur yfir frítekjumarkinu. Að óbreyttu hefðu útgjöldin lækkað um 1 milljarð kr. á árinu 2022.

3.7. Sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega.
    Með lögum um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra, nr. 116/2016, var sú breyting meðal annars gerð á ellilífeyriskerfi almannatrygginga að öll sértæk frítekjumörk vegna einstakra tegunda tekna voru afnumin. Var þess í stað lögfest eitt almennt frítekjumark sem nam 25.000 kr. á mánuði og gilti það um allar tekjur ellilífeyrisþega, óháð tegund þeirra. Eftir samþykkt laganna kom fram gagnrýni á þessa breytingu að því er atvinnutekjur varðar og kröfur af hálfu hagsmunasamtaka aldraðra og fleiri aðila um að tekið yrði upp að nýju sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara sem kæmi til viðbótar við almenna frítekjumarkið. Til stuðnings þessum kröfum var bent á að yrði tiltekin fjárhæð atvinnutekna undanskilin við útreikning á fjárhæð ellilífeyris almannatrygginga, þannig að ekki kæmi til lækkunar ellilífeyris vegna atvinnuteknanna, væri það til þess fallið að hvetja eldra fólk til áframhaldandi þátttöku á vinnumarkaði eftir lífeyristökualdur. Með lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018, nr. 96/2017, var lögfest sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega sem nemur 1.200.000 kr. á ári.
    Óumdeilt er að áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri er náð eykur möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Því er lagt til að sérstakt frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna verði hækkað úr 1.200.000 kr. í 2.400.000 kr. á ári skv. 4. málsl. 1. mgr. 23. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007.

3.8. Sóknargjöld.
    Í frumvarpinu er lagt til að föst krónutala sóknargjalda hækki úr 980 kr. á mánuði samkvæmt lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, í 985 kr. fyrir árið 2022. Lögboðið framlag til sókna þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga breytist að öllu jöfnu í samræmi við áætlaða breytingu á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga 16 ára og eldri, sem og fjölgun einstaklinga. Nú er hins vegar, eins og í fjárlögum fyrir árið 2021, með breytingu á lögum um sóknargjöld o.fl., gert ráð fyrir að fastsetja fjárhæð sóknargjalda. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2.757 millj. kr. framlagi til þeirra liða sem sóknargjald reiknast á að teknu tilliti til almennra aðhaldskrafna í forsendum frumvarpsins og nemur heildarlækkun sóknargjaldsins frá gildandi fjárlögum því 214,9 millj. kr. Lækkunin kemur til af því að við gerð fjárlagafrumvarps fyrir árið 2021 á 151. löggjafarþingi gerði Alþingi tillögu um 280 millj. kr. tímabundna hækkun sóknargjalda í samræmi við tillögur efnahags- og viðskiptanefndar í frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021 (5. mál, þskj. 5). Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir því að sóknargjöld yrðu 980 kr. á mánuði, en eftir tillögu Alþingis var gert ráð fyrir 100 kr. hækkun á sóknargjöldum sem leiddi alls til 280 millj. kr. hækkunar. Nú hefur þessi tímabundna hækkun verið felld niður.

3.9. Gjaldskyld losun gróðurhúsalofttegunda.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjárhæð losunargjalds skv. 4. mgr. 14. gr. a í lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, þar sem kveðið er á um losunargjald sem lagt er á rekstraraðila starfsstöðva sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir samkvæmt greininni. Í ljósi þess að losunargjaldið hefur einkenni skatts, sbr. 2. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar, þarf að kveða á um fjárhæð þess í lögum og uppfæra gjaldið árlega og er því mælt fyrir um fjárhæð gjaldsins í frumvarpinu.
    Nauðsynlegt er að lögfesta fjárhæð losunargjalds vegna losunar á árinu 2022 í síðasta lagi 31. desember 2021 svo að rekstraraðilum starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir verði ljóst fyrir upphaf árs 2022 hver fjárhæð gjaldsins verður vegna losunar ársins. Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar sem fram fer á árinu 2022 verði 5.767 kr. fyrir hvert tonn.
    Samkvæmt 5. mgr. 14. gr. a í lögum um loftslagsmál skal Umhverfisstofnun fyrir 31. maí ár hvert afhenda innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu um magn gjaldskyldrar losunar á undangengnu ári. Innheimtumaður ríkissjóðs í umdæmi starfsstöðvar skal því næst, fyrir 1. júlí ár hvert, leggja á og innheimta losunargjald af starfsstöðvum sem hafa verið undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar 2021 um gjaldskylda losun gróðurhúsalofttegunda árið 2020 voru fjórar starfsstöðvar undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir.
    Þrjár af fjórum starfsstöðvum sem um ræðir skiluðu losunarskýrslu til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2020. Sú fjórða, Brim hf. Akranesi, hefur staðfest að engin losun hafi átt sér stað árið 2020. Tvær starfsstöðvar, þ.e. Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hf. í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn, losuðu minna en það sem samsvarar því sem þær hefðu fengið úthlutað endurgjaldslaust í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir ef starfsstöðvarnar hefðu verið í viðskiptakerfinu og sótt um slíkar heimildir. Þær þurftu því ekki að greiða losunargjald vegna losunar á árinu 2020. Ein starfsstöð, Steinull hf., losaði hins vegar meira en samsvarar því sem hún hefði fengið úthlutað endurgjaldslaust og bar henni því að greiða fyrir losun ársins 2020. Gjaldskyld losun starfsstöðvarinnar var 521 tonn og losunargjaldið því 1.576.025 kr.
    Í athugasemdum með 14. gr. frumvarps þess er varð að lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, var lagt til að við ákvörðun losunargjaldsins yrði byggt á upplýsingum um markaðsverð losunarheimilda frá Intercontinental Exchange-markaðnum í London (ICE) en þegar frumvarpið var lagt fram fóru rúmlega 90% viðskipta með losunarheimildir í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir fram þar. Til að fá traustar og hlutlægar upplýsingar um markaðsverðið var samið við KPMG ehf. um að útbúa skýrslu um meðalverð losunarheimilda á tímabilinu 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021.
    Í minnisblaði frá KPMG, dags. 12. ágúst 2021, kemur fram að verð losunarheimilda á tímabilinu 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021 hafi verið 37,5 evrur sem samsvarar 5.767 ísl. kr. miðað við meðaltal af miðgengi evru hjá Seðlabanka Íslands á tímabilinu. Við útreikning meðalverðs var stuðst við söguleg gögn um viðskipti með losunarheimildir í kauphöllinni Intercontinental Exchange.
    Frá því að síðasti útreikningur var gerður hefur meðalverð losunarheimilda hækkað um 13,8 evrur, eða um 58,3%. Á sama tíma hefur meðalverð losunarheimilda hækkað um 2.337 kr., eða um 68,1%, en munurinn skýrist af gengishækkun. Meðalgengi evru á síðasta tímabili var 144,8 kr. en hafði hækkað upp í 155,3 kr. á tímabilinu sem samsvarar hækkun upp á 7,3%. Dagsmeðalverð á losunarheimildum var 54 evrur 29. júlí 2021, síðasta dag sem viðskipti áttu sér stað á tímabilinu. Mikil hækkun hefur orðið á verði losunarheimilda síðastliðin ár en á síðustu fimm árum fór dagsmeðalverð lægst niður í 3,9 evrur 2016 sem samsvarar 1.274% hækkun á tæplega fimm ára tímabili.
    Á tímabilinu 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021 áttu sér stað viðskipti í 248 daga. Meðalverð tímabilsins er reiknað út sem meðaltal af vegnu meðalverði dagsviðskipta, ef einhver voru.
    Lagt er til að framangreindir útreikningar KPMG verði lagðir til grundvallar við ákvörðun losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar á árinu 2022. Starfsstöðvar sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfisins, skv. 14. gr. a í lögunum, skulu samkvæmt því greiða 5.767 kr. fyrir hvert tonn losunar gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi starfsstöð á tímabilinu 1. janúar 2022 til 31. desember 2022. Þar sem losunargjald tekur mið af meðalverði losunarheimilda á árstímabili, sem lýkur 31. júlí árið áður en hin gjaldskylda losun á sér stað, þarf fyrir lok hvers árs að breyta því ártali og þeirri fjárhæð sem fram kemur í 4. mgr. 14. gr. a í lögunum. Með þeim hætti verður í upphafi hvers árs ljóst hver verður upphæð losunargjalds á almanaksárinu.

3.10. Sérstakt gjald vegna Ríkisútvarpsins.
    Lagt er til að sérstakt gjald vegna Ríkisútvarpsins verði hækkað úr 18.300 kr. í 18.800 kr., eða sem nemur almennum verðlagsbreytingum árið 2021. Áætlaðar viðbótartekjur af hækkuninni nema um 120 millj. kr. árlega.

3.11. Starfsendurhæfingarsjóðir.
    Lögð er til framlenging á ákvæðum til bráðabirgða við lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða og lög um tryggingagjald sem kveður á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2022. Sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi fyrir árin 2013–2021. Eftir sem áður er gert ráð fyrir óbreyttri fjármögnun frá atvinnurekendum og lífeyrissjóðum, eða 0,10%. Þá er gert ráð fyrir því að samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og barnamálaráðherra annars vegar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, SES, hins vegar verði breytt til samræmis og að á árinu 2022 leggi ríkissjóður starfsendurhæfingarsjóði til framlag á fjárlögum.

3.12. Nýtt viðmið við uppfærslu skattleysis- og þrepamarka í tekjuskatti einstaklinga.
    Sérfræðingahópur um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum kynnti árið 2019 skýrslu sína þar sem finna má umfangsmikla greiningu á tekjuskattskerfinu, m.a. um þróun kerfisins og áhrif þróunarinnar á ólíka hópa, samnýtingu þrepa og skattlagningu launatekna þeirra sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. Þá er umfjöllun í skýrslunni um húsnæðisstuðnings- og barnabótakerfi og samspil þeirra við skattkerfið þar sem greind voru áhrif stuðningskerfanna á ólíka hópa í samfélaginu. Meðal helstu breytinga sem sérfræðingahópurinn lagði til er nýtt neðra þrep skattkerfisins sem þegar hefur verið lögfest, aflagning samnýtingar sambúðaraðila á skattþrepum og nýtt viðmið um þróun þrepa- og skattleysismarka í tekjuskattskerfinu sem lagt er til í frumvarpi þessu. Samkvæmt tillögu hópsins eiga þrepa- og skattleysismörk að þróast í takt við samtölu verðbólgu, mældri með vísitölu neysluverðs, og framleiðnivaxtar. Tillögunni er ætlað að stuðla að tekjuskattskerfi sem taki tillit til bættra kjara launafólks. Þannig megi að öðru jöfnu tryggja að skattbyrði haldist óbreytt til lengri tíma litið. Gert er ráð fyrir að breytingar þær sem lagðar eru til á tekjuskattskerfinu í frumvarpi þessu og byggjast á áðurnefndum tillögum sérfræðingahópsins komi til framkvæmda á staðgreiðsluárinu 2022 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2023.
    Framleiðni er reiknuð út frá verðmætasköpun í hagkerfinu sem dreift er á tiltekinn framleiðsluþátt. Algengt er að miða við framleiðni vinnuafls þar sem framleiðsluþátturinn er mat á umfangi vinnuafls. Þeir mælikvarðar sem til eru á framleiðni hér á landi eru ekki til þess fallnir að hægt sé að nota þá við uppfærslu þrepa- og skattleysismarka. Sama hvaða framleiðnimælikvarði yrði valinn mundu tæknileg vandkvæði koma upp við uppfærslu skattleysis- og þrepamarka líkt og bráðabirgðatölur, erfiðleikar í mælingu á framleiðni og miklar sveiflur í mældri framleiðni milli ára. Hægt væri að bregðast við þessum vandkvæðum með því að nota langtímameðaltal framleiðni en þá verður að hafa í huga að framleiðni áranna á undan gefur ekki endilega vísbendingu um líklega framleiðniþróun til framtíðar.
    Undanfarna áratugi hefur framleiðnivöxtur verið á niðurleið í öllum þróuðum hagkerfum. Ef skoðað er tímabilið 2012–2019 þá mældist hvergi eins hár framleiðnivöxtur meðal OECD-ríkja og hér á landi. Engin ástæða er að ætla að framleiðnivöxtur verði áfram hærri hér miðað við önnur lönd. Þegar litið er til helstu drifkrafta framleiðnivaxtar, svo sem fjármunamyndunar, útgjalda til rannsóknar- og þróunarstarfsemi, samkeppnismælikvarða, aðgengi nýrra fyrirtækja að markaði og aðgengi hagkerfisins fyrir viðskiptum og beinni erlendri fjárfestingu, er ekki hægt að ætla að framleiðnivöxtur geti verið varanlega hærri hér á landi en í öðrum vestrænum ríkjum.
    Því er lagt til að við uppfærslu skattleysis- og þrepamarka verði miðað við mat á langtímaframleiðni. Mat bæði innlendra aðila og alþjóðlegra stofnana á langtímahagvaxtargetu hagkerfisins bendir til þess að framleiðnivöxtur til lengri tíma geti verið um það bil 1%. Tafla 1 sýnir að meðaltal mismunandi mælikvarða á framleiðnivexti frá 2011 til 2020 liggur á bilinu 0,8–1,5%. Þrír mælikvarðanna liggja á bilinu 0,8–1,0% sem samrýmist mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Íslands (SÍ) á framleiðnivexti til lengdar. Ef skoðaðir eru mælikvarðar á framleiðni sem byggjast á fjölda starfandi einstaklinga má sjá að framleiðnivöxtur hefur að jafnaði verið um eða undir 1% á ári, sbr. töflu 1. Ekki er æskilegt að einblína á þann mælikvarða sem gefur hæstu niðurstöðu heldur líta til lægri enda bilsins sem birtist í töflu 1. Miða ætti því við að langtímaframleiðni verði 1%.

Tafla 1
Mögulegt framleiðniviðmið 10 ára meðalvöxtur
Framleiðni eins og hún er skilgreind í þjóðhagslíkani SÍ (QMM) 1,0%
Framleiðni vinnuafls, vísitala Hagstofu 1,5%
VLF/fjöldi starfandi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn 0,9%
VLF/fjöldi fólks á vinnufærum aldri 0,8%

    Lagabreytingar þær sem lagðar eru til í frumvarpinu gera ráð fyrir því að við árlega uppfærslu skattleysis- og þrepamarka verði miðað við þróun vísitölu neysluverðs að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári. Gert er ráð fyrir að mat á framleiðnivexti til lengdar verði tekið til endurskoðunar á fimm ára fresti og bætt við vísitölu neysluverðs við uppfærslu hvers árs. Með þessu viðmiði verður uppfærsla skattleysis- og þrepamarka gagnsæ og skiljanleg. Sama viðmið verður notað við uppfærslu skattleysis- og þrepamarka þannig að skattbyrði mismunandi tekjuhópa þróist ekki með ólíkum hætti til lengri tíma litið. Áður fylgdu þrepamörk efsta þrepsins launavísitölu en skattleysismörk fylgdu vísitölu neysluverðs. Skattleysismörk munu því hækka umfram það sem þau gerðu þegar einnig verður tekið mið af framleiðniaukningu. Mismikil hækkun skattleysis- og þrepamarka hefur leitt til þess að hlutfallsleg skattbyrði einstaklinga í neðri hluta tekjudreifingarinnar hefur hækkað meira en hjá einstaklingum í efri hluta tekjudreifingarinnar án þess að sérstök ákvörðun liggi fyrir þar um. Þegar hefur verið ráðist í úrbætur á þessu með bráðabirgðaákvæði við tekjuskattslögin og hafa bæði skattleysis- og þrepamörk fylgt vísitölu neysluverðs frá 2019 um leið og nýtt þriðja þrep var innleitt eins og áður segir. Breytingin í upphafi árs 2022 felst því í því að þróun skattleysis- og þrepamarka taki til viðbótar mið af þróun framleiðni vinnuafls auk þess sem fest er í lögin að þrepamörk fylgi vísitölu neysluverðs.
    Með nýju viðmiði fyrir þróun þrepa- og skattleysismarka er ætlunin að ná tveimur markmiðum:
     1.      Að koma böndum á raunskattskrið. Raunskattskrið vísar til þess að skattbyrði tekjulægri einstaklinga hefur tilhneigingu til að vaxa meira með tímanum á meðan skattbyrði tekjuhærri einstaklinga vex minna. Núverandi eiginleikar tekjuskattskerfisins leiða sjálfkrafa fram þessa niðurstöðu þar sem laun hækka að jafnaði hraðar en þrepa- og skattleysismörk sem fylgja verðlagi. Stigmögnun kerfisins, sem er til staðar vegna jöfnunareiginleika þess, eykur skattbyrðina við auknar tekjur og þegar viðmiðunarfjárhæðir halda ekki í við þróun launa hækkar skattbyrði hraðar á lægri tekjur en hærri.
     2.      Að viðhalda sjálfvirkri sveiflujöfnun tekjuskattskerfisins. Annað markmið þess að tengja skattleysis- og þrepamörk við samanlagða þróun verðbólgu og framleiðni er að viðhalda upp að ákveðnu marki sjálfvirkri sveiflujöfnun kerfisins þannig að það vinni eins og sjálfvirkt tæki sem örvar eða temprar efnahagslífið eftir atvikum og vinni á þann hátt gegn hagsveiflunni. Ef laun í hagkerfinu hækka hægar en sem nemur svigrúmi hagkerfisins til launahækkana, þ.e. þegar launahækkanir eru lægri en sem nemur samtölu verðbólgu og framleiðnivaxtar, þá lækkar skattbyrðin og öfugt þegar launahækkanir eru umfram svigrúm. Skattbyrðin helst óbreytt ef launahækkanir eru í takt við svigrúm hagkerfisins.

3.13. Barnabætur.
    Lagðar eru til þríþættar breytingar á ákvæði laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, sem fjallar um barnabætur. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að neðri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækki um 8%. Hjá einstæðum foreldrum hækka þau úr 4,2 millj. kr. á ársgrundvelli í 4,5 millj. kr., eða úr 325 þús. kr. á mánuði í 379 þús. kr. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 395 þús. kr. Fyrir sambúðarfólk hækka neðri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 8,4 millj. kr. á ársgrundvelli í 9,1 millj. kr., eða úr 702 þús. kr. á mánuði í 758 þús. kr. Það þýðir að fyrir foreldra í sambúð sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 790 þús. kr. í samanlögð mánaðarlaun.
    Í annan stað er gert ráð fyrir að efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækki um 12%. Efri skerðingarmörkin hafa haldist óbreytt frá upptöku þeirra árið 2019 og voru þau þá 52,8% hærri en neðri skerðingarmörkin. Síðan þá hafa neðri skerðingarmörkin hækkað árlega og leitt til þess að bilið á milli skerðingarmarkanna hefur minnkað. Því er að hluta til mætt með frumvarpinu þar sem lögð er til hlutfallslega meiri hækkun á efri skerðingarmörkum.
    Að lokum er lagt til að fjárhæðir barnabóta hækki á bilinu 5,5%–5,8%. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni um 22.300 kr. og verða 413.000 kr. og barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 kr. og verða 423.000 kr. Fyrir foreldra í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 kr. og verða 248.000 kr. og barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 kr. og verða 295.000 kr. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 kr. og verða 148.000 kr.
    Verði frumvarpið að lögum mun samspil breyttra skerðingarmarka og hærri fjárhæða barnabóta leiða til þess að barnabætur hækka á komandi ári. Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldu með tvö börn, þar af annað yngra en sjö ára, með misháar tekjur og áhrif barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur hennar.

Barnabætur með tveimur börnum, öðru yngra en sjö ára Fyrir
breytingu
Eftir breytingu Breyting
kr. kr. kr. %
Einstætt foreldri með 4,5 millj. kr. í árstekjur 892.700 978.900 86.200 9,7%
Einstætt foreldri með 6,2 millj. kr. í árstekjur 722.200 818.300 96.100 13,3%
Einstætt foreldri með 8,4 millj. kr. í árstekjur 496.720 571.340 74.620 15,0%
Hjón með 9,1 millj. kr. í árstekjur 586.100 690.800 104.700 17,9%
Hjón með 12,1 millj. kr. í árstekjur 276.640 390.800 114.160 41,3%
Hjón með 14,0 millj. kr. í árstekjur 134.140 223.680 89.540 66,8%

3.14. Vaxtabætur.
    Í lok árs 2010 voru gerðar margvíslegar breytingar á útreikningsreglum vaxtabóta. Þessar reglur áttu að gilda í tvö ár en hafa síðan verið framlengdar óbreyttar ár frá ári. Þá voru eignarmörk bótanna hækkuð um 10% og vaxtagjalda- og vaxtabótafjárhæðir um 5% í lok árs 2018. Verði þessar útreikningsreglur ekki framlengdar nú taka við eldri reglur frá og með næstu áramótum með þeim afleiðingum að stuðningur ríkissjóðs í formi vaxtabóta dreifist á fleiri fjölskyldur, þ.e. fjölskyldur sem ekki njóta bóta í dag, en á sama tíma lækka bætur þeirra fjölskyldna sem notið hafa hámarksbóta (tekjulágra og eignalítilla fjölskyldna). Í ljósi þess að enn er unnið að heildarendurskoðun á húsnæðisstuðningi stjórnvalda á ýmsum sviðum (vaxtabótakerfi, húsaleigubótakerfi, félagslegri aðstoð o.fl.) er lagt til að útreikningsreglur vaxtabóta verði framlengdar um eitt ár í viðbót sem þýðir að reiknireglur og viðmiðunarfjárhæðir kerfisins verði þær sömu á árinu 2022 og á þessu ári. Á þeim forsendum er áætlað að útgjöld vegna vaxtabóta nemi 2,2 milljörðum kr. á árinu 2022.

3.15. Úrvinnslugjald.
    Markmið laga um úrvinnslugjald er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis með vörur og þjónustu til að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu, draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu hans. Jafnframt er markmið laganna að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og aðra endurnýtingu úrgangs með hliðsjón af umhverfislegum ávinningi, í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fellur til og fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna.
    Til að stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu er úrvinnslugjald (kr./kg) lagt á vörur sem falla undir lögin, hvort sem þær eru fluttar til landsins eða framleiddar hér á landi. Úrvinnslugjald af ökutækjum er innheimt tvisvar á ári samhliða bifreiðagjaldi. Vörunum er skipt í vöruflokka (uppgjörsflokka) sem eiga að vera fjárhagslega sjálfstæðir, þ.e. tekjur af úrvinnslugjaldi eiga að standa undir kostnaði við söfnun, flutninga og endurvinnslu, endurnýtingu eða förgun (úrvinnslu). Þegar upphæð úrvinnslugjalds liggur fyrir ráðast tekjur af umfangi innflutnings og innlendrar framleiðslu.
    Markmið um endurnýtingu og förgun eru mismunandi eftir vöruflokkum. Annars vegar er um að ræða afganga af vörum, eins og spilliefnaafganga, sem tryggja þarf að fari til viðeigandi ráðstöfunar. Hins vegar er um að ræða vörur eða umbúðir þar sem gerð er krafa um að ákveðið hlutfall af vörum eða umbúðum sem sett er á markað fari til endurvinnslu. Hlutfall úrgangs sem fer til ráðstöfunar af magni vöru sem sett er á markað er nefnt skilahlutfall. Hærra skilahlutfall þýðir hærra úrvinnslugjald þar sem hvert kg af vöru sem lagt er á þarf að standa undir kostnaði við söfnun og ráðstöfun á meira magni af úrgangi.
    Úrvinnslusjóður skal stuðla að hringrásarhagkerfi með vörur og þjónustu til að ýta undir sjálfbæra auðlindanýtingu, draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu hans. Í því skyni skal Úrvinnslusjóður með hagrænum hvötum koma upp skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs sem er tilkominn vegna vara sem falla undir lög þessi með hliðsjón af umhverfislegum ávinningi og leggja til grundvallar forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Úrvinnslusjóður semur við aðila um úrvinnslu úrgangs á grundvelli útboða eða verksamninga eftir því sem við á. Framkvæmdin er þannig að útbúnir eru skilmálar vöruflokka sem verktakar (þjónustuaðilar) sem vilja starfa fyrir sjóðinn þurfa að fara eftir. Skilmálarnir ná einnig yfir endurvinnslufyrirtæki (ráðstöfunaraðila). Þjónustuaðilar starfa á samkeppnismarkaði. Í skilmálunum er kveðið á um kröfur sem gerðar eru til þjónustu- og ráðstöfunaraðila og upphæðir (endurgjald) sem Úrvinnslusjóður greiðir þjónustuaðila fyrir það magn af úrgangi sem þeir koma til ráðstöfunaraðila sem viðurkenndur er af sjóðnum. Auk endurgjalds fyrir endurvinnslu kveða skilmálarnir á um greiðslu flutningsjöfnunar til að jafna aðstöðu til söfnunar og endurvinnslu um allt land. Unnið er að endurskoðun skilmála með hliðsjón af nýjum ákvæðum um ráðstöfun úrgangs.
    Í lögum um úrvinnslugjald er gerð grein fyrir þeim kostnaði sem úrvinnslugjald á að standa undir. Almennt má segja að úrvinnslugjald skuli standa undir söfnun, flutningi, meðhöndlun og ráðstöfun úrgangsins. Helstu kostnaðar- og tekjuliðir sem tekið er tillit til við ákvörðun endurgjalds eru launakostnaður, tækja- og aðstöðukostnaður, eldsneytiskostnaður, flutningskostnaður og kostnaður eða tekjur við ráðstöfun. Það er breytilegt milli vöruflokka hvort greiða þurfi með úrgangi sem fer til viðeigandi ráðstöfunar eða hvort ráðstöfunaraðilinn borgar fyrir hann. Verð á endurvinnslumörkuðum breytist í takt við breytingar á hrávörumarkaði. Viðskipti með endurvinnsluefni eru í mörgum tilvikum í erlendum gjaldeyri þannig að gengisskráning hefur áhrif á tekjur eða kostnað í íslenskum krónum.

3.16. Gistináttaskattur.
    Gistináttaskattur er sérstakur skattur sem lagður er á sölu gistingar. Skatturinn var lögfestur um mitt ár 2011 og tekinn upp þann 1. janúar 2012, m.a. í þeim tilgangi að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Skatturinn er innheimtur af hverri seldri gistináttaeiningu, þ.e. leigu á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring, þ.m.t. yfir nótt, og er nú 300 kr. fyrir hverja selda einingu.
    Með lögum um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 25/2020, var gistináttaskattur felldur brott tímabundið með bráðabirgðaákvæði við lög um gistináttaskatt, nr. 87/2011. Var það gert vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkti í atvinnulífi og efnahag landsins eftir að lýst hafði verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar (SARS-CoV-2) sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Að óbreyttu rennur bráðabirgðaákvæðið sitt skeið þann 31. desember 2021. Þar sem enn er mikill samdráttur í ferðaþjónustu og ófyrirséð er hve lengi samdrátturinn muni standa yfir er lagt til að bráðabirgðaákvæðið verði framlengt tímabundið og greiðsla og innheimta gistináttaskatts verði felld niður til og með 31. desember 2023. Framlenging á tímabundinni niðurfellingu gistináttaskatts mun skipta fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu í landinu verulegu máli.

3.17. Grunnforsenda flokkunar ríkisaðila samkvæmt lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015.
    Samkvæmt lögum um opinber fjármál á flokkun á starfsemi ríkisins að byggjast á alþjóðlegum hagskýrslustöðlum en auk þess er starfsemi flokkuð í A-, B- og C-hluta eftir félagaformi og ábyrgð á starfsemi. Uppbygging laganna vísar því til mismunandi framsetningar, ábyrgðar og upplýsingaskyldu við fjárlagagerð, áhrifamat, upplýsingagjöf og annað, eftir því hvaða flokkar eiga við.
    Í núverandi 50. gr. gætir ákveðins ósamræmis þar sem alþjóðlegi hagskýrslustaðallinn um opinber fjármál, GFS (Alþjóðlegi hagskýrslustaðallinn um opinber fjármál), tekur alfarið mið af eðli starfseminnar við flokkun ríkisaðila en flokkun í A-, B- og C-hluta aðila samkvæmt núgildandi 50. gr. ræðst af ábyrgðarsjónarmiðum.
    Hagstofa Íslands er ábyrg fyrir gerð þjóðhagsreikninga hér á landi. Á meðal verkefna Hagstofunnar er þátttaka í alþjóðastarfi og afhending gagna um opinber fjármál til alþjóðastofnana samkvæmt GFS.
    Hagstofa Íslands gaf út í lok árs 2020 endurskoðun á flokkun hageininga (e. sector classification) sem snýr að afmörkun hins opinbera (e. general government sector) í íslenskum þjóðhagsreikningum (Hagtíðindi, greinargerð, Flokkun stofnanaeininga í þjóðhagsreikningum, 30. nóvember 2020). Við þá vinnu var leitað eftir formlegu áliti hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, á ákveðnum þáttum. Sú vinna byggðist á eðli starfsemi fremur en þeirri skiptingu sem hefur verið viðhöfð samkvæmt lögum um opinber fjármál og áður fjárreiðulögum í A-, B- og C-hluta eftir félagsformi.
    Við þessa endurflokkun munu ýmsar einingar sem áður hafa heyrt til B- og C-hluta verða flokkaðar með A-hluta.
    Þetta leiðir til þess að við óbreytt lög færist efnahagsreikningur þeirra aðila sem flytjast yfir í A-hluta inn í efnahagsreikning ríkissjóðs. Þegar frumvarp til laga um opinber fjármál var samið voru hins vegar t.d. ákvæði um skuldareglu miðuð við þáverandi flokkun A-hluta. Jafnframt voru aðgreindar ýmsar reglur eftir flokkun í A-, B- og C-hluta svo sem um reikningsskil, framkvæmd fjárlaga o.fl.
    Með breyttri flokkun samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustaðli verða þannig eftirleiðis sjálfstæðir lögaðilar hluti af A-hluta ríkissjóðs, þ.m.t. ákveðin hlutafélög í eigu ríkissjóð.
    Af framangreindu má sjá nauðsyn þess að breyta fyrri flokkun þannig að í nýrri lagagrein verði gert ráð fyrir að grunnforsenda flokkunar byggist á alþjóðlegum hagskýrslustaðli. Frekari flokkun er þó áfram nauðsynleg, m.a. vegna þess að mismunandi réttindi og skyldur samkvæmt lögum um opinber fjármál fara eftir þeirri flokkun.
    Við þá breytingu er nauðsynlegt að um A-hluta gildi mismunandi forsendur eftir eðli og tilgangi starfseminnar. Því er gert ráð fyrir að A-hluti skiptist í þrjá hluta. Í A1-hluta er starfsemi sem fallið hefur undir ríkissjóð og er einkanlega fjármögnuð með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum og framlögum úr ríkissjóði. Í A2-hluta er starfsemi sem samanstendur af starfsemi fyrirtækja, lána- og fjárfestingarsjóða og önnur starfsemi sem er rekin undir beinni stjórn ríkisins en stendur undir sér með sölu á vöru eða þjónustu, leigu og lánastarfsemi. Í A3-hluta er starfsemi hlutafélaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkissjóðs en sinna hlutverkum á sviði opinberrar þjónustu samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustöðlum.
    Eftir sem áður verða flokkar B og C áfram til og undir þá falla aðrar fullgildar hageiningar samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustöðlum.
    Tilfærsla lánastofnana í A-hluta fjárlaga kallar á aðgreiningu þeirra innan A-hluta frá annarri starfsemi með tilliti til regluverks og framsetningar í fjárlögum. Því er lagt til að þessir aðilar verði flokkaðir í A2-hluta. Hér er um sambærilegt fyrirkomulag að ræða og mörg nágrannaríki okkar nota í framsetningu fjárlaga, sem kallast á ensku Extra budgetary. Um aðila í A2-hluta verða sérreglur frá aðilum í A1-hluta þannig að þeir verða undanþegnir skilyrðum 7. gr. við mat á markmiðum fjármálaáætlunar og fjármálastefnu þar sem fjármögnun þeirra var undanskilin þegar fjármálaregla var sett á með lögum um opinber fjármál. Því þykir rétt að viðhalda fremur þeirri aðgreiningu en að þurfa að taka sjálfa fjármálaregluna til endurskoðunar. Þarna eru meðal annars lánasjóðir sem koma inn í efnahagsreikning ríkissjóðs og hafa til þessa fjármagnað útlán sín sjálfir með lántökum á markaði. Jafnframt njóta þessir aðilar ákveðins sjálfstæðis umfram hefðbundna ríkisaðila í A1-hluta og verða undanþegnir ýmsum ákvæðum um A1-hluta, svo sem varðandi framsetningu í fjárlögum, lánareglur, framkvæmd fjárlaga o.fl., og munu gilda ákvæði líkt og gilda nú um B- og C-hluta aðila. Þessum aðilum er ætlað að standa undir starfsemi sinni samkvæmt nánari forsendum með tekjuöflun af sölu, lánveitingum eða leigu. Eftir eðli starfsemi geta verið þannig sveiflur í tekjum að hefðbundið fjárlagaár nái ekki nægilega utan um það, án þess að aðilar eigi að grípa til hagræðingaraðgerða til að jafna rekstrarstöðu á sama hátt og aðili sem er fjármagnaður með beinum framlögum úr ríkissjóði. Eftir sem áður er gengið út frá því að þessir aðilar myndu allir birtast í samstæðuyfirliti fyrir A-hluta (A1-, A2- og A3-hluta) þannig að A-hlutinn í heild verði samanburðarhæfur við framsetningu þjóðhagsreikninga.
    Áður hefur verið upplýst á Alþingi um væntanlegar breytingar, annars vegar í 6. kafla greinargerðar með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020, sbr. þingskjal 1 á 151. þingi, bls. 127 og áfram auk kafla um endurskoðun á flokkun ríkisaðila bls. 320–321 í sama þingskjali, og hins vegar í kafla um breytta flokkun Hagstofu Íslands á starfsemi hins opinbera í fjármálaáætlun um opinber fjármál fyrir árin 2022–2026, sbr. þingskjal 1084 á 151. þingi, bls. 143–147.
    Í 2. mgr. 50. gr. er gert ráð fyrir að ráðherra beri ábyrgð á flokkun ríkisaðila, verkefna, fyrirtækja og sjóða í samræmi við alþjóðlega hagskýrslustaðla og geri grein fyrir henni í frumvarpi til fjárlaga ár hvert.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að ætla að tillögur þess stangist á við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar. Þess var gætt við samningu frumvarpsins að efni þess og framsetning samrýmdist ákvæðum 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.

5. Samráð.
    Við vinnslu þessa frumvarps var stuðst við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2022. Við gerð þess var haft samráð við félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Seðlabanka Íslands og Skattinn.
    Í frumvarpinu er að finna breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022. Vegna eðlis málsins og tengsla við frumvarp til fjárlaga voru frumvarpsáform, frummat á áhrifum og frumvarpsdrög ekki sett í samráðsferli samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna, sbr. 9. gr. reglna um starfshætti ríkisstjórnar, þar sem kveðið er á um að heimilt sé að víkja frá þessu ef mál eru sérlega brýn eða aðrar gildar ástæður eru fyrir hendi. Sjá ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 1. gr., 2. málsl. 3. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. samþykktarinnar.

6. Mat á áhrifum.
6.1. Mat á fjárhagsáhrifum.
    Tillögur frumvarpsins eru af margvíslegum toga og sama má segja um áhrif þeirra á ráðstöfunartekjur, verðlag og kaupmátt.
    Eftirlitsgjald til að standa straum af kostnaði við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi tekur nokkrum breytingum ýmist til lækkunar eða hækkunar á einstaka liðum en í heildina hækkar gjaldið um 232,9 millj. kr. Gjaldið lækkar á lánafyrirtæki, greiðslustofnanir, vátryggingafélög, verðbréfafyrirtæki, aðila með innheimtuleyfi og ýmis eignarhaldsfélög skv. 5. mgr. 5. gr. laga nr. 99/1999. Lækkun gjaldsins á þessa aðila er vegna lækkunar álagningarstofns og/eða fækkunar aðila í flokkum. Þá lækkar gjaldið á lífeyrissjóði vegna lækkunar álagningarhlutfalls. Fyrir aðra flokka hækkar gjaldið eða stendur í stað.
    Þrátt fyrir hækkun á gjaldinu stendur það ekki undir áætluðum rekstrarkostnaði Fjármálaeftirlitsins en það hefur þó ekki áhrif á starfsemi þess því að gengið er á uppsafnaðan rekstrarafgang Fjármálaeftirlitsins til að standa undir heildargjöldum.
    Hækkun útvarpsgjalds og gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra nemur samtals um 190 millj. kr. en þau gjöld hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs. Þá mun verðlagsuppfærsla krónutölugjalda (áfengis-, tóbaks-, kolefnis-, eldsneytis- og bifreiða- og kílómetragjalda) auka tekjur ríkissjóðs um 1,7 milljarða kr. Þessar hækkanir munu óhjákvæmilega hafa áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs og eru þau áhrif áætluð 0,08%.
    Áætlað er að tekjuskattur muni lækka um 2,3 milljarða kr. árið 2022 vegna upptöku framleiðniviðmiðs við uppfærslu skattleysis- og þrepamarka ef miðað er við 1% framleiðnivöxt.
    Heildarútgjöld barnabóta árið 2022 eru áætluð 13,9 milljarðar kr. á verðlagi ársins. Gert er ráð fyrir að þær hækkanir sem lagðar eru til á fjárhæðar- og skerðingarmörkum tekjustofns barnabóta rúmist innan fjárheimilda barnabóta á árinu 2022 og leiði ekki til hækkana á útgjöldum ríkissjóðs.
    Tillaga í frumvarpinu um óbreyttar viðmiðanir vaxtabótakerfisins leiðir til þess að útgjöld vegna vaxtabóta nema 2,2 milljörðum kr. á árinu 2022.
    Tillaga frumvarpsins um framlengingu á bráðabirgðaákvæði sem kveður á um niðurfellingu gistináttaskatts út árið 2023 kemur til með að lækka skatttekjur ríkissjóðs um 860 millj. kr. á árinu 2022 og 1.030 millj. kr. á árinu 2023 að meðtöldum áhrifum á virðisaukaskatt. Áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs eru áætluð 0,01% á árinu 2022.
    Tillaga um hækkun sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega úr 1.200.000 kr. í 2.400.000 kr. á ári leiðir til hækkunar á útgjöldum ríkissjóðs um 540 millj. kr. á ári.
    Aðrar breytingar hafa ýmist áhrif á tekju- og/eða gjaldahlið en samanlögð áhrif af þeim breytingum á afkomu ríkissjóðs eru talin óveruleg.

2022 2023
Tekjuráðstafanir Tekjuáhrif
á ríkissjóð
(millj. kr.)
Áhrif á
VNV (%)
Tekjuáhrif
á ríkissjóð
(millj. kr.)
Áhrif á
VNV (%)
Verðlagsuppfærsla krónutölugjalda 1.700 0,08
Hækkun nefskatta 190
Framlenging á niðurfellingu gistináttaskatts -860 -0,01 -1.030
Uppfærsla skattleysis- og þrepamarka -2.300
Samtals -1.270 0,07 -1.030

6.2. Mat á jafnréttisáhrifum.
    Ekki hefur farið fram ítarleg greining á jafnréttisáhrifum frumvarpsins. Þó má leiða að því líkur að tillögur þess geti haft ólík áhrif á karla og konur enda eru konur að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Samkvæmt upplýsingum á vef stjórnvalda tekjusagan.is eru 55% kvenna í neðstu fimm tekjutíundunum og konur eru aðeins 29% þeirra sem eru í efstu tekjutíundinni. Þær eru 57–60% þeirra sem eru í tekjutíundum 3, 4 og 5. Hækkun krónutöluskatta og annarra skatta og gjalda er því líklegri til að koma verr niður á konum en körlum.
    Hvað hækkanir á olíugjaldi, bensíngjaldi, kolefnisgjaldi, kílómetragjaldi og bifreiðagjaldi varðar verður að hafa í huga að mun fleiri karlar en konur eru skráðir eigendur fólksbíla og lítill munur er þar á eftir hjúskaparstöðu. Konur eiga almennt minni og sparneytnari fólksbíla og eignarhald þeirra er mjög lágt þegar kemur að öðrum tegundum ökutækja. Þá eru karlar líklegri til að ferðast lengri vegalengdir til og frá vinnu og gefa erlendar rannsóknir einnig vísbendingar um sambærileg samgöngumynstur þar sem athafnasvæði karla er stærra en kvenna. Þessar niðurstöður má meðal annars finna í áfangaskýrslu um kynbundinn mun í notkun samgöngukerfisins frá apríl 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að konur vinni nær heimili en karlar og virðast þannig almennt ferðast styttri vegalengdir. Það má því ætla að karlar aki meira en konur og taki samkvæmt framansögðu í meira mæli á sig áðurnefndar krónutöluhækkanir.
    Hækkun krónutöluskatta felur jafnframt í sér hækkun á gjöldum á áfengi og tóbaki. Samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis neyta karlar meira áfengis en konur, bæði hvað varðar neyslu á a.m.k. einu glasi af áfengum drykk einu sinni í viku eða oftar síðustu 30 daga og ölvunardrykkju (fimm eða fleiri áfengir drykkir á einum degi síðustu 30 daga) en sá munur virðist þó fara minnkandi. Kynjamunur meðal þeirra sem reykja daglega virðist hins vegar ekki vera mikill.
    Eins og fram kemur í kafla 6.1 er áætlað að tekjuskattur muni lækka um 2,3 milljarða kr. vegna upptöku framleiðniviðmiðs við uppfærslu skattleysis- og þrepamarka. Gert er ráð fyrir því að karlar muni frekar njóta góðs af breytingunni og er áætlað að 52% af tekjuskattslækkuninni muni koma í þeirra hlut. Ástæðan er sú að tekjuskattslækkunin kemur til vegna hærri skattleysismarka og hærri þrepamarka. Hærri skattleysismörk koma til lækkunar tekjuskatts hjá öllum sem hafa tekjur yfir skattleysismörkum en hærri þrepamörk koma einungis til lækkunar tekjuskatts hjá þeim sem hafa tekjur yfir neðri eða efri þrepamörkum. Þar sem karlar eru almennt tekjuhærri og hafa í meira mæli tekjur yfir efri þrepamörkum kemur breytingin til með að verða þeim hagstæðari.
    Barnabætur ársins 2021 fóru í 70% tilfella til kvenna. Það skýrist að miklu leyti út frá því að einstæðir foreldrar, sem fá hærri barnabætur en foreldrar í sambúð, eru í 88% tilfella konur. Því er ljóst að breytingin mun auka ráðstöfunartekjur kvenna í meira mæli en ráðstöfunartekjur karla.
    Gera má ráð fyrir því að framlenging á tímabundnum útreikningsreglum og viðmiðunarfjárhæðum vaxtabóta hafi einhver jafnréttisáhrif í för með sér. Samkvæmt „Húsnæðismarkaðnum“, mánaðar skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, frá maí 2020 eru konur líklegri til að vera á leigumarkaði en karlar. Hvað eignarhald á fasteignum varðar er þó nánast enginn kynjamunur, hvort sem á eigninni hvílir lán eða ekki, sbr. upplýsingará vef Hagstofu Íslands frá árinu 2016. Með tilliti til tekjutengingar vaxtabóta er því líklegra að framlenging ákvæðisins gagnist þeim konum betur en körlum sem tekið hafa lán vegna kaupa á fasteign.
    Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og útvarpsgjald er lagt á einstaklinga sem eru 16 ára til og með 69 ára á tekjuárinu og eru með tekjustofn yfir reiknuðum skattleysismörkum. Þar sem konur eru að meðaltali með lægri laun en karlar má búast við að hlutfallslega greiði þær konur sem eru með tekjur yfir skattleysismörkum að jafnaði hærri prósentu af launum sínum en karlar og eru því jaðarskattaáhrifin meiri á konur en karla. Um 43% kvenna eru með tekjur undir lágmarkslaunum samkvæmt upplýsingum á vefnum tekjusagan.is og greiða því ekki áðurnefnd gjöld. Allar falla þær í tekjutíundir 1–4. Meðallaun í tekjutíund 5 eru 4,5 millj. kr. og í þeim flokki vega nefskattarnir í Framkvæmdasjóð aldraðra og útvarpsgjald hlutfallslega þyngst. Karlar eru hins vegar oftar með tekur yfir skattleysismörkum og því líklegri til að falla undir skilyrði fyrir álagningu áðurnefndra gjalda.

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Í greininni er lagt til að fjárhæðir kolefnisgjalds verði hækkaðar um 2,5% til samræmis við almennar verðlagsbreytingar.

Um 2.–4. gr.

    Í greinunum er lagt til að áfengis- og tóbaksgjöld verði hækkuð. Um er að ræða 2,5% hækkun gjalda til samræmis við almennar verðlagsbreytingar.

Um 5. og 6. gr.

    Lagt er til að almennt vörugjald af bensíni hækki um 0,75 kr. á hvern lítra, úr 29,45 kr. í 30,20 kr., og að sérstakt vörugjald af blýlausu bensíni hækki um 1,20 kr. á hvern lítra, úr 47,50 kr. í 48,70 kr. Einnig er lagt til að sérstakt vörugjald á hvern lítra af öðru bensíni hækki um 1,25 kr., úr 50,35 kr. í 51,60 kr. Hækkunin nemur 2,5% vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2022.

Um 7. gr.

    Í greininni er lögð til hækkun á fjárhæð olíugjalds sem greiða skal í ríkissjóð sem vörugjald af gas-, dísil- og steinolíu skv. 1. gr. laga um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004. Lagt er til að gjaldið verði hækkað um 2,5% vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2022.

Um 8. gr.

    Hér er gerð tillaga um hækkun á fjárhæðum kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds um 2,5% vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2022.

Um 9. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að bifreiðagjald hækki um 2,5% vegna almennra verðlagsbreytinga í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2022.

Um 10. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga um um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald. Þar er nú byggt á því sjónarmiði að skipting eftirlitsgjalds á milli eftirlitsskyldra aðila sé ákvörðuð með hliðsjón af þeim tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila undanfarin þrjú ár. Þess í stað er lagt til að eftirlitsgjaldinu verði skipt á milli eftirlitsskyldra aðila með hliðsjón af þeim tíma sem áætlað er að fari í hvern flokk eftirlitsskyldra aðila næstu þrjú árin. Með því að miða við áætlun til næstu þriggja ára, í stað þess að horfa aðeins til síðastliðinna þriggja ára, getur skipting eftirlitsgjaldsins mun fyrr tekið mið af nýjum áherslum Fjármálaeftirlitsins og breytingum á lagaumhverfi eftirlitsskyldra aðila að því er varðar eftirlit.

Um 11. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald þar sem kveðið er á um gjaldskylda aðila, álagningarstofn og hlutföll álagðs eftirlitsgjalds.
    Í a-lið er lögð til hækkun á lágmarksgjaldi fyrir vátryggingamiðlara úr 550.000 kr. í 850.000 kr. Er það gert í ljósi þess að auknar kröfur eru nú gerðar til vátryggingamiðlara með innleiðingu tilskipunar (ESB) 2016/97 um dreifingu vátrygginga (svokölluð IDD-tilskipun) í lög um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019, og lög um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004. Þá hafa verið gerðar auknar kröfur til þeirra eftirlitsskyldu aðila sem falla undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018. Í samræmi við framangreint hefur eftirlit Fjármálaeftirlitsins með vátryggingamiðlurum aukist.
    Eftirlitsgjald sem lagt er á lífeyrissjóði skiptist annars vegar í þrepaskipt fastagjald og hins vegar í breytilegt gjald byggt á hreinni eign lífeyrissjóða. Eftirlit Fjármálaeftirlitsins með lífeyrissjóðum felst annars vegar í beinu eftirliti og hins vegar í öðrum verkefnum á borð við greiningar á lífeyrismarkaði, stjórnun og reglusetningarvinnu. Í kjölfar skoðunar Seðlabankans á því hvernig eftirlit Fjármálaeftirlitsins með lífeyrissjóðum skiptist í framangreind verkefni eru lagðar til þær breytingar sem hér koma fram, en Seðlabankinn telur eðlilegt að lífeyrissjóðir greiði, með fastagjaldi, fyrir það eftirlit sem með þeim er haft, en að kostnaður við önnur verkefni skiptist á lífeyrissjóðina að réttri tiltölu.
    Í b-lið er annars vegar lögð til lækkun á álagningarhlutfalli lífeyrissjóða, en sú tillaga tekur mið af endurmati Seðlabankans á skiptingu kostnaðar við rekstur Fjármálaeftirlitsins í samræmi við ákvæði laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald. Hins vegar er lögð til breyting á eftirlitsgjaldi lífeyrissjóða þannig að þáttur fastagjalds í heildarálagningu lífeyrissjóða verði hækkaður úr 60% í 70%. Er þessum hluta eftirlitsgjaldsins ætlað að greiða fyrir eftirlit með einstökum lífeyrissjóðum og er þá horft til stærðar þeirra, en einnig er lagt til að stærðarmörk lífeyrissjóða með tilliti til fastagjalds í heildarálagningu séu uppfærð með hliðsjón af því hve lífeyrissjóðir hafa stækkað á undanförnum árum. Lagt er til að lágmarksfastagjald verði 4.000.000 kr. og að miðað verði við þá lífeyrissjóði sem hafa hreina eign til greiðslu lífeyris undir 15 milljörðum kr. Þeim hluta eftirlitsgjaldsins sem lagður er á í beinu hlutfalli við hreina eign til greiðslu lífeyris og nemur nú um 30% af álögðu eftirlitsgjaldi lífeyrissjóða er ætlað að standa straum af verkefnum sem ná þvert yfir lífeyrismarkaðinn, eins og áður segir.
    Í c-lið er gerð tillaga að umtalsverðri breytingu á 4. mgr. 5. gr. laganna þannig að ákvæðið verði að þremur málsliðum. Í 1. málslið er mælt fyrir um að útibú erlendra verðbréfamiðstöðva sem starfa hér á landi skuli greiða helming eftirlitsgjalds skv. 7. tölul. 1. mgr. gr., en í 2. málslið er kveðið á um að útibú annarra eftirlitsskyldra aðila skuli greiða helming lágmarksgjalds samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr. sömu greinar. Ástæða þessa er sú að í tilviki útibúa verðbréfamiðstöðva er umfang eftirlits almennt meira en í tilviki útibúa annarra eftirlitsskyldra aðila. Í 3. málslið er kveðið á um innheimtu eftirlitsgjalds í tilviki útibúa eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi, en þá er um að ræða útibú aðila með staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins. Í tilviki þeirra skal innheimt lágmarksgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr. 5. gr. laganna. Meginreglan er að eftirlit með útibúum er á ábyrgð stjórnvalda í heimaríki viðkomandi aðila. Samt sem áður fer eftirlitsstjórnvald í gistiríki með takmarkað eftirlit með útibúi sem tekur sér þar staðfestu, sem ræðst að mestu af starfsleyfi viðkomandi aðila í sínu heimaríki. Eftirlit sem Fjármálaeftirlitinu er falið að sinna eða gæti verið falið að sinna samkvæmt lögum tengist að jafnaði viðskiptaháttum, neytendavernd og aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Seðlabankinn telur því eðlilegt að hann hafi heimild til að innheimta eftirlitsgjald af útibúum sem starfrækt eru hérlendis. Í þessu sambandi er vert að taka fram að fjármálaeftirlitum í nágrannalöndum Íslands, til að mynda Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, er heimilt í einhverjum mæli að innheimta eftirlitsgjald af útibúum fyrirtækja sem hafa staðfestu í öðrum EES-ríkjum, þótt misjafnt sé hvort lagt er fastagjald á útibú eða gjald sem miðast við umfang reksturs útibúsins.
    Í d- og e-lið er lagt til að lækka fastagjald sem lagt er á annars vegar lánveitendur sem skráðir eru skv. XIII. kafla laga um fasteignalán til neytenda og hins vegar lánamiðlara sem skráðir eru skv. XIV. kafla sömu laga. Tillagan felur í sér að gjaldið verði í meira samræmi við umfang þess eftirlits sem Fjármálaeftirlitið hefur með framangreindum aðilum.
    Í 1. efnismgr. f-liðar er lagt til að rekstraraðilar sérhæfðra sjóða greiði gjald vegna þeirra sjóða sem þeir hafa heimild til að markaðssetja hérlendis. Nokkur vinna hefur verið hjá Fjármálaeftirlitinu vegna eftirlits með slíkum sjóðum.
    Í 2. efnismgr. f-liðar er gerð tillaga um að lánamiðlurum og lánveitendum samkvæmt lögum um neytendalán sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins verði gert að greiða eftirlitsgjald. Neytendastofa hefur almennt eftirlit með ákvæðum laga um neytendalán. Fjármálaeftirlitið hefur þó almennt eftirlit með því að þeir fari að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka falli þeir ekki undir ákvæði um fasteignasölur, bifreiðaumboð og fasteigna-, fyrirtækja-, skipa- og bifreiðasala. Þegar það á við þykir eftirlitsgjald hæfilega ákveðið 400.000 kr.
    Í 3. efnismgr. f-liðar er lagt til að umboðsaðilar greiðslustofnana samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu og dreifingaraðilar rafeyrisfyrirtækja samkvæmt lögum um útgáfu og meðferð rafeyris greiði tilgreint eftirlitsgjald. Fjármálaeftirlitinu er falið eftirlit með framkvæmd framangreindra laga og hefur nokkur vinna falist í því eftirliti. Enn fremur falla umræddir aðilar undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. g-lið 1. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 38. gr. laganna. Af þeim sökum er gerð tillaga um að lagt verði eftirlitsgjald á þessa aðila, sem verði hærra en í tilviki lánamiðlara og lánveitenda samkvæmt lögum um neytendalán, sbr. umfjöllun hér framar, en talið er hæfilegt að gjaldið verði 600.000 kr.

Um 12. gr.

    Í a-lið er gerð tillaga um að fjárhæðarmörk í 3. málsl. 2. mgr. 6. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald verði hækkuð til að einfalda innheimtu á eftirlitsgjöldum sem falla undir mörkin.
    Í 6. málsl. 3. mgr. 6. gr. laganna er nú notast við hugtakið fagfjárfestasjóður. Málsliðurinn varðaði 2. málsl. 6. tölul. 1. mgr. 5. gr., en sá málsliður var felldur brott með 120. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020. Ákvæði 6. málsl. 3. mgr. 6. gr. hefur því ekki lengur þýðingu og því lagt til að það falli brott.

Um 13. gr.

    Í a-lið er lagt til að orðin „og skráningu“ komi á eftir orðinu „starfsleyfi“ í 2. mgr. 7. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald þannig að innheimt verði fastagjald bæði vegna veitingar starfsleyfis en einnig skráningar eftirlitsskyldra aðila, til að mynda aðila sem óska skráningar skv. 7. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.
    Í b-lið er lagt til að orðið „verðbréfamiðlana“ verði fellt brott úr 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. Með lögum nr. 96/2016, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, var orðið „verðbréfamiðlun“ fellt brott úr þeim lögum með þeim rökum að starfsheimildir verðbréfafyrirtækja tækju ekki mið af því að til væru sérstakar tegundir fjármálafyrirtækja sem bæru heitið „verðbréfamiðlun“ og hefðu takmarkaðri starfsskyldur en verðbréfafyrirtæki. Starfsemi þeirra heyrði þar af leiðandi sjálfkrafa til verðbréfafyrirtækja og slík fyrirtæki hafa því eftirleiðis þurft að auðkenna sig sem slík. Því hefur tilvísun 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. til verðbréfamiðlana í raun ekkert gildi lengur.
    Í c-lið er lagt til að orðin „rekstraraðila sérhæfðra sjóða“ bætist við upptalningu eftirlitsskyldra aðila í 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. Með lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða var rekstraraðilum sérhæfðra sjóða, að nánari skilyrðum uppfylltum, gert skylt að afla starfsleyfis frá Fjármálaeftirlitinu. Slík útgáfa felur í sér nokkra vinnu fyrir starfsmenn og rétt þykir að rekstraraðilarnir greiði fyrir hana. Því er lagt til að heimilt verði að innheimta fastagjald fyrir afgreiðslu umsóknar um starfsleyfi rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Auk þess er lagt til með þessari breytingu, og þeirri sem getið er í a-lið, að innheimt verði fastagjald fyrir vinnu sem felst í afgreiðslu á beiðni aðila um skráningu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Nú er heimilt að innheimta gjald fyrir það verkefni samkvæmt gjaldskrá Seðlabanka Íslands vegna sértækra aðgerða Fjármálaeftirlitsins, sbr. 9. tölul. 1. mgr. 5. gr. gjaldskrárinnar, en rétt þykir að færa gjaldtökuheimildina í lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald.
    Í d-lið er lagt til að innheimt verði gjald úr hendi aðila vegna umsóknar um mat á hæfi hans til að fara með virkan eignarhlut. Í dag er Seðlabankanum heimilt að innheimta gjald úr hendi slíks aðila á grundvelli tímaskráningar skv. 3. tölul. 1. mgr. 5. gr. gjaldskrár Seðlabankans, en hér er til hagræðis lagt til að Seðlabankanum verði heimilt að innheimta fastagjald fyrir vinnu við slíkt verkefni þegar um er að ræða viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki og vátryggingafélög, á sama hátt og gert er í 2. mgr. 7. gr. laganna varðandi afgreiðslu umsókna um starfsleyfi eftirlitsskyldra aðila.

Um 14. gr.

    Lögð er til breyting á hlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, sem miðað er við þegar gjald sem ætlað er að standa undir kostnaði vegna reksturs umboðsmanns skuldara er lagt á gjaldskylda aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna.

Um 15. gr.

    Hér er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra samkvæmt lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, verði hækkað um 2,5% og nemi 12.334 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021.

Um 16. og 17. gr.

    Lögð er til framlenging á gildistíma ákvæðis til bráðabirgða VII í lögum um málefni aldraðra þar sem kveðið er á um að Framkvæmdasjóður aldraðra hafi tímabundna heimild til að kosta rekstur hjúkrunarrýma aldraðra. Ástæða þessara ráðstafana er fjárhagsvandi ríkissjóðs og sparnaðarkrafa fjárlagaheimilda.
    Þá er gert ráð fyrir nýju ákvæði til bráðabirgða við lög um málefni aldraðra. Í ákvæðinu er kveðið á um að á tímabilinu frá 1. janúar 2022 til og með 31. desember 2022 sé unnt að óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að stofnunin geri samanburð á útreikningi á kostnaðarþátttöku heimilismanna fyrir og eftir gildistöku laga nr. 166/2006 og laga nr. 120/2009. Með lögum nr. 166/2006 var dregið úr tengingum við tekjur maka heimilismanna og þær síðar afnumdar með lögum nr. 120/2009. Sýni samanburðurinn aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna ársins 2022 til samræmis við það sem lægra reynist. Hér er um sams konar bráðabirgðaákvæði að ræða og er í gildi vegna ársins 2021. Gildandi ákvæði um heimild til samanburðar á útreikningi á kostnaðarþátttöku heimilismanna samkvæmt eldri og yngri lögum rennur út 31. desember 2021.

Um 18. gr.

    Lagt er til að sérstakt frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna skv. 4. málsl. 1. mgr. 23. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, verði hækkað úr 1.200.000 kr. í 2.400.000 kr. á ári.

Um 19. gr.

    Í a-lið er lögð til framlenging á ákvæði í 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, út árið 2022 en að öðrum kosti hefði það runnið sitt skeið í lok þessa árs. Kveðið er á um að þrátt fyrir ákvæði laganna skuli örorkulífeyrisþegi hafa árlegt 1.315.200 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
    Samkvæmt b- og c-lið skal við útreikning tekjutryggingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á tímabilinu 1. janúar 2022 til og með 31. desember 2022, gera samanburð á útreikningi tekjutryggingar, annars vegar samkvæmt reglum sem gilda á árinu 2022 og hins vegar reglum sem giltu árið 2013 auk 54,55% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum. Þeirri reglu sem leiðir til hærri greiðslna fyrir lífeyrisþega skal beitt.

Um 20. gr.

    Vísað er til skýringa við 19. gr. frumvarpsins en í þessari grein er kveðið á um útreikning heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Skal sömu reglu beitt og getið er um í 19. gr.

Um 21. og 22. gr.

    Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða XI í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, verði framlengt um eitt ár og gildi út árið 2022. Það mun hafa þau áhrif að óheimilt verður á árinu 2022 að láta almennar hækkanir sem kunna að verða á örorkulífeyrisgreiðslum samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, leiða til lækkunar á örorkulífeyri sjóðfélaga úr lífeyrissjóði.
    Þá er einnig lagt til að ákvæði til bráðabirgða XV í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, verði framlengt um eitt ár og gildi út árið 2022. Það mun leiða til þess að framlag lífeyrissjóða samkvæmt lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, á árinu 2022 verður ekki núvirt við tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðanna.

Um 23. gr.

    Í greininni er lagt til að föst krónutala sóknargjalda hækki úr 980 kr. á mánuði samkvæmt gildandi lögum í 985 kr. fyrir árið 2022. Ákvörðuð hækkun nemur því um 0,5%.

Um 24. gr.

    Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar skv. 4. mgr. 14. gr. a laga um loftslagsmál, nr. 70/2012, verði breytt til samræmis við breytingar á meðalverði losunarheimilda á Evrópska efnahagssvæðinu eins og það er á árstímabili sem lýkur 31. júlí árið áður. Gert er ráð fyrir að breytingin muni hafa óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs. Um nánari skýringar vísast til kafla 3.9 í greinargerðinni.

Um 25. gr.

    Lagt er til að sérstakt gjald sem ríkisskattstjóri leggur á samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, og rennur til Ríkisútvarpsins verði hækkað úr 18.300 kr. í 18.800 kr. til samræmis við almennar verðlagsbreytingar.

Um 26. gr.

    Lögð er til framlenging á ákvæði til bráðabirgða IV í lögum um tryggingagjald sem kveður á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2022. Sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi fyrir árin 2013–2021. Eftir sem áður er gert ráð fyrir að á árinu 2022 leggi ríkissjóður framlag að fjárhæð 816,5 millj. kr. til starfsendurhæfingarsjóða.

Um 27. gr.

    Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða III í lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, verði framlengt um eitt ár. Atvinnurekendur, þeir sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóðir munu því greiða áfram sama hlutfall af stofni til iðgjalds skv. 3. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, á árinu 2022 eins og á árunum 2016, 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021, eða 0,10%.

Um 28. og 29. gr.

    Í 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, er kveðið á um að fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns samkvæmt ákvæðinu skuli taka breytingum í upphafi hvers árs í réttu hlutfalli við hækkun á launavísitölu frá upphafi til loka næstliðins tólf mánaða tímabils. Þá er í 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna mælt fyrir um fjárhæð persónuafsláttar skuli í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils. Breytingarnar á framangreindum viðmiðunarmörkum skal birta með auglýsingu ráðherra fyrir upphaf staðgreiðsluárs.
    Með frumvarpinu er lagt til að við árlega uppfærslu skattleysis- og þrepamarka verði miðað við þróun vísitölu neysluverðs að viðbættum 1,0% framleiðnivexti á ári. Þetta má útskýra með eftirfarandi jöfnu fyrir þrepamörkin:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Sambærileg jafna gildir fyrir persónuafslátt (og þar með skattleysismörk).
    Gert er ráð fyrir því að mat á framleiðnivexti til lengdar verði tekið til endurskoðunar á fimm ára fresti og bætt við vísitölu neysluverðs við uppfærslu hvers árs. Með þessu viðmiði verður uppfærsla skattleysis- og þrepamarka gagnsæ og skiljanleg. Sjálfvirk sveiflujöfnun verður innbyggð í skattkerfið þar sem skattbyrði lækkar þegar launahækkanir eru lægri en samtala verðbólgu og langtímaframleiðnivaxtar og öfugt þegar þær eru umfram langtímaframleiðnivöxt. Þá er einnig komið í veg fyrir að mismikil hækkun skattleysis- og þrepamarka leiði til þess að hlutfallsleg skattbyrði einstaklinga í neðri hluta tekjudreifingarinnar hækki með tímanum án þess að sérstök ákvörðun liggi fyrir þar um.

Um 30. gr.

    Með ákvæðinu er lögð til hækkun á fjárhæðar- og skerðingarmörkum tekna vegna barnabóta sem koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2022.
    Við það mun fjárhæð árlegra tekjutengdra barnabóta fyrir einstæða foreldra fara úr 390.700 kr. með fyrsta barni í 413.000 kr. og barnabætur greiddar með börnum umfram eitt úr 400.800 kr. í 423.000 kr. Fyrir foreldra í sambúð fara barnabætur með fyrsta barni úr 234.500 kr. í 248.000 kr. og barnabætur greiddar með börnum umfram eitt fara úr 279.200 kr. í 295.000 kr. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára fara úr 140.000 kr. í 148.000 kr.
    Neðri tekjuskerðingarmörk barnabóta einstæðs foreldris fara úr 4,2 millj. kr. í 4,5 millj. kr. og hjá hjónum úr 8,4 millj. kr. í 9,1 millj. kr. Efri tekjuskerðingarmörk barnabóta einstæðs foreldris fara úr 5,5 millj. kr. í 6,1 millj. kr. og hjá hjónum úr 11 millj. kr. í 12,3 millj. kr. Þá munu tekjuskerðingarmörk barnabóta einstæðs foreldris með börnum yngri en sjö ára fara úr 4,2 millj. kr. í 4,5 millj. kr. og hjá hjónum úr 8,4 millj. kr. í 9,1 millj. kr.

Um 31. gr.

    Með ákvæði þessu er lagt til að tímabundin hækkun á vaxtabótum, sem að óbreyttu hefði fallið niður um næstu áramót, verði framlengd um eitt ár. Því er ártalinu 2022 bætt við ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum, en það hefur að geyma ákvæði um vaxtabætur á árunum 2011–2021. Gert er ráð fyrir að ákvæðið komi til framkvæmda við ákvörðun á fyrirframgreiðslu vaxtabóta og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2022.

Um 32. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að úrvinnslugjald á plastumbúðir hækki úr 28 kr./kg í 30 kr./kg. Tillaga um hækkun er vegna aukinnar söfnunar og aukins kostnaðar við söfnun, meðhöndlun, flutninga og ráðstöfun plastumbúða.

Um 33. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplast hækki úr 28 kr./kg í 30 kr./kg. Tillaga um hækkun er vegna aukinnar söfnunar og aukins kostnaðar við söfnun, meðhöndlun, flutninga og ráðstöfun heyrúlluplasts.

Um 34. gr.

    Í ákvæðinu eru lagðar til tvær breytingar á upphæð úrvinnslugjalds. Í a-lið ákvæðisins er lagt til að hækka úrvinnslugjald á olíuvörum, sbr. viðauka IV, úr 50 kr./kg í 60 kr./kg. Í b-lið er gerð tillaga um að úrvinnslugjald af svartolíu (tollnúmer 2710.1940) hækki úr 0,9 kr./kg í 1,1 kr./kg. Tillaga um hækkun er gerð vegna aukins kostnaðar við söfnun og úrvinnslu úrgangsolíu og til að bæta sjóðstöðu vöruflokksins (uppgjörsflokksins). Samningi Úrvinnslusjóðs við innflytjendur svartolíu samkvæmt heimild í 3. mgr. 8. gr. laga nr. 162/2002, var sagt upp árið 2019 af hálfu samningsaðila og úrvinnslugjald innheimt af svartolíu. Svartolía hefur verið flutt inn í mjög litlum mæli síðan 2019.

Um 35. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að úrvinnslugjald á halógeneruð efni hækki úr 220 kr./kg í 260 kr./kg. Tillaga um hækkun er vegna aukins kostnaðar við söfnun og ráðstöfun efnanna og til að laga sjóðstöðu vöruflokksins (uppgjörsflokksins).

Um 36. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að úrvinnslugjald á málningu hækki úr 42 kr./kg í 50 kr./kg. Tillaga um hækkun er vegna aukins kostnaðar við söfnun og ráðstöfun málningar.

Um 37. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að úrvinnslugjald á rafhlöður hækki, sbr. tilgreind tollskrárnúmer. Tillaga um hækkun byggist á því að sjóður vöruflokks (uppgjörsflokks) rafhlaðna er neikvæður vegna aukinna skila og aukins kostnaðar við söfnun og ráðstöfun rafhlaðna, skilahlutfall hefur hækkað verulega.

Um 38. gr.

    Með lögum um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 25/2020, var gistináttaskattur felldur brott tímabundið með bráðabirgðaákvæði við lög um gistináttaskatt, nr. 87/2011, frá 1. apríl 2020 til og með 31. desember 2021. Að óbreyttu ætti bráðabirgðaákvæðið því að renna sitt skeið þann 31. desember 2021. Í frumvarpinu er lögð til tímabundin framlenging á bráðabirgðaákvæðinu og verði það að lögum verður greiðsla og innheimta gistináttaskatts felld niður til og með 31. desember 2023.

Um 39.–46. gr. og 48.–52. gr.

    Í ákvæðunum eru lagðar til nauðsynlegar breytingar til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til á 50. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.

Um 47. gr.

    Samkvæmt lögum um opinber fjármál á flokkun á starfsemi ríkisins að byggjast á alþjóðlegum hagskýrslustöðlum en auk þess er starfsemi flokkuð í A-, B- og C-hluta eftir félagaformi og ábyrgð á starfsemi. Uppbygging laganna vísar því til mismunandi framsetningar, ábyrgðar og upplýsingaskyldu við fjárlagagerð, áhrifamat, upplýsingagjöf og annað, eftir því hvaða flokkar eigi við.
    Í gildandi 50. gr. gætir ákveðins ósamræmis þar sem alþjóðlegi hagskýrslustaðallinn um opinber fjármál, GFS (Alþjóðlegi hagskýrslustaðallinn um opinber fjármál), tekur alfarið mið af eðli starfseminnar við flokkun ríkisaðila en flokkun í A-, B- og C-hluta aðila samkvæmt gildandi 50. gr. ræðst af ábyrgðarsjónarmiðum.
    Telja verður nauðsynlegt að breyta fyrri flokkun þannig að í nýrri lagagrein verði gert ráð fyrir að grunnforsenda flokkunar byggist á alþjóðlegum hagskýrslustaðli. Frekari flokkun er þó áfram nauðsynleg, m.a. vegna þess að mismunandi réttindi og skyldur samkvæmt lögum um opinber fjármál fara eftir þeirri flokkun.
    Við þá breytingu er nauðsynlegt að um A-hluta gildi mismunandi forsendur eftir eðli og tilgangi starfseminnar. Því er gert ráð fyrir að A-hluti skiptist í þrjá hluta. Í A1-hluta er starfsemi sem fallið hefur undir ríkissjóð og er einkanlega fjármögnuð með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum og framlögum úr ríkissjóði. Í A2-hluta er starfsemi sem samanstendur af starfsemi fyrirtækja, lána- og fjárfestingarsjóða og önnur starfsemi sem er rekin undir beinni stjórn ríkisins en stendur undir sér með sölu á vöru eða þjónustu, leigu og lánastarfsemi. Í A3-hluta er starfsemi hlutafélaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkissjóðs en sinna hlutverkum á sviði opinberrar þjónustu samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustöðlum.
    Eftir sem áður verða flokkar B- og C- áfram til og undir þá falla aðrar fullgildar hageiningar samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustöðlum.
    Í 2. mgr. er gert ráð fyrir að ráðherra beri ábyrgð á flokkun ríkisaðila, verkefna, fyrirtækja og sjóða í samræmi við alþjóðlega hagskýrslustaðla og geri grein fyrir henni í frumvarpi til fjárlaga ár hvert.
    Um nánari skýringar vísast til kafla 3.17 í greinargerð.

Um 53. gr.

    Ákvæðið þarfnast ekki skýringar.