Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 150  —  148. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgengi að sálfræðiþjónustu óháð efnahag.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvert er nýgengi örorku vegna kvíða og þunglyndis árið 2021 og hvert var nýgengið á tímabilinu 2018–2020?
     2.      Hyggst ráðherra auka aðgengi fólks að sálfræðimeðferð óháð efnahag með því að niðurgreiða slíka heilbrigðisþjónustu, sbr. heimild þar um í lögum nr. 93/2020? Ef ekki, hvernig hyggst ráðherra bæta aðgengi landsmanna að sálfræðiþjónustu og jafna kostnað?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra framfylgja þeim orðum sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf meiri hlutans að efla skuli geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla hópa samfélagsins?


Skriflegt svar óskast.