Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Nr. 20/152.

Þingskjal 1227  —  376. mál.


Þingsályktun

um minnisvarða um eldgosið á Heimaey.


    Alþingi ályktar í tilefni þess að árið 2023 eru 50 ár liðin frá Heimaeyjargosinu að fela forsætisráðherra að skipa nefnd til að undirbúa kaup á minnisvarða um þann sögulega atburð. Undirbúningsnefndin skal skipuð fimm fulltrúum og skulu tveir skipaðir samkvæmt tilnefningu bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar og skal viðkomandi vera formaður nefndarinnar. Undirbúningsnefndin skal fyrir lok október 2022 leggja fram tillögu fyrir forsætisráðherra til samþykktar. Að fengnu samþykki skal nefndin annast frekari undirbúning fyrir uppsetningu og afhjúpun minnisvarðans sumarið 2023.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 2022.