Lagasafn.  Íslensk lög 15. október 2021.  Útgáfa 151c.  Prenta í tveimur dálkum.


Tollalög1)

2005 nr. 88 18. maí


    1)Lögunum var breytt með l. 107/2021, 44. gr.; breytingarnar taka gildi 1. jan. 2022 skv. 43. gr. s.l.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 2006. Breytt með: L. 80/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007 nema 1.–4. gr. og 7.–12. gr. sem tóku gildi 30. júní 2006). L. 108/2006 (tóku gildi 1. nóv. 2006 skv. augl. C 1/2006). L. 146/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007). L. 16/2007 (tóku gildi 3. mars 2007). L. 170/2007 (tóku gildi 29. des. 2007 nema 1. gr. sem tók gildi 1. febr. 2008). L. 34/2008 (tóku gildi 31. maí 2008 nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 8. maí 2008). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 130/2008 (tóku gildi 18. nóv. 2008). L. 147/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009). L. 167/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009). L. 17/2009 (tóku gildi 15. mars 2009, birt í Stjtíð. 19. mars 2009). L. 27/2009 (tóku gildi 1. apríl 2009). L. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010). L. 136/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010). L. 14/2010 (tóku gildi 13. mars 2010). L. 78/2010 (tóku gildi 30. júní 2010). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 165/2010 (tóku gildi og komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 69. gr.). L. 22/2011 (tóku gildi 15. mars 2011). L. 46/2011 (tóku gildi 18. maí 2011). L. 81/2011 (tóku gildi 29. júní 2011). L. 121/2011 (tóku gildi 1. nóv. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 127/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 18/2012 (tóku gildi 15. mars 2012). L. 42/2012 (tóku gildi 15. júní 2012 nema 3. gr. sem tók gildi 1. okt. 2012). L. 146/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013 nema a- og d-liður 2. gr. sem tóku ekki gildi, sbr. l. 79/2013, 1. gr., og c-liður 2. gr. og 34. gr. sem tóku gildi 1. júlí 2013; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 35. gr.). L. 156/2012 (tóku gildi 1. mars 2013). L. 160/2012 (tóku gildi 3. jan. 2013). L. 16/2013 (tóku gildi 11. mars 2013). L. 21/2013 (tóku gildi 16. mars 2013). L. 22/2013 (tóku gildi 16. mars 2013; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.). L. 141/2013 (tóku gildi 1. jan. 2014). L. 5/2014 (tóku gildi 28. jan. 2014). L. 76/2014 (tóku gildi 1. jan. 2014, birt í Stjtíð. 6. júní 2014). L. 123/2014 (tóku gildi 1. jan. 2015). L. 125/2014 (tóku gildi 31. des. 2014 nema 6., 8., 13.–18., 21.–25. og 29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.). L. 33/2015 (tóku gildi 1. júlí 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 22. gr.). L. 46/2015 (tóku gildi 11. júlí 2015). L. 124/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 12. og 34. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 35. gr.). L. 125/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2., 4.–5., 8., 24., 31., 37., 45., 48.–52., 54.–55. og 57.–58. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015 og a–d-liður 1. gr., 6.–7., 13. og 15. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.). L. 33/2016 (tóku gildi 13. maí 2016). L. 54/2016 (tóku gildi 17. júní 2016 nema 1. gr. sem tók gildi 1. júlí 2016; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 10. gr.). L. 102/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017). L. 112/2016 (tóku gildi 25. okt. 2016 nema 1.–5., 8., 13.–15. og 18.–19. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.). L. 40/2017 (tóku gildi 17. júní 2017). L. 59/2017 (tóku gildi 21. júní 2017 nema 4., 9.–11., 16. og 18.–25. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017, b- og c-liður 2. gr. og 6. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018 og 3. gr. sem tók gildi 1. jan. 2019 skv. l. 96/2017, 48. gr.; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 26. gr.). L. 76/2018 (tóku gildi 27. júní 2018). L. 77/2018 (tóku gildi 27. júní 2018 nema 1. gr. sem tók gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.). L. 93/2018 (tóku gildi 29. júní 2018). L. 141/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019). L. 142/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 48. gr., sbr. einnig brbákv. í s.l.). L. 9/2019 (tóku gildi 22. febr. 2019 nema 1., 2., 7. og 8. gr. sem tóku gildi 1. maí 2019). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 141/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020). L. 152/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020). L. 25/2020 (tóku gildi 1. apríl 2020). L. 58/2020 (tóku gildi 1. júlí 2020). L. 153/2020 (tóku gildi 6. jan. 2021). L. 107/2021 (taka gildi 1. jan. 2022; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 43. gr.).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Orðskýringar.
Í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim eru eftirfarandi orð og orðasambönd skilgreind svo:
    1. Aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld: Tollur og aðrir skattar og gjöld sem greiða ber við tollmeðferð vöru við inn- eða útflutning.
    2. Aðkomufar: Far sem kemur frá útlöndum og hefur ekki fengið fyrstu tollafgreiðslu í þeirri ferð. Aðkomufar skoðast einnig far sem tekið hefur við vörum eða mönnum utan tollhafnar úr öðru fari sem er í utanlandsferðum.
    3. Ábyrgðaraðili fars: Útgerðarmaður eða flugrekandi.
    [4. [ Embætti ríkisskattstjóra: Sú stofnun sem fer með stjórn tollamála samkvæmt lögum þessum og er auk þess falið að framfylgja öðrum lögum og stjórnvaldsreglum sem varða innflutning, umflutning og útflutning á vörum.] 1)] 2)
    [5.] 2) Far: Skip eða flugfar.
    [6.] 2) Far í utanlandsferðum: Far sem kemur frá útlöndum eða ferð þess er gerð til útlanda.
    [7.] 2) Farartæki: Sérhvert tæki sem nota má til flutnings á vörum.
    [8.] 2) Farmenn: Skipverjar og flugverjar sem eru í áhöfn skipa eða flugfara.
    [9.] 2) Ferðamenn: Farþegar sem koma til landsins frá útlöndum eða fara til útlanda með skipum eða flugförum.
    [10.] 2) Flugfar: Sérhvert fljúgandi farartæki.
    [[11.] 2) Hraðsendingar: Sendingar sem fluttar eru hingað til lands með flugi, fyrir milligöngu tollmiðlara, í samvinnu við erlend hraðflutningafyrirtæki.] 3)
    [12.] 3) Rafræn tollafgreiðsla: SMT- og VEF-tollafgreiðsla.
    [13.] 3) [ Ríkisskattstjóri: Sá embættismaður sem ber faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri embættis ríkisskattstjóra.] 1)
    [14.] 3) Skip: Sérhvert fljótandi farartæki.
    [15.] 3) Skjalasending milli tölva (SMT): Sendingar á gögnum milli gagnavinnslukerfa sem fylgja ákveðnum stöðlum.
    [16.] 3) SMT-tollafgreiðsla: Rafræn tollafgreiðsla með skjalasendingum milli gagnavinnslukerfa tölva sem fylgja ákveðnum stöðlum.
    [17.] 3) Tollabinding: Hámark tolla samkvæmt hinum almenna samningi um tolla og viðskipti 1994 í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar er undirritaður var af Íslands hálfu 15. apríl 1994, sbr. viðauka IIA og IIB við lög þessi. Einnig hámark tolla samkvæmt ráðherrayfirlýsingu um viðskipti með vörur á sviði upplýsingatækni sem undirrituð var í Singapore 13. desember 1996, sbr. viðauka IIC við lög þessi.
    [18.] 3) Tollafgreiðsla vöru: Þegar [tollyfirvöld hafa] 4) heimilað afhendingu vöru til nota innan lands eða til útflutnings.
    [19.] 3) [ Tollgæsla Íslands: Sérstök eining við embætti ríkisskattstjóra sem sinnir tollgæslu. Meginhlutverk Tollgæslu Íslands er að sinna eftirliti til að tryggja framkvæmd samkvæmt lögum þessum, stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim og öðrum lögum og stjórnvaldsreglum sem ríkisskattstjóra ber að framfylgja. Um tollgæsluvald fer eftir ákvæðum XXI. kafla.] 1)
    [20.] 3) Tollkvóti: Tiltekið magn vöru sem flutt er inn á lægri tollum en getið er um í 5. gr.
    [21.] 3)5)
    [22.] 3) Tollskjöl: Tollskýrsla og önnur skjöl sem láta ber í té við tollafgreiðslu eftir því sem mælt er fyrir um í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum.
    [23. [ Tollgæslustjóri: Sá embættismaður sem fer með daglega stjórn og rekstur Tollgæslu Íslands í umboði ríkisskattstjóra og önnur verkefni sem ríkisskattstjóri felur honum.] 1)] 2)
    [24.] 2) Tollur: Gjald sem innheimt er af vöru samkvæmt tollskrá.
    [25.] 2) Tollverð: Verðmæti vöru til nota við álagningu tolls á innflutta vöru.
    [26. Tollyfirvöld: Þau stjórnvöld sem fara með tollamál á hverjum tíma.] 2)
    [27.] 2) Tölvukerfi tollyfirvalda: Vél- og hugbúnaður sem notaður er af tollyfirvöldum við tollafgreiðslu, m.a. álagningu aðflutningsgjalda og innheimtu þeirra.
    [28.] 2) Umflutningur: Flutningur vöru innan lands undir tolleftirliti frá aðkomufari um borð í útflutningsfar, enda sé upphaflegur ákvörðunarstaður vörunnar annar en Ísland.
    [29.] 2) Vara eða sending: Hver sá hlutur sem tollmeðferð getur hlotið samkvæmt tollskrá.
    [30.] 2) VEF-tollafgreiðsla: Rafræn tollafgreiðsla í gegnum veftengingu við vefsetur tollyfirvalda.
    [31. Viðurkenndur rekstraraðili: Aðili sem hlotið hefur VRA-vottun [tollyfirvalda] 6) og getur notið sérstakrar meðferðar við tollframkvæmd.
    32. VRA-vottun: Vottun útgefin af [tollyfirvöldum] 6) á því að tiltekinn lögaðili teljist viðurkenndur rekstraraðili.] 7)
    [33.] 7) Vörsluábyrgð: Ábyrgð á vörslu ótollafgreiddrar vöru samkvæmt ákvæðum laga þessara.
    [34.] 7) Vörsluhafi: Einstaklingur eða lögaðili sem fer með vörslu ótollafgreiddrar vöru samkvæmt ákvæðum laga þessara.
    1)L. 141/2019, 1. gr. 2)L. 147/2008, 1. gr. 3)L. 80/2006, 1. gr. 4)L. 141/2019, 2. gr. 5)L. 146/2006, 1. gr. 6)L. 141/2019, 3. gr. 7)L. 112/2016, 13. gr.

II. kafli. Tollsvæði ríkisins.
2. gr.
Tollsvæði ríkisins er landið ásamt eyjum og útskerjum sem því tilheyra, svo og tólf mílna landhelgi umhverfis það eins og hún er afmörkuð skv. 1. gr. laga nr. 41/1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
Til tollsvæðis ríkisins telst enn fremur loftrými yfir fyrrgreindu land- og hafsvæði.

III. kafli. Tollskyldir aðilar.
3. gr. Almenn tollskylda.
Hver sá sem flytur vöru til landsins til endursölu, afhendingar án endurgjalds eða eigin nota eða verður ábyrgur fyrir greiðslu tolla samkvæmt ákvæðum þessara laga er tollskyldur, sbr. þó 4. gr., og skal greiða toll af hinni innfluttu vöru, nema annað sé tekið fram í tollskrá.
4. gr. Takmörkuð tollskylda.
Eftirtaldir aðilar skulu ekki greiða toll af innfluttum vörum með þeim takmörkunum þó sem að neðan greinir:
    1. Sendiráð, sendiræðismannsskrifstofur, sendierindrekar og sendiræðismenn erlendra ríkja.
    2. Kjörræðismenn erlendra ríkja að því er varðar tilteknar skrifstofuvörur, sbr. 2. mgr.
    3. [Aðilar sem undanþegnir eru tollskyldu með sérstökum lögum eða á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar, þ.m.t. Atlantshafsbandalagið, Samstarf í þágu friðar og herlið Bandaríkjanna.] 1)
Ráðherra setur nánari reglur 2) um tollfrelsi samkvæmt þessari grein og má binda tollfrelsi þeirra aðila sem um ræðir í 1. og 2. tölul. 1. mgr. því skilyrði að viðkomandi ríki sé aðili að Vínarsamningnum um stjórnmálasamband, sbr. lög nr. 16/1971, um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband, Vínarsamningi um ræðissamband, sbr. lög nr. 4/1978, um aðild Íslands að alþjóðasamningi um ræðissamband, eða íslenskir sendimenn og sendisveitir njóti sams konar tollfrelsis hjá viðkomandi ríki.
    1)L. 59/2017, 11. gr. 2)Rg. 630/2008.

IV. kafli. Tollskyldar vörur, undanþágur o.fl.
5. gr. Tollskyldar vörur og tollskrá.
Af vörum, sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins, skal greiða toll eins og mælt er fyrir í tollskrá í viðauka I með lögum þessum. Tollur skal lagður sem verðtollur á tollverð vöru eða sendingar eins og það er ákveðið samkvæmt ákvæðum 14.–16. gr. og sem magntollur á vörumagn eftir því sem í tollskrá samkvæmt viðauka I greinir. Aðra tolla og gjöld, sem mismuna innlendum og innfluttum framleiðsluvörum, má eigi leggja á vöruna við innflutning.
Ákvæði 1. mgr. skulu eigi koma í veg fyrir álagningu verðjöfnunargjalda samkvæmt ákvæðum fríverslunar- og milliríkjasamninga, sbr. 139. gr. laga þessara eða 84. gr. [ búvörulaga, nr. 99/1993], 1) enda rúmist slík gjaldtaka innan tollabindinga, sbr. 3. mgr.
Tollur á vörur frá aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar má eigi vera hærri en þær tollabindingar sem tilgreindar eru í viðaukum IIA, IIB og IIC með lögum þessum. Miðist tollabinding bæði við verð og magn skal hámarkstollur miðast við þá bindingu sem hærri álagningu leyfir. Þó er heimilt að víkja frá ákvæðum um tollabindingar þegar ákvörðun er tekin um álagningu undirboðs- og jöfnunartolla skv. 133.–137. gr. og viðbótartolla skv. 138. gr. laga þessara, sbr. 86. gr. [ búvörulaga, nr. 99/1993]. 1)
[Magntollur samkvæmt viðauka I með lögum þessum á vörur sem falla undir tollskrárnúmer í viðauka VI með lögum þessum skal uppfærður fyrsta virka dag marsmánaðar ár hvert í réttu hlutfalli við breytingu á skráðu tollafgreiðslugengi SDR við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils. Uppfærðan magntoll skal birta fyrir lok febrúarmánaðar árlega í A-deild Stjórnartíðinda.] 2)
    1)L. 46/2015, 13. gr. 2)L. 102/2016, 53. gr.
6. gr. Tollfrjálsar vörur.
Auk þeirra vara sem tollfrjálsar eru samkvæmt beinum fyrirmælum í tollskrá skulu eftirfarandi vörur vera tollfrjálsar:
    1. Eftirtaldar vörur um borð í förum sem koma hingað til lands frá útlöndum:
    a. Fylgifé fars sem er að mati tollyfirvalda ekki umfram það sem hæfilegt má teljast með tilliti til stærðar fars og ferða þess, enda verði fylgiféð ekki flutt úr viðkomandi fari.
    b. Hæfilegar vistir og aðrar nauðsynjar í fari sem er í utanlandsferðum, enda verði þær áfram í farinu til neyslu og notkunar áhafnar og farþega. [Tollfrelsi samkvæmt þessum lið tekur til skemmtiferðaskipa, skráðra erlendis, sem eru notuð í innanlandssiglingum í allt að fjóra mánuði á hverju tólf mánaða tímabili.] 1)
    c. Vörur sem ekki á að flytja hér úr fari en eiga að fylgja því aftur til útlanda. Sama gildir um vöru sem send er hingað til umflutnings.
    2. Varningur sem farmenn og ferðamenn hafa meðferðis frá útlöndum sem hér segir:
    a. Venjulegur farangur áhafnar fars sem kemur hingað til lands frá útlöndum, enda sé að mati tollyfirvalda um ferðanauðsynjar til eigin notkunar áhafnar í fari að ræða. Jafnframt venjulegur farangur ferðamanna sem koma hingað til lands frá útlöndum, enda sé að mati tollyfirvalda um ferðanauðsynjar til eigin nota þeirra á ferðalaginu að ræða.
    b. [Varningur sem ferðamenn, búsettir hér á landi, hafa meðferðis hingað til lands eða kaupa í tollfrjálsri verslun hér á landi umfram það sem greinir í a-lið, að verðmæti allt að [88.000 kr.], 2) miðað við smásöluverð á innkaupsstað. Verðmæti einstaks hlutar skal þó að hámarki vera [88.000 kr.] 3) Börn yngri en 12 ára skulu njóta réttinda samkvæmt þessum lið að hálfu.
    c. Varningur sem skipverjar og flugverjar, búsettir hér á landi, hafa meðferðis hingað til lands eða kaupa í tollfrjálsri verslun umfram það sem greinir í a-lið, að verðmæti allt að [32.500 kr.], 2) miðað við smásöluverð á innkaupsstað, hafi þeir verið skemur en 15 daga í ferð, en [65.000 kr.], 2) hafi þeir verið lengur í ferð. Verðmæti einstaks hlutar skal þó að hámarki vera [32.500 kr.] 2)
    d. Matvæli, þ.m.t. sælgæti, sem ferðamenn og farmenn hafa meðferðis hingað til lands eða kaupa í tollfrjálsri verslun, að verðmæti allt að [25.000 kr.], 2) miðað við smásöluverð á innkaupsstað. Þyngd matvæla skal þó að hámarki vera [10 kg]. 4) Matvæli skulu talin með varningi skv. b- og c-lið.] 5)
    3. Fatnaður og aðrar ferðanauðsynjar hér búsettra manna sem látist hafa erlendis.
    4. Búslóð manna sem flytjast búferlum hingað til lands, enda hafi viðkomandi haft fasta búsetu erlendis í a.m.k. eitt ár áður en hann fluttist til landsins. Tollfrelsi samkvæmt þessum lið tekur ekki til ökutækja eða annarra vélknúinna farartækja. Ráðherra getur með reglugerð takmarkað niðurfellingu samkvæmt þessum lið við notkun, vöruflokka eða hámarksverð að teknu tilliti til dvalartíma erlendis, fjölskyldustærðar og annarra aðstæðna.
    5. Heiðursmerki veitt af erlendum ríkjum, svo og verðlaun fyrir íþróttaafrek og önnur afrek sem unnin eru erlendis.
    6. Vörur sem endursendar eru hingað frá útlöndum vegna þess að þær seldust ekki þar eða endursendar eru hingað frá útlöndum af öðrum orsökum og færðar séu að mati tollyfirvalds fullnægjandi sönnur fyrir því að um sé að ræða vörur útfluttar héðan.
    7. Endursendar tómar umbúðir, enda séu að mati tollyfirvalds færðar fullnægjandi sönnur fyrir því að um sé að ræða umbúðir utan af vörum útfluttum héðan.
    8. Gjafir sem sendar eru hingað til lands í eftirfarandi tilvikum:
    a. Gjafir sem aðilar búsettir erlendis senda hingað til lands eða hafa með sér frá útlöndum af sérstöku tilefni, þó ekki í atvinnuskyni, enda sé verðmæti gjafarinnar ekki meira en [13.500 kr.] 2) Sé verðmæti gjafar meira en [13.500 kr.] 2) skal gjöf þó einungis tollskyld að því marki sem hún er umfram þá fjárhæð að verðmæti. Brúðkaupsgjafir skulu vera tollfrjálsar þótt þær séu meira en [13.500 kr.] 2) að verðmæti, enda sé að mati [tollyfirvalda] 6) um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða.
    b. Gjafir til mannúðar- og líknarstarfsemi, enda sé um að ræða vöru sem nýtt er beint til viðkomandi starfsemi, svo og gjafir sem sendar eru hingað frá útlöndum og góðgerðarstofnanir eða aðrir slíkir aðilar eiga að annast dreifingu á til bágstaddra.
    c. Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki.
    9. Vísindatæki og vísindabúnaður sem íslenskar vísindastofnanir eða vísindastofnanir sem Ísland er aðili að kaupa fyrir styrki eða eiga kost á endurgjaldslaust frá erlendum aðilum.
    10. Notaðir munir sem hafa fallið í arf erlendis, þó ekki ökutæki eða önnur vélknúin farartæki.
    11. Sendingar vegna markaðssetningar og vöruþróunar sem hér segir:
    a. Sýnishorn verslunarvara og auglýsingaefnis, enda sé verðmæti sendingar óverulegt. Jafnframt sýnishorn verslunarvara sem gerð hafa verið ónothæf sem almenn verslunarvara.
    b. Hugbúnaðargögn sem send eru án endurgjalds og ætluð eru til þróunar eða hönnunar hugbúnaðar, prófunar, leiðréttingar eða uppfærslu eða eru eingöngu nothæf til kynningar.
    c. Verðlaus bréf, bæklingar og prentuð gögn sem ekki hafa neitt viðskiptalegt gildi og ekki eru fallin til endurdreifingar.
Ráðherra skal með reglugerð 7) kveða nánar á um skilyrði tollfrelsis samkvæmt þessari grein.
    1)L. 42/2012, 1. gr. 2)L. 156/2012, 8. gr. 3)L. 22/2013, 7. gr. 4)L. 58/2020, 1. gr. 5)L. 167/2008, 1. gr. 6)L. 141/2019, 3. gr. 7)Rg. 630/2008, sbr. 634/2008.
7. gr. Niðurfelling, lækkun eða endurgreiðsla tolls.
Tollur skal lækka, falla niður eða endurgreiðast í eftirfarandi tilvikum, að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru:
    1. Í samræmi við ákvæði í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar.
   … 1)
    2. Vegna tímabundins innflutnings í eftirfarandi tilvikum:
    a. Af vörum sem sendar eru til landsins til sýningar eða flutnings um stundarsakir, enda verði þær ekki nýttar til annars. Jafnframt af vélum, tækjum og öðrum áhöldum sem eru send til landsins til reynslu um stuttan tíma.
    b. Af tækjum, verkfærum og öðrum búnaði sem vísindamenn, vísindaleiðangrar, listamenn, verktakar, björgunarleiðangrar og aðrir slíkir hafa meðferðis frá útlöndum til afnota hér við athuganir sínar, rannsóknir og starfsemi.
    c. Af vörum sem eru sendar tímabundið hingað til lands til viðgerðar eða annarrar aðvinnslu.
    d. Af vörum sem fluttar eru tímabundið hingað til lands til að fram geti farið á þeim nægileg aðvinnsla til að forða þeim frá rýrnun eða öðrum skemmdum.
    e. Af tækjum og öðrum búnaði sem fluttur er tímabundið hingað til lands vegna fundahalda, ráðstefna eða hátíðahalda.
   Ráðherra getur með reglugerð kveðið á um þann hámarkstíma sem tollfrjáls innflutningur samkvæmt þessum tölulið tekur til, þó aldrei lengur en í tólf mánuði. Ráðherra getur jafnframt í reglugerð afmarkað nánar þær vörur sem ákvæðið tekur til.
    3.2)
    [4. Vegna ökutækja til tímabundinnar notkunar hér á landi í eftirtöldum tilvikum:
    a. [Af bifreiðum sem eru skráðar erlendis eða keyptar nýjar og óskráðar á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum ef innflytjandi eða eftir atvikum kaupandi hennar hefur eða hefur haft fasta búsetu erlendis, hyggst dvelja hér á landi tímabundið og nota bifreiðina í eigin þágu. Það er jafnframt skilyrði að bifreiðin sé flutt til landsins eða eftir atvikum keypt ný og óskráð.] 3) Hver sá sem ætlar að dveljast hér á landi í ár eða styttri tíma telst dvelja hér á landi tímabundið.
    b. Af eftirvögnum, skráðum erlendis, sem notaðir eru til flutnings vara til og frá landinu.
    c. Af hópbifreiðum sem ferðaskrifstofur eða aðrir sem hafa atvinnu af slíkum fólksflutningum flytja til landsins vegna hópferðalaga um landið enda verða þær fluttar úr landi með þeim ferðamannahópi sem bifreiðin var ætluð í upphafi.
    d. Af tengitækjum, svo sem hjólhýsum og tjaldvögnum, eða öðrum ökutækjum sem ferðamenn flytja til landsins, enda eigi þau ekki undir a-lið, í allt að 12 mánuði. Það er skilyrði að tækin séu ætluð til eigin nota ferðamanns á ferðalagi hér á landi.
    [e. Af bifreiðum, skráðum erlendis, sem vinnuveitandi með staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum sér starfsmanni sínum fyrir, enda sé bifreiðin nauðsynleg til þess að starfsmaðurinn geti sinnt starfsskyldum sínum. Það er jafnframt skilyrði að notkun bifreiðarinnar hér á landi sé tímabundin og ekki meiri en notkun hennar erlendis. Bifreiðin telst vera notuð tímabundið hér á landi ef hún er ekki notuð lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili. Notkun bifreiðarinnar telst vera meiri hér á landi en erlendis ef hún er á 12 mánaða tímabili notuð meira hér á landi í einkaerindum og í atvinnuskyni en hún er notuð erlendis í atvinnuskyni, í kílómetrum talið.] 3)
    [f. Af fólksbifreiðum leigðum út af bílaleigum, skráðum í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum, sem innflytjandi nýtir hér á landi tímabundið í eigin þágu enda vari dvöl bifreiðarinnar hér á landi ekki lengur en 42 daga í hvert sinn en aldrei lengur en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili. Hver sá sem nýtir sér heimild til tímabundins innflutnings samkvæmt þessum lið getur aldrei nýtt heimildina lengur en 42 daga á ári hverju.] 4)
    5. Af innfluttu eldsneyti sem rúmast í innbyggðum eldsneytisgeymum ökutækis og innfluttum varahlutum í ökutæki, uppfylli innflytjandi þess skilyrði 4. tölul.
    6. Af stærri tækjum, þ.m.t. ökutækjum til fólks- og/eða vöruflutninga eða sérstakra nota, sem flutt eru til landsins tímabundið, þó ekki lengur en í 12 mánuði, enda séu skilyrði 4. tölul. ekki uppfyllt. Aðflutningsgjöld skulu reiknuð af leiguverði fyrir tæki í stað tollverðs. Liggi leiguverð tækis ekki fyrir skal reikna toll af áætlaðri leigu sem ákvörðuð skal sem 1/ 60 hluti tollverðs eins og það er ákveðið skv. V. kafla laga þessara fyrir hvern byrjaðan mánuð frá komu tækis til landsins. [Liggi leiguverð hópbifreiðar ekki fyrir skal þó ákvarða áætlaða leigu sem 1/ 60 hluta meðaltollverðs innfluttra hópbifreiða sem flokkast hafa í sama tollskrárnúmer síðastliðin þrjú ár fyrir hvern byrjaðan mánuð frá komu tækis til landsins. Meðaltollverðið skal birt með auglýsingu 5) í A-deild Stjórnartíðinda ár hvert. Aðflutningsgjald af hópbifreiðum skal innheimt við komu hópbifreiðar til landsins miðað við áætlaða tímalengd notkunar hennar hér á landi. Reynist notkunartíminn annar skal sú fjárhæð aðflutningsgjalda sem á milli ber innheimt við brottför bifreiðarinnar frá landinu.] 6)] 7)
    7. Af vörum sem tollafgreiddar hafa verið hingað til lands en eru síðar seldar ónotaðar til útlanda eða í tollfrjálsa verslun, tollfrjálsa forðageymslu eða á frísvæði.
    8. Af vörum sem reynast gallaðar eða hafa eyðilagst, rýrnað eða orðið fyrir skemmdum á leið hingað til lands, við affermingu, í vörslu tollyfirvalda, í viðurkenndum geymslum fyrir ótollafgreiddar vörur eða í flutningi milli tollhafna innan lands áður en þær eru afhentar viðtakanda.
    9. Af vélum, tækjum, rafmagnsvörum og öðrum fylgihlutum sem ætlaðir eru til nota í flugvélum og skipum. Sama gildir um hluti sem ætlaðir eru til viðgerða eða annarrar aðvinnslu flugvéla og skipa.
    10. Af hráefni, efnivörum og hlutum í innlendar framleiðsluvörur, svo og af umbúðum fyrir slíkar vörur. Ef aðvinnsla sem á sér stað hér á landi er óveruleg, svo sem pökkun, umpökkun, átöppun eða blöndun, telst framleiðsluvara ekki vera innlend í skilningi þessa töluliðar. Niðurfelling tolls af hráefni eða efnivöru samkvæmt þessum tölulið tekur ekki til vara sem magntollur (A1-tollur) er lagður á samkvæmt viðauka I við lög þessi.
    11. [Af hráefni, efnivörum og hlutum sem bera magntoll (A1-tollur) úr tollnúmerum 0406.2000, 0701.9009, 1517.1009 og 1905.4000 samkvæmt viðauka I við lög þessi og ætluð eru í innlendar framleiðsluvörur, svo og af umbúðum fyrir slíkar vörur.] 2) Ef aðvinnsla sem á sér stað hér á landi er óveruleg, svo sem pökkun, umpökkun, átöppun eða blöndun, telst framleiðsluvara ekki vera innlend í skilningi þessa töluliðar.
   [Ráðherra er fer með málefni landbúnaðar skal með reglugerð kveða nánar á um skilyrði innflutnings til aðvinnslu samkvæmt þessum tölulið, m.a. um það hverjir geti sótt um undanþágu, lágmarkskröfur um bókhald leyfishafa og upplýsingagjöf leyfishafa til ráðherrans og tollyfirvalda. Hann getur gert það að skilyrði lækkunar eða niðurfellingar að lögð sé fram fullnægjandi trygging fyrir greiðslu aðflutningsgjalda.] 2)
    12. Af björgunarbúnaði og björgunartækjum, enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á að búnaðurinn verði einungis nýttur í starfsemi björgunarsveita.
    13. Af vélum, vélarhlutum og varahlutum sem notaðir eru til vinnslu á innlendum framleiðsluvörum.
    14. Af tækjabúnaði og miðlum sem kvikmynda- og myndbandavinnustofur og hljóðver nýta til starfsemi sinnar.
    15. Af kartöfluútsæði, græðlingum og öðrum efnivörum, hráefni og hlutum til framleiðslu garðyrkjuafurða.
    [16. Af fóðurvörum og hráefnum í þær í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár í viðauka I til framleiðslu landbúnaðarafurða.] 8)
    [17. Af tækjum og öðrum búnaði sem fluttur er hingað til lands í kjölfar viðbragðsaðgerða vegna mengunarslysa og náttúruhamfara.] 9)
    [18. Af vöru sem flutt er inn og er upprunnin í ríki sem telst til þeirra ríkja heims sem eru skemmst á veg komin í þróun eins og þau eru skilgreind af efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna og í samræmi við skuldbindingar Íslands á vettvangi þeirra. Tollfríðindin ná ekki til vöru sem fellur undir tollskrárnúmer í 2. og 4. kafla og vöruliðum nr. 0603, 1601 og 1602 í tollskrá í viðauka I með lögum þessum. Að höfðu samráði við ráðuneyti er fara með mál er varða sjávarútveg, landbúnað og útflutning er ráðherra heimilt að setja með reglugerð sérstakar upprunareglur sem gildi við innflutning vörunnar.] 1)
[Hafi tollur af ökutæki verið felldur niður vegna tímabundinnar notkunar þess hér á landi er heimilt án undanfarandi skoðunar að fjarlægja skráningarmerki þess hafi notkunin varað lengur en heimilt er eða þegar að öðru leyti hefur verið farið gegn skilyrðum niðurfellingarinnar. Leita má aðstoðar lögreglu við framkvæmdina. Skráningarmerkið skal ekki afhenda aftur fyrr en tollurinn hefur verið greiddur.] 6)
Ráðherra getur með reglugerð 10) kveðið nánar á um skilyrði niðurfellingar, lækkunar eða endurgreiðslu tolls samkvæmt þessari grein. Hann getur gert það að skilyrði lækkunar eða niðurfellingar að lögð sé fram fullnægjandi trygging fyrir greiðslu aðflutningsgjalda.
    1)L. 76/2018, 1. gr. 2)L. 102/2016, 54. gr. 3)L. 167/2008, 2. gr. 4)L. 165/2010, 56. gr. 5) Augl. A 105/2019. 6)L. 77/2018, 4. gr. 7)L. 146/2006, 2. gr. 8)L. 160/2012, 6. gr. 9)L. 33/2015, 14. gr. 10)Rg. 327/2003, sbr. 252/2004 og 558/2010. Rg. 630/2008.
8. gr. Vara send til útlanda til aðvinnslu.
Nú er vara send til útlanda til aðvinnslu og hún breytir ekki svo eðli sínu við aðvinnsluna að úr verði nýir hlutir og skal þá aðeins greiða af aðvinnslukostnaði að viðbættum flutningskostnaði til landsins þann toll sem sams konar vara ber eftir tollskrá.
Breyti vara sem send er utan til aðvinnslu svo eðli sínu við aðvinnsluna að úr verði nýr hlutur skal greiða af henni toll eftir tollskrá eins og um væri að ræða erlenda aðflutta vöru.
9. gr. Vara send til útlanda til viðgerðar.
Nú er vara send til útlanda til viðgerðar og hún breytir ekki svo eðli sínu við viðgerðina að úr verði nýir hlutir og skal þá aðeins greiða af viðgerðarkostnaði að viðbættum flutningskostnaði til landsins þann toll sem sams konar vara ber eftir tollskrá.
Komi ný vara í stað vöru sem send er utan til viðgerðar skal greiða af henni toll eftir tollskrá.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. skulu notaðir hlutar í vöru, sem koma í stað sams konar hluta, sem sendir hafa verið til viðgerðar í þjónustumiðstöðvar erlendis, tollafgreiddir með þeim hætti að tollur sé reiknaður af þjónustugjaldi samkvæmt reikningi hinnar erlendu þjónustumiðstöðvar, enda komi þar fram heiti og tegundarnúmer hlutar, hann flokkist í sama tollskrárnúmer, hafi sams konar viðskiptalegt gildi og búi yfir sömu tæknilegum eiginleikum og sá hlutur sem sendur var til viðgerðar, auk þess sem gætt skal að öðru leyti ákvæða 1. mgr.
10. gr. Vara send til útlanda til viðgerðar á ábyrgðartíma.
Vara sem á ábyrgðartíma er send utan til viðgerðar vegna galla skal við innflutning undanþegin tolli, enda séu að mati [tollyfirvalda] 1) færðar fullnægjandi sönnur fyrir að viðgerðin sé viðkomandi að kostnaðarlausu og ábyrgð innifalin í upphaflegu tollverði vörunnar.
Ákveði erlendur seljandi gallaðrar vöru að afhenda nýja vöru í stað þess að framkvæma viðgerð á gallaðri vöru skal tollur falla niður af hinni nýju vöru að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
    1. Hin gallaða vara skal vera í ábyrgð samkvæmt lögbundinni eða samningsbundinni skyldu seljanda á þeim tíma sem hún er send utan eða henni fargað undir tolleftirliti. Ekki skal farga gallaðri vöru fyrr en að fenginni skriflegri staðfestingu seljanda um að hann muni afhenda nýja vöru í stað þeirrar gölluðu og óski ekki eftir að fá hina gölluðu vöru í hendur.
    2. Seljandi staðfesti að vöruskipti fari fram vegna lögbundinnar eða samningsbundinnar ábyrgðar sinnar á galla og hann kjósi að senda nýja vöru í stað þeirrar gölluðu, kaupanda að kostnaðarlausu, á ábyrgðartíma.
    3. Ný vara flokkist í sama tollskrárnúmer og hin gallaða vara sem hún kemur í staðinn fyrir, hafi sama viðskiptalegt gildi og búi yfir sömu tæknilegu eiginleikum og hin gallaða vara hafði við innflutning.
[Tollyfirvöld geta] 2) heimilað innflutning vöru skv. 2. mgr., án greiðslu aðflutningsgjalda, áður en hin gallaða vara hefur verið flutt úr landi eða henni fargað undir tolleftirliti, sbr. 1. tölul. 2. mgr., að því tilskildu að innflytjandi leggi fram fjártryggingu til greiðslu aðflutningsgjalda og kostnaðar, sbr. 36. gr. laganna. Hin gallaða vara skal flutt úr landi eða henni fargað undir tolleftirliti innan 60 daga frá tollafgreiðslu vöru sem kemur í stað gallaðrar vöru. Að öðrum kosti skal gengið að fjártryggingu.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 4. gr.
11. gr.
Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um skilyrði niðurfellingar eða endurgreiðslu tolls skv. 9. og 10. gr. laga þessara.
12. gr. Tollkvótar sem [ráðherra er fer með málefni landbúnaðar]1) úthlutar.
Í viðaukum IIIA og B eru tilgreindir tollkvótar samkvæmt skuldbindingum Íslands í samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna innflutnings á því magni sem tilgreint er fyrir hvert áranna 1995 til og með 2000. Um úthlutun þeirra fer skv. 65. gr. [ búvörulaga, nr. 99/1993]. 2) Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt tollkvótum í viðauka IIIA, skal vera 32% af grunntaxta viðkomandi vöruliðar [miðað við SDR/kg], 3) [miðað við sölugengi SDR fyrsta virka dag marsmánaðar], 4) eins og hann er tilgreindur í viðauka IIA með lögum þessum.
Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt tollkvótum í viðauka IIIB, skal vera 30% en þó eigi hærri en í viðaukanum greinir. Við innflutning á fóðurvörum og hráefnum í þær í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár skulu þó gilda þeir tolltaxtar sem tilgreindir eru í tollskrá í viðauka I. [Þá skal tollur á vörur í vöruliðum 0702–0709 í 7. kafla tollskrár, að undanskildum vörum sem eru taldar upp í viðauka V, vera 10%.] 3)
[Í viðaukum IVA og B eru tilgreindir tollkvótar sem ráðherra er fer með málefni landbúnaðar úthlutar skv. 65. gr. A [ búvörulaga, nr. 99/1993]. 2) [Tollur á þær vörur sem eru fluttar inn samkvæmt tollkvótum sem tilgreindir eru í viðaukum IVA og B skal lagður á sem magntollur og vera 45% af ákveðnum magntolli samkvæmt tollskrá. Þó skulu við innflutning á vörum í viðauka V gilda þeir tolltaxtar sem þar eru tilgreindir.] 5)
5)
[[Ráðherra er fer með málefni landbúnaðar] 1) úthlutar tollkvótum samkvæmt öðrum skuldbindingum Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum en þeim sem tilgreindar eru í 1.–3. mgr. enda sé tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem í tollskrá í viðauka I greinir. Um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari málsgrein fer skv. 65. gr. B [ búvörulaga, nr. 99/1993]. 2)] 6)
    1)L. 126/2011, 410. gr. 2)L. 46/2015, 14. gr. 3)L. 160/2012, 7. gr. 4)L. 102/2016, 55. gr. 5)L. 152/2019, 5. gr. 6)L. 16/2007, 1. gr.
13. gr. Tollkvótar sem [ráðherra]1) úthlutar.
[Ráðherra] 1) úthlutar tollkvótum vegna innflutnings samkvæmt milliríkja- og alþjóðasamningum að því leyti sem vörur falla ekki undir viðauka IIIA, IIIB, IVA eða IVB við lög þessi.
[Ráðherra] 1) er heimilt að fela nefnd skv. 87. gr. [ búvörulaga, nr. 99/1993], 2) að gera tillögu um úthlutun tollkvóta skv. 1. mgr.
Úthlutun tollkvóta skal, eftir því sem við getur átt, vera í samræmi við samninginn um málsmeðferð við veitingu innflutningsleyfa sem birtur er í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Heimilt er að skipta tollkvótum upp í einingar. Tollkvótum skal úthlutað til ákveðins tíma, allt að einu ári í senn. Berist umsóknir um meiri innflutning en nemur tollkvóta vörunnar skal heimilt að:
    1. láta hlutkesti ráða úthlutun eða
    2. miða úthlutun tollkvóta við hlutfall innflutnings viðkomandi umsækjanda miðað við heildarinnflutning allra umsækjenda af viðkomandi vörutegund á næstliðnu ári.
Endurúthluta má tollkvótum sem ekki eru nýttir innan þess frests sem tilgreindur er við úthlutun kvótans. Heimilt er í stað úthlutunar tollkvóta að veita almenna heimild til innflutnings á þeim tollum sem um tollkvótana gilda.
Um viðurlög við misnotkun á tollkvóta í því skyni að fá ívilnun í tolli eða sköttum við innflutning á vörum sem ekki falla undir tollkvótann skal fara skv. XXII. kafla. Heimilt er að synja þeim um úthlutun tollkvóta sem gerst hefur sekur um misnotkun.
[Ráðherra] 1) skal í reglugerð kveða nánar á um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tollataxtar og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.
    1)L. 126/2011, 410. gr. 2)L. 46/2015, 14. gr.

V. kafli. Tollverð og tollverðsákvörðun.
14. gr. Tollverð.
Tollverð innfluttra vara er viðskiptaverðið, þ.e. það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber fyrir vörurnar við sölu þeirra til útflutnings til landsins með þeim leiðréttingum sem leiðir af ákvæðum 15. gr., að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
    1. Kaupanda séu engar takmarkanir settar um ráðstöfun eða notkun varanna, aðrar en takmarkanir sem
    a. settar eru eða krafist verður með lögum eða af opinberum stjórnvöldum hér á landi,
    b. takmarka þau landfræðilegu mörk þar sem endurselja má vörurnar eða
    c. hafa ekki veruleg áhrif á verðmæti varanna.
    2. Salan eða verðið sé ekki háð einhverjum skilyrðum eða skilmálum sem ekki er hægt að ákvarða verð fyrir með tilliti til þeirra vara sem verið er að virða.
    3. Enginn hluti ágóða af síðari sölu, ráðstöfun eða notkun varanna af hálfu kaupanda renni beint eða óbeint til seljanda, nema unnt sé að gera viðeigandi leiðréttingar í samræmi við ákvæði 15. gr.
    4. Kaupandi og seljandi séu óháðir hvor öðrum eða séu þeir hvor öðrum háðir þá sé viðskiptaverðið nothæft í tollalegu tilliti samkvæmt nánari reglum settum skv. 16. gr.
Samkvæmt lögum þessum skal því aðeins telja aðila, persónur eða lögaðila, háða hvor öðrum að eftirtalin skilyrði séu uppfyllt:
    1. Þeir séu yfirmenn eða stjórnendur fyrirtækja hvor annars.
    2. Þeir séu í lagalegum skilningi sameigendur fyrirtækis.
    3. Þeir séu vinnuveitandi og starfsmaður hans.
    4. Einhver aðili beint eða óbeint eigi, stjórni eða hafi umráð yfir fimm hundraðshlutum eða meira af atkvæðisrétti eða hlutabréfum hjá þeim báðum.
    5. Annar þeirra stjórni beint eða óbeint hinum.
    6. Þriðji aðili stjórni beint eða óbeint báðum.
    7. Báðir saman stjórni beint eða óbeint þriðja aðila.
    8. Þeir séu í sömu fjölskyldu.
Aðilar, persónur eða lögaðilar, sem eru í viðskiptasambandi hvor við annan þannig að annar er einkaumboðsmaður, einkadreifingaraðili eða sérleyfishafi hins aðilans í hvaða mynd sem er, skulu taldir vera háðir hvor öðrum.
15. gr. Tollverðsákvörðun.
Við ákvörðun tollverðs samkvæmt ákvæðum 14. gr. skal bæta eftirtöldu við það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber fyrir hinar innfluttu vörur:
    1. Eftirtöldu, að svo miklu leyti sem það er borið af kaupanda en er ekki innifalið í því verði sem raunverulega er greitt eða greiða ber fyrir vörurnar:
    a. Umboðslaunum og miðlaraþóknun, þó ekki kaupumboðslaunum.
    b. Gámakostnaði sem í tollalegu tilliti tilheyrir vörunum.
    c. Pökkunarkostnaði, bæði fyrir vinnu og efni.
    2. Viðeigandi hluta af verðmæti eftirtalinna vara og þjónustu, sem látin er beint eða óbeint í té af kaupanda án greiðslu eða á lækkuðu verði, til notkunar í sambandi við framleiðslu og sölu hinna innfluttu vara til útflutnings að svo miklu leyti sem slíkt verðmæti er ekki innifalið í því verði sem raunverulega er greitt eða greiða ber:
    a. Efnivara, hluta, parta og þess háttar sem notað hefur verið í hinar innfluttu vörur.
    b. Verkfæra, forma, móta og þess háttar sem notað hefur verið við framleiðslu hinna innfluttu vara.
    c. Efnivara sem eyðst hafa við framleiðslu hinna innfluttu vara.
    d. Verkfræðivinnu, þróunar, iðnlistar, hönnunar, áætlana og uppdrátta sem unnið hefur verið annars staðar en hér á landi og nauðsynlegt er til framleiðslu hinna innfluttu vara.
    3. Einkaréttar- og leyfisgjöldum, sem tengd eru vörum þeim sem verið er að virða og kaupandi verður beint eða óbeint að greiða, sem skilyrði fyrir sölu þeirra, að svo miklu leyti sem þessi einkaréttar- og leyfisgjöld eru ekki innifalin í því verði sem raunverulega er greitt eða greiða ber. Þetta tekur þó ekki til þess konar gjalda sem greidd eru fyrir framleiðslurétt á vörunni hér á landi.
    4. Verðmæti sérhvers ágóðahlutar af síðari endursölu, ráðstöfun eða notum hinna innfluttu vara sem rennur beint eða óbeint til seljanda.
Eftirtalið skal innifalið í tollverði:
    1. Flutningskostnaður hinna innfluttu vara til innflutningshafnar eða innflutningsstaðar.
    2. Gjöld fyrir fermingu, affermingu eða meðferð hinna innfluttu vara vegna flutnings þeirra til innflutningshafnar eða innflutningsstaðar.
    3. Vátryggingarkostnaður.
Viðbætur við það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber skal einungis ákvarða samkvæmt þessari grein á grundvelli hlutlægra og mælanlegra atriða. [Kostnaðarliðir og gjöld sem um ræðir í 2. mgr. skulu innifalin í tollverði, án tillits til þess hvort kostnaðarliðirnir og gjöldin séu raunverulega greidd eða ekki, enda sé unnt að ákvarða þau á grundvelli hlutlægra og mælanlegra atriða.] 1)
Við ákvörðun tollverðs skal engu bætt við það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber nema það sé unnt samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
    1)L. 165/2010, 57. gr.
16. gr. Reglugerðarheimild.
Ráðherra getur með reglugerð 1) eða öðrum fyrirmælum sett nánari reglur um ákvörðun tollverðs er taki mið af samningnum um framkvæmd VII. gr. hins almenna samnings um tolla og viðskipti 1994. Reglurnar skulu m.a. tilgreina hvernig tollverð skal ákvarðað í þeim tilvikum sem ekki er hægt að ákvarða tollverð innflutningsvöru skv. 14. gr. og það sem bæta skal við tollverð samkvæmt ákvæðum 15. gr.
Ráðherra er með sama hætti heimilt að setja reglur um mat á vörum til tollverðs og málsmeðferðarreglur þegar ástæða þykir til að draga í efa sannleiksgildi vörureiknings og annarra þeirra atriða sem um ræðir í 14. gr. og þess sem bæta skal við tollverð samkvæmt ákvæðum 15. gr.
    1)Rg. 1100/2006.
17. gr. Skipting kostnaðar.
Kostnaði, gjöldum og öðrum útgjöldum, sbr. 15. gr., sem til verða þegar vörur eru sendar í einu farmskrárnúmeri sem flokkast í mismunandi tollskrárnúmer, skal jafnað hlutfallslega niður á einstakar vörur í sendingu miðað við verð þeirra á innkaupsstað.
Ef vara er send lengra en til fyrstu tollhafnar, sem unnt hefði verið að afferma hana á, má draga frá flutningsgjaldsauka þann og sendingarkostnað sem sá framhaldsflutningur hefur haft í för með sér, enda sé gerð fullnægjandi grein fyrir kostnaðaraukanum. Þá skal og heimilt að draga frá þann hluta flutningsgjalds sem greiddur er vegna slæmrar aðstöðu við affermingu eða vegna þess að far affermir á fleiri stöðum en einum, enda sé gerð fullnægjandi grein fyrir þeim kostnaðarauka.
18. gr.
Sé verð vara, sem flokka ber í mismunandi tollskrárnúmer og greiða ber af mismunandi háan toll, tilgreint í einni fjárhæð skal greiða af öllum vörunum þann tollhundraðshluta sem hvílir á þeirri vöru sem ber hæstan toll nema innflytjandi láti tollyfirvöldum í té upplýsingar sem þau meta fullnægjandi og byggja má ákvörðun á um tollverð einstakra vara í sendingu.
19. gr. [Tollafgreiðslugengi.]1)
[Tollafgreiðslugengi skal miða við opinbert viðmiðunargengi sem skráð er af Seðlabanka Íslands [hvern mánudag]. 2) Tollafgreiðslugengi þeirra gjaldmiðla sem Seðlabanki Íslands tekur ekki til opinberrar skráningar skal ákvarðað af [tollyfirvöldum] 3) að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands.
Við tollafgreiðslu sendinga skal ákvörðun tollverðs byggð á tollafgreiðslugengi eins og opinbert viðmiðunargengi er skráð af Seðlabanka Íslands síðasta [mánudag] 2) á undan. [Þegar helgidag eða almennan frídag ber upp á mánudag skal miða tollafgreiðslugengi við opinbert viðmiðunargengi næsta virka dags á undan.] 2)] 1)
Ráðherra skal kveða nánar á 4) um ákvörðun tollafgreiðslugengis sem nota skal við umreikning tollverðs vöru eða hluta þess yfir í íslenskar krónur. Jafnframt skal kveðið nánar á um gildistíma, fresti, bráðabirgðatollafgreiðslu, tollafgreiðslu þegar engrar skráningar gengis nýtur við og annað er lýtur að gengisviðmiðun við tollafgreiðslu.
    1)L. 170/2007, 1. gr. 2)L. 58/2020, 2. gr. 3)L. 141/2019, 3. gr. 4)Rg. 1100/2006, sbr. 172/2008.

VI. kafli. Tollflokkun.
20. gr. Tollflokkun vöru.
Inn- og útflytjendur skulu færa vöru til tollflokks í viðeigandi tollskjölum samkvæmt almennum reglum um túlkun tollskrárinnar í viðauka I við lög þessi.
Leiki vafi á um tollflokkun vöru eða óski inn- eða útflytjandi eftir staðfestingu [tollyfirvalda] 1) á tollflokkun vöru getur hann leitað eftir bindandi áliti [tollyfirvalda] 1) á tollflokkun vörunnar, sbr. 21. gr.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
21. gr. Bindandi álit um tollflokkun.
Ef óskað er bindandi álits um tollflokkun vöru skal senda skriflega beiðni þar að lútandi til [tollyfirvalda]. 1) Ákvörðun [tollyfirvalda] 1) um bindandi tollflokkun vöru er bindandi gagnvart fyrirspyrjanda og tollyfirvöldum [í sex ár frá birtingardegi], 2) nema hún sé afturkölluð af [tollyfirvöldum] 1) eða henni breytt eftir kæru til [yfirskattanefndar], 3) sbr. 118. gr. Komi til afturköllunar ákvörðunar um bindandi tollflokkun vöru gildir ákvörðunin uns afturköllunin hefur verið tilkynnt álitsbeiðanda.
[Tollyfirvöldum] 1) er ekki skylt að verða við beiðni skv. 1. mgr. ef hún reynist augljóslega vera tilefnislaus.
Með beiðni um bindandi álit skulu fylgja þau gögn sem eru nauðsynleg til þess að unnt sé að ákveða tollflokkun vöru, svo sem teikning, mynd, vörulýsing eða bæklingur. Ef nauðsyn ber til að mati [tollyfirvalda] 1) [geta þau] 4) sett skilyrði um að sýnishorn af vöru sé lagt fram áður en tekin er ákvörðun um tollflokkun.
[Tollyfirvöld skulu] 5) svara beiðni skriflega innan 30 daga frá því að hún berst. Í svari [tollyfirvalda] 1) skal í meginatriðum koma fram á hvaða rökum niðurstaða er byggð. Telji [tollyfirvöld] 6) að beiðni hafi ekki að geyma fullnægjandi upplýsingar eða henni fylgi ekki nauðsynleg gögn til þess að unnt sé að ákveða tollflokkun [skulu þau] 7) tilkynna viðkomandi hvaða upplýsingar eða gögn vanti. Þegar úr því hefur verið bætt [skulu tollyfirvöld] 8) svara beiðni innan 30 daga.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 42/2012, 2. gr. 3)L. 123/2014, 11. gr. 4)L. 141/2019, 5. gr. 5)L. 141/2019, 6. gr. 6)L. 141/2019, 7. gr. 7)L. 141/2019, 8. gr. 8)L. 141/2019, 9. gr.

VII. kafli. Skýrslugjafir.
Aðflutningsskýrsla og önnur tollskjöl.
22. gr. Skilafrestur aðflutningsskjala.
Innflytjandi skal láta [tollyfirvöldum] 1) í té aðflutningsskýrslu og önnur tollskjöl vegna innfluttrar vöru, sbr. 23. … 2) gr., áður en vara er afhent til notkunar innan lands eða sett í tollfrjálsa verslun eða tollfrjálsa forðageymslu. Tollskjöl skulu þó látin [tollyfirvöldum] 1) í té ekki síðar en sex mánuðum frá komudegi flutningsfars vöru til landsins nema vöru hafi verið ráðstafað í tollvörugeymslu eða á frísvæði.
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að afhenda hraðsendingar til notkunar innan lands áður en tollskjöl eru látin [tollyfirvöldum] 1) í té. Ráðherra ákveður frest til að skila tollskjölum vegna hraðsendinga með reglugerð. 3)] 4)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 58/2020, 3. gr. 3)Rg. 1100/2006. 4)L. 80/2006, 2. gr.
23. gr. [Aðflutningsskýrslur.]1)
Tollmiðlarar skulu senda … 2) [tollyfirvöldum] 3) með skjalasendingum á milli tölva þær upplýsingar sem láta ber í té við tollafgreiðslu vara (SMT-tollafgreiðsla).
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. [geta tollyfirvöld] 4) gefið fyrirmæli um að skriflegar aðflutningsskýrslur skuli látnar [þeim] 5) í té vegna vara sem þarfnast sérstaks eftirlits.
Innflytjendur, sem stunda innflutning á vörum í atvinnuskyni, skulu senda … 2) [tollyfirvöldum] 3) þær upplýsingar sem láta ber í té við tollafgreiðslu vara með skjalasendingum á milli tölva (SMT-tollafgreiðsla) eða í gegnum veftengingu við vefsetur tollyfirvalda (VEF-tollafgreiðsla).
1)
Innflytjendum samkvæmt þessari grein er heimilt að veita tollmiðlara umboð til þess að koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart tollyfirvöldum með skjalasendingum á milli tölva (SMT-tollafgreiðslu).
[Aðrir en þeir sem um getur í 1. og 3. mgr. skulu veita tollmiðlara umboð til þess að koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart tollyfirvöldum með rafrænum skjalasendingum.
Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. er öðrum en þeim sem um getur í 1. og 3. mgr. og flytja inn tólf sendingar eða færri á ári heimilt að láta tollstjóra í té aðflutningsskýrslur á pappír.
Tollstjóri ákveður form skriflegra aðflutningsskýrslna.] 1)
[[Tollyfirvöld ákveða] 6) form rammaskeytis fyrir aðflutningsskýrslu og hvernig tæknilegri útfærslu SMT- og VEF-tollafgreiðslu skuli háttað að öðru leyti.] 7)
5)
    1)L. 58/2020, 4. gr. 2)L. 147/2008, 3. gr. 3)L. 141/2019, 3. gr. 4)L. 141/2019, 10. gr. 5)L. 141/2019, 11. gr. 6)L. 141/2019, 12. gr. 7)L. 146/2006, 3. gr.
24. gr. Leyfi til SMT- og VEF-tollafgreiðslu.
[SMT- og VEF-tollafgreiðsla er háð leyfi [tollyfirvalda]. 1)] 2)
Leyfi til SMT- eða VEF-tollafgreiðslu er veitt þeim aðilum sem um getur í 1. og 3. mgr. 23. gr., enda uppfylli þeir eftirtalin skilyrði:
    1. Þeir hafi tilskilin leyfi eða skráningu til viðkomandi atvinnustarfsemi, svo sem leyfi til þess að vera tollmiðlari skv. XI. kafla laga þessara, skráða verslun, sbr. lög nr. 28/1998, um verslunaratvinnu, iðnaðarleyfi, sbr. iðnaðarlög, nr. 42/1978, vinnsluleyfi, sbr. lög nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, eða önnur leyfi sem krafist er.
    2. Þeir hafi tilkynnt ríkisskattstjóra um atvinnustarfsemi sína og séu á fyrirtækjaskrá, sbr. lög nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá. Ef um einstaklinga er að ræða sem stunda atvinnurekstur skulu þeir að minnsta kosti hafa framkvæmt þann lágmarksfjölda tollafgreiðslna sem tilgreindur er í reglugerð, sbr. 4. mgr. 23. gr.
    3. Þeir hafi tilkynnt [ríkisskattstjóra] 3) um starfsemi sína og verið skráðir skv. 5. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og fyrirmælum settum samkvæmt þeim.
    4. Þeir séu ekki í vanskilum við ríkissjóð með greiðslu opinberra gjalda eða skatta.
    5. [Tollyfirvöld] 4) hafi samþykkt þann hugbúnað sem umsækjandi hyggst nota til samskipta við tollyfirvöld, nema þegar sótt er um VEF-tollafgreiðslu.
    6. Þeir hafi á að skipa starfsliði með fullnægjandi þekkingu á lögum og reglum um tollmeðferð vara.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 147/2008, 4. gr. 3)L. 136/2009, 106. gr. 4)L. 141/2019, 7. gr.
25. gr.
    1)L. 58/2020, 5. gr.
26. gr. Einfaldaðar aðflutningsskýrslur.
Ráðherra getur í reglugerð 1) heimilað einfaldaðar skýrslugjafir vegna póstsendinga, smásendinga og vara sem ekki eru á farmskrá. Ráðherra getur jafnframt heimilað einfaldari skýrslugjafir vegna vara sem njóta tollfríðinda við innflutning skv. 4., 6. og 7. gr.
[Tollyfirvöld ákveða] 2) form aðflutningsskýrslna skv. 1. mgr.
    1)Rg. 1100/2006. 2)L. 141/2019, 12. gr.
27. gr. Skýrslugjafir ferðamanna og farmanna.
Ferðamenn og farmenn, sem koma til landsins frá útlöndum, skulu ótilkvaddir gera [tollyfirvöldum] 1) grein fyrir tollskyldum varningi sem þeir hafa meðferðis. Sama gildir um varning sem er háður sérstökum innflutningsskilyrðum eða óheimilt er að flytja til landsins.
2)
Þar sem tollafgreiðsla ferðamanna fer fram er [tollyfirvöldum] 1) heimilt að hafa aðskilin tollafgreiðsluhlið, annars vegar fyrir þá sem hafa meðferðis tollskyldan varning eða varning sem háður er sérstökum innflutningsskilyrðum eða óheimilt er að flytja til landsins og hins vegar fyrir þá sem hafa engan slíkan varning meðferðis. Farþegar skulu þá sjálfir velja sér tollafgreiðsluhlið og teljast þeir með vali sínu gefa til kynna hvort þeir hafi meðferðis varning sem þeim ber að gera tollgæslu grein fyrir.
[Sérhver farmaður skal ótilkvaddur gera tollgæslu skriflega grein fyrir öllum varningi sem hann hefur fengið erlendis eða í ferðinni, hvort sem varningurinn er tollskyldur eður ei.] 3)
Ráðherra getur með reglugerð 4) sett nánari reglur um tollafgreiðslu samkvæmt þessari grein.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 9/2019, 1. gr. 3)L. 167/2008, 3. gr. 4)Rg. 630/2008.
[27. gr. a Upplýsingagjöf um flutning fjármuna.
Innflytjendum, útflytjendum og eftir atvikum tollmiðlurum, ferðamönnum og farmönnum er skylt að gera [tollyfirvöldum] 1) sérstaklega grein fyrir fjármunum, í reiðufé eða handhafabréfum, þ.m.t. ferðatékkum, sem fluttir eru til landsins frá útlöndum og frá landinu til útlanda að fjárhæð sem nemur 10.000 evrum eða meira, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.
Upplýsingarnar skal veita á því formi sem [tollyfirvöld ákveða]. 2)
Upplýsingaskylda innflytjenda, útflytjenda og tollmiðlara nær til sendinga sem berast til landsins frá útlöndum og sendinga frá landinu til útlanda.
Upplýsingaskyldan nær til fjármuna sem ferðamenn og farmenn hafa meðferðis til landsins frá útlöndum eða frá landinu til útlanda.] 3)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 12. gr. 3)L. 9/2019, 2. gr.
28. gr. Fylgiskjöl með aðflutningsskýrslum.
Eftirtalin skjöl skulu liggja til grundvallar aðflutningsskýrslu skv. 23. … 1) gr. eftir því sem við á. Þegar um SMT- eða VEF-tollafgreiðslu er að ræða skulu fylgigögn varðveitt með þeim hætti sem mælt er fyrir um í 29. gr. Viðeigandi fylgiskjöl skulu afhent [tollyfirvöldum] 2) í þeim tilvikum þegar aðflutningsskýrsla er skrifleg:
    1. Vörureikningur: Frumrit eða samrit af vörureikningi yfir hina innfluttu vöru eða sendingu. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. er [tollyfirvöldum] 2) heimilt að taka gildan pro forma reikning eða viðskiptareikning í stað frumrits eða samrits þegar verðmæti vöru er óverulegt eða hún er augljóslega ekki ætluð til sölu hér á landi, t.d. þegar um persónulega muni er að ræða.
    2. Farmbréf og önnur staðfestingarskjöl: Farmbréf eða undirfarmbréf, reikningur fyrir flutningskostnað, reikningur fyrir umbúðakostnað, pökkunarlisti, niðurstaða efnagreiningar og önnur skjöl og gögn sem geta verið til staðfestingar þeim atriðum sem tilgreind eru í aðflutningsskýrslu og vörureikningi eða fela í sér upplýsingar um tegund vöru, samsetningu, magn og verð hennar. Krefjast má þess að farmbréf eða undirfarmbréf sé afhent í fleiri en einu eintaki og [tollyfirvöldum] 2) er heimilt að halda eftir einu eintaki eða fleiri eftir þörfum. [Tollyfirvöldum] 2) er heimilt að taka afrit af staðfestingarskjölum ef ástæða þykir til.
    3. Tollverðsskýrsla: Tollverðsskýrsla í þeim tilvikum þegar það verð sem tilgreint er í vöru- eða sölureikningi er ekki viðskiptaverð vöru, sbr. 14. gr. Ráðherra getur með reglugerð eða öðrum fyrirmælum ákveðið að tollverðsskýrsla sé látin í té með aðflutningsskýrslu í öðrum tilvikum. Tollverðsskýrslu skal innflytjandi gera skriflega á þar til gert eyðublað.
    4. Upprunasannanir: Frumrit viðeigandi upprunasönnunar í þeim tilvikum þegar sett er fram krafa um fríðindameðferð innfluttrar vöru með vísan til fríverslunarsamnings sem Ísland á aðild að.
    5. Önnur fylgiskjöl: Önnur gögn sem eiga að liggja til grundvallar aðflutningsskýrslu samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.
3)
    1)L. 58/2020, 6. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 80/2006, 3. gr.
29. gr. Varðveisla aðflutningsskýrslna og fylgiskjala vegna rafrænnar tollafgreiðslu.
Innflytjandi, sem er bókhaldsskyldur samkvæmt ákvæðum laga um bókhald, skal varðveita öll tollskjöl í samræmi við ákvæði laga um bókhald og fyrirmæli sett samkvæmt þeim. Þá skal innflytjandi, sem hefur leyfi til SMT-tollafgreiðslu, varðveita öll tölvutæk gögn er varða tollafgreiðslu í sex ár frá tollafgreiðsludegi. Hann skal halda fullkomna skrá eða gagnadagbók í réttri tímaröð og geyma óbreytt öll rammaskeyti sem hann sendir [tollyfirvöldum] 1) eða tekur á móti frá [tollyfirvöldum]. 1) Þegar gagnadagbók er haldin á tölvutæku formi skal á auðveldan hátt vera unnt að nálgast rammaskeyti og endurmynda þau og prenta á læsilegan hátt ef þess er óskað. … 2)
Tollmiðlari skal varðveita öll tölvutæk gögn er varða tollafgreiðslu með þeim hætti sem mælt er fyrir um í 1. mgr., [hvort sem innflytjandi er bókhaldsskyldur eða ekki]. 3) Tollmiðlari skal að auki varðveita afrit af viðeigandi skriflegum gögnum, sbr. 28. gr., sem liggja til grundvallar rafrænni aðflutningsskýrslu í sex ár frá tollafgreiðsludegi.
3)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 58/2020, 7. gr. 3)L. 112/2016, 14. gr.
30. gr. Upplýsingaskylda.
Innflytjandi skal samkvæmt ákvörðun [tollyfirvalda] 1) leggja fram eða veita aðgang að bókhaldi sínu og bókhaldsgögnum, bréfum, samningum og öðrum gögnum er varða innflutning vöru eða sendingar ef nauðsynlegt þykir til þess að unnt sé að ganga úr skugga um hvort verð eða önnur atriði í aðflutningsskýrslu, vörureikningum eða staðfestingargögnum séu eða hafi verið rétt tilgreind. [Tollyfirvöld hafa] 2) aðgang að framangreindum gögnum og aðgang að starfsstöðvum tollskyldra aðila og birgðageymslum og heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum, greiðslukortafyrirtækjum og öðrum sem annast gjaldeyrisviðskipti er skylt að láta tollyfirvöldum í té allar nauðsynlegar upplýsingar og skýrslur sem þau óska eftir og unnt er að láta þeim í té.
Öllum öðrum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn, til nota við almennt tolleftirlit og áhættugreiningu, er [þau fara] 3) fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar sem og flutning farþega til og frá landinu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 2. gr. 3)L. 141/2019, 13. gr.
31. gr. Reglugerðarheimild.
Ráðherra getur með reglugerð 1) sett almenn skilyrði sem innflytjendur og aðrir þurfa að uppfylla vegna skýrslugjafar samkvæmt þessum kafla. Þar skal m.a. kveðið á um skilyrði fyrir leyfum til SMT- og VEF-tollafgreiðslu, tryggingar fyrir aðflutningsgjöldum á greiðslufresti, uppgjörstímabil, gjalddaga og skil aðflutningsgjalda, varðveislu gagna sem snerta tollmeðferð og innflutning vara, endurskoðun aðflutningsgjalda, tolleftirlit og önnur atriði eftir því sem nauðsyn ber til.
    1)Rg. 1100/2006, sbr. 982/2012, 1168/2018 og 1007/2020.

VIII. kafli. Ábyrgð á upplýsingum sem gefnar eru með aðflutningsskýrslu og öðrum tollskjölum.
32. gr. Ábyrgð innflytjanda.
Innflytjandi, sem sendir [tollyfirvöldum] 1) aðflutningsskýrslu um vöru með rammaskeyti um gagnaflutningsnet vegna SMT- eða VEF-tollafgreiðslu, ber ábyrgð á því að upplýsingar, sem þar eru veittar, séu réttar. Enn fremur ber hann ábyrgð á að fram komi allar þær upplýsingar sem eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar og að þær séu byggðar á viðeigandi fylgiskjölum sem eiga að liggja til grundvallar aðflutningsskýrslu.
Sá sem undirritar og lætur [tollyfirvöldum] 1) í té skriflega aðflutningsskýrslu ásamt fylgiskjölum ber ábyrgð á því að þær upplýsingar sem þar koma fram séu réttar. Enn fremur ber hann ábyrgð á að fram komi allar þær upplýsingar sem eiga að koma fram vegna tollafgreiðslunnar.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
33. gr. Ábyrgð tollmiðlara.
Tollmiðlari, sem hefur sent aðflutningsskýrslu til [tollyfirvalda] 1) fyrir hönd innflytjanda, ber ábyrgð á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum hafi hann vitað eða mátt vita að upplýsingar innflytjanda væru rangar eða ófullnægjandi.
Tollmiðlara er skylt að fá í hendur öll viðeigandi fylgiskjöl skv. 28. gr. áður en hann sendir [tollyfirvöldum] 1) rammaskeyti vegna SMT-tollafgreiðslu fyrir hönd innflytjanda. Tollmiðlari skal að lokinni tollafgreiðslu vöru afhenda bókhaldsskyldum innflytjanda, sbr. 1. mgr. 29. gr., … 2) öll skrifleg gögn skv. 28. gr.
Tollmiðlara ber skylda til þess að leggja sjálfstætt mat á hvort þau fylgiskjöl sem umbjóðandi hans leggur fram til grundvallar aðflutningsskýrslu fullnægja ákvæðum laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla. Telji hann svo ekki vera skal hann kalla eftir þeim gögnum sem á vantar eða nýjum gögnum í stað þeirra sem kunna að vera ófullnægjandi. Hann skal því aðeins senda aðflutningsskýrslu til [tollyfirvalda] 1) með rammaskeyti í þeim tilvikum þegar fylgiskjöl, sem liggja til grundvallar aðflutningsskýrslu, uppfylla skilyrði laga þessara með ótvíræðum hætti.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 112/2016, 15. gr.

IX. kafli. Tollmeðferð vöru.
34. gr. Upphaf tollmeðferðar.
Vara telst tekin til tollmeðferðar þegar eitthvert eftirtalinna tilvika á við:
    1. [Tollyfirvöld hafa] 1) tekið við aðflutningsskýrslu og öðrum tollskjölum, sem skulu látin í té vegna tollmeðferðar vöru, enda fullnægi þau að öllu leyti skilyrðum laga þessara til þess að unnt sé að heimila afhendingu vöru þegar í stað. Rafræn aðflutningsskýrsla, sem send er við SMT- eða VEF-tollafgreiðslu, telst móttekin hjá [tollyfirvöldum] 2) við skráningu skýrslunnar í tölvukerfi tollyfirvalda.
    2. [Tollyfirvöld hafa] 1) heimilað afhendingu vöru eða sendingar án eða gegn tryggingu.
    3. [Tollyfirvöld hafa] 1) tilkynnt innflytjanda að vara eða sending verði seld nauðungarsölu eða gert ráðstafanir til þess að selja vöru nauðungarsölu ef ekki næst til innflytjanda til lúkningar aðflutningsgjöldum, sbr. 128. og 129. gr.
    1)L. 141/2019, 2. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr.
35. gr. Frestun ákvörðunar um tollverð.
[Taka skal í einu lagi til tollmeðferðar vörur sem skráðar eru í einu sendingarnúmeri, nema annað leiði af ákvæðum laga þessara.
Ráðherra getur með reglugerð heimilað skiptingu sendinga til tollmeðferðar þegar aðstæður þykja mæla með því að slíkt sé heimilt og bundið heimildina þeim skilyrðum sem hann telur nauðsynleg til þess að tryggja að skiptingin hafi ekki áhrif á fjárhæð aðflutningsgjalda sem greiða ber af viðkomandi vörum.] 1)
    1)L. 146/2006, 4. gr.
36. gr. [Bráðabirgðatollafgreiðslur og hraðsendingar.]1)
Nú gerir innflytjandi vöru það sennilegt að hann hafi ekki fengið þau gögn sem 28. gr. tekur til, eða þau eru ekki fullnægjandi, og [mega] 2) þá [tollyfirvöld] 3) veita heimild til afhendingar vöru gegn því að hann greiði allan kostnað af tollskoðun og setji fjártryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda og afhendi eða leiðrétti gögn, sem misfellur eru á, innan hæfilegs tíma sem [tollyfirvöld tiltaka]. 2) Við ákvörðun tryggingar [geta tollyfirvöld] 4) lagt allt að 25% álag á áætluð aðflutningsgjöld. Ef vanefndir verða á greiðslu aðflutningsgjalda [mega tollyfirvöld] 5) ákveða gjöldin og taka fjártryggingu upp í þau.
[Bráðabirgðatollafgreiðsla gegn fjártryggingu, sbr. 1. mgr., er enn fremur heimil þegar nauðsynlegt reynist að fresta lokaákvörðun um tollverð vöru skv. 14.–17. gr. eða um önnur atriði sem lög þessi taka til, enda þyki að mati [tollyfirvalda] 6) ekkert því til fyrirstöðu að innflytjandi leysi vöruna til sín.] 1)
[[Tollmiðlara er heimilt að afhenda hraðsendingu til notkunar innan lands án greiðslu aðflutningsgjalda, enda láti hann [tollyfirvöldum] 6) tímanlega í té með rafrænum hætti upplýsingar um nöfn og kennitölur sendanda og innflytjanda auk upplýsinga um verðmæti, tegund og þyngd sendingar og setji tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda.] 7) Ráðherra getur heimilað að trygging taki mið af þeim aðflutningsgjöldum sem ætla má að tollmiðlari verði ábyrgur fyrir vegna hraðsendingaþjónustu, í stað þess að trygging sé sett fyrir hverja sendingu.] 8)
[Ráðherra setur nánari reglur 9) um bráðabirgðatollafgreiðslur og hraðsendingar samkvæmt þessari grein.] 8)
    1)L. 146/2006, 5. gr. 2)L. 141/2019, 14. gr. 3)L. 141/2019, 7. gr. 4)L. 141/2019, 10. gr. 5)L. 141/2019, 15. gr. 6)L. 141/2019, 3. gr. 7)L. 42/2012, 3. gr. 8)L. 80/2006, 4. gr. 9)Rg. 1100/2006.
37. gr. Neyðarleyfi.
Heimila má farmflytjendum eða öðrum aðilum, sem geyma ótollafgreiddar vörur, að afhenda á eigin ábyrgð vörusendingar, enda sé afhending þeirra brýn. Handhafi neyðarleyfis er ábyrgur fyrir greiðslu aðflutningsgjalda vegna vörusendingar ef innflytjandi stendur ekki sjálfur í skilum.
Ráðherra setur nánari reglur um útgáfu neyðarleyfa samkvæmt þessari grein.

X. kafli. Æðsta stjórn og skipulag tollyfirvalda.
38. gr. Æðsta stjórn tollamála.
[Ráðherra] 1) fer með æðstu stjórn tollamála í landinu. [Ríkisskattstjóri og tollyfirvöld fara] 2) með tollamálefni í umboði ráðherra með þeim hætti sem kveðið er á um í lögum þessum.
Ráðherra hefur eftirlit með því að [tollyfirvöld] 2) ræki skyldur sínar. Hann hefur rétt til þess að fá til athugunar tollskjöl aðila og gögn varðandi þau og krefja [tollyfirvöld] 3) skýringa á öllu því er varðar framkvæmd laga þessara.
4)
    1)L. 126/2011, 410. gr. 2)L. 141/2019, 16. gr. 3)L. 141/2019, 3. gr. 4)L. 123/2014, 12. gr.
39. gr. [Tollumdæmi.
[Landið er eitt tollumdæmi.] 1)] 2)
    1)L. 147/2008, 7. gr. 2)L. 80/2006, 5. gr.
40. gr. [[Tollyfirvöld.]1)
Hlutverk [tollyfirvalda] 2) er:
    1. Að annast tollframkvæmd á landsvísu.
    2. Álagning og innheimta tolla og annarra skatta og gjalda sem greiða ber við tollafgreiðslu vöru samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum.
    3. Eftirlit með innflutningi, umflutningi og útflutningi á vörum til og frá landinu og ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu.
    4. Aðstoð við [ráðherra] 3) varðandi tollamálefni.
    5. Að vinna að framþróun, hagræðingu og einföldun tollframkvæmdar, skilvirkri og árangursríkri tollstarfsemi og sem bestri þjónustu tollgæslunnar. [Þau skulu] 4) stuðla að því að tollframkvæmdin verði sem hagfelldust fyrir atvinnulífið, almenning og samfélagið og hafa samstarf við atvinnulífið um málefni sem varða hagsmuni þess og greiða fyrir löglegum viðskiptum og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja, eftir því sem við getur átt og að teknu tilliti til fjárhagslegra og lagalegra forsendna og öryggissjónarmiða.
    6. Samstarf við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði [tollyfirvalda], 4) sbr. 45. gr.
    7. Rekstur tölvukerfis og þróun rafrænna samskipta vegna tollafgreiðslu.
    8. Greiningarstarf vegna áhættustjórnunar við tolleftirlit.
    9. Starfræksla Tollskóla ríkisins sem sér um menntun tollstarfsmanna og annarra eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum eða reglugerðum.
    10. Öflun upplýsinga til hagskýrslugerðar um milliríkjaviðskipti.
    11. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi tollyfirvalda.
    12. Gerð verklagsreglna varðandi tollframkvæmd.
    13. Gerð leiðbeininga um tollamálefni fyrir almenning og fyrirtæki.
    14. Ákvörðun um form og efni tollskjala og eyðublaða til nota við tollframkvæmd.
    15. Önnur verkefni sem [þeim] 5) eru falin með lögum og stjórnvaldsfyrirmælum.] 6)
    1)L. 141/2019, 7. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 126/2011, 410. gr. 4)L. 141/2019, 17. gr. 5)L. 141/2019, 11. gr. 6)L. 147/2008, 8. gr.
[41. gr. Staðsetning starfsstöðva [tollyfirvalda].1)
Ráðherra ákveður, að fengnum tillögum [tollyfirvalda], 2) staðsetningu starfsstöðva tollyfirvalda með tilliti til þess að unnt sé að halda uppi nauðsynlegri tollþjónustu, tollheimtu og tolleftirliti á landsvísu.] 3)
    1)L. 141/2019, 18. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 147/2008, 10. gr.
42. gr. [Samningar [tollyfirvalda]1) við sýslumenn og lögreglustjóra um tollframkvæmd.
[Tollyfirvöldum] 1) er heimilt, með samþykki [ráðherra] 2) og [ráðherra er fer með málefni sýslumanna], 2) að gera samninga við sýslumenn og lögreglustjóra um að þeir annist í umboði [tollyfirvalda] 3) tiltekna þætti tollframkvæmdar í stjórnsýsluumdæmum sínum. [Þau geta] 3) enn fremur samið við þá um nauðsynlega starfsaðstöðu fyrir [tollyfirvöld] 3) í viðkomandi stjórnsýsluumdæmum og aðstoð við tollstarfsmenn við framkvæmd starfans.] 4)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 126/2011, 410. gr. 3)L. 141/2019, 19. gr. 4)L. 147/2008, 11. gr.
[43. gr.]1) Tollhafnir.
Tollhöfn er [svæði, afmarkað með hnitsetningu], 2) þar sem heimilt er að ferma og afferma för og geyma og tollafgreiða vörur úr þeim án sérstakrar heimildar tollyfirvalda.
[Ráðherra afmarkar staðsetningu tollhafna í reglugerð. 3)] 2) Við þá ákvörðun skal ráðherra taka mið af þörfum atvinnulífs á viðkomandi [svæði og möguleikum tollyfirvalda til að viðhafa fullnægjandi tolleftirlit]. 2) Ráðherra skal um önnur atriði leita umsagnar [tollyfirvalda] 4) …, 1) sbr. 3. mgr.
Í umsögn [tollyfirvalda] 4) skal gerð úttekt á því hvort eftirtalin skilyrði séu uppfyllt:
    1.2)
    2. Í tollhöfn skal vera fullnægjandi aðstaða til tolleftirlits.
    3. Í tollhöfn skulu vera fullnægjandi geymsluhús, geymslusvæði og önnur aðstaða til vörslu á ótollafgreiddum vörum.
Ráðherra getur með sama hætti afturkallað ákvörðun um að tiltekin höfn skuli vera tollhöfn ef ekki er talin þörf á tollhöfn á viðkomandi [svæði, [tollyfirvöldum] 4) reynist ófært að viðhafa þar fullnægjandi tolleftirlit] 2) eða skilyrði 3. mgr. eru ekki lengur uppfyllt.
Við ráðstöfun á hafnarsvæðum, hafnarlóðum og öðrum svæðum sem ætluð eru til uppskipunar eða geymslu á ótollafgreiddum vörum skulu sveitarfélög og hafnarstjórnir hafa samráð við … 1) [tollyfirvöld]. 4)
    1)L. 147/2008, 9. gr. 2)L. 124/2015, 25. gr. 3)Rg. 1100/2006. 4)L. 141/2019, 3. gr.
44. gr.1)
    1)L. 123/2014, 13. gr.
45. gr. Samvinna [tollyfirvalda]1) við önnur stjórnvöld og stofnanir.
[Tollyfirvöld skulu] 2) aðstoða lögreglu og ákæruvald við störf þeirra vegna brota á lögum þessum.
Tollyfirvöld og önnur stjórnvöld og stofnanir skulu hafa gagnkvæmt samstarf varðandi verkefni sem tengjast tollheimtu og tolleftirliti, svo sem upplýsingagjöf og forvarnir.
[Ákvæði 188. gr. skulu ekki vera því til fyrirstöðu að [tollyfirvöld] 3) veiti lögreglu aðgang að upplýsingum sem sú grein tekur til, enda sé það nauðsynlegt í þágu greiningarstarfs lögreglu eða rannsóknar lögreglu á ætluðum brotum á lögum þessum, lögum um ávana- og fíkniefni eða öðrum lögum sem [tollyfirvöldum] 1) ber að framfylgja.] 4)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 6. gr. 3)L. 141/2019, 7. gr. 4)L. 147/2008, 12. gr.
46. gr. Veiting starfa hjá tollyfirvöldum.
[Ríkisskattstjóri skipar tollgæslustjóra] 1) til fimm ára í senn og skal hann fullnægja sömu hæfisskilyrðum og héraðsdómarar til skipunar í embætti.
[Ríkisskattstjóri skipar tollverði til fimm ára í senn til starfa hjá Tollgæslu Íslands. Ríkisskattstjóri ræður auk þess aðra starfsmenn til starfa við tollframkvæmd hjá embættinu.] 1) Hver sá sem skipaður er til starfa sem tollvörður skal hafa lokið prófi frá Tollskóla ríkisins eða hlotið sambærilega menntun. Ráðherra setur í reglugerð 2) nánari fyrirmæli um starfsheiti tollvarða.
[Ríkisskattstjóra] 1) er heimilt að setja mann tímabundið til starfa sem tollvörð vegna orlofstöku, veikinda- eða slysaforfalla eða tímabundinna leyfa tollvarða. Jafnframt er [ríkisskattstjóra] 1) heimilt að setja mann tímabundið til starfa sem tollvörð meðan tekin er ákvörðun um hvort rétt sé að skipa tollvörð að fullu skv. 2. mgr. eða meðan hann stundar nám við tollskólann.
    1)L. 141/2019, 20. gr. 2)Rg. 89/2009, sbr. 1181/2018.

XI. kafli. Tollmiðlarar.
47. gr. Starfsemi tollmiðlara.
Tollmiðlara er heimilt að koma fram gagnvart tollyfirvöldum fyrir hönd inn- og útflytjenda og hafa með höndum eftirtalda þjónustu í tengslum við tollafgreiðslu vöru:
    1. Ráðgjöf við gerð tollskjala, svo sem tollflokkun og útreikning aðflutningsgjalda.
    2. Tollskýrslugerð vegna inn- og útflutnings.
    3. Beiðni um tollafgreiðslu vöru.
    4. Greiðslu aðflutningsgjalda fyrir hönd innflytjanda.
[[Tollyfirvöldum] 1) er heimilt að birta tollmiðlara ákvarðanir og leiðbeiningar vegna umbjóðanda hans, sbr. 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og skal tollmiðlari upplýsa umbjóðanda sinn um þær.] 2)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 33/2015, 15. gr.
48. gr. Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis.
[Tollyfirvöld veita] 1) starfsleyfi til tollmiðlunar að uppfylltum skilyrðum 2. mgr. þessarar greinar.
Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis eru sem hér segir:
    1. Umsækjandi skal vera lögaðili.
    2. Stjórnarmenn lögaðilans skulu vera a.m.k. tveir. Þeir skulu vera búsettir hér á landi, vera lögráða [og] 2) vera fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu fimm árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. [Þeir mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.] 2) Þá mega stjórnarmenn ekki hafa gengist undir sátt eða hlotið dóm vegna brota á tollalögum eða hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. [Ríkisborgarar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu sem og Færeyingar eru undanþegnir búsetuskilyrðinu enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.] 3) [Tollyfirvöldum] 4) er heimilt að veita þeim sem eru búsettir í öðrum ríkjum sömu undanþágu.
    3. Daglegur stjórnandi tollmiðlunar skal fullnægja skilyrðum 2. tölul.
    4. Starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt sérstakt námskeið hjá Tollskóla ríkisins til þess að öðlast fullnægjandi þekkingu á lögum og reglum sem gilda um tollmeðferð vara, þar á meðal tollflokkun, tollskýrslugerð, meðferð ótollafgreiddra vara, ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum, og reglum um greiðslufrest aðflutningsgjalda, [ásamt viðeigandi málsmeðferðarreglum]. 5)
    5. Umsækjandi skal sýna fram á að stjórnun, innra eftirlit, bókhald og varsla gagna vegna starfseminnar verði með traustum hætti.
    6. Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg.
[Tollyfirvöld skulu] 6) halda skrá yfir tollmiðlara. Öðrum fyrirtækjum en þeim sem tekin hafa verið á skrá er óheimilt að starfrækja tollmiðlun, kalla sig tollmiðlara eða með öðrum hætti gefa til kynna að þau hafi hlotið viðurkenningu ráðherra samkvæmt þessari grein.
Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt niður hafi tollmiðlun ekki veitt þjónustu sem henni er heimilt samkvæmt lögum þessum samfellt í tólf mánuði.
    1)L. 141/2019, 21. gr. 2)L. 141/2018, 37. gr. 3)L. 108/2006, 26. gr. 4)L. 141/2019, 3. gr. 5)L. 33/2015, 16. gr. 6)L. 141/2019, 6. gr.
49. gr. Skyldur tollmiðlara.
Starfsmenn tollmiðlara skulu rækja störf sín af kostgæfni og samviskusemi í hvívetna og halda lög og reglur sem lúta að starfi þeirra.
Verði tollmiðlari þess var að umbjóðandi hans leggi vísvitandi fyrir hann röng eða ófullnægjandi gögn skal hann þegar í stað tilkynna um það til [tollyfirvalda]. 1)
    1)L. 141/2019, 3. gr.
50. gr. Eftirlit með tollmiðlurum.
Tollmiðlarar lúta eftirliti [tollyfirvalda]. 1)
2)
[[Tollyfirvöld geta] 3) afturkallað starfsleyfi til tollmiðlunar uppfylli tollmiðlari ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfinu eða vanræki gróflega skyldur sínar samkvæmt lögum þessum.] 2)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 146/2006, 7. gr. 3)L. 141/2019, 4. gr.

XII. kafli. För í utanlandsferðum, skýrslugjafir farmflytjenda, ferming, afferming o.fl.
51. gr. Tilkynning um komu og brottför fara í utanlandsferðum.
[Stjórnanda fars eða öðrum aðila sem hefur til þess umboð frá rekstraraðila farsins] 1) ber að tilkynna [tollyfirvöldum] 2) komu fars inn á tollsvæði ríkisins og brottför með hæfilegum fyrirvara.
Flugumferðarstjórn skal veita [tollyfirvöldum] 2) upplýsingar um komu og brottför flugfara í utanlandsferðum svo fljótt sem við verður komið.
Landhelgisgæslan skal veita [tollyfirvöldum] 2) upplýsingar um komu og brottför skipa í utanlandsferðum svo fljótt sem við verður komið.
Starfsmenn hafna og skipaðir leiðsögumenn svo og starfsmenn flugvalla skulu veita [tollyfirvöldum] 2) allar nauðsynlegar upplýsingar um ferðir skipa og flugfara.
Ráðherra getur sett nánari reglur um tilkynningar samkvæmt þessari grein.
    1)L. 40/2017, 21. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr.
[51. gr. a. Upplýsingar um farþega og áhöfn.
Fyrirtækjum sem annast flutning farþega og vöru til og frá landinu er skylt að afhenda [tollyfirvöldum] 1) upplýsingar um farþega og áhöfn sem nýttar eru við tolleftirlit og til að koma í veg fyrir og rannsaka brot á lögum þessum og öðrum lögum sem lögreglu og öðrum handhöfum lögregluvalds ber að framfylgja. Sama skylda hvílir á stjórnendum, eigendum eða umráðamönnum fara sem ferðast til og frá landinu, þar á meðal einkaflugvéla og seglskipa.
[Tollyfirvöldum], 1) lögreglu og öðrum handhöfum lögregluvalds er heimilt að skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn í þágu eftirlits, greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum gegn ákvæðum laga þessara og ákvæðum annarra laga.
Ráðherra kveður nánar á um umfang upplýsingaskyldunnar, afhendingu á upplýsingum til [tollyfirvalda], 1) þar á meðal um form og tímasetningu, og meðhöndlun á þeim í reglugerð. 2) Þar skal einnig kveðið nánar á um fyrirkomulag upplýsingaskipta milli [tollyfirvalda], 1) lögreglu og annarra handhafa lögregluvalds.] 3)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)Rg. 1072/2019. 3)L. 124/2015, 26. gr.
52. gr. Fyrsta og síðasta viðkoma í tollhöfn.
Fari er skylt að hafa fyrstu og síðustu viðkomu hér á landi í tollhöfn. Skal ferming eða afferming fars fara þar fram og mönnum hleypt þar frá borði eða teknir um borð.
53. gr. Undantekningar.
Þegar sérstaklega stendur á [geta tollyfirvöld] 1) veitt leyfi til þess að far hafi fyrstu eða síðustu viðkomu hér á landi utan tollhafnar. Þeim sem slíkt leyfi fær er skylt að hlíta þeim skilyrðum sem [tollyfirvöld setja] 2) fyrir undanþágunni, m.a. varðandi fermingu og affermingu fars, og greiða allan kostnað sem af henni leiðir.
Fari, sem statt er í neyð eða þarf að leita hafnar vegna veikinda eða slyss áhafnar eða farþega, er ekki skylt að hafa fyrstu viðkomu í tollhöfn hér á landi en stjórnandi farsins skal tilkynna [tollyfirvöldum] 3) komu fars svo fljótt sem verða má og ástæður þess að leitað var hafnar í skyndi.
Fiskiskipi sem siglir með afla til útlanda beint af veiðum er ekki skylt að hafa viðkomu í tollhöfn við upphaf ferðar. Skipstjóra er skylt að gefa [tollyfirvöldum] 3) upplýsingar, með hæfilegum fyrirvara, um fyrirhugaða siglingu með afla til útlanda.
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 141/2019, 22. gr. 3)L. 141/2019, 3. gr.
54. gr. Afgreiðslustaður fars.
Óheimilt er að leggja aðkomuskipi að bryggju eða öðru hafnarmannvirki fyrr en að fengnu leyfi [tollyfirvalda] 1) sem einnig [geta] 2) ákveðið í samráði við hafnaryfirvöld og skipstjóra hvar í höfn skipið skuli leggjast. Flugvélar skulu afgreiddar þar á flugvelli sem [tollyfirvöld ákveða] 3) í samráði við flugvallarstjóra.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 23. gr. 3)L. 141/2019, 12. gr.
55. gr. Fyrirmæli um að skip megi eingöngu hafast við í tollhöfnum.
[Tollyfirvöldum] 1) er heimilt, ef ástæða þykir til, að mæla svo fyrir að skip megi ekki liggja eða hafast við innan tollsvæðis ríkisins nema í tollhöfnum.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
56. gr. Skylda stjórnanda fars til að aðstoða tollverði.
Stjórnanda fars ber að veita [tollyfirvöldum] 1) allar upplýsingar sem þörf er á um farið, farm þess og farþega. Hann skal vísa á alla innganga í farmrými svo og geymslur og aðra staði þar sem geyma má vörur og honum er eða ætti að vera kunnugt um.
Ef tollvörður óskar að komast um borð eða frá borði er stjórnanda fars skylt að veita til þess nauðsynlega aðstoð.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
57. gr. Meðferð forða.
Aldrei má gefa eða selja í land af birgðum eða forða fars nema aðflutningsgjöld séu greidd og öðrum lagafyrirmælum fullnægt um innflutning.
Stjórnandi fars sem er í millilandaferðum skal við komu inn á tollsvæði ríkisins hafa í sinni vörslu og læsa inni forða og birgðir sem eru umfram hæfilegan forða sem heimilt er að hafa til frjálsra afnota í farinu. Á sama hátt skal farið með tollskyldan varning áhafnar sem ekki á að flytja í land og tollafgreiða. Stjórnandi fars ber ábyrgð á því að allt fari undir lás sem þar skal vera og ekkert hverfi undan lás.
Verði far á leið til útlanda að snúa við til landsins ber stjórnanda þess, ef innsigli skv. 164. gr. hafa verið rofin eða ótollafgreiddur forði tekinn í notkun, að gæta þess að hvorki farþegar né áhöfn hverfi brott frá farinu eða af afgreiðslustað fyrr en [tollyfirvöld hafa] 1) gefið leyfi til þess.
Stjórnandi fars skal gera skrá yfir vörur skv. 1. mgr. við komu fars inn á tollsvæði ríkisins. Stjórnandi fars skal afhenda [tollyfirvöldum] 2) skrána [með hæfilegum fyrirvara]. 3)
[Tollyfirvöldum] 2) er heimilt að undanþiggja skemmtiferðaskip, sem koma hingað til lands, ákvæðum 2. mgr. og 4. mgr.
[Ráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur um meðferð forða, m.a. um afhendingu upplýsinga við komu fars.] 3)
    1)L. 141/2019, 2. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 40/2017, 21. gr.
58. gr. Farmskrá.
Allar vörur, sem far flytur frá útlöndum eða til útlanda, skulu færðar á farmskrá. Þó er ekki áskilið að upplýsingar um vörur í forða fars og farangur farþega og áhafnar séu skráðar á farmskrá. Óheimilt er að flytja úr fari ótollafgreidda vöru sem ekki er á farmskrá, nema henni sé samtímis framvísað við tollgæslu og leyfi fengið fyrir flutningi hennar úr farinu.
Tilgreina skal í farmskrá tollhöfn sem er ákvörðunarstaður vöru.
Ráðherra skal með reglugerð 1) setja nánari reglur um farmskrá samkvæmt þessari grein, m.a. þær vörur sem færðar skulu í skrána, breytingar og leiðréttingar skrárinnar og ábyrgð á þeim upplýsingum sem þar koma fram.
    1)Rg. 1100/2006.
59. gr. Hættuleg efni.
Ráðherra er heimilt að mæla svo fyrir í reglugerð að tilteknar hættulegar vörur, svo sem eiturefni og aðrar slíkar vörur, skuli tollafgreiddar á einum stað fyrir allt landið.
60. gr. Geymsla bannvöru.
Ef vara er flutt til landsins andstætt fyrirmælum laga eða stjórnvaldsfyrirmæla, sem banna innflutning hennar, [skulu tollyfirvöld] 1) mæla fyrir um hvar og með hvaða hætti hún skuli geymd þar til ákvörðun hefur verið tekin um frekari meðhöndlun hennar af þar til bærum stjórnvöldum, svo sem um förgun eða flutning úr landi.
    1)L. 141/2019, 9. gr.
61. gr. Aðkomuafgreiðsla fars.
Afferming fars er háð leyfi [tollyfirvalda]. 1) [Slíkt leyfi skal ekki veitt fyrr en aðkomuskýrsla, farmskrá og önnur þau skjöl sem lög og reglur áskilja hafa verið látin [tollyfirvöldum] 1) í té.] 2)
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er afferming fars heimil án leyfis [tollyfirvalda] 1) ef neyð steðjar að og afferming er nauðsynleg til þess að takmarka tjón á farmi fars. Stjórnanda fars ber að tilkynna [tollyfirvöldum] 1) um affermingu strax og auðið er og tilgreina ástæður hennar.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 80/2006, 7. gr.
62. gr. Skrá yfir affermdar vörur.
Að lokinni affermingu í hverri höfn er stjórnanda fars skylt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té nákvæma skrá yfir vörur sem affermdar hafa verið í höfninni. Sé talning ekki framkvæmd [geta tollyfirvöld] 2) látið gera hana á kostnað farmflytjanda.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 10. gr.
63. gr. Skrá um vöntun og skemmdir á vörum.
Að lokinni affermingu í hverri höfn ber stjórnanda fars að afhenda [tollyfirvöldum] 1) skrá yfir vöntun og skemmdir á vörum sem komið hafa í ljós við afferminguna. [Tollyfirvöld geta] 2) látið fara fram rannsókn á vöntun og skemmdum vegna eftirlits með vörunni eða ákvörðun gjalda af henni.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 4. gr.
64. gr. [Ferming fars.]1)
Ferming fars er háð leyfi [tollyfirvalda] 2) að undanskildum afla sem tekinn er um borð í skip á veiðisvæðum.
Sé vara flutt í far án samþykkis [tollyfirvalda] 2) ber stjórnanda fars að afferma það aftur ef [tollyfirvöld telja] 3) það nauðsynlegt vegna eftirlits með vörunni.
    1)L. 80/2006, 8. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 141/2019, 24. gr.
65. gr. Far frá innanlandshöfn.
[Tollyfirvöld geta] 1) ákveðið að með far sem kemur frá innanlandshöfnum eða af veiðum skuli farið sem aðkomufar að því er tolleftirlit varðar.
    1)L. 141/2019, 4. gr.
66. gr. Aðstaða til tolleftirlits í flugstöð eða höfn.
Eigendum eða umráðamönnum fara, sem annast reglubundnar ferðir milli landa, er skylt að leggja [tollyfirvöldum] 1) til án endurgjalds nægilegt húsrými eða aðra aðstöðu til tolleftirlits með farþegum, áhöfnum og vörum, sé þess krafist.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
67. gr. Úrræði [tollyfirvalda]1) sinni stjórnandi fars ekki skyldum sínum.
Hafi farmskrá og önnur gögn samkvæmt ákvæðum þessa kafla ekki verið afhent [tollyfirvöldum] 1) er [þeim] 2) heimilt að taka í sína vörslu þjóðernisskírteini og mælibréf skips eða loftferðaskírteini flugfars svo og áhafnaskrá og önnur viðeigandi skjöl. [Tollyfirvöldum] 1) ber að skila stjórnanda fars skjölum þessum þegar viðeigandi gögn hafa verið afhent [tollyfirvöldum]. 1)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 11. gr.
68. gr. Herskip og herflugvélar.
Ákvæði þessa kafla taka ekki til erlendra herskipa og herflugvéla sem leita hér hafnar. Stjórnendum þeirra er þó skylt að gera [tollyfirvöldum] 1) fullnægjandi grein fyrir að um herfar sé að ræða og má krefjast þess að slík greinargerð sé gefin skriflega.
[För skv. 1. mgr. eru undanþegin innsiglun vista, birgða og annars varnings um borð.] 2)
Áður en tollskyldar vörur eru fluttar úr fari sem um ræðir í 1. mgr. ber stjórnanda fars að afhenda [tollyfirvöldum] 1) skrá yfir vörurnar. [Tollyfirvöld hafa] 3) sömu heimildir til hvers konar eftirlits með þeim vörum og öðrum varningi sem fluttur er til landsins.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 170/2007, 2. gr. 3)L. 141/2019, 2. gr.

XIII. kafli. Meðferð og varsla ótollafgreiddrar vöru.
69. gr. Geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur.
Heimilt er að geyma ótollafgreiddar vörur á eftirtöldum geymslusvæðum:
    1. Afgreiðslugeymslum farmflytjenda og viðurkenndra tollmiðlara, sbr. 88.–90. gr.
    2. Tollvörugeymslum, sbr. 91.–95. gr.
    3. Tollfrjálsum forðageymslum, sbr. 96.–100. gr.
    4. Tollfrjálsum verslunum og tollfrjálsum birgðageymslum þeirra, sbr. 101.–104. gr.
    5. Frísvæði, sbr. 105.–108. gr.
    [6. Umflutningsgeymslum, sbr. 108. gr. a – 108. gr. d.] 1)
Óheimilt er að geyma ótollafgreiddar vörur utan þeirra geymslusvæða sem nefnd eru í 1. mgr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er [tollyfirvöldum] 2) heimilt, þegar sérstakar ástæður mæla með því, að veita leyfi til geymslu ótollafgreiddrar vöru utan geymslusvæða skv. 1. mgr. Leyfi skal veitt með skriflegum eða rafrænum hætti. [Tollyfirvöld geta] 3) bundið leyfi þeim skilyrðum sem [þau telja] 4) nauðsynleg. Leyfishafi skal greiða allan kostnað sem hlýst af nauðsynlegu eftirliti með vörunni.
[Tollyfirvöldum] 2) er heimilt að taka ótollafgreiddar vörur í sínar vörslur á kostnað farmflytjanda eða innflytjanda til geymslu eða tollafgreiðslu ef nauðsyn krefur.
    1)L. 170/2007, 3. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 141/2019, 4. gr. 4)L. 141/2019, 25. gr.
70. gr. Geymslutími.
Vörur, sem settar hafa verið í afgreiðslugeymslu skv. 1. tölul. 1. mgr. 69. gr., skal tollafgreiða innan sex mánaða frá komu flutningsfars vöru til landsins nema [tollyfirvöld] 1) hafi veitt leyfi til flutnings þeirra í tollvörugeymslu, tollfrjálsa forðageymslu, tollfrjálsa verslun eða á frísvæði. Ef sérstaklega stendur á [geta tollyfirvöld] 2) heimilað, að fengnu samþykki leyfishafa, að vörur skuli tollafgreiða innan 18 mánaða frá komu flutningsfars til landsins.
Heimilt er að geyma ótollafgreiddar vörur á geymslusvæðum skv. [2.–6. tölul.] 3) 1. mgr. 69. gr. án tímatakmarkana.
    1)L. 141/2019, 7. gr. 2)L. 141/2019, 10. gr. 3)L. 170/2007, 4. gr.
71. gr. Reglugerðarheimild.
Ráðherra setur með reglugerð 1) nánari ákvæði um meðferð og vörslu ótollafgreiddra vara samkvæmt þessum kafla.
    1)Rg. 1100/2006.
72. gr. Athafnasvæði og húsnæði til geymslu ótollafgreiddra vara.
Geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur skal vera afmarkað rými, hús eða afgirt svæði eftir eðli vörunnar og undir lás leyfishafa. Skal það vera að öllu leyti með þeim hætti að það henti til tryggrar vörslu þeirra vara sem þar eiga að vera.
[Tollyfirvöld skulu] 1) viðurkenna athafnasvæði og húsnæði sem ætlað er til geymslu ótollafgreiddra vara og eru breytingar á því óheimilar nema að fengnu leyfi [þeirra]. 2)
Leyfishafi geymslusvæðis ábyrgist að geymslusvæðið uppfylli á hverjum tíma þau skilyrði sem sett eru um ásigkomulag þess.
Ef geymslusvæði er ekki í fullkomnu ásigkomulagi og leyfishafi bætir ekki úr því innan þess frests sem [tollyfirvöld tiltaka geta tollyfirvöld] 2) látið bæta úr ágöllum á kostnað leyfishafa eða svipt hann rétti til þess að nota húsnæðið eða svæðið.
    1)L. 141/2019, 6. gr. 2)L. 141/2019, 26. gr.
Meðferð vara á geymslusvæðum.
73. gr.
Einkaneysla, afnot eða sýning á vörum sem fluttar hafa verið á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur er óheimil nema annað sé tekið fram í lögum þessum.
Iðnaður og aðvinnsla á vörum er óheimil á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur nema annað sé tekið fram í lögum þessum.
74. gr. Hættuleg efni.
[Tollyfirvöld geta] 1) sett sérstök skilyrði fyrir geymslu hættulegra efna á geymslusvæðum, t.d. um eftirlit, geymslustað eða meðferð þeirra að öðru leyti, eða bannað geymslu þeirra á geymslusvæðum ef nauðsyn ber til.
    1)L. 141/2019, 4. gr.
Ábyrgð vörsluhafa.
75. gr.
Farmflytjendur og leyfishafar geymslusvæða skv. 69. gr. bera ábyrgð á að geymsla og flutningur ótollafgreiddrar vöru sé í samræmi við ákvæði þessa kafla.
76. gr. Skráning vöru inn á geymslusvæði.
Við flutning vara á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur skv. [2.–6. tölul.] 1) 1. mgr. 69. gr. skal leyfishafi skrá þær á nafn innflytjanda sendingar og tilgreina heiti og tegund vara í sendingu ásamt magni, þyngd og verðmæti þeirra. Leyfishafi skal jafnframt skrá númer sendingar.
Aðflutningsgjöld af sendingu miðast við það vörumagn sem tilgreint er samkvæmt ákvæðum 1. mgr., sbr. þó ákvæði 87. gr. um umframmagn vöru.
    1)L. 170/2007, 4. gr.
77. gr. Afhending vöru út af geymslusvæði til notkunar innan lands.
Þeim sem hafa ótollafgreiddar vörur í sinni vörslu til flutnings eða geymslu er óheimilt að láta þær af hendi án leyfis [tollyfirvalda]. 1) Ákvæði þetta gildir hvorki um vörur í tollfrjálsum forðageymslum né um vörur sem seldar eru úr tollfrjálsum verslunum.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
78. gr. Ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda.
Farmflytjendur, leyfishafar geymslusvæða skv. 69. gr. og eftir atvikum umboðsmenn erlendra aðila, sem flytja vörur hingað til lands, ábyrgjast greiðslu á aðflutningsgjöldum af vörum sem þeir hafa afhent eða tekið í notkun án þess að gætt hafi verið ákvæða laga þessara.
Um áætlun aðflutningsgjalda í þeim tilvikum sem um ræðir í 1. mgr. fer eftir ákvæðum 115. gr.
Gera má fjárnám í eignum þeirra sem bera ábyrgð á greiðslu gjalda skv. 1. mgr. fyrir aðflutningsgjöldum, dráttarvöxtum og kostnaði án undangengins dóms eða dómsáttar.
79. gr. Afhending vöru úr fari eða afgreiðslugeymslu.
Áður en vara er flutt úr fari eða afgreiðslugeymslu í tollvörugeymslu, tollfrjálsa forðageymslu, tollfrjálsa verslun, [umflutningsgeymslu eða á frísvæði, sbr. 2.–6. tölul. 1. mgr. 69. gr.], 1) skal leyfishafi tilkynna [tollyfirvöldum] 2)3) um fyrirhugaðan flutning. Sama gildir þegar vara er afhent úr vörslu farmflytjanda í afgreiðslugeymslu tollmiðlara eða annars farmflytjanda. [Tollyfirvöld skulu] 4) lýsa því yfir hvort flutningur sé heimill eða hvort varan skuli kyrrsett til frekari skoðunar án tafar en þó eigi síðar en 24 klukkustundum eftir að tilkynning berst [þeim] 5) með sannanlegum hætti.
Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um vörur sem fluttar eru í tollfrjálsa forðageymslu úr birgðaforða fars.
    1)L. 170/2007, 5. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 147/2008, 13. gr. 4)L. 141/2019, 6. gr. 5)L. 141/2019, 11. gr.
80. gr. Flutningur ótollafgreiddrar vöru milli geymslusvæða.
Heimilt er að flytja ótollafgreiddar vörur á milli geymslusvæða skv. 2.–5. tölul. 1. mgr. 69. gr. án sérstaks leyfis [tollyfirvalda]. 1) Vörsluhafi skal tilkynna [tollyfirvöldum] 1) um flutning vöru áður en flutningur á sér stað.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er óheimilt að flytja vöru úr tollfrjálsri forðageymslu eða tollfrjálsri verslun á önnur geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur nema að fengnu sérstöku leyfi [tollyfirvalda]. 1)
    1)L. 141/2019, 3. gr.
81. gr. Yfirfærsla ábyrgðar vörsluhafa.
Flutningur ótollafgreiddrar vöru á milli geymslusvæða fyrir ótollafgreiddar vörur … 1) hefur í för með sér yfirfærslu ábyrgðar frá einum vörsluhafa til annars þegar leyfishafi, sem tekur við vöru, staðfestir móttöku hennar.
[Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um flutning ótollafgreiddrar vöru á milli geymslusvæða. Hann getur m.a. kveðið á um með hvaða hætti skuli færa sönnur á yfirfærslu vörsluábyrgðar skv. 1. mgr.] 1)
    1)L. 147/2008, 14. gr.
82. gr.1)
    1)L. 147/2008, 15. gr.
83. gr.1)
    1)L. 147/2008, 15. gr.
Vöntun og umframbirgðir.
84. gr. Vörutalning.
[Tollyfirvöld geta] 1) hvenær sem er gert vörutalningu á geymslusvæðum.
Leyfishafi geymslusvæðis skal gæta þess að meðferð og varsla vara á geymslusvæði sé jafnan með þeim hætti að aðgengilegt sé að framkvæma þar vörutalningu. Er hann skyldur til að gefa [tollyfirvöldum] 2) hverjar þær upplýsingar sem óskað er eftir um vörur á geymslusvæðinu og veita hvers konar aðstoð við eftirlitsstörf [tollyfirvalda]. 2)
Leyfishafi skal hafa ábyrgðarmann viðstaddan vörutalningu.
    1)L. 141/2019, 4. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr.
85. gr. Sýnileg vöntun.
[Tollyfirvöld skulu] 1) lækka, fella niður eða endurgreiða toll ef fram kemur sýnileg vöntun í vörusendingu, í heild eða að hluta, við affermingu fars. Vöruvöntun telst sýnileg komi vörusending ekki fram við affermingu eða ef ljóst er af ytri umbúðum að um vöntun er að ræða.
Ráðherra skal með reglugerð 2) kveða nánar á um skilyrði niðurfellingar, lækkunar eða endurgreiðslu tolls skv. 1. mgr. Hann getur m.a. kveðið á um með hvaða hætti skuli færa sönnur á vöntun í vörusendingu og fresti til þess að tilkynna [tollyfirvöldum] 3) um vöntun í vörusendingu.
    1)L. 141/2019, 6. gr. 2)Rg. 630/2008. 3)L. 141/2019, 3. gr.
86. gr. Leynd vöntun.
Komi fram vöntun í vörusendingu, sem ekki var sýnileg við affermingu fars, í heild eða að hluta, sem sett er á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur skv. 1. mgr. 69. gr. eða geymd er samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 69. gr., er leyfishafa skylt að greiða toll og önnur aðflutningsgjöld af því vörumagni sem vantar miðað við skráningu skv. 76. gr., að viðbættu 20% álagi á toll og önnur aðflutningsgjöld, nema leyfishafi geti fært fullnægjandi sannanir fyrir því að vöntunin sé komin til áður en sendingin var flutt inn á tollsvæði ríkisins.
Ráðherra skal með reglugerð 1) kveða nánar á um skilyrði niðurfellingar, lækkunar eða endurgreiðslu tolls skv. 1. mgr. Hann getur m.a. kveðið á um með hvaða hætti skal færa sönnur á vöntun í vörusendingu og fresti til þess að tilkynna [tollyfirvöldum] 2) um vöntun í vörusendingu.
    1)Rg. 630/2008. 2)L. 141/2019, 3. gr.
87. gr. Umframbirgðir.
Leyfishafi geymslusvæðis skal skrá allar umframbirgðir á geymslusvæði samkvæmt ákvæði 76. gr. um leið og hann verður þeirra var. Leyfishafi skal tilkynna [tollyfirvöldum] 1) um allar skráningar samkvæmt þessari grein.
Komi fram, við vörutalningu [tollyfirvalda] 1) á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur, vörumagn umfram það magn sem skráð er inn á hlutaðeigandi geymslusvæði skv. 76. gr. er leyfishafa geymslusvæðis skylt að greiða toll og önnur aðflutningsgjöld af því vörumagni þegar þess verður vart.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
[Afgreiðslugeymslur.]1)
    1)L. 170/2007, 9. gr.
88. gr. Starfsleyfi.
[Að uppfylltum skilyrðum 1.–3. og 5.–7. tölul. 1. mgr. 91. gr. getur [geta tollyfirvöld] 1) heimilað lögaðilum að reka afgreiðslugeymslur fyrir ótollafgreiddar vörur.] 2)
[Farmflytjendur sem ekki reka afgreiðslugeymslur í eigin nafni skulu eiga nægan aðgang að geymslum sem reknar eru á grundvelli leyfis skv. 1. mgr.] 3)
[Tollyfirvöld skulu] 4) halda skrá yfir leyfishafa skv. 1. mgr. Öðrum fyrirtækjum en þeim sem tekin hafa verið á skrá er óheimilt að starfrækja afgreiðslugeymslu.
Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt úr gildi hafi leyfishafi ekki veitt þjónustu sem honum er heimilt samkvæmt lögum þessum samfellt í tólf mánuði.
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 170/2007, 8. gr. 3)L. 146/2006, 8. gr. 4)L. 141/2019, 6. gr.
89. gr. Afturköllun starfsleyfis.
[Tollyfirvöld geta] 1) afturkallað starfsleyfi skv. 88. gr. uppfylli leyfishafi ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfinu eða vanræki gróflega skyldur sínar samkvæmt lögum þessum.
    1)L. 141/2019, 4. gr.
90. gr. Vörur sem heimilt er að flytja í afgreiðslugeymslu.
Heimilt er að flytja ótollafgreiddar vörur í afgreiðslugeymslu úr fari eða milli afgreiðslugeymslna. Vörur sem háðar eru innflutningsleyfum er heimilt að flytja í afgreiðslugeymslu, enda þótt leyfi liggi ekki fyrir. Tollafgreiðsla vöru er háð því að innflutningsleyfi vegna hennar liggi fyrir.
Tollvörugeymslur.
91. gr. Skilyrði starfsleyfis.
Að fenginni skriflegri umsókn [geta tollyfirvöld] 1) veitt leyfi til reksturs tollvörugeymslu fyrir ótollafgreiddar vörur í tollhöfn. Leyfi skal veitt þeim einum sem starfa í þeim tilgangi að veita öðrum [ótengdum aðilum] 2) þá þjónustu sem felst í rekstri tollvörugeymslu, en leyfishöfum sjálfum er óheimilt að geyma þar vörur eða stunda þar aðvinnslu á vörum, verslun, umboðssölu, heildsölu eða smásölu. [[Tollyfirvöldum] 3) er þó heimilt að veita öðrum starfsleyfi ef leyfishafi uppfyllir kröfur [tollyfirvalda] 3) um fullnægjandi aðstöðu og bókhaldslega aðgreiningu og stenst áhættumat.] 2) Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis eru að öðru leyti sem hér segir:
    1. Umsækjandi skal vera lögaðili.
    2. Stjórnarmenn lögaðilans skulu vera a.m.k. tveir. Þeir skulu vera búsettir hér á landi, vera lögráða, … 4) vera fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu fimm árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. [Þá mega þeir ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.] 4) Þá mega stjórnarmenn ekki hafa hlotið dóm vegna brota á tollalögum [eða] 5) fyrir fíkniefnabrot. [Ríkisborgarar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu sem og Færeyingar eru undanþegnir búsetuskilyrðinu enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.] 6) [Tollyfirvöldum] 3) er heimilt að veita þeim sem eru búsettir í öðrum ríkjum sömu undanþágu.
    3. Daglegur stjórnandi geymslusvæðis skal fullnægja skilyrðum 2. tölul.
    4. Leyfishafi skal setja tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda sem fyrirtækið kann að verða ábyrgt fyrir vegna starfseminnar. Við ákvörðun á fjárhæð tryggingarinnar skal m.a. höfð hliðsjón af umfangi starfseminnar og gjöldum af þeim vörum sem ætla má að geymdar verði í geymslunni. Nánari ákvæði um fjárhæð tryggingar og lágmarksskilmála að öðru leyti skulu sett í reglugerð.
    5. Geymslusvæði skal hafa hlotið viðurkenningu [tollyfirvalda] 3) skv. 2. mgr. 72. gr. og liggja vel við affermingu og eftirliti. Upplýsingar um staðsetningu geymslusvæðis og mannvirki tengd því skulu liggja fyrir. Gengið skal þannig frá geymslum að þær verði auðveldlega settar undir lás tollgæslunnar ef nauðsyn ber til vegna tolleftirlits.
    6. Leyfishafa geymslusvæðis er skylt að láta [tollyfirvöldum] 3) í té án endurgjalds fullnægjandi aðstöðu á geymslusvæðinu til tolleftirlits og rannsóknar á vörum og enn fremur einföld áhöld og tæki sem nauðsynleg eru til slíks eftirlits að mati [tollyfirvalda]. 3)
    7. Vél- og hugbúnaður fyrir birgðabókhald skal þannig úr garði gerður að unnt sé á hverjum tíma að staðreyna viðtökudag sendingar, magn í sendingu, staðsetningu hennar, meðferð og ráðstöfun. Jafnframt skal tryggt að [tollyfirvöld] 7) eigi ætíð aðgang að birgðabókhaldi geymslusvæðis. Vél- og hugbúnaður skal samþykktur af [tollyfirvöldum]. 3) [Þeim] 8) er heimilt að gera að skilyrði að tollyfirvöld hafi beinlínuaðgang að upplýsingum úr birgðabókhaldi.
    8. Leyfishafi skal hafa á að skipa starfsfólki sem hefur fullnægjandi þekkingu á lögum og reglum um meðferð ótollafgreiddra vara. Sýnt skal fram á að skjalagerð vegna tollmeðferðar, stjórnun, innra eftirlit, bókhald og varsla gagna starfseminnar verði með traustum hætti.
    9. Hagkvæmniútreikningur vegna reksturs geymslunnar skal liggja fyrir.
[Tollyfirvöld skulu] 9) halda skrá yfir leyfishafa samkvæmt þessari grein. Öðrum fyrirtækjum en þeim sem tekin hafa verið á skrá er óheimilt að starfrækja tollvörugeymslu.
Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt niður hafi leyfishafi ekki veitt þjónustu sem honum er heimilt samkvæmt lögum þessum samfellt í tólf mánuði.
Ráðherra getur með reglugerð 10) sett nánari fyrirmæli um skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til reksturs geymslusvæða fyrir ótollafgreiddar vörur.
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 167/2008, 5. gr. 3)L. 141/2019, 3. gr. 4)L. 141/2018, 38. gr. 5)L. 42/2012, 4. gr. 6)L. 108/2006, 27. gr. 7)L. 141/2019, 7. gr. 8)L. 141/2019, 11. gr. 9)L. 141/2019, 6. gr. 10)Rg. 1100/2006.
92. gr. Afturköllun starfsleyfis.
[Tollyfirvöld geta] 1) afturkallað starfsleyfi skv. 91. gr. uppfylli leyfishafi ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfinu eða vanræki gróflega skyldur sínar samkvæmt lögum þessum.
    1)L. 141/2019, 4. gr.
93. gr. Vörur sem heimilt er að flytja í tollvörugeymslu.
Heimilt er að flytja ótollafgreiddar vörur í tollvörugeymslu úr fari eða afgreiðslugeymslu. Vörur sem háðar eru innflutningsleyfum er heimilt að flytja í tollvörugeymslu, enda þótt leyfi liggi ekki fyrir. Tollafgreiðsla vöru er háð því að innflutningsleyfi vegna hennar liggi fyrir.
Heimilt er að flytja innlendar vörur í tollvörugeymslu ef þær eru ætlaðar til nota við aðvinnslu sem heimil er í geymslunni samkvæmt ákvæðum 95. gr.
Heimilt er að flytja innlenda framleiðsluvöru til útflutnings í tollvörugeymslu þegar heimil er endurgreiðsla verðjöfnunargjalda eða greiðsla verðjöfnunar við útflutning vöru skv. 85. gr. eða 85. gr. A [ búvörulaga, nr. 99/1993]. 1) Í þessum tilvikum skal endurgreiðsla verðjöfnunargjalda eða greiðsla verðjöfnunar heimil þegar vara hefur verið flutt í tollvörugeymslu.
    1)L. 46/2015, 13. gr.
94. gr. Tollafgreiddar vörur í tollvörugeymslu.
[Tollyfirvöld geta] 1) ákveðið, að fenginni umsókn leyfishafa tollvörugeymslu [sem starfar í þeim tilgangi að veita öðrum ótengdum aðilum þá þjónustu sem felst í rekstri tollvörugeymslu], 2) að heimila geymslu tollafgreiddra og ótollafgreiddra vara í sama rými í tollvörugeymslu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    1. Tollafgreiddar vörur skulu vera skýrt aðgreindar frá ótollafgreiddum vörum í birgðabókhaldi tollvörugeymslu. [Tollyfirvöld skulu] 3) samþykkja vél- og hugbúnað tollvörugeymslu til þess að tryggja að þessu skilyrði sé fullnægt.
    2. [Tollyfirvöld geta] 1) bundið leyfi samkvæmt þessari grein þeim skilyrðum sem [þau telja] 4) nauðsynleg til þess að tryggja fullnægjandi tolleftirlit.
[Tollyfirvöld geta] 1) afturkallað leyfi samkvæmt þessari grein uppfylli leyfishafi ekki lengur skilyrði 1. mgr.
Ráðherra getur kveðið nánar á um skilyrði heimildar skv. 1. mgr. með reglugerð. 5)
    1)L. 141/2019, 4. gr. 2)L. 124/2015, 27. gr. 3)L. 141/2019, 6. gr. 4)L. 141/2019, 25. gr. 5)Rg. 1100/2006.
95. gr. Aðvinnsla í tollvörugeymslu.
Iðnaðarframleiðsla og önnur aðvinnsla vöru er óheimil í tollvörugeymslu.
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er óveruleg aðvinnsla á vörum heimil í tollvörugeymslu, svo sem einföld umpökkun, merking, samsetning, prófun og þrif, enda leiði aðvinnslan ekki til breyttrar tollflokkunar vöru.] 1)
[Tollyfirvöld skera] 2) úr ef óljóst er hvort aðvinnsla falli undir 2. mgr.
[Tollyfirvöldum] 3) er heimilt að takmarka aðvinnslu skv. 2. mgr. ef það telst nauðsynlegt vegna tolleftirlits.
    1)L. 146/2006, 9. gr. 2)L. 141/2019, 27. gr. 3)L. 141/2019, 3. gr.
Tollfrjálsar forðageymslur.
96. gr. Starfsleyfi.
Að uppfylltum skilyrðum 1.–8. tölul. 1. mgr. 91. gr. [geta tollyfirvöld] 1) heimilað lögaðilum að reka tollfrjálsar forðageymslur í tollhöfn þar sem geyma má vistir, útbúnað og annan forða fyrir för í utanlandsferðum auk varnings sem boðinn er til sölu um borð.
[Tollyfirvöld skulu] 2) halda skrá yfir leyfishafa samkvæmt þessari grein. Öðrum fyrirtækjum en þeim sem tekin hafa verið á skrá er óheimilt að starfrækja tollfrjálsa forðageymslu.
Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt niður hafi leyfishafi ekki veitt þjónustu sem honum er heimilt samkvæmt lögum þessum samfellt í tólf mánuði.
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 141/2019, 6. gr.
97. gr. Afturköllun starfsleyfis.
[Tollyfirvöld geta] 1) afturkallað starfsleyfi skv. 96. gr. uppfylli leyfishafi ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfinu eða vanræki gróflega skyldur sínar samkvæmt lögum þessum.
    1)L. 141/2019, 4. gr.
98. gr. Vörur sem flytja má í tollfrjálsa forðageymslu.
Í tollfrjálsar forðageymslur má setja eftirtaldar vörur:
    1. Ótollafgreiddar vörur.
    2. Vörur úr birgðum skipa eða flugvéla.
    3. Innlendar framleiðsluvörur. Þegar heimil er endurgreiðsla verðjöfnunargjalda eða greiðsla verðjöfnunar við útflutning vöru skv. 85. gr. eða 85. gr. A [ búvörulaga, nr. 99/1993], 1) skal endurgreiðsla verðjöfnunargjalda eða greiðsla verðjöfnunar heimil þegar vara hefur verið flutt í tollfrjálsa forðageymslu.
    1)L. 46/2015, 13. gr.
99. gr. Flutningur vara úr tollfrjálsri forðageymslu.
Úr tollfrjálsri forðageymslu má aðeins selja og flytja vörur sem hæfilegan birgðaforða í far sem er í utanlandsferðum, enda verði vörurnar einungis til neyslu eða sölu í því fari. Ef sérstaklega stendur á, t.d. ef vörur liggja undir skemmdum, [mega tollyfirvöld] 1) heimila tollafgreiðslu á þeim til neyslu eða sölu innan lands, að fullnægðum lögboðnum innflutningsskilyrðum.
Við mat á því hvað telst hæfilegur forði [skulu tollyfirvöld] 2) taka mið af stærð fars og gerð þess, fjölda farþega og stærð áhafnar og lengd ferðar.
Ráðherra getur með reglugerð 3) sett nánari reglur samkvæmt þessari grein.
    1)L. 141/2019, 15. gr. 2)L. 141/2019, 9. gr. 3)Rg. 1100/2006.
100. gr. Forði sendur í veg fyrir far.
Vörur úr tollfrjálsri forðageymslu má senda til annarra tollhafna í veg fyrir skip og önnur farartæki í utanlandsferðum ef fylgt er þeim skilyrðum sem [tollyfirvöld setja] 1) um flutninginn. [Tollyfirvöld geta] 2) undanskilið tiltekna vöruflokka slíkum flutningi.
    1)L. 141/2019, 22. gr. 2)L. 141/2019, 4. gr.
Tollfrjálsar verslanir.
101. gr. Starfsleyfi.
Að uppfylltum skilyrðum 1.–3. og 6.–9. tölul. 1. mgr. 91. gr. og að fenginni skriflegri umsókn [geta tollyfirvöld] 1) heimilað lögaðilum að reka tollfrjálsar verslanir í flugstöðvum eða höfnum.
Leyfi skv. 1. mgr. nær jafnframt til reksturs tollfrjálsrar birgðageymslu fyrir vörur til sölu í verslun leyfishafa.
[Tollyfirvöld skulu] 2) halda skrá yfir leyfishafa samkvæmt þessari grein. Öðrum fyrirtækjum en þeim sem tekin hafa verið á skrá er óheimilt að starfrækja tollfrjálsa verslun.
Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt niður hafi leyfishafi ekki veitt þjónustu sem honum er heimilt samkvæmt lögum þessum samfellt í tólf mánuði.
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 141/2019, 6. gr.
102. gr. Afturköllun starfsleyfis.
[Tollyfirvöld geta] 1) afturkallað starfsleyfi skv. 101. gr. uppfylli leyfishafi ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfinu eða vanræki gróflega skyldur sínar samkvæmt lögum þessum.
    1)L. 141/2019, 4. gr.
103. gr. Vörur sem heimilt er að flytja í tollfrjálsa verslun.
Í tollfrjálsa verslun má setja eftirtaldar vörur:
    1. Ótollafgreiddar vörur.
    2. Tollafgreiddar vörur þegar endurgreiðsla tolls er heimil skv. 7. tölul. 1. mgr. 7. gr.
    3. Innlendar framleiðsluvörur. Þegar heimil er endurgreiðsla verðjöfnunargjalda eða greiðsla verðjöfnunar við útflutning vöru skv. 85. gr. eða 85. gr. A [ búvörulaga, nr. 99/1993], 1) skal endurgreiðsla verðjöfnunargjalda eða greiðsla verðjöfnunar heimil þegar vara hefur verið flutt í tollfrjálsa verslun.
    1)L. 46/2015, 13. gr.
104. gr. Sala úr tollfrjálsri verslun.
Eingöngu er heimilt að selja farþegum og áhöfnum millilandafara á leið úr landi vörur úr tollfrjálsri verslun. Sala skal eingöngu heimil gegn framvísun brottfararspjalds.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. [geta tollyfirvöld] 1) heimilað leyfishafa að selja farþegum og áhöfnum millilandafara við komu til landsins vörur úr tollfrjálsri verslun. Slík verslun skal sérstaklega afmörkuð og eingöngu aðgengileg fyrir farþega og áhafnir sem koma til landsins. [Óheimilt er að bjóða öðrum vörur verslunarinnar til sölu.] 2)
[Þegar áfengi er boðið til sölu í tollfrjálsri verslun af aðila sem er í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja í þeirra eigu skal gæta jafnræðis við innkaup á áfengi til endursölu. Við val á áfengri vöru til endursölu skal m.a. taka mið af eftirspurn, framlegð, fjölbreytni í vöruúrvali, sérstöðu fríhafnarverslana og framboði í öðrum fríhafnarverslunum. Ráðherra setur nánari reglur sem miða að því að tryggja jafnræði og gagnsæi við vöruval og innkaup á áfengi í tollfrjálsri verslun. Í reglunum er heimilt að kveða á um gjaldtöku vegna kostnaðar sem leiðir af umsýslu við vöruval. Skal gjaldið eingöngu standa straum af þeim kostnaði sem til fellur vegna skráningar, könnunar og nauðsynlegra ráðstafana af hálfu tollfrjálsrar verslunar við að bjóða áfenga vöru til sölu. Ákvarðanir um val á vöru til sölu í tollfrjálsri verslun eru kæranlegar til ráðherra.] 3)
Ráðherra ákveður með reglugerð 4) hvaða vörur er heimilt að selja í tollfrjálsri verslun skv. 2. mgr., [þar á meðal áfengi og tóbak]. 2)
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 54/2016, 8. gr. 3)L. 58/2020, 8. gr. 4)Rg. 641/2006, sbr. 428/2008.
Frísvæði.
105. gr. Frísvæði.
Að fenginni skriflegri umsókn og að uppfylltum skilyrðum 1. mgr. 91. gr. [geta tollyfirvöld] 1) heimilað lögaðilum að reka frísvæði þar sem ótollafgreiddar vörur og innlendar framleiðsluvörur hljóta aðvinnslu umfram þá aðvinnslu sem heimil er í tollvörugeymslu, sbr. 95. gr.
Leyfi skal veitt þeim einum sem starfa í þeim tilgangi að veita öðrum þá þjónustu sem felst í rekstri frísvæðis. Leyfishöfum sjálfum skal óheimilt að stunda iðnaðarframleiðslu, verslun, umboðssölu, heildsölu eða smásölu á frísvæðinu.
[Tollyfirvöld skulu] 2) halda skrá yfir leyfishafa samkvæmt þessari grein. Öðrum fyrirtækjum en þeim sem tekin hafa verið á skrá er óheimilt að starfrækja frísvæði.
Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt niður hafi leyfishafi ekki veitt þjónustu sem honum er heimilt samkvæmt lögum þessum samfellt í tólf mánuði.
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 141/2019, 6. gr.
106. gr. Afturköllun starfsleyfis.
[Tollyfirvöld geta] 1) afturkallað starfsleyfi skv. 105. gr. uppfylli leyfishafi ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfinu eða vanræki gróflega skyldur sínar samkvæmt lögum þessum.
    1)L. 141/2019, 4. gr.
107. gr. Vörur sem heimilt er að flytja á frísvæði.
Heimilt er að flytja ótollafgreiddar vörur á frísvæði úr fari, afgreiðslugeymslu eða tollvörugeymslu. Vörur sem háðar eru innflutningsleyfum er heimilt að flytja á frísvæði enda þótt leyfi liggi ekki fyrir. Tollafgreiðsla vöru er háð því að innflutningsleyfi vegna hennar liggi fyrir.
Heimilt er að flytja innlendar vörur á frísvæði ef þær eru ætlaðar til nota við iðnaðarframleiðslu sem heimil er á frísvæðinu.
Þegar heimil er endurgreiðsla verðjöfnunargjalda eða greiðsla verðjöfnunar við útflutning vöru skv. 85. gr. eða 85. gr. A [ búvörulaga, nr. 99/1993], 1) skal endurgreiðsla verðjöfnunargjalda eða greiðsla verðjöfnunar heimil þegar vara hefur verið flutt á frísvæði.
    1)L. 46/2015, 14. gr.
108. gr. Tollverðsákvörðun.
Aðflutningsgjöld af vöru á frísvæði, sem tekin er til tollmeðferðar vegna afhendingar hennar til notkunar innan lands, miðast við tollverð hennar eins og það er ákveðið samkvæmt reglum um tollverð og tollverðsákvörðun við upphaf tollmeðferðar hennar, sbr. 34. gr.
Tollverð vöru á frísvæði sem flutt er til útlanda er það sem greitt er eða greiða ber fyrir hana samkvæmt ákvæðum V. kafla.
[Umflutningsgeymslur.]1)
    1)L. 170/2007, 20. gr.
[108. gr. a. Starfsleyfi.
Að fenginni skriflegri umsókn og að uppfylltum skilyrðum 1.–9. tölul. 1. mgr. 91. gr. [geta tollyfirvöld] 1) heimilað lögaðilum að reka umflutningsgeymslur.
Leyfi skal veitt þeim einum sem starfa í þeim tilgangi að veita öðrum þá þjónustu sem felst í rekstri umflutningsgeymslu. Leyfishöfum sjálfum skal óheimilt að geyma þar vörur eða stunda þar iðnaðarframleiðslu, verslun, umboðssölu, heildsölu eða smásölu.
[Tollyfirvöld skulu] 2) halda skrá yfir leyfishafa samkvæmt þessari grein. Öðrum fyrirtækjum en þeim sem tekin hafa verið á skrá er óheimilt að starfrækja umflutningsgeymslu.
Hefji leyfishafi ekki starfsemi innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um veitingu starfsleyfis fellur leyfið niður. Starfsleyfi fellur jafnframt niður hafi leyfishafi ekki veitt þjónustu sem honum er heimilt að veita samkvæmt lögum þessum samfellt í tólf mánuði.] 3)
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 141/2019, 6. gr. 3)L. 170/2007, 20. gr.
[108. gr. b. Afturköllun starfsleyfis.
[Tollyfirvöld geta] 1) afturkallað starfsleyfi skv. 108. gr. a uppfylli leyfishafi ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfinu eða vanræki gróflega skyldur sínar samkvæmt lögum þessum.] 2)
    1)L. 141/2019, 4. gr. 2)L. 170/2007, 20. gr.
[108. gr. c. Vörur sem heimilt er að flytja í umflutningsgeymslu.
Heimilt er að flytja ótollafgreiddar vörur í umflutningsgeymslu úr fari eða afgreiðslugeymslu. Vörur sem háðar eru innflutningsleyfum er heimilt að flytja í umflutningsgeymslu, enda þótt leyfi liggi ekki fyrir.
Heimilt er að flytja innlendar vörur í umflutningsgeymslu ef þær eru ætlaðar til að viðhalda óbreyttu ástandi umflutningsvörunnar eða varna umflutningsvöru skemmdum, sbr. 108. gr. d. [Heimilt er að flytja vörur í umflutningsgeymslu á annað geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur.] 1)
[Óheimilt er að afhenda vörur úr umflutningsgeymslu til notkunar innan lands.] 1)] 2)
    1)L. 42/2012, 5. gr. 2)L. 170/2007, 20. gr.
[108. gr. d. Aðvinnsla í umflutningsgeymslu.
Iðnaðarframleiðsla og önnur aðvinnsla vöru er óheimil í umflutningsgeymslu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru aðgerðir til þess að viðhalda óbreyttu ástandi vörunnar eða til þess að verja hana gegn skemmdum heimilar í umflutningsgeymslum.] 1)
    1)L. 170/2007, 20. gr.

XIV. kafli. Álagning, kærur o.fl.
109. gr. Álagning aðflutningsgjalda.
[Tollyfirvöld] 1) annast álagningu aðflutningsgjalda. Álagning aðflutningsgjalda skal byggð á þeim upplýsingum sem koma fram í aðflutningsskýrslu skv. VII. kafla. Þó [skulu tollyfirvöld] 2) leiðrétta augljósar og smávægilegar villur í skriflegum aðflutningsskýrslum sem [þeim] 3) hafa verið látnar í té.
Ef aðflutningsskýrslu er ekki skilað innan tilskilins frests skv. 22. gr. [skulu tollyfirvöld] 2) áætla tollverð vöru skv. 115. gr.
    1)L. 141/2019, 7. gr. 2)L. 141/2019, 9. gr. 3)L. 141/2019, 11. gr.
110. gr. Leiðréttingar á aðflutningsskýrslu fyrir tollafgreiðslu.
Komi í ljós eftir að aðflutningsskýrsla ásamt fylgiskjölum hefur verið látin [tollyfirvöldum] 1) í té og áður en afhendingarheimild er veitt að hún eða einstakir liðir hennar eða fylgiskjöl eru ófullnægjandi, óglögg eða tortryggileg, eigi skráð á lögmæltan hátt, undirrituð á ófullnægjandi hátt eða [tollyfirvöld telja] 2) frekari skýringa þörf á einhverju atriði [skulu þau] 3) skora á viðkomandi að bæta úr því innan ákveðins tíma og láta í té skýringar og þau gögn sem [tollyfirvöld telja] 2) þörf á.
Áskorun skv. 1. mgr. getur hvort heldur sem er verið skrifleg eða rafræn, á því formi sem [tollyfirvöld ákveða]. 4)
Fái [tollyfirvöld] 5) fullnægjandi skýringar og gögn innan frests skv. 1. mgr. [leggja þau] 6) toll og önnur gjöld á samkvæmt aðflutningsskjölum og fengnum skýringum og gögnum. Ef eigi er bætt úr annmörkum á aðflutningsskýrslu, svar frá viðkomandi berst ekki innan tiltekins tíma, skýringar hans eru ófullnægjandi, eigi eru send þau gögn sem óskað er eftir eða send gögn eru ófullnægjandi eða tortryggileg [skulu tollyfirvöld] 7) áætla aðflutningsgjöld með þeim hætti sem mælt er fyrir um í 115. gr.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 24. gr. 3)L. 141/2019, 8. gr. 4)L. 141/2019, 12. gr. 5)L. 141/2019, 7. gr. 6)L. 141/2019, 28. gr. 7)L. 141/2019, 9. gr.
111. gr. Endurákvörðun aðflutningsgjalda eftir rafræna tollafgreiðslu.
[Tollyfirvöld skulu] 1) endurákvarða innflytjanda aðflutningsgjöld, ef í ljós kemur að þau voru ekki rétt ákvörðuð við tollafgreiðslu, vegna sendinga sem innflytjandi hefur fengið tollafgreiddar með rafrænum hætti á síðustu sex árum talið frá þeim degi þegar honum berst tilkynning um fyrirhugaðan úrskurð um endurákvörðun skv. 1. mgr. 114. gr.
    1)L. 141/2019, 6. gr.
112. gr. Endurákvörðun aðflutningsgjalda eftir skriflega tollafgreiðslu.
Hafi innflytjandi eða sá sem ráðstafaði vöru til tollmeðferðar látið [tollyfirvöldum] 1) í té rangar eða ófullnægjandi upplýsingar í aðflutningsskýrslu eða fylgiskjölum, sem lágu til grundvallar tollafgreiðslu, [skulu tollyfirvöld] 2) endurákvarða innflytjanda aðflutningsgjöld. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort innflytjandi eða sá sem ráðstafaði vöru til tollmeðferðar vissi eða mátti vita um réttmæti upplýsinga í aðflutningsskýrslu eða fylgiskjölum.
[Tollyfirvöldum] 1) er heimilt að endurákvarða innflytjanda aðflutningsgjöld á grundvelli 1. mgr. vegna sendinga sem innflytjandi hefur fengið tollafgreiddar á síðustu sex árum talið frá þeim degi þegar honum berst tilkynning skv. 1. mgr. 114. gr. um fyrirhugaðan úrskurð um endurákvörðun.
Hafi innflytjandi eða sá sem ráðstafaði vöru til tollmeðferðar látið [tollyfirvöldum] 1) í té réttar og fullnægjandi upplýsingar í aðflutningsskýrslu og fylgiskjölum er þó eigi heimilt að endurákvarða honum aðflutningsgjöld nema vegna sendinga sem hann hefur fengið tollafgreiddar á síðustu 60 dögum talið frá þeim degi þegar honum berst tilkynning um fyrirhugaðan úrskurð um endurákvörðun. Hafi heimild verið veitt til tímabundins innflutnings vöru skal [tollyfirvöldum] 1) þó heimilt að endurákvarða innflytjanda aðflutningsgjöld í 60 daga talið frá því að aðflutningsgjöld voru ákvörðuð.
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. er [tollyfirvöldum] 1) heimilt að endurákvarða innflytjanda aðflutningsgjöld vegna sendinga, sem innflytjandi hefur fengið tollafgreiddar á síðustu sex árum talið frá þeim degi þegar honum berst tilkynning skv. 1. mgr. 114. gr. um fyrirhugaða endurákvörðun, hafi innflytjandi vitað eða mátt vita um rétta tollmeðferð vöru.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 9. gr.
113. gr. Aðrar endurákvarðanir.
Komi í ljós eftir tollafgreiðslu vöru að [tollyfirvöldum] 1) hafi verið látnar í té rangar eða ófullnægjandi upplýsingar en fjárhæð aðflutningsgjalda er engu að síður rétt ákvörðuð [skulu tollyfirvöld] 2) tilkynna innflytjanda um fyrirhugaðar breytingar á aðflutningsskjölum. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort innflytjandi eða sá sem ráðstafaði vöru til tollmeðferðar vissi eða mátti vita um réttmæti upplýsinga í aðflutningsskýrslu eða fylgiskjölum.
Um endurákvarðanir skv. 1. mgr. gilda ákvæði 114. gr. eftir því sem við á.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 9. gr.
114. gr. Málsmeðferðarreglur við endurákvörðun aðflutningsgjalda.
Ef fyrirhuguð er endurákvörðun [tollyfirvalda] 1) skv. 111.–113. gr. [skulu tollyfirvöld] 2) senda innflytjanda tilkynningu um fyrirhugaðan úrskurð um endurákvörðun með sannanlegum hætti.
Í tilkynningu skv. 1. mgr. [skulu tollyfirvöld] 2) lýsa í meginatriðum þeim atvikum sem [þau telja] 3) að eigi að leiða til endurákvörðunar.
[Tollyfirvöld skulu] 4) veita innflytjanda a.m.k. 15 daga frest, frá póstlagningardegi tilkynningar um fyrirhugaða endurákvörðun, til þess að tjá sig skriflega um efni máls og, eftir atvikum, leggja fram gögn áður en úrskurður um endurákvörðun er kveðinn upp.
Úrskurður um endurákvörðun skal kveðinn upp innan [60] 5) daga frá lokum þess frests sem innflytjanda var veittur til þess að tjá sig um fyrirhugaða endurákvörðun. Innflytjanda skal tilkynnt um úrskurð með ábyrgðarbréfi.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 9. gr. 3)L. 141/2019, 25. gr. 4)L. 141/2019, 6. gr. 5)L. 42/2012, 6. gr.
115. gr. Heimildir [tollyfirvalda]1) til áætlunar aðflutningsgjalda.
Í þeim tilvikum þegar [tollyfirvöldum] 1) ber að áætla fjárhæð aðflutningsgjalda [skulu þau] 2) áætla tollverð vöru svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en raunverulegt verðmæti vörunnar og ákvarða aðflutningsgjöld í samræmi við þá áætlun. Við áætlunina [skulu tollyfirvöld] 3) hafa hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um vöruna, þar á meðal farmskrá, framlögðum gögnum ef einhver eru og gögnum Hagstofu Íslands yfir innfluttar vörur.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 8. gr. 3)L. 141/2019, 9. gr.
116. gr. Leiðréttingar á aðflutningsskýrslu eftir tollafgreiðslu.
Verði innflytjandi þess var innan sex ára talið frá tollafgreiðsludegi vöru að upplýsingar, sem lágu til grundvallar tollafgreiðslu vöru, voru rangar eða ófullnægjandi skal hann leggja fram beiðni hjá [tollyfirvöldum] 1) um viðeigandi leiðréttingar, sbr. 2. mgr.
Beiðni skv. 1. mgr. um leiðréttingu skal afhent [tollyfirvöldum] 1) á formi leiðréttrar skriflegrar aðflutningsskýrslu ásamt viðeigandi fylgiskjölum. Ákvæði VII. kafla um skriflegar skýrslugjafir gilda um leiðréttar aðflutningsskýrslur samkvæmt þessari málsgrein.
Innflytjandi ber sönnunarbyrði fyrir því að rangar og ófullnægjandi upplýsingar hafi verið lagðar til grundvallar tollafgreiðslu vöru ef breyttar forsendur geta leitt til lækkunar álagðra aðflutningsgjalda.
[Tollyfirvöld kveða] 2) upp úrskurð vegna beiðni um leiðréttingu innan 30 daga frá því að gagnaöflun er lokið. Um málsmeðferð fer eftir ákvæðum 2. og 3. mgr. 117. gr.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 29. gr.
117. gr. Kærur til [tollyfirvalda].1)
Telji tollskyldur aðili ákvörðun [tollyfirvalda] 1) um gjaldskyldu, fjárhæð aðflutningsgjalda, [atriði sem liggja til grundvallar ákvörðun aðflutningsgjalda, svo sem tollverð og tollflokkun, eða álag skv. 180. gr. b] 2) eigi rétta getur hann sent skriflega rökstudda kæru, studda nauðsynlegum gögnum til [tollyfirvalda]. 1) Ef ágreiningur er um tollmeðferð vöru sem hefur þegar verið tollafgreidd skal kæra send [tollyfirvöldum] 1) innan 60 daga frá tollafgreiðsludegi.
Telji [tollyfirvöld] 3) óljóst á hvaða rökum kæra er reist eða að fylgiskjöl séu ófullnægjandi [skulu þau] 4) gefa kæranda kost á að bæta úr því innan hæfilegs tíma. Ef þess er eigi gætt varðar vanreifun frávísun kæru.
Úrskurða skal svo fljótt sem verða má og eigi síðar en innan 30 daga frá því að gagnaöflun er lokið. Úrskurður [tollyfirvalda] 1) skal rökstuddur og tollskyldum aðila skal bent á heimild til þess að kæra úrskurðinn til [yfirskattanefndar], 5) sbr. 118. gr. Úrskurður skal sendur innflytjanda með sannanlegum hætti. … 6)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 112/2016, 16. gr. 3)L. 141/2019, 7. gr. 4)L. 141/2019, 8. gr. 5)L. 123/2014, 11. gr. 6)L. 147/2008, 17. gr.
118. gr. [Kærur til yfirskattanefndar.
Tollskyldur aðili getur skotið úrskurði [tollyfirvalda] 1) um endurákvörðun skv. 111.–113. gr., sbr. 114. gr., úrskurði [tollyfirvalda] 1) um leiðréttingu skv. 116. gr., kæruúrskurði skv. 117. gr. og ákvörðun [tollyfirvalda] 1) skv. 21. gr., [2. mgr. 145. gr. og 180. gr. b] 2) til yfirskattanefndar.
Um málsmeðferð fyrir yfirskattanefnd fer eftir lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.] 3)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 112/2016, 17. gr. 3)L. 123/2014, 14. gr.
119. gr. Tollendurskoðun.
[[Tollyfirvöld hafa] 1) á hendi tollendurskoðun.] 2)
Tollendurskoðun tekur til hvers konar könnunar [tollyfirvalda] 3) á réttmæti upplýsinga sem lagðar voru fram við lögboðna skýrslugjöf til [tollyfirvalda] 3) og hvers konar könnunar á réttmæti skila á aðflutningsgjöldum eftir álagningu þeirra. Í tollendurskoðun felst m.a. samanburður á upplýsingum sem [tollyfirvöldum] 3) eru veittar með rafrænum hætti við bókhaldsgögn, þar á meðal viðeigandi fylgigögn sem eiga að ligga til grundvallar skýrslugjöf til [tollyfirvalda] 3) samkvæmt ákvæðum laga þessara. Tollendurskoðun tekur einnig til öflunar frekari gagna frá tollskyldum aðilum eða öðrum.
Lögreglu er skylt að veita [tollyfirvöldum] 3) nauðsynlega aðstoð í þágu tollendurskoðunar ef aðili færist undan afhendingu bókhaldsgagna.
2)
    1)L. 141/2019, 2. gr. 2)L. 147/2008, 19. gr. 3)L. 141/2019, 3. gr.

XV. kafli. Gjalddagi, greiðslufrestur og greiðslustaður aðflutningsgjalda.
120. gr. Gjalddagi aðflutningsgjalda.
Aðflutningsgjöld, af öðrum vörum en þeim sem ráðstafað hefur verið á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur skv. [2.–6. tölul.] 1) 1. mgr. 69. gr., falla í gjalddaga þegar leyfi hefur verið veitt til afhendingar þeirra til notkunar innan lands enda sé flutningsfar þegar komið til landsins. Aðflutningsgjöld skulu þó falla í gjalddaga eigi síðar en sex mánuðum eftir komudag flutningsfars til landsins nema [tollyfirvöld] 2) hafi heimilað lengri geymslutíma í afgreiðslugeymslu, sbr. 1. mgr. 70. gr. Í þeim tilvikum skulu aðflutningsgjöld falla í gjalddaga við lok þess frests sem [tollyfirvöld tiltaka]. 3) Um gjalddaga aðflutningsgjalda þegar greiðslufrestur er veittur fer eftir ákvæði 2. mgr. 122. gr.
Aðflutningsgjöld af vörum sem ráðstafað hefur verið í tollvörugeymslu eða á frísvæði falla í gjalddaga þegar leyfi hefur verið veitt til afhendingar þeirra til notkunar innan lands. Sama gildir um þær vörur sem óskast tollafgreiddar úr tollfrjálsum forðageymslum og tollfrjálsum verslunum til notkunar innan lands.
Ef neyðarleyfi eða leyfi til bráðabirgðatollafgreiðslu er veitt skal gjalddagi aðflutningsgjalda vera sá dagur þegar uppgjör aðflutningsgjalda skal eiga sér stað samkvæmt ákvörðun [tollyfirvalda], 4) sbr. 36. og 37. gr. Ef tímabundinn tollfrjáls innflutningur er heimilaður skal gjalddagi aðflutningsgjalda vera sá dagur þegar leyfi til tímabundins innflutnings fellur úr gildi. Aðflutningsgjöld skulu ákvörðuð samkvæmt lögum og tollafgreiðslugengi sem var í gildi á tollafgreiðsludegi.
Ef um hraðsendingu er að ræða skal gjalddagi aðflutningsgjalda vera sjö dögum eftir tollafgreiðslu sendingar.
Ef vara er afhent úr vörslu farmflytjanda eða af geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur án tilskilins leyfis [tollyfirvalda] 4) skulu aðflutningsgjöld þegar gjaldfelld.
Þegar atvik eru eins og um ræðir í 5. mgr. og vara hefur verið í vörslu farmflytjanda, tollmiðlara eða innflytjanda samkvæmt sérstöku leyfi [tollyfirvalda], 4) sbr. 3. mgr. 69. gr., skal gjalddagi vera komudagur flutningsfars og skulu aðflutningsgjöld ákvörðuð samkvæmt lögum og tollafgreiðslugengi sem í gildi var á þeim degi. Ef vara hefur verið flutt í tollvörugeymslu eða á frísvæði skal gjalddagi vera þegar [tollyfirvöldum] 4) barst tilkynning skv. 79. gr. og skulu aðflutningsgjöld ákvörðuð samkvæmt lögum og tollafgreiðslugengi sem var í gildi á þeim degi, nema sannað sé með fullnægjandi hætti að mati [tollyfirvalda] 4) að óheimil afhending vöru til notkunar innan lands hafi átt sér stað síðar.
Ef aðflutningsgjöld innflytjanda eru endurákvörðuð skv. 111. eða 112. gr., sbr. 114. gr., fellur viðbótarfjárhæðin í gjalddaga á tollafgreiðsludegi vöru.
    1)L. 170/2007, 4. gr. 2)L. 141/2019, 7. gr. 3)L. 141/2019, 30. gr. 4)L. 141/2019, 3. gr.
121. gr. Réttur til greiðslufrests.
Aðilar sem skráðir eru á virðisaukaskattsskrá skulu njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum enda séu þeir í skilum við ríkissjóð. Réttur til greiðslufrests tekur til aðflutningsgjalda af vörum sem fluttar eru inn í atvinnuskyni.
Óheimilt er að veita greiðslufrest á aðflutningsgjöldum þegar neyðarleyfi er veitt eða bráðabirgðatollafgreiðsla fer fram svo og við uppgjör aðflutningsgjalda í þessum tilvikum.
122. gr. Uppgjörstímabil og gjalddagi við skuldfærslu.
Þegar greiðslufrestur er veittur er hvert uppgjörstímabil tolls og annarra aðflutningsgjalda tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember, nema annað sé ákveðið í öðrum lögum.
Gjalddagi skuldfærðra aðflutningsgjalda er 15. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
[[Ríkisskattstjóra] 1) er heimilt, á grundvelli umsóknar, að fresta gjalddaga skuldfærðs virðisaukaskatts skv. 2. mgr. fram að uppgjöri virðisaukaskatts fyrir sama uppgjörstímabil, sbr. 1. og 2. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, enda sé aðili að jafnaði með lægri útskatt en innskatt þar sem verulegur hluti veltunnar er undanþeginn virðisaukaskatti skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Heimild, útgefin af [ríkisskattstjóra], 1) skal gilda í 12 mánuði í senn.] 2)
[Frestun gjalddaga skv. 3. mgr. er einnig heimil, á grundvelli umsóknar, vegna innflutnings aðila á vörum sem verða nýttar við samningsbundna uppbyggingu varanlegra rekstrarfjármuna sem notaðir verða til að afla tekna í atvinnurekstri. Það er enn fremur skilyrði slíkrar frestunar að:
    a. skriflegur verksamningur hafi verið gerður um uppbygginguna,
    b. verkkaupi sé skráður á grunnskrá virðisaukaskatts,
    c. verulegur hluti veltu í starfsemi verkkaupa verði undanþeginn virðisaukaskatti skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,
    d. fyrir liggi staðfest áætlun um greiðslur verkkaupa til aðila samkvæmt verksamningnum og af henni megi ráða að innskattur verkkaupa verði jafn eða hærri en virðisaukaskattur sem aðila ber að greiða við uppgjör á virðisaukaskatti að viðbættum aðflutningsgjöldum á gjaldfresti,
    e. verkkaupi hafi lýst því yfir með óyggjandi hætti að hinar innfluttu vörur verði nýttar við uppbygginguna og [ríkisskattstjóra] 1) sé heimilt að ráðstafa endurgreiðslum við uppgjör hans á virðisaukaskatti til greiðslu aðflutningsgjalda aðilans,
    f. aðili haldi sérstakt bókhald um uppbygginguna.
Heimild, útgefin af [ríkisskattstjóra], 1) skal eigi gilda lengur en gert er ráð fyrir að greiðslur berist verkkaupa samkvæmt verksamningi. Tefjist greiðslur er [ríkisskattstjóra] 1) heimilt, á grundvelli umsóknar, að framlengja gildistímann.] 3)
    1)L. 142/2018, 27. gr. 2)L. 167/2008, 6. gr. 3)L. 124/2015, 28. gr.
123. gr. Synjun um heimild til skuldfærslu.
[Ríkisskattstjóri] 1) skal synja þeim sem nýtur heimildar til skuldfærslu aðflutningsgjalda um frekari greiðslufrest á aðflutningsgjöldum ef hann gerir ekki skil á aðflutningsgjöldum á tilskildum tíma. Jafnframt er [ríkisskattstjóra] 1) heimilt að synja um frekari greiðslufrest ef sá sem hans nýtur gerir ekki skil á öðrum ríkissjóðsgjöldum en aðflutningsgjöldum á tilskildum tíma.
Ef bú innflytjanda er tekið til gjaldþrotaskipta eða opinberra skipta eftir lát hans og erfingjar hans taka ekki á sig ábyrgð á skuldbindingum búsins skulu aðflutningsgjöld greidd þegar heimild til afhendingar vöru er veitt. Sama gildir sé innflytjandi ekki fjár síns ráðandi eða komi í ljós við aðför eða með öðrum hætti að innflytjanda vöru er tímabundið ómögulegt að greiða skuldir sínar eða hefur óskað eftir heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings.
    1)L. 142/2018, 28. gr.
124. gr. Reglugerðarheimild.
Ráðherra setur með reglugerð nánari reglur um greiðslufrest á aðflutningsgjöldum.
125. gr. Vextir.
Dráttarvextir skulu reiknast á vangreidd aðflutningsgjöld frá og með gjalddaga og innheimtir í ríkissjóð. [Þó verða dráttarvextir einungis reiknaðir tvö ár aftur í tímann frá þeim degi sem úrskurður um endurákvörðun aðflutningsgjalda er kveðinn upp.] 1) Dráttarvextir skulu vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður skv. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.
Nú verður ljóst þegar álagningu aðflutningsgjalda lýkur eða við endurákvörðun þeirra að meira hefur verið greitt en sem nemur endanlegum álögðum aðflutningsgjöldum og skal þá endurgreiða það sem ofgreitt var ásamt vöxtum fyrir það tímabil sem féð var í vörslum ríkissjóðs. Skulu vextir þessir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.
Sé kæra til meðferðar hjá [yfirskattanefnd] 2) og nefndin kveður ekki upp úrskurð innan lögboðins frests … 3) skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sem [yfirskattanefnd] 2) úrskurðar að skuli endurgreiða, eða dæmd er síðar, frá þeim tíma þegar frestur nefndarinnar til þess að kveða upp úrskurð leið.
Ætíð má krefjast dráttarvaxta frá þeim tíma er dómsmál telst höfðað til endurgreiðslu aðflutningsgjalda.
    1)L. 42/2012, 7. gr. 2)L. 123/2014, 11. gr. 3)L. 123/2014, 15. gr.
126. gr. Greiðslustaður.
[Aðflutningsgjöld skal greiða [ríkisskattstjóra]. 1)
[Ríkisskattstjóri] 1) getur falið sýslumönnum að veita viðtöku greiðslu aðflutningsgjalda, sbr. 42. gr., sem og bönkum og sparisjóðum og póstrekendum.
[Ríkisskattstjóra] 1) er heimilt að setja reglur um rafræn greiðsluskil vegna aðflutningsgjalda.] 2)
    1)L. 142/2018, 29. gr. 2)L. 147/2008, 20. gr.

XVI. kafli. Innheimta og ábyrgð.
127. gr. Ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda.
Ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda hvílir á innflytjanda vöru.
Nú kemur tollmiðlari fram gagnvart tollyfirvöldum fyrir hönd innflytjanda vegna tollmeðferðar vöru og ber hann þá ásamt innflytjanda óskipta ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda. Ábyrgð tollmiðlara fellur brott hafi aðflutningsgjöld verið skuldfærð á innflytjanda, enda hafi tollmiðlari haft heimild innflytjanda til þess, nema tollmiðlari hafi vitað eða mátt vita að upplýsingar í aðflutningsskjölum væru rangar eða ófullnægjandi, sbr. 33. gr.
128. gr. Fullnusta aðflutningsgjalda.
Aðflutningsgjöld, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, eru tryggð með lögveði í innfluttri vöru. Lögveðsréttur er óháður grandleysi eigenda og helst þrátt fyrir eigendaskipti.
[Tollyfirvöld geta] 1) krafist nauðungarsölu á uppboði á ótollafgreiddri vöru án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms, sbr. 129. gr., til lúkningar á gjaldföllnum aðflutningsgjöldum, dráttarvöxtum, sektum og kostnaði. [Tollyfirvöld geta] 1) jafnframt boðið vöru til sölu á almennum markaði.
Telji [tollyfirvöld] 2) ekki ástæðu til að selja vöru nauðungarsölu vegna ástands hennar skal [þeim] 3) heimilt að láta farga henni á kostnað innflytjanda.
Verði vara ekki seld nauðungarsölu má gera fjárnám til tryggingar greiðslu aðflutningsgjalda, dráttarvaxta, sekta og kostnaðar hjá tollskyldum aðila án undangengins dóms eða sáttar.
    1)L. 141/2019, 4. gr. 2)L. 141/2019, 7. gr. 3)L. 141/2019, 11. gr.
129. gr. Nauðungarsala á uppboði og uppgjör söluandvirðis.
[Tollyfirvöld skulu] 1) fá birta auglýsingu um uppboð skv. 2. mgr. 128. gr. með mest fjögurra vikna og minnst viku fyrirvara í dagblaði eða á annan samsvarandi hátt. Jafnframt [skulu tollyfirvöld] 2) tilkynna innflytjanda vöru bréflega um hvar og hvenær uppboð fer fram. Verði tilkynningu ekki við komið vegna þess að innflytjandi er ekki þekktur eða finnst ekki stendur það ekki í vegi fyrir uppboði.
Um mótmæli gegn nauðungarsölu gilda ákvæði XI. og XIV. kafla laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu.
Aðflutningsgjöld greiðast af söluandvirði með forgangsrétti næst á eftir sölukostnaði vörunnar og gjöldum vegna geymslu hennar hjá farmflytjanda í einn mánuð frá því að hún kom til landsins. Sé söluandvirði vörunnar hærra en nemur aðflutningsgjöldum ásamt dráttarvöxtum, sektum og áföllnum kostnaði skal greiða þeim sem eignarréttur gekk úr hendi afganginn að frádregnum öðrum eignarhöftum sem á vörunni hvíldu auk alls áfallins kostnaðar. Vitji eigandi ekki þess sem afgangs er samkvæmt framangreindu innan árs frá söludegi rennur andvirðið í ríkissjóð.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um framkvæmd nauðungarsölu með uppboði.
    1)L. 141/2019, 6. gr. 2)L. 141/2019, 9. gr.

XVII. kafli. Stöðvun tollafgreiðslu.
130. gr.
[Tollyfirvöld skulu] 1) stöðva tollafgreiðslu sendingar ef innflutningur vöru sem sending inniheldur er háður skilyrðum samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum sem ekki er sýnt fram á að hafi verið fullnægt. Sama gildir ef innflutningur er háður leyfum sem ekki er sýnt fram á að hafi verið aflað.
[Heimilt er að kæra ákvörðun um stöðvun tollafgreiðslu til ráðuneytis tollamála, sbr. VII. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvörðun um að vara sé leyfisskyld er heimilt að kæra til stofnunar þeirrar sem tók ákvörðun um leyfisskyldu og/eða fagráðuneytis þeirrar stofnunar.] 2)
    1)L. 141/2019, 6. gr. 2)L. 33/2015, 17. gr.
131. gr.
[Tollyfirvöldum] 1) [og eftir atvikum ríkisskattstjóra] 2) er heimilt að stöðva tollafgreiðslu á öllum vörum til innflytjanda:
    1. sem er í vanskilum með aðflutningsgjöld, dráttarvexti eða annan kostnað,
    2. sem hefur vanrækt að láta [tollyfirvöldum] 1) í té aðflutningsskýrslu og fylgigögn innan tilskilins frests,
    3. sem sinnir ekki upplýsingaskyldu gagnvart [tollyfirvöldum], 1) sbr. 30. gr., eða tregðast við að veita aðstoð sem honum ber að veita [tollyfirvöldum] 1) samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.
Stöðvun tollafgreiðslu skv. 1. mgr. skal koma til framkvæmda 15 dögum eftir að innflytjanda hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða stöðvun tollafgreiðslu á öllum vörum til hans vegna þeirra atvika sem um getur í 1. mgr.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 142/2018, 30. gr.
132. gr.
Ef grunur leikur á að innflutningur eigi sér stað á vöru sem brýtur gegn hugverkaréttindum er [tollyfirvöldum] 1) heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vörunnar á meðan rétthafi leitar bráðabirgðaaðgerða hjá þar til bærum yfirvöldum og í framhaldi af þeim hefur málarekstur fyrir dómstólum. Eftirfarandi skilyrði eru fyrir heimild [tollyfirvalda]: 1)
    1. að rétthafi leggi fram skriflega beiðni til [tollyfirvalda] 1) um að tollafgreiðslu verði frestað og skuldbindi sig til að greiða þann kostnað sem leiðir af aðgerðum tollyfirvalda,
    2. að rétthafi leggi fram fullnægjandi gögn þess efnis að hugverkaréttindi njóti verndar hér á landi, að hann sé handhafi þess réttar og að innflutningur vörunnar muni brjóta á rétti hans; hann skal jafnframt leggja fram nógu nákvæma lýsingu á vörunni til að tollyfirvöld geti borið kennsl á hana,
    3. að rétthafi leggi fram tryggingu í formi fjárgreiðslu, eða með öðrum þeim hætti er [tollyfirvöld telja] 2) fullnægjandi, er nægi til að bæta rétthafa, eiganda eða innflytjanda vörunnar það tjón eða þann kostnað sem óréttmæt frestun tollafgreiðslu kann að hafa í för með sér.
Hafi fullnægjandi gögn verið lögð fram er [tollyfirvöldum] 1) heimilt að fresta tollafgreiðslu vörunnar í allt að tíu virka daga. [Þau skulu] 3) þegar í stað tilkynna bæði rétthafa og eiganda vörunnar eða innflytjanda um ákvörðun sína. Hafi rétthafi eigi innan framangreinds frests hafist handa við að leita réttar síns hjá þar til bærum yfirvöldum, og tilkynnt tollyfirvöldum slíkt skriflega, er heimilt að tollafgreiða sendinguna. Heimilt er að framlengja framangreindan frest um tíu virka daga ef sérstakar ástæður mæla með því.
[Tollyfirvöld geta] 4) að eigin frumkvæði ákveðið frestun tollafgreiðslu þegar [þau hafa] 3) í höndum fullnægjandi gögn þess efnis að varan brjóti gegn hugverkaréttindum. [Skulu þau] 5) tilkynna rétthafa um ákvörðun sína með skriflegum hætti þegar í stað og gefa honum frest í þrjá virka daga frá móttöku bréfs til að fara fram á frestun tollafgreiðslu skv. 1. mgr. Geri rétthafi ekki tímanlega kröfu um frestun er heimilt að tollafgreiða vöruna.
Ef beiðni um bráðabirgðaaðgerð er synjað eða dómstóll hafnar því að um brot á hugverkarétti sé að ræða [skulu tollyfirvöld] 6) afturkalla ákvörðun sína um frestun tollafgreiðslu. Nú er með dómi kveðið á um að um brot á hugverkarétti sé að ræða og í dóminum er eigi mælt fyrir um ráðstöfun vörunnar og er þá tollyfirvaldi heimilt að farga vörunni eða að ráðstafa henni á annan þann hátt sem ekki brýtur á rétti rétthafa. Hafi dómi verið áfrýjað skal fresta förgun eða ráðstöfun vöru þar til niðurstöður liggja fyrir.
Ákvæði þessarar greinar eiga ekki við um vörur í litlu magni í farangri ferðamanna eða litlar vörusendingar, enda sé ekki um innflutning í viðskiptaskyni að ræða. Einnig eru undanskildar vörur sem settar hafa verið á markað í öðru landi af rétthafa eða með hans samþykki og vörur í umflutningi.
Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um frestun tollafgreiðslu. Hann getur jafnframt gert rétthafa að greiða geymslukostnað og þann kostnað sem tollyfirvöld hafa af framangreindum ráðstöfunum. Ráðherra getur ákveðið að framangreind ákvæði taki til útflutnings á vörum.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 24. gr. 3)L. 141/2019, 31. gr. 4)L. 141/2019, 4. gr. 5)L. 141/2019, 8. gr. 6)L. 141/2019, 9. gr.

XVIII. kafli. Undirboðs- og jöfnunartollar o.fl.
133. gr. Álagning undirboðs- og jöfnunartolla.
Nú má ætla að erlend vara sé flutt inn eða boðin fram með undirboðskjörum og slíkt geti stofnað innlendum atvinnurekstri í hættu eða torveldað hann að mun og er þá ráðherra heimilt að leggja á sérstakan undirboðstoll til að hamla gegn slíkum viðskiptum.
Þá er ráðherra heimilt í sama skyni og með sömu skilyrðum að leggja á sérstakan jöfnunartoll ef ætla má að útflutningsverðlaun, uppbætur, endurgreiðslur og þess háttar erlendis hafi sams konar áhrif hér á landi og getið er í 1. mgr.
Ráðherra er enn fremur heimilt að leggja undirboðs- og jöfnunartolla á erlend þjónustuviðskipti að uppfylltum sömu skilyrðum og gilda um vöruviðskipti samkvæmt ákvæðum þessa kafla.
Ákvarðanir ráðherra um þetta efni gilda frá og með þeim degi sem þær eru birtar í Stjórnartíðindum og skulu ekki gilda lengur en í fimm ár.
Ráðherra getur skipað nefnd til að rannsaka kærur um innflutning vara á undirboðskjörum eða með styrkjum og gera tillögur til ráðherra um álagningu undirboðs- eða jöfnunartolla. Um störf nefndarinnar, réttindi og skyldur, skulu gilda ákvæði laga þessara eftir því sem við á.
134. gr.
Með undirboði eða undirboðskjörum í lögum þessum er átt við að erlend vara sé flutt inn eða boðin fram:
    1. á verði sem er lægra en sambærilegt verð í útflutningslandinu á tilsvarandi vöru við venjuleg viðskiptaskilyrði, eða
    2. ef slíkt verð er ekki fyrir hendi í útflutningslandinu, þá annaðhvort
    a. á verði sem er lægra en hæsta útflutningsverð á tilsvarandi vöru til einhvers annars lands, eða
    b. á verði sem er lægra en framleiðslukostnaður vörunnar í upprunalandinu að viðbættu sanngjörnu álagi fyrir sölukostnaði og ágóða.
Við samanburð þann er um ræðir í 1. mgr. skal taka tillit til mismunandi sölu- og afgreiðsluhátta, flutningskostnaðar, skatta og annars slíks aðstöðumunar sem skipt getur máli.
135. gr.
Undirboðstollur má ekki vera hærri en nemur undirboðinu, þ.e. mismuninum á undirboðsverðinu og verðinu sem tekið er til samanburðar.
Jöfnunartollur má ekki vera hærri en nemur greiðslum eða uppbótum sem beint eða óbeint eru látnar í té í sambandi við framleiðslu, vinnslu, útflutning eða flutning varanna.
136. gr.
Leggja má undirboðs- eða jöfnunartolla eftir framangreindum ákvæðum á eina eða fleiri vörur eða vörutegundir, á vörur frá einum eða fleiri sendendum eða vörur frá einu eða fleiri löndum.
Undirboðs- og jöfnunartolla má leggja á til bráðabirgða, þar til nánari upplýsingar liggja fyrir, ef ætla má að dráttur kunni að valda tjóni. Slíka bráðabirgðatolla má þó ekki leggja á til lengri tíma en tólf mánaða.
Ráðherra getur sett nánari ákvæði um undirboðs- og jöfnunartolla og um skil á þeim. Um lögvernd tolla þessara fer eftir ákvæðum 128. gr.
137. gr.
Undirboðs- og jöfnunartolla skal ekki leggja á með afturvirkum hætti nema:
    1. Þegar vara hefur verið flutt inn í miklu magni á skömmum tíma og boðin fram á undirboðskjörum sem valdið hefur tjóni innan lands. Í slíkum tilvikum má leggja undirboðstolla afturvirkt á innflutning sé það til þess fallið að koma í veg fyrir frekari innflutning á undirboðskjörum.
    2. Þegar vara, sem notið hefur útflutningsverðlauna, uppbóta, endurgreiðslna og þess háttar, hefur verið flutt inn í miklu magni á skömmum tíma og valdið tjóni sem erfitt er að bæta. Í slíkum tilvikum má leggja jöfnunartolla afturvirkt á innflutning sé það til þess fallið að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem njóta styrkja með þessum hætti.
    3. Þegar loforð um að hætta innflutningi, sem fellur undir 1.–3. mgr. 133. gr., hefur verið vanefnt.
Undirboðs- eða jöfnunartollar, sem lagðir eru á með afturvirkum hætti, geta náð til vöru sem flutt hefur verið til landsins allt að 90 dögum áður en kæra barst [ráðuneytinu] 1) um innflutning sem fellur undir 1.–3. mgr. 133. gr.
    1)L. 126/2011, 410. gr.
138. gr.
Þegar svo stendur á er greinir í 5. gr. samningsins um landbúnað í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar varðandi einhverjar af þeim vörum sem tilgreindar eru í viðauka IIA við lög þessi og þar eru merktar SSG að:
    1. innflutt magn fer yfir mörk þau er tilgreind eru í 5. gr. tilvitnaðs samnings um landbúnað; eða, en þó ekki á sama tíma,
    2. innflutningsverð vörunnar fellur niður fyrir tiltekin mörk, sbr. skilgreiningu í 5. gr. samningsins um landbúnað,
skal, þrátt fyrir ákvæði 1. og 3. mgr. 5. gr., tollur á viðkomandi vöru vera hámarkstollur samkvæmt tollabindingu í viðauka IIA að viðbættum viðbótartolli skv. 5. mgr. 5. gr. samningsins um landbúnað.
Viðbótartollar skulu að öðru leyti taka mið af skilyrðum 5. gr. samningsins um landbúnað. Tollur samkvæmt þessari grein kemur aðeins til framkvæmda að [ráðherra er fer með málefni landbúnaðar] 1) hafi ákveðið að beita 5. gr. samningsins um landbúnað og gefið út reglugerð þar að lútandi.
    1)L. 126/2011, 410. gr.
139. gr. Verðjöfnunargjöld á innfluttar vörur.
Heimilt skal að leggja verðjöfnunargjöld á innfluttar vörur sem unnar eru úr hráefnum úr landbúnaði samkvæmt þeim skilmálum sem kveðið er á um í bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, svo og öðrum fríverslunar- og milliríkjasamningum og bókunum við þá.
Séu verðjöfnunargjöld lögð á skv. 1. mgr. er óheimilt að leggja jafnframt á gjaldskylda vöru frá samningsaðila tolla eða önnur sambærileg gjöld nema annað leiði af ákvæðum bókunar 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, svo og ákvæðum annarra fríverslunar- og milliríkjasamninga og bókana við þá.
Innheimta verðjöfnunargjalda samkvæmt þessari grein hefur eigi áhrif á innheimtu tolls samkvæmt tollskrá af vörum sem eigi geta notið tollmeðferðar samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða ákvæðum annarra fríverslunar- og milliríkjasamninga nema þar sé kveðið á um annað.
Verðjöfnunargjald skal lagt á og innheimt við tollmeðferð vöru.
Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um verðjöfnunargjöld samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, flokkun til gjaldskyldu, sönnun um samsetningu gjaldskyldra vara svo og annað sem lýtur að álagningu og innheimtu gjaldanna. Jafnframt getur hann með sama hætti mælt fyrir um niðurfellingu tolla og annarra sambærilegra gjalda þegar verðjöfnunargjald er lagt á vöruna. Um lögvernd verðjöfnunargjalda fer skv. 128. gr.

XIX. kafli. Útflutningur.
140. gr. Skylda til að skila útflutningsskýrslu.
Þeir sem stunda útflutning á vörum í atvinnuskyni skulu, áður en vara er flutt úr landi, senda … 1) [tollyfirvöldum] 2) með rafrænum hætti þær upplýsingar sem láta ber í té við tollafgreiðslu vara.
    1)L. 147/2008, 21. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr.
141. gr. Einfaldaðar útflutningsskýrslur vegna póstverslunar.
Einstaklingar og lögaðilar sem stunda í atvinnuskyni útflutning smásendinga í póstverslun til einstaklinga geta sótt um leyfi [tollyfirvalda] 1) til að skila einfölduðum útflutningsskýrslum sem láta má [tollyfirvöldum] 1) í té eftir að útflutningur hefur átt sér stað.
Ráðherra getur með reglugerð 2) kveðið á um skilyrði fyrir heimild til einfaldaðrar skýrslugjafar við útflutning skv. 1. mgr.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)Rg. 1100/2006.
142. gr.1)
    1)L. 147/2008, 22. gr.
143. gr. Aflaskýrslur íslenskra veiðiskipa.
Skýrslu um afla íslenskra veiðiskipa, sem fluttur er út með þeim sjálfum til sölu á erlendum markaði, skal skipstjóri gefa í fyrstu höfn sem skipið tekur hér á landi á leið sinni frá útlöndum eða næst þegar það leitar hafnar hér á landi taki skipið ekki höfn áður en það flytur afla á erlendan markað. … 1)
    1)L. 147/2008, 23. gr.
144. gr.
Ákvæði laga þessara um innflutning gilda um útflutning og umflutning eftir því sem við getur átt nema öðruvísi sé kveðið á um í þessum kafla.

XX. kafli. Uppruni vöru.
145. gr.
Ráðherra er heimilt að setja almennar upprunareglur er gildi við innflutning og útflutning vöru. [Við setningu upprunareglna skal samráð eftir atvikum haft við ráðuneyti er fara með almenn viðskiptamál, málefni sjávarútvegs, málefni landbúnaðar og útflutning.] 1) Reglurnar skulu grundvallaðar á eftirfarandi meginreglum:
    1. Þegar viðmiðun um breytingu á tollflokkun er beitt skal tilgreina nákvæmlega undirliði og vöruliði þeirrar tollnafnaskrár sem notuð er.
    2. Þegar miðað er við hundraðshluta af verðmæti skal tilgreina reikningsaðferðir.
    3. Þegar miðað er við framleiðslu eða aðvinnsluaðferðir skal skýra nákvæmlega frá aðferðum sem gefa til kynna uppruna viðkomandi vöru.
Upprunareglur skal birta með reglugerð. [Tollyfirvöld veita] 2) innflytjendum, útflytjendum og aðilum sem hagsmuna eiga að gæta bindandi álit um uppruna vöru. Álitið skal veita eins fljótt og hægt er og eigi síðar en 60 dögum eftir að beiðni er lögð fram.
Gerist Ísland aðili að milliríkjasamningi sem kveður á um tollalækkanir eða aðra tilhliðrun fyrir íslenskar útflutningsvörur við tollafgreiðslu í viðkomandi landi eða löndum [skulu tollyfirvöld] 3) að beiðni útflytjenda veita upplýsingar um skilyrði tollfríðinda, þar á meðal útgáfu upprunasannana o.fl.
Ef útflytjandi framleiðsluvara er annar en framleiðandi þeirra skal auk upprunavottorðs útflytjanda liggja fyrir yfirlýsing framleiðanda sem staðfesti að framleiðsluvörurnar uppfylli skilyrði um fríðindameðferð samkvæmt fríverslunar- eða milliríkjasamningi sem Ísland er aðili að.
Öll skjöl og vottorð um uppruna vöru, tollendurgreiðslur af þeim o.fl. skv. 1. og 3. mgr. skulu vera að formi og frágangi eins og ákveðið er af ráðherra.
Nú óskar aðildarríki að milliríkjasamningi skv. 1. og 3. mgr. að sannreyna sannleiksgildi skjala eða vottorða um uppruna, tollendurgreiðslur o.fl. vegna útfluttra vara til viðkomandi landa eða nauðsynlegt telst af öðrum ástæðum að framkvæma slíka rannsókn og eru þá atvinnurekandi og aðrir, sem hlut eiga að máli, skyldir til að láta tollyfirvaldi í té upplýsingar um atriði sem þýðingu hafa fyrir rannsóknina og getur tollyfirvald eftir atvikum látið rannsaka atvinnuhúsnæði, reikningshald og bréfaviðskipti nefndra aðila.
Ráðherra getur með nánar ákveðnum skilyrðum löggilt innlend samtök til að gefa út ábyrgðarskjöl og ábyrgjast gagnvart yfirvöldum í öðrum ríkjum greiðslu gjalda af vörum sem útfluttar eru héðan til tímabundinna nota eða til umflutnings í því ríki þegar um er að ræða útflutningsvörur sem lúta sérstakri meðferð samkvæmt milliríkjasamningi sem Ísland er aðili að.
Ráðherra getur með reglugerð eða öðrum fyrirmælum sett nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.
    1)L. 126/2011, 410. gr. 2)L. 141/2019, 21. gr. 3)L. 141/2019, 9. gr.

[XX. kafli A. VRA-vottun.]1)
    1)L. 112/2016, 18. gr.
[145. gr. a. Veiting VRA-vottunar.
[Tollyfirvöldum] 1) er heimilt, á grundvelli umsóknar, að veita lögaðila VRA-vottun sé hann skráður hjá fyrirtækjaskrá og á virðisaukaskattsskrá og hafi hlutverki að gegna í keðju aðfanga sem flutt eru til og frá landinu. Vottunin gildir í fimm ár í senn, sbr. þó 145. gr. b og 145. gr. c.
Það er enn fremur skilyrði VRA-vottunar að:
    1. [umsækjandi, stjórnendur, stjórnarmenn, starfsmenn sem bera ábyrgð á tollamálum umsækjanda eða umboðsmenn hans hafi ekki á síðustu þremur árum áður en umsókn er lögð fram gerst sekir um alvarleg eða ítrekuð eftirfarandi brot gegn ákvæðum laga eða stjórnvaldsfyrirmæla, hvort sem málinu hefur verið lokið með sakfelli fyrir dómi, annarri ákvörðun um sekt, beitingu stjórnsýsluviðurlaga eða á grundvelli sáttar:
    a. brot gegn ákvæðum laga þessara,
    b. brot gegn ákvæðum annarra laga sem [tollyfirvöldum] 1) ber að framfylgja,
    c. brot gegn ákvæðum skattalaga,
    d. önnur brot sem hafa verið framin í atvinnustarfsemi umsækjanda og eru til þess fallin að efast megi um að hann ræki hlutverk sitt í alþjóðlegri keðju aðfanga á eðlilegan hátt], 2)
    2. umsækjandi sýni fram á að hann hafi verið gjaldfær síðustu þrjú fjárhagsár og viðhafi og muni viðhafa ábyrga fjármálastjórn,
    3. umsækjandi hafi yfir að ráða reikningshalds- og aðfangakerfi sem samkvæmt mati [tollyfirvalda] 1) gerir honum fært að viðhafa fullnægjandi tolleftirlit,
    4. umsækjandi hafi ákvarðað innri öryggiskröfur og vinnuferla sem teljast fullnægjandi að mati [tollyfirvalda] 1) og ábyrgist að starfsemi hans verði hagað í samræmi við þá.
Komi til samruna lögaðilans við annan lögaðila eða skiptingar hans fellur VRA-vottunin niður án tilkynningar.] 3)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 9/2019, 3. gr. 3)L. 112/2016, 18. gr.
[145. gr. b. Tímabundin afturköllun.
[Tollyfirvöldum] 1) er heimilt að afturkalla VRA-vottun tímabundið í eftirfarandi tilvikum:
    1. Þegar viðurkenndur rekstraraðili uppfyllir ekki lengur skilyrði sem sett eru fyrir veitingu VRA-vottunar.
    2. [Þegar rökstuddur grunur leikur á að viðurkenndur rekstraraðili, stjórnendur, stjórnarmenn, starfsmenn sem bera ábyrgð á tollamálum umsækjanda eða umboðsmenn hans hafi framið brot sem fellur undir ákvæði 1. tölul. 2. mgr. 145. gr. a og líklegt þykir að mati [tollyfirvalda] 1) að viðkomandi muni verða sóttur til sakar eða hafin sé rannsókn og meiri líkur en minni þyki til þess að hann verði beittur stjórnsýsluviðurlögum.] 2)
    3. Að fenginni beiðni lögaðila þegar viðkomandi telur sig tímabundið ófæran um að uppfylla skilyrði VRA-vottunar.
[Tollyfirvöld ákveða] 3) tímalengd afturköllunar með hliðsjón af því að lögaðilanum gefist nægjanlegt ráðrúm til að bæta úr annmörkum. Að úrbótum loknum, sbr. þó 2. tölul. 1. mgr. 145. gr. c, [veita tollyfirvöld] 4) VRA-vottun að nýju.] 5)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 9/2019, 4. gr. 3)L. 141/2019, 12. gr. 4)L. 141/2019, 32. gr. 5)L. 112/2016, 18. gr.
[145. gr. c. Varanleg afturköllun.
[Tollyfirvöldum] 1) ber að afturkalla VRA-vottun í eftirfarandi tilvikum:
    1. [Þegar viðurkenndur rekstraraðili, stjórnendur, stjórnarmenn, starfsmenn sem bera ábyrgð á tollamálum umsækjanda eða umboðsmenn hans hafa gerst sekir um brot sem fellur undir ákvæði 1. tölul. 2. mgr. 145. gr. a.] 2)
    2. Þegar lögaðili sem hefur verið sviptur VRA-vottun tímabundið skv. 145. gr. b lætur hjá líða að bæta úr annmörkum sem leiddu til afturköllunarinnar innan marka tímalengdar hennar.
    3. Að beiðni viðurkennds rekstraraðila.
    4. Við gjaldþrot viðurkennds rekstraraðila.
Afturköllunin tekur gildi næsta virkan dag eftir að [tollyfirvöld hafa] 3) sannanlega tilkynnt lögaðila um hana.] 4)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 9/2019, 5. gr. 3)L. 141/2019, 2. gr. 4)L. 112/2016, 18. gr.
[145. gr. d. Sérstök meðferð við tollframkvæmd.
VRA-vottaðir aðilar skulu njóta sérstakrar meðferðar við tollframkvæmd, m.a. hvað varðar tíðni vöru- og skjalaskoðana, forgangs við framkvæmd tollskoðunar og heimfylgdar vöru. Meðferðin skal taka mið af niðurstöðum áhættugreiningar [tollyfirvalda] 1) á viðkomandi lögaðila.
[Tollyfirvöldum] 1) er heimilt að haga tolleftirliti með hefðbundnum hætti vegna sérstakra áhættuþátta eða innflutningstakmarkana samkvæmt öðrum lögum.] 2)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 112/2016, 18. gr.
[145. gr. e. Reglugerðarheimild.
Ráðherra ákveður fyrirkomulag og umfang sérstakrar meðferðar VRA-vottaðra aðila með reglugerð.
Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari reglur um málsmeðferð, umsóknarferli, skilyrði, bakgrunnsskoðun, veitingu og afturköllun VRA-vottunar. Í reglugerðinni getur ráðherra afmarkað hvers konar fyrirtæki teljist hafa hlutverki að gegna í keðju aðfanga sem flutt eru til og frá landinu.] 1)
    1)L. 112/2016, 18. gr.
[145. gr. f. Vinnsla upplýsinga.
Til að unnt verði að sannreyna að viðurkenndur rekstraraðili eða umsækjandi um VRA-vottun uppfylli skilyrði 145. gr. a, 145. gr. b og 145. gr. c er [tollyfirvöldum] 1) heimilt að afla og vinna upplýsingar frá opinberum aðilum, innlendum sem erlendum, um hvort stjórnendur, stjórnarmenn, starfsmenn eða umboðsmenn hafi gerst sekir um brot skv. 1. tölul. 2. mgr. 145. gr. a eða hafi verið ákærðir eða sæti rannsókn skv. 2. tölul. 1. mgr. 145. gr. b. Opinberum aðilum, þar á meðal dómstólum, sýslumönnum, lögreglu, handhöfum ákæruvalds, ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og stjórnsýslustofnunum sem hafa heimildir til að beita stjórnsýsluviðurlögum, er skylt að veita [tollyfirvöldum] 1) upplýsingarnar. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skylduna til þess að veita aðgang að upplýsingum. Áður en upplýsingaöflunin fer fram [skulu tollyfirvöld] 2) tilkynna viðkomandi stjórnendum, stjórnarmönnum, starfsmönnum eða umboðsmönnum um hana og vekja jafnframt athygli þeirra á upplýsingaskyldu skv. 2. mgr.
Leiði upplýsingar sem [tollyfirvöld hafa] 3) undir höndum í ljós að umsækjandi um VRA-vottun eða viðurkenndur rekstraraðili uppfyllir ekki skilyrði VRA-vottunar eða tilefni þykir til afturköllunar vottunarinnar er [tollyfirvöldum] 1) skylt að upplýsa viðkomandi um nánar tilgreindar ástæður þess. Þar á meðal ber [tollyfirvöldum] 1) að tilkynna umsækjanda um VRA-vottun eða viðurkenndum rekstraraðila um að stjórnendur, stjórnarmenn, starfsmenn sem bera ábyrgð á tollamálum umsækjanda eða umboðsmenn hafi gerst sekir um brot skv. 1. tölul. 2. mgr. 145. gr. a nema ákvæði laga um meðferð sakamála eða annarra laga þar sem kveðið er á um rannsókn og málsmeðferð vegna brota skv. 1. tölul. 2. mgr. 145. gr. a standi því beinlínis í vegi.
Listi með heitum og kennitölum viðurkenndra rekstraraðila skal vera öllum aðgengilegur á vefsvæði [tollyfirvalda]. 1) [Tollyfirvöld skulu] 4) við fyrsta tækifæri gera aðilum gagnkvæmra viðurkenningarsamninga grein fyrir veitingu og afturköllun VRA-vottunar.] 5)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 9. gr. 3)L. 141/2019, 2. gr. 4)L. 141/2019, 6. gr. 5)L. 9/2019, 6. gr.

XXI. kafli. Tollgæsla.
146. gr. Tollgæsluvald.
Í tollgæsluvaldi felst heimild til þess að beita úrræðum samkvæmt þessum kafla til þess að tryggja að farið sé eftir þeim lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem [tollyfirvöld bera] 1) ábyrgð á að framfylgja.
    1)L. 141/2019, 33. gr.
147. gr. Handhafar tollgæsluvalds.
[[Ríkisskattstjóri, tollgæslustjóri og] 1) löglærðir fulltrúar hans og tollverðir fara með tollgæsluvald samkvæmt lögum þessum.] 2)
[Ráðherra] 3) er heimilt í undantekningartilvikum að fela öðrum starfsmönnum [ríkisskattstjóra] 1) tollgæsluvald tímabundið til að sinna sérstökum verkefnum.
[Lögreglustjórar, löglærðir fulltrúar þeirra og lögreglumenn fara með tollgæsluvald þegar þeir annast eða aðstoða við tollgæslu.] 2)
Skipshafnir varðskipa fara með tollgæsluvald þegar þær annast eða aðstoða við tollgæslu.
Þeir sem kvaddir eru tollgæslunni til aðstoðar lögum samkvæmt fara með tollgæsluvald meðan þeir gegna starfinu.
    1)L. 141/2019, 34. gr. 2)L. 147/2008, 25. gr. 3)L. 126/2011, 410. gr.
Skyldur tollgæslu og framkvæmd tollgæslustarfa.
148. gr. Almennar reglur.
Handhöfum tollgæsluvalds ber að sýna árvekni í starfi og kunna glögg skil á skyldum sínum og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir.
Handhöfum tollgæsluvalds ber að rækja starfa sinn af kostgæfni og samviskusemi og ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þeir skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur. Ekki mega þeir beita sakaðan mann harðræði fram yfir það sem lög heimila og nauðsynlegt er til þess að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum né á annan hátt beita hann ólögmætri þvingun í orði eða verki, svo sem með hótunum.
149. gr. Einkenni tollvarða.
Við framkvæmd starfa sinna skulu tollverðir að jafnaði vera einkennisklæddir og ávallt bera á sér og sýna ef með þarf einkennismerki sem ber skjaldarmerki ríkisins og áletrunina „Tollmerki Íslands“ auk nafns þeirra og stöðu, ásamt mynd.
Ráðherra setur nánari reglur um einkennisfatnað og skilríki tollvarða með reglugerð. 1)
    1)Rg. 807/2010, sbr. 1182/2018.
150. gr. Frjáls og óhindraður aðgangur tollgæslu.
Tollgæslu er heimil umferð hvarvetna um strendur landsins og meðfram þeim, um hafnarsvæði og flugvelli.
151. gr. Valdbeiting.
Handhöfum tollgæsluvalds er heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Aldrei mega þeir þó ganga lengra í beitingu valds en þörf er á hverju sinni.
Handhöfum tollgæsluvalds er heimilt ef brýna nauðsyn ber til að nota handjárn og gasvopn við skyldustörf. Ráðherra skal að höfðu samráði við [ráðherra er fer með málefni lögreglu og löggæslu] 1) setja reglur um hvaða tollvörðum verði heimilað að bera og beita slíkum búnaði, um notkun hans og þjálfun tollvarða.
    1)L. 126/2011, 410. gr.
152. gr. Heimild til að fela lögreglu og landhelgisgæslu tollgæslustörf.
[Með samningi skv. 42. gr. [geta tollyfirvöld] 1) falið lögreglustjórum að annast tollgæslu jafnframt annarri löggæslu í stjórnsýsluumdæmum sínum.] 2)
[Tollyfirvöld geta] 3) falið starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands að annast tollgæslu.
    1)L. 141/2019, 10. gr. 2)L. 147/2008, 26. gr. 3)L. 141/2019, 4. gr.
153. gr. Heimild til að fela tollvörðum löggæslustörf.
[Ráðherra] 1) og [ráðherra er fer með málefni lögreglu og löggæslu] 1) geta ákveðið að þar sem henta þykir skuli tollverðir gegna löggæslustörfum jafnframt öðrum tollgæslustörfum.
    1)L. 126/2011, 410. gr.
Handtaka, leit og hald á munum.
154. gr. Handtaka.
Handhöfum tollgæsluvalds er heimilt að handtaka mann sem staðinn er að eða grunaður er um brot gegn lögum þessum og yfirheyra eða fá hann lögreglunni í hendur.
155. gr. Leit í förum og farartækjum.
Tollgæslu er heimilt að leita alls staðar í förum sem eru á tollsvæði ríkisins. Einnig er heimilt að leita í farartækjum sem eru á eða koma frá fermingar- og affermingarstöðum skipa og flugfara, svo og öðrum þeim stöðum þar sem ótollafgreiddar vörur eru eða hafa verið geymdar. Tollgæslu er enn fremur heimilt að leita í öllum farartækjum sem hún hefur rökstuddan grun um að flytji ólöglega innfluttar vörur.
156. gr. Skoðun og rannsókn á vörum sem fluttar eru til landsins.
Tollgæslu er heimilt að skoða og rannsaka allar vörur sem fluttar eru til landsins, hvort sem um er að ræða vörur á farmskrá, póstflutning, farþegaflutning eða annað. Heimilt er að krefjast þess að vörurnar séu fluttar í húsakynni [tollyfirvalda] 1) eða á annan tiltekinn stað þar sem tolleftirlit fer fram og þeim framvísað þar til skoðunar.
Tollgæslu er heimilt að taka farangur farþega og áhafnar í sínar vörslur til skoðunar síðar. Getur viðkomandi krafist þess að farangurinn verði innsiglaður þar til skoðun fer fram. Skal hlutaðeigandi gefinn kostur á að vera viðstaddur skoðunina. Enn fremur skal honum látin í té fullnægjandi kvittun ef hann óskar þess.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
157. gr. Leit á geymslustöðum fyrir ótollafgreiddar vörur.
Tollgæsla skal hafa frjálsan og óhindraðan aðgang til eftirlits og rannsóknar á ótollafgreiddum vörum sem geymdar eru á geymslusvæðum skv. 69. gr., svo og að öðrum húsum og stöðum þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar eða hafa verið geymdar. Enn fremur er tollgæslu heimill aðgangur að atvinnuhúsnæði ef ætla má að þar séu geymdar vörur sem ekki hafa fengið löglega tollmeðferð.
158. gr. Húsleit í framhaldi af beinni eftirför.
Tollgæslu er heimilt að veita þeim mönnum eftirför sem skjóta sér undan eða grunaðir eru um að hafa skotið sér undan tolleftirliti með innfluttar vörur. Framkvæma má leit í húsum þegar um beina eftirför er að ræða og bið eftir úrskurði dómara veldur hættu á sakarspjöllum.
159. gr. Leit á mönnum.
Tollgæslu er heimilt að leita á mönnum sem eru í farartækjum, húsum eða á svæðum eða á leið frá farartækjum, förum, húsum eða svæðum þar sem tollvörðum er heimil rannsókn og skoðun á vörum.
Leit á manni má aðeins framkvæma samkvæmt skipun æðsta tollvarðar sem er viðstaddur þegar leitarinnar er þörf. Skal framkvæma hana af svo mikilli tillitssemi sem unnt er og má hún aldrei verða víðtækari en nauðsynlegt er vegna tolleftirlitsins.
Sá sem leita skal á skal eiga rétt á því að ákveðið vitni sé tilkvatt til að vera viðstatt þegar leit fer fram ef þess er kostur. Ber tollverði að benda [viðkomandi] 1) ótvírætt á þennan rétt.
Nákvæm leit á manni skal framkvæmd af persónu af sama kyni. [Einstaklingum með hlutlausa kynskráningu skal boðið að velja hvort kona eða karl framkvæmir leit á þeim.] 2)
    1)L. 80/2006, 9. gr. 2)L. 153/2020, 26. gr.
160. gr. Leit á ólögráða einstaklingum.
Ef fyrirhuguð er leit á einstaklingi sem er ólögráða vegna aldurs skal þá þegar hafa samband við forsjáraðila hans og fulltrúa barnaverndarnefndar, í því umdæmi þar sem leit skal fara fram, og gefa þeim kost á að koma á staðinn án tafar og vera viðstaddir þegar leit fer fram.
Ef fyrirhuguð er leit á einstaklingi sem er ólögráða af öðrum ástæðum en greinir í 1. mgr. skal þá þegar gera lögráðamanni viðvart og gefa honum kost á að koma á staðinn án tafar og vera viðstaddur þegar leit fer fram.
161. gr. Hald á munum.
Tollgæsla skal leggja hald á muni ef ætla má að þeir hafi sönnunargildi í [sakamáli], 1) ef þeirra hefur verið aflað á refsiverðan hátt eða ef ætla má að þeir kunni að verða gerðir upptækir, vegna brota á lögum þessum eða öðrum lögum.
    1)L. 88/2008, 234. gr.
162. gr.
[Flytji innflytjandi, útflytjandi, tollmiðlari, ferðamaður eða farmaður fjármuni skv. 27. gr. a til landsins frá útlöndum eða frá landinu til útlanda er handhöfum tollgæsluvalds heimilt að leggja hald á fjármunina ef grunur leikur á að þeir verði notaðir við framkvæmd brots gegn refsiákvæðum almennra hegningarlaga.] 1)
[Tollyfirvöld skulu] 2) þegar tilkynna viðkomandi lögreglustjóra um haldlagningu skv. 1. mgr. sem tekur ákvörðun um framhald málsins.
    1)L. 9/2019, 7. gr. 2)L. 141/2019, 6. gr.
163. gr. Málsmeðferðarreglur laga um meðferð [sakamála].1)
Um leit, hald á munum, handtöku og aðra málsmeðferð gilda ákvæði laga um meðferð [sakamála] 1) nema öðruvísi sé kveðið á um í þessum kafla.
Um rannsókn, yfirheyrslu grunaðra manna og skýrslutökur gilda ákvæði 183.–185. gr. laga þessara.
    1)L. 88/2008, 234. gr.
Innsigli og aðrar takmarkanir.
164. gr. Innsigli.
Heimilt er að innsigla eða setja læsingar tollgæslu fyrir farmrými og vistageymslur fara og farartækja, vörugeymslur eða aðra staði þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar. Enn fremur er heimilt að innsigla eða auðkenna ótollafgreiddar vörusendingar meðan á geymslu eða flutningi stendur. Skylt er stjórnendum fara og farartækja og forstöðumönnum vörugeymslna að veita tollgæslu aðstoð við innsiglun og lokun, svo og að vekja athygli tollgæslu á þeim stöðum þar sem innsiglun eða læsing kemur ekki að haldi.
[Tollyfirvöld ákveða] 1) gerð innsigla og [setja] 2) reglur um notkun þeirra.
Verði læsingu eða innsiglun ekki við komið [geta tollyfirvöld] 3) krafist þess að varsla varanna eða flutningur fari fram undir tolleftirliti á kostnað vörsluhafa eða farmflytjanda.
Innsigli og læsingar tollgæslu má enginn nema tollvörður rjúfa innan tollsvæðis ríkisins eða í fari eða farartæki á leið milli staða á tollsvæðinu.
    1)L. 141/2019, 12. gr. 2)L. 141/2019, 35. gr. 3)L. 141/2019, 10. gr.
165. gr. Far einangrað.
Tollgæsla getur kvíað af far sem komið er í höfn eða á flugvöll, svo og bannað umferð á svæðum þar sem ferming eða afferming vöru fer fram eða farþegar fara um á leið til eða frá fari í utanlandsferðum. Tollgæsla getur ákveðið að farþegar eða aðrir megi einungis fara frá borði eða stíga um borð á ákveðnum stað eða á ákveðnum tíma. Einnig getur tollgæsla ákveðið, í samráði við hafnar- eða flugvallaryfirvöld, að ferming eða afferming fars skuli fara fram á tilteknum stað sem hentugastur þykir til eftirlits hverju sinni.
Skylda til að aðstoða tollgæslu og hlýða fyrirmælum.
166. gr. Skylda til að aðstoða tollgæslu.
Ef nauðsyn ber til getur tollgæsla kvatt sér til aðstoðar hvern fulltíða mann. Maður er skyldur til að hlýða kvaðningu tollgæslu ef hann getur veitt aðstoð án þess að stofna lífi, heilbrigði, velferð eða verulegum hagsmunum sjálfs sín eða nánustu vandamanna í hættu.
Þeir sem kvaddir eru tollgæslu til aðstoðar skv. 1. mgr. fara með tollgæsluvald meðan þeir gegna starfinu og njóta sömu verndar og tollverðir.
167. gr. Skylda til að aðstoða við tollskoðun.
Innflytjendum og vörsluhöfum ótollafgreiddrar vöru er skylt að aðstoða við tollskoðun með því að framvísa vöru að beiðni tollgæslu, opna töskur og aðrar umbúðir, taka upp úr þeim, loka þeim aftur að skoðun lokinni og veita alla þá aðstoð og upplýsingar sem leitað er eftir. Sinni innflytjandi eða vörsluhafi ekki skyldu sinni til að aðstoða við tollskoðun er [tollyfirvöldum] 1) heimilt að fela tollvörðum eða öðrum starfsmönnum [tollyfirvalda] 1) að vinna verkið eða ráða menn til starfsins og innheimta hjá innflytjanda eða vörsluhafa þóknun er nemur kostnaði.
[Stjórnendum fara og farartækja er skylt að stöðva þau þegar tollvörður gefur um það merki.] 2)
Stjórnendum fara og farartækja er skylt að veita tollgæslu alla þá aðstoð og upplýsingar sem leitað er eftir. Þeim er einnig skylt að fara eftir fyrirmælum tollgæslu sem lúta að því að tryggja eftirlit með fermingu og affermingu.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 80/2006, 10. gr.
168. gr. Bann við að tálma tollgæslu í störfum sínum.
Enginn má á neinn hátt tálma því að maður gegni tollgæslustörfum eða óhlýðnast fyrirmælum sem tollgæslan gefur í því skyni að vinna að framkvæmd laga þessara.

XXII. kafli. Refsiábyrgð, viðurlög og málsmeðferð.
Refsiábyrgð og refsingar.
169. gr.
Refsa skal fyrir þau brot á lögunum er falla undir verknaðarlýsingar ákvæða í kafla þessum. Tilraun til brota og hlutdeild í brotum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.
Brotin varða refsingu ef þau eru framin af ásetningi eða gáleysi, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Gera má lögaðila fésekt, einum sér eða ásamt einstaklingum honum tengdum, eftir því sem nánar er kveðið á um í einstökum ákvæðum kaflans. Sama gildir um greiðsluábyrgð lögaðila á sekt sem fyrirsvarsmanni hans eða öðrum starfsmönnum kann að vera gerð.
170. gr.
Það er ólöglegur innflutningur, sem varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef vara er flutt til landsins frá útlöndum eða frá tollfrjálsu svæði án þess að tollyfirvöldum sé gerð grein fyrir henni samkvæmt fyrirmælum laga þessara. Sama gildir ef vara er fjarlægð úr geymslu fyrir ótollafgreiddar vörur eða tekin til notkunar án heimildar tollyfirvalda.
Það telst enn fremur ólöglegur innflutningur, er varðar sömu refsingu, ef ótollafgreidd vara sem flutt hefur verið um borð í far til útflutnings eða vara sem útflutningur hefur verið leyfður á gegn lækkun eða niðurfellingu á tolli eða öðrum gjöldum er án heimildar tollyfirvalda flutt aftur úr farinu eða á annan hátt skotið undan útflutningi.
Verði eigandi vörunnar ekki fundinn skal refsa stjórnanda farsins fyrir saknæmt brot eða ábyrgðaraðila farsins, lögaðila eða einstaklingi, óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar starfsmanns ábyrgðaraðilans eða ábyrgðaraðilans sjálfs ef hann er einstaklingur. Ábyrgðaraðila farsins verður eingöngu gerð sekt.
Það varðar sektum ef stjórnendur eða aðrir yfirmenn gera ekki það sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning með förum þeirra eða vanrækja nauðsynlegt eftirlit í því skyni.
171. gr.
Hver sem selur eða afhendir, kaupir eða veitir viðtöku vöru, þótt hann viti eða megi vita að hún sé ólöglega innflutt, skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Meðferð ávinnings af brotum gegn lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í 264. gr. almennra hegningarlaga.
172. gr.
Hver sem af ásetningi eða … 1) gáleysi veitir rangar eða villandi upplýsingar um tegund, magn eða verðmæti vöru eða vanrækir að leggja fram tilskilin gögn samkvæmt lögum þessum vegna innflutnings vöru skal sæta sektum sem að lágmarki nema tvöföldum en að hámarki tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Álag á toll og önnur aðflutningsgjöld skv. 86. gr. [og 180. gr. b] 2) dregst frá sektarfjárhæð.
Hver sem af ásetningi eða … 1) gáleysi veitir rangar eða villandi upplýsingar um tegund, magn eða verðmæti vöru eða vanrækir að leggja fram tilskilin gögn samkvæmt lögum þessum vegna útflutnings vöru skal sæta sektum.
[Tollmiðlari sem af ásetningi eða … 1) gáleysi aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til tollyfirvalda eða veitir rangar eða villandi upplýsingar við tollskýrslugerð skal sæta refsingu skv. 1. mgr. ef um er að ræða innflutning en skv. 2. mgr. ef um er að ræða útflutning.] 3)
[Innflytjandi, útflytjandi, tollmiðlari, ferðamaður eða farmaður sem af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi lætur hjá líða að gera grein fyrir fjármunaflutningum skv. 27. gr. a, ellegar veitir rangar eða villandi upplýsingar um slíka flutninga, skal sæta sektum.] 4)
Hafi brot gegn [1., 3. eða 4. mgr.] 4) verið framið af ásetningi varðar það auk sekta fangelsi allt að sex árum ef brotið er ítrekað eða sakir miklar að öðru leyti.
    1)L. 59/2017, 13. gr. 2)L. 112/2016, 19. gr. 3)L. 80/2006, 11. gr. 4)L. 9/2019, 8. gr.
173. gr.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef sakir eru miklar, að láta í té eða valda því að látin séu í té skjöl eða vottorð sem eru röng í mikilvægum atriðum um uppruna útflutningsvöru eða önnur atriði um hana sem eiga að tryggja að varan njóti fríðinda við innflutning í annað ríki eða teljist hæf til svæðistollmeðferðar þar vegna milliríkjasamninga.
Hafi einstaklingi, félagi eða stofnun verið veitt leyfi til að gefa út skjöl þau og vottorð sem nefnd eru í 1. mgr., en ekki hefur verið sannað hver hafi undirritað þau, má gera viðkomandi leyfishafa sekt ef hann er einstaklingur og hefur ekki sýnt nægilega varkárni við meðferð eða vörslu skjalanna. Sama gildir um forsvarsmann lögaðila ef lögaðilinn er leyfishafi.
Einnig má gera lögaðila sekt fyrir brot gegn ákvæði þessu, óháð því hvort brotið verði rakið til saknæms verknaðar starfsmanns lögaðilans, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.
174. gr.
Sá sem rýfur eða fjarlægir tollinnsigli eða önnur tolleinkenni skal sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum. Sömu refsingu skal sá sæta sem á ólögmætan hátt aflar sér aðgangs að vörum sem eru undir tollinnsigli án þess að rjúfa innsiglið eða fjarlægja það.
Sé lás eða innsigli tollgæslunnar eða annað tolleinkenni rofið eða fjarlægt, án þess að sá seki finnist, skal vörsluhafi vörunnar eða annar ábyrgðarmaður hennar sæta sektum ef kenna má vanrækslu hans eða starfsfólks hans um brotið. Sama gildir ef vörsluhafi hefur látið undir höfuð leggjast að tilkynna tollyfirvöldum um brotið strax og hann varð þess var eða hefur vanrækt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til varnar því að hin innsiglaða vara yrði fjarlægð eða ástandi hennar breytt.
175. gr.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að selja eða láta á annan hátt af hendi vöru sem flutt hefur verið tollfrjálst til landsins samkvæmt lögum nr. 110/1951, um lagagildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þess, ef viðtakandi nýtur ekki tollfríðinda samkvæmt þeim lögum.
Sömu refsingu varðar að taka við slíkum vörum, svo og að taka að sér að selja þær vörur, enda liggi ekki fyrir, er viðskiptin fara fram, fullar sannanir fyrir því að aðflutningsgjöld hafi verið greidd af vörunum og öðrum innflutningsskilyrðum fullnægt.
Sömu refsingu varðar það enn fremur að flytja eða reyna að flytja vörur út af samningssvæðum samkvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku sem fluttar hafa verið inn tollfrjálst. Sé varan flutt í farartæki og verði eigandi hennar ekki fundinn ber stjórnandi farartækisins ábyrgð á brotinu ef hann hefur sýnt af sér gáleysi við vöruflutninginn.
176. gr.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef miklar sakir eru, hafi maður misnotað leyfi, ívilnanir eða tollfríðindi sem honum hafa verið veitt samkvæmt heimild í [6. eða 7. gr.] 1) eða öðrum reglum settum samkvæmt lögum þessum.
Einnig má gera lögaðila sekt fyrir brot gegn ákvæði þessu, óháð því hvort brotið verður rakið til saknæms verknaðar starfsmanns lögaðilans, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.
    1)L. 146/2006, 10. gr.
177. gr.
Það varðar stjórnanda, eiganda eða umráðamann fars sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef tilskilin skjöl og skilríki fylgja ekki fari, ekki er gerð þar grein fyrir öllum vörum svo sem skylt er eða skjölin eru ekki gerð eins og fyrir er mælt í lögum þessum eða öðrum reglum settum samkvæmt þeim, eða vanrækt er að afhenda þau tollgæslumanni.
Sömu refsingu varðar það stjórnanda fars ef við komu þess frá útlöndum eru eigi gefnar upp, eigi finnast í farinu eða ekki er á annan hátt gerð viðhlítandi grein fyrir vörum sem samkvæmt skýrslum tollyfirvalda á viðkomustað farsins erlendis hafa verið teknar um borð í farið þar og stjórnandi þess vissi eða mátti vita um. Sama gildir um birgðir sem samkvæmt innsiglisskrá hafa verið geymdar meðal innsiglisbirgða farsins, enda sé um að ræða verulegt magn umfram nauðsynlegar og eðlilegar birgðir þess. Sömu refsingu skulu og þeir af áhöfn farsins sæta sem undirritað hafa móttökuskilríki eða innsiglisskrá yfir slíkan varning.
Einnig má gera lögaðila sekt fyrir brot gegn ákvæði þessu, óháð því hvort brotið verði rakið til saknæms verknaðar starfsmanns lögaðilans, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af því.
178. gr.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef stjórnandi farartækis eða afgreiðslumaður vörugeymslu afhendir ótollafgreidda vöru án leyfis [tollyfirvalda]. 1) Sömu refsingu varðar það að veita viðtöku vöru sem er ólöglega afhent.
Brot skv. 1. mgr. varða refsingu ef þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
179. gr.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að gefa, selja eða afhenda á annan hátt til brottflutnings úr fari forða, aðra muni eða vöru sem heimilt er að hafa tollfrjálsa í fari nema aðflutningsgjöld hafi áður verið greidd og öðrum fyrirmælum laga um innflutning fullnægt.
180. gr.
Ef maður tálmar tollvörðum í því að sinna skyldustörfum sínum við tollgæslu eða óhlýðnast fyrirmælum sem tollverðir gefa við framkvæmd tollgæslustarfa varðar það sektum nema brotið varði þyngri refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.
Önnur viðurlög.
[180. gr. a.
[Tollyfirvöld geta] 1) lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða einstaklinga sem brjóta gegn skyldu til að veita upplýsingar [skv. 1. mgr. 51. gr., sbr. 5. mgr. þeirrar lagagreinar, og 1. mgr. 51. gr. a, sbr. 1. málsl. 3. mgr. þeirrar lagagreinar]. 2)
Ráðherra skal í reglugerð ákveða fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum laga þessara innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr.
Hafi fjárhæð stjórnvaldssekta ekki verið ákveðin í reglugerð skal við ákvörðun þeirra m.a. taka tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða.
Stjórnvaldssektir sem eru lagðar á einstaklinga geta numið frá 10.000 kr. til 100.000 kr. Stjórnvaldssektir sem eru lagðar á fyrirtæki geta numið frá 400.000 kr. til 2.000.000 kr.
Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá gjalddaga. Ákvörðun [tollyfirvalda] 3) um stjórnvaldssekt er aðfararhæf og renna sektir í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi. Aðili máls getur einungis skotið ákvörðun um stjórnvaldssekt til dómstóla. Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því að ákvörðun var tekin. Málskot frestar aðför.] 4)
    1)L. 141/2019, 4. gr. 2)L. 40/2017, 21. gr. 3)L. 141/2019, 3. gr. 4)L. 124/2015, 29. gr.
[180. gr. b.
Hafi rangar eða villandi upplýsingar verið veittar um tegund, magn eða verðmæti vöru við innflutning eða upplýsingagjöf innflytjanda hefur að öðru leyti verið svo áfátt að áhrif hafi haft við álagningu er innflytjanda skylt að greiða 50% álag til viðbótar við þá tolla og önnur aðflutningsgjöld sem honum bar með réttu að greiða. Fella skal álagið niður ef innflytjandi færir rök fyrir því að óviðráðanleg atvik hafi hamlað því að hann veitti réttar upplýsingar eða kæmi leiðréttingu á framfæri við [tollyfirvöld]. 1) Þó skal ekki fella álagið niður ef annmarki á upplýsingagjöf á rætur sínar að rekja til aðgerða eða aðgerðaleysis tollmiðlara, seljanda eða sendanda.] 2)
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 112/2016, 20. gr.
181. gr.
Heimilt er að gera upptæka vöru sem flutt hefur verið ólöglega til landsins frá útlöndum eða frá tollfrjálsu svæði, eða á annan hátt farið með vöruna andstætt ákvæðum þessa kafla, óháð því hver eigandi vörunnar er og án tillits til eignarhafta sem á henni hvíla, nema vörsluhafi vörunnar hafi komist yfir hana á saknæman hátt.
Nú þykir ekki ástæða til að gera vöru upptæka eða upptöku verður ekki við komið og er þá heimilt að gera upptækt hjá sökunaut andvirði vörunnar auk tolla og annarra gjalda af henni.
Verði ekki upplýst hver hinn seki er skal varan að liðnum 30 dögum frá því að hún var flutt inn eða fannst verða eign ríkissjóðs án dóms eða úrskurðar.
Eignaupptöku er heimilt að beita þótt refsiábyrgð verði ekki komið fram.
182. gr.
Heimilt er að svipta mann réttindum skv. 68. gr. almennra hegningarlaga sem sekur hefur gerst um stórfellt eða ítrekað brot á ákvæðum þessa kafla.
Svipta má þann leyfinu sem öðlast hefur starfsleyfi samkvæmt lögum þessum til þess að vera tollmiðlari, reka geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur eða stunda önnur sambærileg störf ef hann hefur brotið gegn refsiákvæðum þessa kafla eða með öðrum hætti sýnt af sér stórfellda vanrækslu í starfi sínu. Um tímalengd sviptingar og endurskoðun ákvörðunar fer eftir ákvæðum 68. gr. og 68. gr. a almennra hegningarlaga.
Rannsókn, málsmeðferð og fyrning.
183. gr.
[Tollyfirvöld] 1) annast rannsókn brota gegn refsiákvæðum þessa kafla að svo miklu leyti sem slík rannsókn er ekki í höndum lögreglu. [Skulu þau] 2) hvenær sem þess gerist þörf hefja rannsókn út af rökstuddum grun eða vitneskju um refsivert brot. … 3)
Lögreglu er skylt að veita [tollyfirvöldum] 4) nauðsynlega aðstoð í þágu rannsóknar með því að færa mann til skýrslugjafar hjá [tollyfirvöldum] 4) ef hann hefur að forfallalausu ekki sinnt kvaðningu þess efnis.
Um heimildir tollgæslu til valdbeitingar, handtöku, leitar, haldlagningar og innsiglunar gilda ákvæði 151. gr. og 154.–164. gr.
Um rannsókn, yfirheyrslu grunaðra manna og aðrar skýrslutökur fer að öðru leyti eftir ákvæðum laga um meðferð [sakamála]. 5)
    1)L. 141/2019, 7. gr. 2)L. 141/2019, 8. gr. 3)L. 147/2008, 27. gr. 4)L. 141/2019, 3. gr. 5)L. 88/2008, 234. gr.
184. gr.
Ef ætlað brot gegn refsiákvæðum þessa kafla varðar einnig við almenn hegningarlög eða önnur sérrefsilög eða tengist brotum gegn almennum hegningarlögum eða öðrum sérrefsilögum, þar á meðal lögum um ávana- og fíkniefni, [skulu tollyfirvöld] 1) þegar tilkynna það viðkomandi lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhald rannsóknarinnar.
[Berist [tollyfirvöldum] 2) beiðni erlends tollyfirvalds um aðstoð við rannsókn máls og [þau telja] 3) að íslenskum stjórnvöldum beri samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum að veita umbeðna aðstoð [skulu þau] 4) annast rannsókn málsins nema rannsókn þess heyri undir lögreglu samkvæmt þessari grein.] 5)
[Tollyfirvöldum] 2) ber að hafa samvinnu við lögreglu og ákæruvald um rannsókn mála þegar tilefni er til þess eða eftir því er óskað af hálfu lögreglustjóra. Á sama hátt ber lögreglustjóra að hafa samvinnu við tollyfirvöld um rannsókn mála ef sérstaklega reynir á sérþekkingu tollgæslu eða alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í tollamálum. Heimilt er að kveða nánar á um samskiptin með reglugerð.
    1)L. 141/2019, 9. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 141/2019, 25. gr. 4)L. 141/2019, 8. gr. 5)L. 147/2008, 28. gr.
185. gr.
1)
[Tollyfirvöldum] 2) er … 1) heimilt að ákveða sekt fyrir ólöglegan innflutning eða önnur brot gegn ákvæðum þessa kafla ef brot er skýlaust sannað og ætla má að það varði ekki hærri sekt en [3.000.000 kr.], 3) enda játist sökunautur undir þá ákvörðun og greiði sektina þegar í stað. Við slíka sektarákvörðun skal greina í bókun, skýrt og stuttlega, frá því broti sem um er að tefla, refsiákvæði sem það varðar við og ítrekunarverkun á síðari brot, ef því er að skipta. Nú hefur skýlaust sannað brot einnig upptöku eignar í för með sér og [geta tollyfirvöld] 4) undir því skilorði er nú var sagt eða 4. mgr. 181. gr. ákveðið eignaupptöku, enda fari verðmæti þess sem gera á upptækt eigi fram úr [3.000.000 kr.] 3)
Sektir allt að [3.000.000 kr.] 3) fyrir helstu brot á lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim skulu ákveðnar í reglugerð 5) sem ráðherra setur að fengnum tillögum ríkissaksóknara. Í reglugerðinni skal tilgreint til hvaða tegunda brota hún tekur og hvaða sekt og önnur viðurlög skuli koma fyrir hverja tegund brots. Heimilt er að víkja frá ákvæðum reglugerðarinnar ef veigamikil rök mæla með því.
Þegar ákvörðun er tekin um sekt vegna brota á tveimur eða fleiri ákvæðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sektin vera samtala sekta vegna hvers brots um sig, enda rúmist refsingin innan sektarmarka almennra hegningarlaga.
Sektir og eignaupptaka samkvæmt þessari grein skulu ákveðnar af [tollyfirvöldum], 2) löglærðum fulltrúa [þeirra] 6) eða tollvörðum. Þó skulu skulu sektir og eignaupptaka samkvæmt þessari grein ákveðnar af [tollyfirvöldum] 2) eða löglærðum fulltrúa [þeirra] 6) ef mál varðar brot sem ekki er tilgreint í reglugerð ráðherra, sbr. 3. mgr.
Senda skal ríkissaksóknara skrá um mál sem lokið er skv. 2. mgr. eftir þeim reglum sem [ráðherra er fer með meðferð ákæruvalds] 7) setur, en m.a. skulu ákvæði [laga um meðferð sakamála] 1) gilda um færslu á sakaskrá og leiðbeiningu ríkissaksóknara um sektarfjárhæð fyrir hverja tegund brota.
Nú telur saksóknari að saklaus maður hafi verið látinn undirgangast greiðslu sektar eða maður hafi ranglega verið látinn sæta upptöku eignar, sbr. 2. mgr., eða verið látinn gangast undir fjarstæð málalok að öðru leyti eða mál sem lokið er samkvæmt sama ákvæði hefði átt að ganga til dóms og getur hann þá borið málið undir dómara til ónýtingar á ákvörðun tollyfirvalda.
    1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 141/2019, 3. gr. 3)L. 141/2013, 1. gr. 4)L. 141/2019, 10. gr. 5)Rg. 1100/2006, sbr. 279/2013. Rg. 604/2009. 6)L. 141/2019, 36. gr. 7)L. 126/2011, 410. gr.
186. gr.
Sektir fyrir brot á refsiákvæðum þessa kafla og andvirði upptækrar vöru skulu renna í ríkissjóð.
187. gr.
Sök samkvæmt ákvæðum þessa kafla fyrnist á fimm árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum [tollyfirvalda] 1) eða lögreglustjóra enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar. Um upphaf og stöðvun fyrningarfrests fer að öðru leyti eftir ákvæðum 82. gr. almennra hegningarlaga.
    1)L. 141/2019, 3. gr.

XXIII. kafli. Ýmis ákvæði.
188. gr. Þagnarskylda.
[Starfsmenn [tollyfirvalda] 1) eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.] 2) Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti [tollyfirvalda], 1) þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum [tollyfirvalda] 1) eða eðli máls.
Þagnarskyldan helst þó látið sé af starfi.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 71/2019, 5. gr.
189. gr.
Samþykki Alþjóðatollastofnunin breytingar á tollnafnaskrá stofnunarinnar eða skýringum við tollnafnaskrána, úrskurði eða gefi út túlkun um tollflokkun eða nýja samræmda tollnafnaskrá sem hefur í för með sér breytta flokkun á vörum í tollskrá er ráðherra heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á tollskránni, m.a. með því að fella niður, breyta eða taka upp ný tollskrárnúmer. Ráðherra er jafnframt heimilt að fella niður eða taka upp ný tollskrárnúmer ef þess gerist þörf, t.d. til að afla megi nauðsynlegra upplýsinga til hagskýrslugerðar.
Breytingar á tollskrá skv. 1. mgr. skulu birtar í A-deild Stjórnartíðinda og hafa ekki afturvirkt gildi. Breytingarnar skulu ekki hafa áhrif á tolla eins og þeir hafa verið ákveðnir í tollskrá, gjöld eða gjaldfrelsi, heimildir, takmarkanir og annað sem kveðið er á um í öðrum lögum.
Ráðherra er heimilt að sameina í eitt tollskrárnúmer vörur sem koma til landsins eða fara frá landinu með hraðsendingum eða póstsendingum í einu sendingarnúmeri og eru að tollverðmæti 25.000 kr. eða minna. Slík breyting skal þó ekki hafa áhrif á fjárhæð tolls af viðkomandi vörum.
190. gr.
Ráðherra setur reglur 1) um almennan tollafgreiðslutíma. [Tollyfirvöld geta] 2) heimilað að afgreiðsla fari fram á öðrum tímum, enda greiði viðkomandi þann kostnað sem af því leiðir.
    1)Rg. 1100/2006, sbr. 823/2009. 2)L. 141/2019, 4. gr.
191. gr.
Ráðherra setur reglur um skil [tollyfirvalda] 1) á upplýsingum til Hagstofu Íslands úr aðflutnings- eða útflutningsskjölum og öðrum gögnum, að höfðu samráði við Hagstofu Íslands.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
192. gr.
Ráðherra skal hrinda í framkvæmd ákvæðum í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að, svo og bókunum og viðaukum við slíka samninga sem teljast óaðskiljanlegur hluti þeirra.
Ráðherra getur samið við önnur ríki um samstarf á sviði tollmála, m.a. til að samræma og einfalda tollmeðferð vegna gagnkvæmra upplýsingaskipta og innheimtu vangreiddra gjalda og til að vinna gegn ólöglegum innflutningi og útflutningi.
193. gr.
Ráðherra setur með reglugerð 1) eða öðrum fyrirmælum nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
    1)Rg. 327/2003, sbr. 252/2004 og 558/2010. Rg. 1100/2006, sbr. 172/2008. Rg. 985/2007. Rg. 630/2008. Rg. 1247/2008. Rg. 89/2009, sbr. 1181/2018. Rg. 48/2010, sbr. 7/2012. Rg. 807/2010, sbr. 1182/2018. Rg. 1060/2012. Rg. 682/2013. Rg. 261/2014. Rg. 984/2014. Rg. 350/2015. Rg. 979/2015. Rg. 310/2016. Rg. 327/2016. Rg. 502/2017. Rg. 503/2017. Rg. 1031/2017. Rg. 475/2018. Rg. 527/2018. Rg. 982/2018. Rg. 150/2020.
194. gr.
Ákvæði laga þessara um flokkun vara, álagningu, innheimtu, lögveð, tilhögun bókhalds, aðflutnings- og útflutningsskýrslur og önnur skjöl, eftirlit, stöðvun tollafgreiðslu, viðurlög, sektir, refsingar og aðra framkvæmd varðandi toll skulu gilda eftir því sem við getur átt um aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld sem ákveðin eru samkvæmt öðrum lögum, nema annað sé þar ákveðið.

XXIV. kafli. Gjaldtökuheimildir.
195. gr.
Heimilt er að innheimta eftirtalin gjöld vegna þjónustu [tollyfirvalda] 1) í eftirfarandi tilvikum:
    1. Tollafgreiðslugjald vegna tollafgreiðslu skipa og flugvéla utan almenns afgreiðslutíma. Gjald þetta skal standa undir launakostnaði vegna tollafgreiðslu utan almenns afgreiðslutíma.
    2. Tollafgreiðslugjald vegna tollafgreiðslu skipa og flugvéla utan tollhafna skv. 53. gr. Gjald þetta skal standa straum af launakostnaði tollstarfsmanna og aksturskostnaði til og frá tollafgreiðslustað.
    3. Bráðabirgðatollafgreiðslugjald sem skal standa straum af kostnaði við tolleftirlit vegna bráðabirgðatollafgreiðslu skv. 36. gr. Gjald þetta skal miðast við kostnað af útgáfu leyfis til bráðabirgðatollafgreiðslu og aksturskostnað í tengslum við skoðun vöru.
    4. Neyðarleyfisgjald sem skal standa straum af kostnaði við tolleftirlit vegna útgáfu neyðarleyfis skv. 37. gr. Gjald þetta skal miðast við kostnað af útgáfu neyðarleyfis og aksturskostnað í tengslum við skoðun vöru.
    5. Tjónamatsgjald vegna mats [tollyfirvalda] 1) á vörum sem orðið hafa fyrir skemmdum, vöntun eða rýrnun. Gjald þetta skal standa straum af launakostnaði tollstarfsmanna og aksturskostnaði vegna framkvæmdar matsins.
    6. Förgunargjald vegna eyðileggingar vöru að beiðni eiganda vörunnar, farmflytjanda eða leyfishafa geymslusvæðis fyrir ótollafgreiddar vörur. Gjaldið skal standa straum af kostnaði við förgun vöru og aksturskostnaði vegna förgunar.
    7. Fylgdargjald vegna kostnaðar af tollgæslu við flutning á ótollafgreiddum vörum. Gjaldtaka þessi er heimil þegar [tollyfirvöld telja] 2) nauðsynlegt að fyrirskipa slíka gæslu eða þegar þess er sérstaklega óskað að tollgæsla sé viðstödd flutning ótollafgreiddra vara, affermingu eða fermingu fara, innsetningu ótollafgreidds varnings á geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur o.fl. Gjaldið skal standa straum af aksturskostnaði og launakostnaði vegna fylgdar.
    8. Eftirlitsgjald vegna tolleftirlits með fullvinnslu á landbúnaðarvörum sem fluttar eru til landsins tímabundið til fullvinnslu og endurútflutnings skv. 3. tölul. 7. gr. Gjald þetta skal standa straum af launakostnaði og ferðakostnaði starfsmanna [tollyfirvalda] 1) vegna tolleftirlits og kostnaði af aðkeyptri sérfræðiþjónustu við tolleftirlit.
    9. Tollalínugjald vegna upplýsinga- og gagnamiðlunar úr tölvukerfi tollyfirvalda (tollalínu). Gjald þetta skal taka mið af kostnaði við veitta þjónustu, m.a. úrvinnslu gagna og flutning þeirra um upplýsingaveitur.
    10. Innsiglisgjald vegna vinnu við að innsigla vörur eða rjúfa innsigli skv. 164. gr. Gjaldið skal standa straum af aksturskostnaði til og frá þeim stað þar sem innsiglun eða rof innsiglis fer fram. [Jafnframt er gjaldtaka heimil til að standa straum af kostnaði við gerð innsigla vegna farmverndar, sbr. 7. gr. laga um siglingavernd, nr. 50/2004.] 3)
    11. Eftirlitsgjald vegna tolleftirlits með skemmtiferðaskipum hafi þau verið undanþegin ákvæðum um innsiglun forða, sbr. 5. mgr. 57. gr.
    12. [Eftirlitsgjald vegna tolleftirlits með [afgreiðslugeymslum, tollvörugeymslum], 4) tollfrjálsum forðageymslum, tollfrjálsum verslunum og tollfrjálsum birgðageymslum þeirra, frísvæðum og umflutningsgeymslum.] 5)
    [13. Námskeiðsgjald sem skal standa straum af kostnaði Tollskóla ríkisins við námskeiðshald fyrir aðra en tollstarfsmenn.] 6)
    [14. Tolleftirlitsgjald þegar óskað er viðveru tollvarðar eða þjónustu tollgæslu utan almenns opnunartíma tollskrifstofu, svo sem vegna afgreiðslu hraðsendinga og póstsendinga og til að staðfesta útflutning vöru. Gjaldið skal standa straum af launakostnaði vegna tolleftirlits.] 7)
Ákvæði 1. og 2. tölul. taka hvorki til erlendra herskipa eða herflugvéla né skipa eða flugfara í opinberri eigu sem ferðast eingöngu í opinberum erindagerðum og flytja hvorki vörur né farþega gegn greiðslu. Sama gildir ef far leitar hafnar samkvæmt ákvörðun stjórnvalda, vegna neyðar, slysa, sjúkdóma manna um borð eða annars ófarnaðar.
Gjaldtaka [tollyfirvalda] 1) skal miðuð við að hún standi undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er.
[Tollyfirvöldum] 1) er heimilt að gera langtímasamning skv. 1. mgr. fyrir notkun þjónustu.
    1)L. 141/2019, 3. gr. 2)L. 141/2019, 24. gr. 3)L. 167/2008, 7. gr. 4)L. 141/2013, 2. gr. 5)L. 170/2007, 21. gr. 6)L. 80/2006, 12. gr. 7)L. 42/2012, 9. gr.
196. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006 og taka til allra vara sem eru ótollafgreiddar við gildistöku þeirra.
Reglugerðir og öll önnur fyrirmæli sem sett hafa verið samkvæmt tollalögum, nr. 55/1987, skulu þó halda gildi sínu, að svo miklu leyti sem þau brjóta ekki í bága við ákvæði laga þessara, uns nýjar reglugerðir og fyrirmæli hafa verið gefin út.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Aðilar sem hafa fengið viðurkenningu [tollyfirvalda] 1) til reksturs geymslu- og afgreiðslustaðar fyrir ótollafgreiddar vörur eða leyfi ráðherra til reksturs almennrar tollvörugeymslu, tollfrjálsrar forðageymslu, tollfrjálsrar verslunar eða frísvæðis fyrir gildistöku laga þessara skulu innan eins árs frá gildistöku laganna senda ráðherra eða [tollyfirvöldum] 1) eftir atvikum umsókn um starfsleyfi.
Hafi umsókn frá aðilum sem um getur í 1. mgr. ekki borist innan eins árs frá gildistöku laganna skal viðurkenning þeirra eða leyfi falla úr gildi.
    1)L. 141/2019, 3. gr.
[II.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum heimilt að óska eftir því að fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda vegna uppgjörstímabilsins september til október 2008 verði sem hér segir:
    1. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á uppgjörstímabilinu skuli skila eigi síðar en 17. nóvember 2008.
    2. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á uppgjörstímabilinu skuli skila eigi síðar en 15. desember 2008.
    3. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á uppgjörstímabilinu skuli skila eigi síðar en 5. janúar 2009.
Vextir vegna greiðslufrests aðflutningsgjalda sem veittur er skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr., þ.e. frá 17. nóvember til 15. desember 2008 og frá 17. nóvember til 5. janúar 2009, skulu vera almennir meðaltalsvextir, sbr. II. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, á viðkomandi tímabili.] 1)
    1)L. 130/2008, 1. gr.
[III.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 vera sem hér segir:
    1. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    3. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 17/2009, 1. gr.
[IV.1)] 2)
    1)L. 59/2017, 14. gr. 2)L. 27/2009, 1. gr.
[V.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilanna janúar og febrúar annars vegar og mars og apríl hins vegar, á árinu 2010 vera sem hér segir:
    1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 14/2010, 1. gr.
[VI.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010 vera sem hér segir:
    1. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    3. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 165/2010, 58. gr.
[VII.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar á árinu 2011 vera sem hér segir:
    1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 22/2011, 1. gr.
[VIII.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2011 vera sem hér segir:
    1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 46/2011, 1. gr.
[IX.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabila á árinu 2012 vera sem hér segir:
    1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 18/2012, 1. gr.
[X.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabila á árinu 2013 vera sem hér segir:
    1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 21/2013, 1. gr.
[XI.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabila á árinu 2014 vera sem hér segir:
    1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 141/2013, 3. gr.
[XII.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabila á árinu 2015 vera sem hér segir:
    1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 125/2014, 26. gr.
[XIII.
Þeim leyfishöfum tollvörugeymslu sem fengið hafa starfsleyfi skv. 3. málsl. 1. mgr. 91. gr. og hefur verið heimilað að geyma tollafgreidda og ótollafgreidda vöru í sama rými í tollvörugeymslu fyrir 1. janúar 2016 er heimil slík geymsla til 1. janúar 2026 að ákvæðum 94. gr. uppfylltum.] 1)
    1)L. 124/2015, 30. gr.
[XIV.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2016 vera sem hér segir:
    1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
    2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.] 1)
    1)L. 33/2016, 1. gr.
[XV.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 4. mgr. 5. gr. skal magntollur samkvæmt viðauka I með lögum þessum á vörur sem falla undir tollskrárnúmer í viðauka VI með lögum þessum uppfærður fyrsta virka dag marsmánaðar 2017 í réttu hlutfalli við breytingu á skráðu tollafgreiðslugengi SDR á tímabilinu frá 26. ágúst 2016 til 28. febrúar 2017.] 1)
    1)L. 102/2016, 56. gr.
[XVI.
Ekki skal innheimta tollafgreiðslugjald skv. 1. tölul. 1. mgr. 195. gr. vegna tollafgreiðslu skipa og flugvéla til og með 31. desember 2021.] 1)
    1)L. 25/2020, 6. gr.
[XVII.
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. skal gjalddagi aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2020 vera 5. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils, sbr. 1. og 2. mgr. 122. gr. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag á eftir.] 1)
    1)L. 25/2020, 6. gr.

Viðauki I. Tollskrá. …1)
    1)Um texta viðaukans, sjá Stjtíð. A 2005, bls. 468–952, sbr. augl. A 141/2005 (Stjtíð. A 2005, bls. 1089–1090), augl. A 142/2006 (Stjtíð. A 2006, bls. 646–694), augl. A 13/2007, augl. A 95/2007, augl. A 175/2007, augl. A 49/2008, augl. A 151/2008, augl. A 94/2009, augl. A 166/2010, l. 121/2011, 4. gr., augl. A 154/2011, l. 42/2012, 10. gr., l. 146/2012, 34. gr., l. 156/2012, 9. gr., augl. A 4/2013, l. 22/2013, 8. gr., l. 76/2014, 1. gr., augl. A 121/2015, l. 125/2015, 13.–15. gr., l. 102/2016, 57. gr., augl. A 123/2016, augl. A 11/2017, augl. A 10/2018, l. 93/2018, 1. gr., augl. A 110/2018, augl. A 136/2018, augl. A 13/2019, augl. A 104/2019, augl. A 134/2019, augl. A 9/2020, augl. A 52/2020, l. 58/2020, 9. gr., augl. A 149/2020, augl. A 9/2021 og augl. A 31/2021.

Viðauki II. …1)
    1)Um texta viðaukans, sjá Stjtíð. A 1995, bls. 305, sbr. l. 81/1998, 21. gr.

Viðauki III. …1)
    1)Um texta viðaukans, sjá Stjtíð. A 1995, bls. 581.

Viðauki IV. …1)
    1)Um texta viðaukans, sjá Stjtíð. A 1995, bls. 609, sbr. l. 86/2001, 2. gr. (Stjtíð. A 2001, bls. 170).

[Viðauki V. ]1)
    1)Um texta viðaukans, sjá l. 160/2012, 8. gr.

[Viðauki VI. ]1)
    1)Um texta viðaukans, sjá l. 102/2016, 58. gr.