Ferill 18. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (framlög úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga).


________
1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 13. gr. b er Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimilt á grundvelli samnings að ráðstafa framlagi úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að upphæð 50 millj. kr. árlega á árunum 2022–2025 til verkefnisins Römpum upp Ísland, í þeim tilgangi að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk á landsvísu.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi._____________Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.