Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1306, 152. löggjafarþing 532. mál: fjármálamarkaðir (innleiðing o.fl.).
Lög nr. 50 23. júní 2022.

Lög um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (innleiðing o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.

1. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna bætist: sbr. leiðréttingu í EES-viðbæti nr. 28 frá 15. apríl 2021, bls. 176, með breytingum samkvæmt:
  1. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2294 frá 28. ágúst 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/565 að því er varðar nánari útlistun á skilgreiningunni á innmiðlurum með tilliti til tilskipunar 2014/65/ESB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 450–451,
  2. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1011 frá 13. desember 2018 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar tiltekin skráningarskilyrði til að stuðla að notkun vaxtarmarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja með tilliti til tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 28. janúar 2021, bls. 452–454,
  3. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/527 frá 15. desember 2020 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar viðmiðunarmörk fyrir vikulegar stöðutilkynningar, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 10. mars 2022, bls. 12–13.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
  1. G-liður 2. tölul. orðast svo: Valréttarsamningar, framtíðarsamningar, skiptasamningar, framvirkir vaxtasamningar og aðrar afleiður sem byggjast á loftslagsviðmiðum, farmgjöldum eða verðbólgu eða öðrum opinberum hagtölum sem verður að gera upp í reiðufé eða má gera upp í reiðufé ef einn aðilanna kýs svo, án þess að það sé vegna vanefnda eða annarra ástæðna sem heimila uppsögn samnings, auk annarra afleiðusamninga sem byggjast á eignum, réttindum, skyldum, vísitölum eða ráðstöfunum sem ekki eru taldar upp í þessum tölulið og hafa eiginleika annarra afleiðugerninga, m.a. með tilliti til þess hvort þeir eru í viðskiptum á skipulegum markaði, skipulegu markaðstorgi eða markaðstorgi fjármálagerninga.
  2. Á eftir 3. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi, og breytist röð annarra liða samkvæmt því: Almenn viðskiptasamstæða: Samstæða sem hefur ekki að meginstarfsemi veitingu fjárfestingarþjónustu, starfsemi viðskiptabanka skv. 1. mgr. 20. gr. laga um fjármálafyrirtæki eða viðskiptavakt með hrávöruafleiður.
  3. Við 30. tölul. bætist: og sem tengjast afurðum sem koma fram í reglum sem Seðlabanki Íslands setur.
  4. Í stað „13. tölul.“ í 72. tölul. kemur: 14. tölul.


3. gr.

     4. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Seðlabanki Íslands setur reglur um efni og form umsóknar.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. Í stað hlutfallstölunnar „33%“ í 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: 30%.
  2. Í stað „15. tölul.“ í 3. mgr. kemur: 16. tölul.


5. gr.

     Á eftir orðunum „prófi í heild“ í 3. mgr. 41. gr. laganna kemur: endurmenntun.

6. gr.

     Í stað „66. tölul.“ í inngangsmálslið 5. mgr. 45. gr. laganna kemur: 67. tölul.

7. gr.

     Við 48. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Seðlabanki Íslands setur reglur um efni og snið upplýsinga sem verðbréfafyrirtæki skulu birta samkvæmt þessari grein.

8. gr.

     Á eftir orðunum „500.000 evra“ í 2. tölul. 1. mgr. 54. gr. laganna kemur: í íslenskum krónum.

9. gr.

     Í stað tilvísananna „33.–41. gr., 44.–46. gr.“ í 1. mgr. 55. gr. laganna kemur: 33. gr., 1., 4. og 6.–9. mgr. 34. gr., 35.–41. gr., 44. gr., 45. gr., 1., 6. og 7. mgr. 46. gr.

10. gr.

     Á eftir orðinu „ákvæðum“ í 5. mgr. 61. gr. laganna kemur: 23. gr.

11. gr.

     Við 6. mgr. 74. gr. laganna bætist: og skipulegt markaðstorg.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 98. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „hrávöruafleiðu“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: landbúnaðarhrávöruafleiðu og veigamikilli og mikilvægri hrávöruafleiðu.
  2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur ný málsliður, svohljóðandi: Hrávöruafleiður teljast veigamiklar og mikilvægar þegar samanlögð nettóstaða raunverulegra eigenda þeirra samsvarar stöðu sem er að lágmarki 300.000 lotur að meðaltali yfir eins árs tímabil.
  3. 2. mgr. orðast svo:
  4.      Hámörk á stöður skulu ekki eiga við um:
    1. afleiðusamninga ófjárhagslegra aðila að því gefnu að hægt sé að sýna hlutlægt fram á að þeir dragi úr áhættu sem tengist starfsemi þeirra beint,
    2. afleiðusamninga fjárhagslegra aðila sem eru hluti af almennri viðskiptasamstæðu og eru gerðir fyrir hönd ófjárhagslegs aðila sem er hluti sömu samstæðu, að því gefnu að hægt sé að sýna hlutlægt fram á að þeir dragi úr áhættu sem tengist starfsemi þeirra beint,
    3. afleiðusamninga fjárhagslegra og ófjárhagslegra mótaðila, að því gefnu að hægt sé að sýna hlutlægt fram á að þeir séu vegna skyldu til að stuðla að seljanleika í viðskiptum með hrávöruafleiður eða losunarheimildir,
    4. verðbréf sem tengjast hrávörum eða afleiður skv. g-lið 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. þar sem hrávörur eru undirliggjandi viðmið.

  5. 6. mgr. orðast svo:
  6.      Seðlabanki Íslands setur reglur um nánari framkvæmd þessarar greinar, þ.m.t. hvernig reikna skuli hámörk á stöður, undanþágur frá þeim og veigamiklar og mikilvægar hrávöruafleiður.


13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 99. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „hrávöruafleiða er“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: landbúnaðarhrávöruafleiður sem byggjast á sömu hrávöru og fela í sér sömu einkenni eða veigamiklar og mikilvægar hrávöruafleiður sem byggjast á sömu hrávöru og fela í sér sömu einkenni eru.
  2. Í stað orðsins „hrávöruafleiðuna“ í inngangsmálslið 4. mgr. kemur: landbúnaðarhrávöruafleiðuna eða sömu veigamiklu og mikilvægu hrávöruafleiðuna.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 100. gr. laganna:
  1. Við 2. tölul. bætist: einnig þegar við á, fá aðgang að upplýsingum um stöður í hrávöruafleiðum sem byggjast á sömu undirliggjandi hrávöru og hafa sömu einkenni á öðrum viðskiptavettvöngum og/eða í OTC-samningum sem hafa sömu efnahagslegu áhrif.
  2. Orðið „viðeigandi“ í 3. tölul. fellur brott.
  3. Orðin „eftir því sem við á“ í 4. tölul. falla brott.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 102. gr. laganna:
  1. Í stað „4. mgr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 5. mgr.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      1. mgr. á ekki við um verðbréf sem tengjast hrávörum og um afleiður skv. g-lið 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. þar sem hrávörur eru undirliggjandi viðmið.


16. gr.

     Á eftir orðinu „endurskoðun“ í 2. mgr. 114. gr. laganna kemur: og reikningsskil.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 145. gr. laganna:
  1. 1. mgr. fellur brott.
  2. Á undan 1. tölul. 2. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi, og breytist röð eftirfarandi liða samkvæmt því: 8. og 9. mgr. 1. gr. um undanþágur frá gildissviði.
  3. Á eftir 5. tölul. 2. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi, og breytist röð eftirfarandi liða samkvæmt því: 6. mgr. 9. gr. um pakkafyrirmæli.


II. KAFLI
Breyting á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, nr. 60/2021.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 12. nóvember 2020, bls. 68–128“ í inngangsmálslið 1. mgr. kemur: sbr. leiðréttingu í EES-viðbæti nr. 28 frá 15. apríl 2021, bls. 176.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2115 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerðum (ESB) nr. 596/2014 og (ESB) 2017/1129 að því er varðar að stuðla að notkun vaxtarmarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 24. mars 2022, bls. 82–91.
  3. Á eftir 8. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Með vísun í 8. mgr. 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 til 1. og 5. mgr. er átt við 1.–5. mgr.


III. KAFLI
Breyting á lögum um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020.

19. gr.

     Við 1. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: 2. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2115 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerðum (ESB) nr. 596/2014 og (ESB) 2017/1129 að því er varðar að stuðla að notkun vaxtarmarkaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 24. mars 2022, bls. 82–91.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Við 1. tölul. bætist: með þeim breytingum sem leiðir af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1717 frá 14. nóvember 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 að því er varðar aðsetur Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 90 frá 7. nóvember 2019, bls. 275–276, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 260/2019 frá 25. október 2019.
  2. Við 2. tölul. bætist: með þeim breytingum sem leiðir af 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 101 frá 19. desember 2019, bls. 1–61, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 247/2018 frá 5. desember 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 23. september 2021, bls. 39–40.
  3. Orðin „65. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010“ í 3. tölul. falla brott.
  4. Við 3. tölul. bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
    1. 65. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 364–436,
    2. 5. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 101 frá 19. desember 2019, bls. 1–61, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 247/2018 frá 5. desember 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 23. september 2021, bls. 39–40.


V. KAFLI
Breyting á lögum um lánshæfismatsfyrirtæki, nr. 50/2017.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölul. 2. gr. laganna:
  1. Orðin „64. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010“ falla brott.
  2. Við bætast tveir nýir stafliðir svohljóðandi:
    1. 64. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 364–436,
    2. 3. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/51/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB og 2009/138/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 1094/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 að því er varðar valdsvið Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin) og Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 101 frá 19. desember 2019, bls. 1–61, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 247/2018 frá 5. desember 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 23. september 2021, bls. 39–40.


VI. KAFLI
Breyting á lögum um yfirtökur, nr. 108/2007.

22. gr.

     5. mgr. 113. gr., 130. gr. b, 135.–138. gr. og 140. gr., ásamt fyrirsögnum, og 45. tölul. 1. mgr. 141. gr. laganna falla brott.

23. gr.

     149. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/25/EB um yfirtökutilboð.

24. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða I fellur brott.

25. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

26. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
  1. Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002:
    1. Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. a laganna:
      1. Í stað „15. tölul.“ í 1. og 2. tölul. 3. mgr. og 4. mgr. kemur: 16. tölul.
      2. Í stað „66. tölul.“ í 2. tölul. 3. mgr. og 4. mgr. kemur: 67. tölul.
    2. Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 25. gr. laganna:
      1. Í stað „66. tölul.“ í a-lið kemur: 67. tölul.
      2. Í stað „15. tölul.“ í b-lið kemur: 16. tölul.
    3. Í stað „15. tölul.“ í 4. mgr. 30. gr. laganna kemur: 16. tölul.
  2. Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999: Í stað „15. tölul.“ og „66. tölul.“ í 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: 16. tölul.; og: 67. tölul.
  3. Lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016: Í stað „15. tölul.“ í 2. málsl. 4. mgr. 58. gr. laganna kemur: 16. tölul.
  4. Lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021: Í stað „63. tölul.“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 64. tölul.


Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.