Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1980, 150. löggjafarþing 8. mál: sjúkratryggingar (aðgengi að sálfræðiþjónustu og annarri gagnreyndri samtalsmeðferð).
Lög nr. 93 8. júlí 2020.

Lög um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (aðgengi að sálfræðiþjónustu og annarri gagnreyndri samtalsmeðferð).


1. gr.

     Á eftir 21. gr. laganna kemur ný grein, 21. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Sálfræðimeðferð og önnur gagnreynd samtalsmeðferð.
     Sjúkratryggingar taka til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla. Sjúkratryggingastofnunin getur áskilið vottorð heimilislæknis, heilsugæslulæknis eða sérgreinalæknis um nauðsyn meðferðar.
     Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar þar sem m.a. er heimilt að kveða á um nánari skilyrði og takmörkun greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við sálfræðimeðferð.

2. gr.

     Á eftir orðunum „17.–21. gr.“ í 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: og 21. gr. a.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2020.