Ferill 354. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Nr. 13/152.

Þingskjal 1093  —  354. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu samninga Íslands við Noreg annars vegar og Danmörku fyrir hönd Færeyja hins vegar um afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæðinu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen (Síldarsmugan).


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Konungsríkisins Danmerkur ásamt landsstjórn Færeyja hins vegar er varðar afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæðinu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen, sem og samning milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs er varðar afmörkun landgrunnsins handan 200 sjómílna á svæðinu milli Færeyja, Íslands, meginlands Noregs og Jan Mayen, sem undirritaðir voru í Stokkhólmi 30. október 2019.

Samþykkt á Alþingi 30. maí 2022.