Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 227  —  4. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar, refsinæmi o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (GHaf, ÁBG, DME, HHH, SÞÁ).


     1.      1. efnismálsl. c-liðar 1. gr. orðist svo: Þá er það skilyrði fyrir skráningu og endurskráningu lögaðila í almannaheillaskrá að staðin hafi verið skil á skattframtali og ársreikningi til ríkisskattstjóra eftir því sem við á og að ekki sé um að ræða vanskil eða áætlanir skatta, skattsekta, gjalda og skýrsluskila.
     2.      Á eftir orðinu „eftirstöðvar“ í fyrri efnismálslið 8. gr. komi: gjalds.
     3.      15. gr. orðist svo:
              Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXIX í lögunum:
                  a.      Í stað orðanna „skráningarskyldu ökutæki sem fallið hefur undir ívilnun á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XXIV“ í 1. málsl. kemur: rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreið.
                  b.      B-liður orðast svo: Ökutækið er skráð sem bifreið í ökutækjaskrá, sbr. 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og fellur undir vöruliði 8703 eða 8704 í tollskrá.
                  c.      Við bætist nýr stafliður, c-liður, svohljóðandi: Skráð losun á koltvísýringi tengiltvinnbifreiðar uppfyllir skilyrði 2. tölul. 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV.
     4.      Á eftir 15. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Á tímabilinu 1. júlí 2022 til og með 31. desember 2027 skal endurgreiða 100% þess virðisaukaskatts sem greiddur hefur verið við innflutning eða fyrstu sölu nýs loftfars, hreyfils eða loftskrúfu sem nýtir rafmagn eða vetni sem orkugjafa. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða 100% þess virðisaukaskatts sem greiddur hefur verið við innflutning og fyrstu sölu notaðs loftfars, hreyfils eða loftskrúfu sem nýtir rafmagn eða vetni sem orkugjafa enda sé loftfarið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi miðað við fyrstu skráningu og hreyfill eða loftskrúfa þriggja ára eða yngri á innflutningsdegi eða söludegi.
             Skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. 1. mgr. er að loftfar, hreyfill og loftskrúfa hafi hlotið tegundarvottorð, takmarkað tegundarvottorð eða flugleyfi sem Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins hefur gefið út eða Samgöngustofa metið gilt.
             Endurgreiðsla skal fara fram innan 30 daga frá því að umsókn barst Skattinum. Endurgreiðsluheimild samkvæmt ákvæði þessu nær ekki til þess virðisaukaskatts sem aðili getur talið til innskatts eftir ákvæðum 15. og 16. gr.
             Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu.
     5.      Á eftir 17. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Í stað orðanna „á árunum 2020 og 2021“ í ákvæði til bráðabirgða XVIII í lögunum kemur: á árunum 2020–2022.
     6.      VI. kafli falli brott.
     7.      Á undan 24. gr. komi nýr kafli, Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með einni grein, svohljóðandi:
             Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir 65. gr. A skulu eftirtaldar vörur sem falla undir viðauka IVA, IVB og V við tollalög bera toll skv. 3. mgr. 12. gr. tollalaga, nr. 88/2005, á þeim tímabilum sem kveðið er á um í eftirfarandi upptalningu árið 2022:
              1.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0709.4000 frá 1. janúar til 31. desember.
              2.      Vörur með tollskrárnúmerunum 0704.1010, 0704.1021 og 0704.1029 frá 1. janúar til 15. ágúst og 1. október til 31. desember.
              3.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9003 frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. nóvember til 31. desember.
              4.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9001 frá 1. janúar til 15. september og 15. til 31. desember.
              5.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9002 frá 1. janúar til 31. ágúst og 15. til 31. desember.
              6.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0706.1000 frá 1. apríl til 31. ágúst.
              7.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0701.9009 frá 1. júní til 30. júní.
     8.      Við 24. gr.
                  a.      Í stað „9.–18. gr.“ í 2. mgr. komi: 9.–19. gr.
                  b.      Í stað „20. gr.“ í 3. mgr. komi: 21. gr.