Ferill 643. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 1162  —  643. mál.
Síðari umræða.

Síðari umræða.



Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2021.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Steinunni Þóru Árnadóttur, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Bylgju Árnadóttur, ritara Íslandsdeildar.
    Með tillögunni er skorað á ríkisstjórnina að vinna að framkvæmd tveggja ályktana Vestnorræna ráðsins sem samþykktar voru á ársfundi ráðsins 1. september 2021, um aukið vestnorrænt samstarf á vettvangi umhverfis- og loftslagsmála (nr. 1/2021) og um samstarf vestnorrænna háskóla um fjarkennslu (nr. 2/2021).
    Í ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 1/2021 kallar ráðið eftir því að umhverfisráðherrar landanna þriggja geri með sér samstarfssamning þar sem m.a. verði kveðið á um árlegan samráðsfund ráðherranna. Á þeim fundum gæfist tækifæri til að auka vestnorrænt samstarf og deila reynslu og lausnum í umhverfis- og loftslagsmálum.
    Í ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 2/2021 hvetja menntamálaráðherrar Íslands, Grænlands og Færeyja til aukins samstarfs landanna þriggja um háskólamenntun með hjálp fjarkennslu. Tækniþróun, bætt fjarskipti og aukin reynsla af fjarkennslu hefur undanfarin ár gjörbreytt möguleikum íbúa strjálbýlla svæða til að sækja sér fjölbreytta háskólamenntun. Fjarnám getur haft jákvæð áhrif á þroska einstaklinga, búsetu í heimabyggð og þannig á heilbrigði samfélaga á norðurslóðum. Með það í huga er hvatt til þess að menntamálaráðherrar landanna þriggja skoði möguleika á að innleiða fjarnám í samstarfi háskóla í löndunum þremur.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 3. júní 2022.

Bjarni Jónsson,
form.
Birgir Þórarinsson
frsm.
Diljá Mist Einarsdóttir.
Hanna Katrín Friðriksson. Jakob Frímann Magnússon. Jóhann Friðrik Friðriksson.
Logi Einarsson. Njáll Trausti Friðbertsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.