Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 151  —  150. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um verksmiðjubúskap.

Frá Valgerði Árnadóttur.


     1.      Hver er skilgreiningin á verksmiðjubúskap annars vegar og þauleldi hins vegar?
     2.      Hver er stefna ríkisstjórnarinnar hvað varðar þessar greinar með tilliti til dýravelferðarsjónarmiða?
     3.      Hyggst ráðherra kanna hvað veldur því að Matvælastofnun gefur ekki upp ópersónugreinanlegar upplýsingar sem eiga að vera almenningi opnar á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012, þegar frjáls félagasamtök sem láta sig dýravelferð varða leita eftir þeim?
     4.      Hver er fjöldi dýra í verksmiðjubúskap og þauleldi á Íslandi, flokkað eftir tegundum?
     5.      Hversu mörg starfsleyfi eru í gildi samkvæmt lið 6.6 í viðauka I í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998? Óskað er eftir sundurliðun eftir tegundum. Einnig er óskað eftir sundurliðun gildra starfsleyfa hvert ár sl. fimm ár.


Skriflegt svar óskast.