Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir1)

1998 nr. 7 12. mars


    1)Lögunum var breytt með l. 103/2021, I. kafla; breytingarnar taka gildi 1. jan. 2023 skv. 40. gr. s.l.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 24. mars 1998. Breytt með: L. 59/1999 (tóku gildi 30. mars 1999). L. 87/2001 (tóku gildi 15. júní 2001). L. 90/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003). L. 98/2002 (tóku gildi 31. maí 2002). L. 164/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003). L. 150/2004 (tóku gildi 30. des. 2004). L. 125/2005 (tóku gildi 30. des. 2005). L. 20/2006 (tóku ekki gildi). L. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 166/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009). L. 9/2009 (tóku gildi 13. mars 2009). L. 58/2011 (tóku gildi 7. júní 2011 nema 2. mgr. d-liðar 10. gr. sem tók gildi 1. jan. 2012; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2006/21/EB, II. viðauki tilskipun 2006/66/EB). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 131/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012). L. 157/2012 (tóku gildi 3. jan. 2013). L. 61/2013 (tóku gildi 17. apríl 2013 nema 62.–64. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2014; EES-samningurinn: II. viðauki tilskipun 98/8/EB, reglugerð 648/2004, II. og XX. viðauki reglugerð 842/2006, II. viðauki reglugerð 1907/2006, 1272/2008, XX. viðauki reglugerð 1005/2009, II. viðauki reglugerð 1107/2009, XX. viðauki tilskipun 2009/128/EB, II. viðauki reglugerð 1223/2009, tilskipun 2011/65/ESB). L. 144/2013 (tóku gildi 31. des. 2013; EES-samningurinn: III. viðauki tilskipun 2001/81/EB, 2008/50/EB, reglugerð 66/2010). L. 49/2014 (tóku gildi 29. maí 2014 nema 3. gr., 5. gr., 2. mgr. 7. gr., 3. og 5. mgr. c-liðar 8. gr., a-liður 11. gr., 12. gr., 16. gr., 21. gr. og 22. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015). L. 115/2015 (tóku gildi 16. des. 2015). L. 44/2017 (tóku gildi 17. júní 2017; EES-samningurinn: XIII. viðauki tilskipun 2009/123/EB, XX. viðauki tilskipun 2008/99/EB). L. 66/2017 (tóku gildi 1. júlí 2017 nema k-liður 7. gr. sem tók gildi 1. júlí 2018; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2010/75/ESB). L. 88/2018 (tóku gildi 29. júní 2018). L. 89/2018 (tóku gildi 29. júní 2018). L. 34/2019 (tóku gildi 1. júlí 2019 nema b-liður 4. gr. sem tók gildi 1. sept. 2019 og c-liður 4. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021; EES-samningurinn: II. viðauki tilskipun 2015/720). L. 58/2019 (tóku gildi 1. júlí 2019). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 101/2019 (tóku gildi 19. júlí 2019 nema 15. gr., b- og c-liður 17. gr. og 18., 19. og 22. gr. sem taka gildi 1. jan. 2020). L. 66/2020 (tóku gildi 1. júlí 2020). L. 90/2020 (tóku gildi 3. júlí 2021). L. 12/2021 (tóku gildi 25. mars 2021; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2009/31/EB). L. 103/2021 (taka gildi 1. jan. 2023 nema 28. gr. og b-, c- og d-liður 38. gr. sem tóku gildi 13. júlí 2021). L. 46/2022 (tóku gildi 7. júlí 2022). L. 67/2022 (tóku gildi 13. júlí 2022).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Markmið, skilgreiningar og framkvæmd.
1. gr. [Markmið.]1)
Markmið þessara laga er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. [Jafnframt er markmið laganna að koma í veg fyrir eða að draga úr losun út í andrúmsloft, vatn og jarðveg og koma í veg fyrir myndun úrgangs í því skyni að vernda umhverfið.] 1)
    1)L. 66/2017, 1. gr.
2. gr. [Gildissvið.]1)
Lögin taka til hvers konar starfsemi og framkvæmda hér á landi, í lofthelgi, efnahagslögsögu og farkostum sem ferðast undir íslenskum fána, sem hafa eða geta haft áhrif á þá þætti sem tilgreindir eru í 1. gr., að svo miklu leyti sem önnur lög taka ekki til þeirra. [Lögin ná einnig til starfsemi og framkvæmda í efnahagslögsögunni vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis.] 2)
[Lögin gilda ekki um rannsóknarstarfsemi, þróunarstarf eða prófanir á nýjum vörum og vinnsluferlum sem falla undir viðauka I [og vara skemur en þrjú ár]. 3)] 1)
[Ákvæði laga þessara um burðarpoka ná til starfsemi sem felur í sér sölu á vörum.] 4)
[Ákvæði laga þessara um plastvörur ná til starfsemi sem felur í sér:
    a. að vörur úr plasti eru settar á markað, og
    b. sölu eða aðra afhendingu á vörum úr plasti í atvinnuskyni.] 5)
    1)L. 66/2017, 2. gr. 2)L. 166/2008, 14. gr. 3)L. 58/2019, 1. gr. 4)L. 34/2019, 1. gr. 5)L. 90/2020, 1. gr.
3. gr. [Orðskýringar.]1)
[ Eftirlitsaðili er annaðhvort heilbrigðisnefnd sveitarfélaga eða Umhverfisstofnun.] 1)
Hollustuhættir og mengunarvarnir taka í lögum þessum til hollustuverndar, mengunarvarnaeftirlits, vöktunar, tengdra rannsókna og fræðslu um þessi mál.
[ Hollustuvernd tekur til eftirlits með … 2) [meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfis- eða skráningarskyldri starfsemi], 3) húsnæði, öðrum vistarverum og umhverfi þeirra og öryggisþáttum þeim tengdum. Einnig tekur hún til sóttvarna og fræðslu í þessum efnum … 2)] 4)
Mengunarvarnaeftirlit tekur til eftirlits með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, láðs eða lagar, eftirlits með eiturefnum og hættulegum efnum og fræðslu um þessi mál. Vöktun umhverfisins telst til mengunarvarnaeftirlits.
Heilbrigðiseftirlit tekur til hollustuhátta og mengunarvarna.
[ Mengun er] 3) þegar örverur, efni og efnasambönd og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar. Mengun tekur einnig til ólyktar, hávaða, titrings, geislunar og varmaflæðis og ýmissa óæskilegra eðlisfræðilegra þátta.
[ Besta aðgengilega tækni er áhrifaríkasta og þróaðasta stigið í framþróun starfsemi og tengdra rekstraraðferða sem gefur til kynna að nota megi tiltekna tækni sem hagkvæman grunn fyrir viðmiðunarmörk fyrir losun og önnur skilyrði fyrir starfsleyfi til að koma í veg fyrir eða, þar sem því verður ekki við komið, draga úr losun og áhrifum á umhverfið í heild:
    a. „tækni“: sú tækni og þær aðferðir sem eru notaðar við hönnun, smíði, viðhald, rekstur og lokun stöðvar,
    b. „aðgengileg tækni“: tækni sem hefur verið þróuð í þeim mæli að hægt sé að nota hana á hlutaðeigandi sviði iðnaðar, við skilyrði sem eru efnahagslega og tæknilega hagkvæm, að teknu tilliti til kostnaðar og ávinnings, óháð því hvort þessi tækni er notuð eða þróuð í hlutaðeigandi aðildarríki, að því tilskildu að rekstraraðilinn eigi tök á að nýta sér hana með góðu móti,
    c. „besta tækni“: sú tækni sem er árangursríkust við að ná víðtækri almennri vernd umhverfisins í heild.
BAT-niðurstöður er tilvísun til reglugerðar sem ráðherra setur, sbr. 5. gr., þar sem settar eru fram niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni, lýsing á henni, upplýsingar til að meta notkunarsvið hennar, losunargildin sem tengjast þessari bestu aðgengilegu tækni, tengd vöktun, tengd notkunargildi og, eftir því sem við á, viðeigandi ráðstafanir til úrbóta á staðnum.] 1)
Eftirlit merkir athugun á vöru, þjónustu, ferli eða starfsemi til að ákvarða samræmi þeirra við tilteknar kröfur.
Faggilding merkir aðferð sem þar til bær aðili beitir til að veita formlega viðurkenningu á því að aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni. Um faggildingu fer samkvæmt [ lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl.] 3)
Rannsóknir (prófanir) felast í greiningu sýna vegna eftirlits, eftirlitsverkefna, vöktunar og annarra þjónusturannsókna eða fyrirbyggjandi aðgerða á sviði hollustuhátta og mengunarvarna.
Vöktun merkir kerfisbundna og síendurtekna skráningu einstakra breytilegra þátta í umhverfinu.
[… 3)
3)] 5)
[ Færanleg starfsemi er starfsemi sem eðlis síns vegna er færanleg milli staða. Í starfseminni er notast við hreyfanlegan búnað til að vinna tímabundið verk á hverjum stað sem tengist ekki veitukerfum á staðnum. Um er að ræða starfsemi sem ekki er gert ráð fyrir á skipulagi eða þarf byggingarleyfi.
Umhverfismerki eru norræna umhverfismerkið Svanurinn, sem er opinbert norrænt umhverfismerki, og umhverfismerki Evrópubandalagsins (EB), Blómið, sem er opinbert umhverfismerki á Evrópska efnahagssvæðinu.] 6)
[ Stöð er staðbundin tæknieining þar sem fram fer ein eða fleiri tegundir starfsemi sem getur haft í för með sér mengun, sbr. viðauka I–IV, og öll önnur starfsemi á sama stað sem gæti haft áhrif á losun og mengun og tengist með beinum og tæknilegum hætti þeirri starfsemi sem tilgreind er í framangreindum viðaukum.] 1)
[ Burðarpoki úr plasti er poki, með eða án halda, gerður úr plasti, sem afhentur er neytanda á sölustað vara.] 7)
[ Áætlun um úrbætur er áætlun um ráðstafanir vegna frávika, leka eða umtalsverðrar hættu á leka í starfsemi, sem fylgir m.a. umsókn um starfsleyfi til [geymslu] 8) skv. VI. kafla A og Umhverfisstofnun samþykkir.
Flutningskerfi koldíoxíðs eru lagnir og mannvirki þeim tengd til flutnings á koldíoxíði til [geymslusvæðis]. 8)
Föngun koldíoxíðs er ferli þar sem koldíoxíð er fangað, venjulega úr útblæstri iðjuvera og orkuvera en einnig beint úr andrúmslofti, svo að hægt sé að flytja það til [geymslu] 8) eða endurnýtingar.
Föngunarstöð er mannvirki sem hefur þann tilgang að fanga koldíoxíð til [geymslu] 8) til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
[ Hentugar jarðmyndanir til geymslu eru jarðmyndanir sem hafa eiginleika sem stuðla að öruggri og áreiðanlegri geymslu koldíoxíðs neðan jarðar.] 8)
[ Geymsla koldíoxíðs í jörðu er niðurdæling og síðan geymsla koldíoxíðsstrauma í jarðmyndunum neðan jarðar.] 8)
[ Geymslugeymir er geymslusvæðið, þ.e. jarðmyndanir þess og allt sem getur haft áhrif á öryggi og áreiðanleika geymslu koldíoxíðs á svæðinu.] 8)
[ Geymslusvæði er skilgreint svæði innan jarðmyndana sem notað er til geymslu koldíoxíðs auk tilheyrandi búnaðar, hvort sem hann er ofan jarðar eða neðan jarðar.] 8)
[ Rekstrartímabil geymslusvæðis er tíminn frá því að starfsleyfi er gefið út og niðurdæling og geymsla koldíoxíðs hefst á geymslusvæði og þar til starfsemi lýkur.] 8)
Vatnssúla er samfelldur lóðréttur vatnsmassi frá yfirborði að botnseti.] 9)
[ Plast er efni sem samanstendur af fjölliðu, eins og hún er skilgreind í reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH), sem íblöndunarefnum eða öðrum efnum kann að hafa verið bætt við og getur nýst sem aðalbyggingarefni fullunninnar vöru, þ.m.t. plast sem getur brotnað niður með eðlisfræðilegu og lífrænu niðurbroti, en undanskildar eru náttúrulegar fjölliður sem hefur ekki verið breytt með efnafræðilegum aðferðum.
Einnota plastvara er vara sem gerð er úr plasti að öllu leyti eða að hluta til og er ekki hugsuð, hönnuð eða sett á markað til að fara á vistferli sínum í gegnum margar ferðir eða hringrásir þar sem henni er skilað aftur til framleiðanda til enduráfyllingar eða endurnotkunar í sama tilgangi og henni var ætlað upphaflega.
Plast sem er niðurbrjótanlegt með oxun er efni úr plasti sem inniheldur íblöndunarefni sem leiða til þess með oxun að plastefnið sundrast í öragnir eða úr verður efnafræðilegt niðurbrot.
Setja á markað er þegar vara er í fyrsta sinn afhent hér á landi í atvinnuskyni til dreifingar, neyslu eða notkunar, hvort sem er gegn greiðslu eða án endurgjalds.] 10)
    1)L. 66/2017, 3. gr. 2)L. 167/2007, 54. gr. 3)L. 58/2019, 2. gr. 4)L. 98/2002, 1. gr. 5)L. 87/2001, 1. gr. 6)L. 144/2013, 1. gr. 7)L. 34/2019, 2. gr. 8)L. 67/2022, 1. gr. 9)L. 12/2021, 1. gr. 10)L. 90/2020, 2. gr.
4. gr. [Hollustuvernd.]1)
[Til þess að stuðla að framkvæmd hollustuverndar [er ráðherra heimilt að setja] 2) í reglugerð 3) almenn ákvæði um:
    1. [eftirlit með atvinnurekstri [og annarri starfsemi eða athöfnum sem falla] 4) undir þessa grein, sem og útgáfu og efni starfsleyfa, [sbr. 7. gr., og skráningarskyldu, sbr. 8. gr.] 1)], 5)
    2. [umgengni og hreinlæti utan húss, þar á meðal umhirðu og frágang lausamuna, og heimildir heilbrigðisnefndar til að gera kröfu um ráðstafanir vegna framangreinds], 4)
    3. meindýravarnir og eyðingu meindýra,
    4. hreinsun hunda, … 2) katta og annarra gæludýra,
    5. þátttöku heilbrigðisnefnda í öryggismálum og sóttvörnum og framkvæmd þeirra,
    6. töku sýna og úrvinnslu þeirra,
    7. viðmiðanir fyrir eðlis-, efna- og örverufræðilega þætti,
    8. íbúðarhúsnæði,
    9. starfsmannabústaði og starfsmannabúðir,
    10. [gististaði], 2) matsöluhús og aðra veitingastaði, fjallaskála, frístundahúsasvæði, tjald- og hjólhýsasvæði,
    11. skóla og aðra kennslustaði,
    12. rakarastofur, hárgreiðslustofur, nuddstofur, húðflúrsstofur og hvers konar aðrar snyrtistofur og stofur þar sem fram fer húðgötun og húðrof,
    13. leikskóla, leikvelli, daggæslu í heimahúsum og önnur heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga, 6)
    14. heilbrigðisstofnanir, dvalarheimili og meðferðar- og vistunarstofnanir og stofnanir fyrir [fatlað fólk], 7)
    15. íþróttastöðvar, íþróttasvæði, íþróttahús, almenningssalerni, sundstaði, baðhús, gufubaðsstofur, sólbaðsstofur og almenna baðstaði, baðvatn og þess háttar, 8)
    16. fangelsi og aðrar vistarverur handtekinna manna,
    17. samkomustaði og samkomuhús, þar á meðal kirkjur og söfn,
    18. samgöngumiðstöðvar, farþegaskip, almenningsbifreiðar, farþegaflugvélar og þess háttar, 9)
    19. verslunarmiðstöðvar,
    20. [lágmarkskröfur um menntun, þ.m.t. endurmenntun, námsefni, þjálfun, námskeið og hæfnispróf, sem og kröfur til þeirra sem halda námskeið og próf], 4)
    21. dýraspítala, dýralæknastofur, dýrasnyrtistofur, dýrasýningar, dýragæslustaði, gæludýraverslanir, hestaleigur og reiðskóla,
    22. garðaúðun,
    23. önnur sambærileg atriði. 10)] 11)
    1)L. 66/2017, 4. gr. 2)L. 58/2019, 3. gr. 3)Rg. 941/2002, sbr. 674/2005, 242/2007, 747/2009, 518/2015, 578/2017, 905/2017 og 1265/2019. Rg. 331/2005. Rg. 724/2008. Rg. 520/2015. Rg. 1400/2020. 4)L. 46/2022, 1. gr. 5)L. 61/2013, 71. gr. 6)Rg. 942/2002, sbr. 492/2003, 986/2004 og 607/2005. 7)L. 115/2015, 20. gr. 8)Rg. 814/2010, sbr. 773/2012, 205/2014, 678/2014, 889/2017 og 769/2019. Rg. 460/2015, sbr. 890/2017 og 768/2019. 9)Rg. 1029/2009. 10)Rg. 289/1994, sbr. 562/1995 og 493/1998. Rg. 446/1994, sbr. 467/2000. Rg. 390/1995, sbr. 692/1998. Rg. 736/2003, sbr. 860/2003, 410/2004, 920/2004, 563/2005, 198/2006 og 236/2007. Rg. 331/2005. 11)L. 98/2002, 2. gr.
[4. gr. a.1)] 2)
    1)L. 66/2017, 5. gr. 2)L. 98/2002, 3. gr.
5. gr. [Mengunarvarnir.]1)
Til þess að stuðla að framkvæmd [mengunarvarna er ráðherra heimilt að setja] 2) í reglugerð 3) almenn ákvæði um:
    1. starfsleyfi, [sbr. 7. gr., og skráningarskyldu, sbr. 8. gr.], 1) fyrir allan atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun, þar á meðal ákvæði um staðsetningu, viðmiðunarmörk, mengunarvarnir í einstökum atvinnugreinum, vöktun, eftirlitsmælingar og rannsóknir, svo og rekstur og viðhald mengunarvarnabúnaðar; krafist skal bestu [aðgengilegrar] 1) tækni við mengunarvarnir í þeim atvinnugreinum þar sem slíkt hefur verið skilgreint og skulu ákvæði um mengunarvarnir taka mið af því,
    2. endurskoðun starfsleyfa vegna verulegra breytinga á atvinnurekstri eða vegna tækniþróunar,
    3. áhættumat fyrir atvinnurekstur þar sem hætta er á stórslysum vegna aðferða og efna sem notuð eru við starfsemina og endurskoðun áhættumats, svo og upplýsingar sem ábyrgðaraðilum atvinnurekstrar er skylt að láta í té beri slys að höndum,
    4. eftirlit, skráningu og tilkynningarskyldu,
    5. umhverfisstjórn, vöktun og eftirlitskerfi fyrirtækja, svo og viðurkenningu, úttekt og eftirlit með slíkum kerfum,
    6. [umhverfismerki á vörur og þjónustu, m.a. um umsóknir, mat á umsóknum, veitingu merkjanna og eftirlit með þeim, svo og gjaldtöku, [sbr. 35. gr.] 1)], 4)
    7. [plastvörur, m.a. um merkingar einnota plastvara, gerð og samsetningu einnota drykkjaríláta og töluleg markmið fyrir söfnun til endurvinnslu á veiðarfæraúrgangi sem inniheldur plast], 5)
    8. úttekt á hugsanlegri mengunarhættu,
    9. meðferð vatns og sjávar í atvinnurekstri þar sem m.a. skulu koma fram viðmiðunarmörk vegna losunar tiltekinna efna,
    10. [burðarpoka, þ.m.t. [um merkingu burðarpoka, útreikning á notkun þeirra og töluleg markmið um notkun burðarpoka úr plasti] 5)], 6)
    11. fráveitur og skolp þar sem m.a. skulu koma fram reglur um hreinsun skolps og viðmiðunarmörk í fráveitum og viðtaka,
    12. varnir gegn vatnsmengun þar sem m.a. skulu koma fram viðmiðunarmörk fyrir mengandi efni og/eða gæðamarkmið fyrir grunnvatn og yfirborðsvatn,
    13. [losunarbókhald fyrir tiltekin loftmengunarefni, mat á losun loftmengandi efna, losunarspá, varnir gegn loftmengun þar sem m.a. skulu koma fram viðmiðunarmörk fyrir loftgæði, mengandi efni og losun þeirra út í andrúmsloftið, áætlun um loftgæði, upplýsingaskyldu stjórnvalda gagnvart almenningi varðandi loftgæði og skyldu starfsleyfishafa til þess að veita þeim sem eftirlit hafa með ákvæðum starfsleyfis upplýsingar um losun mengandi efna og loftgæði og framsetningu upplýsinga], 4)
    14. varnir gegn jarðvegsmengun og viðmiðunarmörk fyrir jarðveg og mengandi efni,
    15. hávaða og titring þar sem fram koma viðmiðunarmörk fyrir leyfilegan hávaða og titring með hliðsjón af umhverfi,
    16. varmamengun, [þ.m.t.] 2) reglur um takmörkun hennar,
    [17. [umhverfisupplýsingar og skil á þeim til Umhverfisstofnunar, sbr. 34. gr.] 2)], 7)
    [18. færanlega starfsemi og eftirlit heilbrigðisnefnda með færanlegri starfsemi, [sbr. 62. gr.] 1)], 4)
    [19. útgáfu starfsleyfis, upplýsingar sem fram skulu koma í umsóknum um starfsleyfi og upplýsingar sem útgefandi starfsleyfis skal hafa aðgengilegar á vefsvæði sínu, sbr. 7. gr.,
    20. skráningarskyldu, kröfur sem eiga að gilda um skráningarskyldan atvinnurekstur og umfang hans, skráningu atvinnurekstrar og staðfestingu Umhverfisstofnunar, sbr. 8. gr.,
    21. starfsleyfisskilyrði, sbr. 9. gr.,
    22. viðmiðunarmörk, setningu viðmiðunarmarka og undanþágur frá viðmiðunarmörkum, sbr. 10. gr.,
    23. vöktun, sbr. 11. gr.,
    24. endurskoðun starfsleyfisskilyrða, sbr. 15. gr.,
    25. lokun svæðis, skýrslu um grunnástand og upplýsingar sem þar eiga að koma fram, sbr. 16. gr.,
    26. upplýsingagjöf þegar um er að ræða áhrif yfir landamæri, sbr. 17. gr.,
    27. að tiltekin starfsemi falli ekki undir lögin, sbr. 19. og 26. gr.,
    28. samlegðarreglur vegna aðskilinna brennsluvera, sbr. 20. gr.,
    29. viðmiðunarmörk fyrir brennsluver, bilanir brennsluvera og vöktun losunar, sbr. 21., 23., 24. og 25. gr.,
    30. útskipti hættulegra efna og efnablandna, stjórnun og vöktun losunar, viðmiðunarmörk, skýrslugjöf og umtalsverðar breytingar á stöðvum í rekstri sem nota lífræna leysa, sbr. 27.–30. gr.,
    31. stjórnun og vöktun losunar frá stöðvum sem framleiða títandíoxíð, sbr. 32. gr.,
    32. eftirlit, eftirlitsáætlanir, framkvæmd eftirlits og frávik, sbr. 54. og 55. gr.,
    33. viðmið um bestu aðgengilegu tækni, sbr. 13. gr.], 1)
    [34.] 1) önnur sambærileg atriði.
    1)L. 66/2017, 6. gr. 2)L. 58/2019, 4. gr. 3)Rg. 236/1990 (um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni), sbr. 348/1990, 664/1997, 459/1998, 460/1998, 639/1998, 77/1999, 150/1999, 548/1999, 754/1999, 613/2000, 921/2000, 380/2001, 197/2002, 579/2002, 442/2004, 995/2006 og 885/2012. Rg. 392/1995 (um mjólkurprótein til notkunar í matvæli), sbr. 472/2017. Rg. 609/1996 (um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs), sbr. 682/1999, 562/2005, 380/2014 og 1071/2019. Rg. 230/1998 (um efni sem stuðla að gróðurhúsaáhrifum), sbr. 888/2002. Rg. 252/1999 (um varnir við losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda (VOC), við geymslu á bensíni og dreifingu þess frá birgðastöðvum til bensínstöðva). Rg. 787/1999 (um loftgæði), sbr. 391/2013. Rg. 788/1999 (um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna). Rg. 796/1999 (um varnir gegn mengun vatns), sbr. 533/2001, 913/2003, 955/2011 og 981/2015. Rg. 797/1999 (um varnir gegn mengun grunnvatns). Rg. 798/1999 (um fráveitur og skólp), sbr. 450/2009. Rg. 799/1999 (um meðhöndlun seyru). Rg. 804/1999 (um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri), sbr. 592/2001 og 339/2010. Rg. 806/1999 (um spilliefni), sbr. 169/2002. Rg. 809/1999 (um olíuúrgang), sbr. 673/2011. Rg. 155/2000 (um öryggislok og áþreifanlega viðvörun), sbr. 354/2002. Rg. 196/2000 (um takmörkun á framleiðslu, innflutningi og dreifingu leikfanga og hluta sem í eru þalöt). Rg. 419/2000 (um notkun og bann við notkun tiltekinna efna við meðhöndlun á textílvörum). Augl. 940/2000 (um gildistöku EES-reglugerða um inn- og útflutning tiltekinna hættulegra efna). Rg. 536/2001 (um neysluvatn). Rg. 184/2002 (um skrá yfir spilliefni og annan úrgang), sbr. 428/2003. Rg. 275/2002 (um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera). Rg. 276/2002 (um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera). Rg. 751/2002 (um tilteknar epoxý afleiður til notkunar í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli), sbr. 924/2004. Rg. 817/2002 (um mörk fyrir fallryk úr andrúmslofti). Rg. 851/2002 (um grænt bókhald). Rg. 396/2003 (um takmörkun efna í vélknúnum ökutækjum). Rg. 737/2003 (um meðhöndlun úrgangs). Rg. 828/2003 (um hollustuhætti og mengunarvarnir á varnarsvæðum). Rg. 405/2004 (um náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn), sbr. 1097/2004. Rg. 411/2004 (um ýmis aðskotaefni í matvælum), sbr. 56/2005. Rg. 624/2004 (um fæðubótarefni), sbr. 684/2005. Rg. 697/2004 (um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum), sbr. 545/2006 og 615/2011. Rg. 728/2004 (um fljótandi eldsneyti), sbr. 1154/2005. Rg. 1101/2004 (um markaðssetningu sæfiefna), sbr. 243/2007, 150/2008, 520/2008, 1234/2008, 15/2009, 1030/2009, 109/2010, 348/2010, 830/2010, 176/2011, 454/2011, 939/2011, 364/2012 og 903/2012. Rg. 331/2005 (um kjöt og kjötvörur). Rg. 439/2005 (um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum). Rg. 508/2005 (um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum). Rg. 681/2005 (um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um merkingu matvæla og innihaldsefna matvæla með viðbættum jurtasterólum, jurtasterólestrum, jurtastanólum og/eða jurtastanólestrum). Rg. 1000/2005 (um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir), sbr. 830/2019. Rg. 1289/2007 (um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum). Rg. 1307/2007 (um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum). Rg. 303/2008 (um úrvinnslu ökutækja). Rg. 410/2008 (um arsen, kadmíum, kvikasilfur, nikkel og fjölhringa arómatísk vetniskolefni í andrúmslofti). Rg. 724/2008 (um hávaða). Rg. 990/2008 (um útstreymisbókhald). Rg. 705/2009 (um asbestúrgang). Rg. 739/2009 (um hreinsun og förgun PCB og staðgengilsefna þess). Rg. 1029/2009 (um rekstrartakmarkanir á flugvöllum vegna hávaða). Rg. 514/2010 (um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti), sbr. 715/2014. Rg. 535/2011 (um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun), sbr. 1002/2011, 295/2012, 399/2015 og 982/2015. Rg. 935/2011 (um stjórn vatnamála). Rg. 1000/2011 (um námuúrgangsstaði), sbr. 1014/2014. Rg. 1020/2011 (um rafhlöður og rafgeyma), sbr. 899/2012 og 392/2013. Rg. 344/2013 (um frjálsa þátttöku fyrirtækja og stofnana í umhverfisstjórnunarkerfi Evrópusambandsins (EMAS)), sbr. 266/2018 og 1065/2019. Rg. 970/2013 (um efni sem valda rýrnun ósonlagsins). Rg. 520/2015 (um eldishús alifugla, loðdýra og svína). Rg. 920/2016 (um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu, styrk ósons við yfirborð jarðar og um upplýsingar til almennings). Rg. 160/2017 (um umhverfismerki), sbr. 555/2018. Rg. 884/2017 (um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi). Rg. 550/2018 (um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit), sbr. 639/2018. Rg. 935/2018 (um BAT (bestu aðgengilegu tækni) o.fl. á sviði atvinnurekstrar sem haft getur í för með sér mengun), sbr. 1165/2020. Augl. C 1/2019 (um innleiðingu á viðauka II um staðlaðar matsaðferðir fyrir hávaða í tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/996 frá 19. maí 2015 um að koma á sameiginlegum matsaðferðum fyrir hávaða samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/49/EB, sbr. reglugerð nr. 830/2019). Rg. 1400/2020 (um mengaðan jarðveg). Rg. 640/2022 (um kvikasilfur). 4)L. 144/2013, 2. gr. 5)L. 90/2020, 3. gr. 6)L. 34/2019, 3. gr. 7)L. 87/2001, 2. gr.

[II. kafli. Starfsleyfi.]1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[6. gr. Starfsleyfi.
Allur atvinnurekstur, sbr. viðauka [I, II og IV], 1) skal hafa gilt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefndir gefa út, sbr. þó 8. gr. Óheimilt er að hefja atvinnurekstur hafi starfsleyfi ekki verið gefið út eða hann [skráður samkvæmt ákvæðum reglugerðar sem ráðherra setur skv. 1. mgr. 8. gr.] 2) [Allur atvinnurekstur sem sótt er um starfsleyfi fyrir skal vera í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða.] 3) Ráðherra er heimilt, ef ríkar ástæður mæla með því og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og eftir atvikum heilbrigðisnefndar, að veita tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi. Starfsleyfi skal veitt starfsemi uppfylli hún þær kröfur sem til hennar eru gerðar samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim að teknu tilliti til annarrar löggjafar.
Gefa skal út starfsleyfi til tiltekins tíma. Útgefanda starfsleyfis er heimilt að endurskoða og breyta starfsleyfi áður en gildistími þess er liðinn vegna breyttra forsendna, svo sem ef mengun af völdum atvinnurekstrar er meiri en búist var við þegar leyfið var gefið út, ef breytingar verða á rekstrinum sem varðað geta ákvæði starfsleyfis, vegna tækniþróunar eða breytinga á reglum um mengunarvarnir, eða ef breyting verður á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélags, sbr. einnig 14. og 15. gr.
Ef endurskoðun eða breyting á starfsleyfi leiðir til breytinga á starfsleyfisskilyrðum skal stofnunin auglýsa drög að slíkri breytingu að lágmarki í fjórar vikur.
[Útgefanda starfsleyfis er heimilt að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda.] 4)] 5)
    1)L. 66/2020, 1. gr. 2)L. 46/2022, 2. gr. 3)L. 88/2018, 18. gr. 4)L. 58/2019, 5. gr. 5)L. 66/2017, 7. gr.
[7. gr. Útgáfa starfsleyfis.
Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sbr. viðauka [I og II], 1) sbr. þó 8. gr., [og fyrir starfsemi sem staðsett er á hafi utan sveitarfélagamarka]. 1) Heilbrigðisnefndir gefa út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sbr. viðauka IV …, 1) sbr. þó 8. gr.
Rekstraraðilar skulu tryggja að nauðsynlegar upplýsingar um starfsemina komi fram í umsókn um starfsleyfi.
Útgefandi starfsleyfis skal vinna tillögur að starfsleyfi skv. 1. mgr. og auglýsa opinberlega hvers efnis þær eru og hvar megi nálgast þær. Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillögur útgefanda starfsleyfis innan fjögurra vikna frá auglýsingu.
Útgefandi starfsleyfis skal innan fjögurra vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir við tillögur að starfsleyfi rann út taka ákvörðun um útgáfu starfsleyfis. Skal umsækjanda um starfsleyfi og þeim sem hafa gert athugasemdir tilkynnt um afgreiðsluna. [Varði umsókn um leyfi strandsvæði samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða þar sem tillaga að strandsvæðisskipulagi hefur verið auglýst þegar umsókn er lögð fram er leyfisveitanda heimilt að fresta afgreiðslu á leyfisumsókn þar til strandsvæðisskipulag hefur tekið gildi fyrir svæðið. Frestunin skal þó ekki vera lengri en sjö mánuðir nema sérstakar ástæður mæli með því.] 2)
Útgefandi starfsleyfis skal auglýsa á vefsvæði sínu útgáfu og gildistöku starfsleyfa. Birting á vefsíðu útgefanda starfsleyfis telst vera opinber birting.
Útgefandi starfsleyfis skal hafa upplýsingar um umsóknir um starfsleyfi skv. 1. mgr., umsóknir um breytingu á starfsleyfi, starfsleyfi í endurskoðun, útgáfu starfsleyfa, ákvarðanir um þörf á endurskoðun, endurskoðuð starfsleyfi, breytt starfsleyfi, kæruheimildir, skráningar, sbr. 8. gr., og aðrar viðeigandi upplýsingar á vefsvæði sínu.] 3)
    1)L. 66/2020, 2. gr. 2)L. 88/2018, 18. gr. 3)L. 66/2017, 7. gr.
[8. gr. Skráningarskylda.
Ráðherra er heimilt að kveða á um í reglugerð 1) að atvinnurekstur, sbr. viðauka [IV], 2) sé háður skráningarskyldu í stað útgáfu starfsleyfis, sbr. 4. og 5. gr.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð 3) almennar kröfur fyrir starfsemi, sbr. viðauka [I–IV], 2) sbr. 4. og 5. gr. Hvað varðar starfsemi í viðauka I skal miða við að þessar almennu kröfur tryggi samþættar mengunarvarnir og hátt umhverfisverndarstig sem jafngildir því sem hægt er að ná með sérstökum starfsleyfisskilyrðum fyrir hverja starfsemi og að þær byggist á bestu aðgengilegu tækni.
[Rekstraraðili atvinnurekstrar, sem er skráningarskyldur skv. 1. mgr., skal skrá starfsemi sína áður en hún hefst í samræmi við ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur skv. 1. mgr. Hlutaðeigandi eftirlitsaðili skal staðfesta skráningu rekstraraðila og leiðbeina honum um hvaða reglur gilda um starfsemi hans.] 4)] 5)
    1)Rg. 830/2022. 2)L. 66/2020, 3. gr. 3)Rg. 1400/2020. 4)L. 46/2022, 3. gr. 5)L. 66/2017, 7. gr.
[9. gr. Starfsleyfisskilyrði.
Umhverfisstofnun skal tryggja að í starfsleyfi, sbr. viðauka I og II, séu öll skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja að farið verði að kröfum 12. og 38. gr., sbr. þó 8. gr. [Hafi Skipulagsstofnun sett skilyrði um mótvægisaðgerðir eða vöktun, sbr. 24. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, skal það koma fram í starfsleyfi.] 1) Starfsleyfisskilyrði skulu að lágmarki fela í sér ákvæði um:
    a. viðmiðunarmörk fyrir losun mengandi efna,
    b. viðeigandi kröfur sem tryggja vernd jarðvegs og grunnvatns og ráðstafanir varðandi vöktun og stjórnun úrgangs sem myndaður er í stöðinni,
    c. viðeigandi kröfur um vöktun losunar,
    d. upplýsingagjöf til útgefanda starfsleyfis,
    e. viðeigandi kröfur um reglulegt viðhald og eftirlit,
    f. ráðstafanir varðandi önnur skilyrði en venjuleg rekstrarskilyrði,
    g. lágmörkun víðfeðmrar mengunar eða mengunar sem fer yfir landamæri, og
    h. skilyrði fyrir mati á samræmi við viðmiðunarmörk fyrir losun.
Umhverfisstofnun skal taka mið af BAT-niðurstöðum við útfærslu starfsleyfisskilyrða.
Umhverfisstofnun er heimilt að setja strangari starfsleyfisskilyrði en BAT-niðurstöður ef kveðið er á um það í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr., og að uppfylltum skilyrðum sem þar koma fram. Umhverfisstofnun er jafnframt heimilt að setja starfsleyfisskilyrði á grundvelli bestu aðgengilegu tækni sem ekki er lýst í BAT-niðurstöðum ef kveðið er á um það í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr., og að uppfylltum skilyrðum sem þar koma fram.
Útgefandi starfsleyfis skal tilgreina í starfsleyfi, sbr. viðauka … 2) IV, rekstraraðila og staðsetningu starfsemi, tegund hennar og stærð og skilyrði, auk ákvæða um viðmiðunarmörk, orkunýtingu, meðferð úrgangs, mengunarvarnir, tilkynningarskyldu vegna óhappa eða slysa, innra eftirlit, vöktun, eftirlitsmælingar og rannsóknir, svo og rekstur og viðhald mengunarvarnabúnaðar, eftir því sem við á hverju sinni. Ákvæði um mengunarvarnir skulu taka mið af BAT-niðurstöðum þegar þær liggja fyrir. [Jafnframt skal kveða á um umgengni, hreinlæti, öryggisráðstafanir, sóttvarnir og gæðastjórnun eftir því sem við á hverju sinni.] 2)
2)] 3)
    1)L. 46/2022, 4. gr. 2)L. 66/2020, 4. gr. 3)L. 66/2017, 7. gr.
[10. gr. Viðmiðunarmörk fyrir losun.
Viðmiðunarmörk fyrir losun mengandi efna skulu gilda á losunarstað efnanna við stöðina. Þegar viðmiðunarmörk eru ákvörðuð skal ekki taka tillit til þynningar sem á sér stað áður en að losunarstað er komið.
Umhverfisstofnun skal ákvarða viðmiðunarmörk fyrir losun í starfsleyfi í samræmi við ákvæði reglugerðar, sbr. 5. gr. Þó er Umhverfisstofnun heimilt í sérstökum tilvikum að ákvarða vægari viðmiðunarmörk fyrir losun að uppfylltum skilyrðum í reglugerð, sbr. 5. gr.
Umhverfisstofnun er heimilt í starfsleyfi að veita tímabundnar undanþágur frá viðmiðunarmörkum um losun og frá a- og b-lið 38. gr. vegna prófana og notkunar á tækninýjungum fyrir tímabil sem ekki má vera lengra en níu mánuðir samfleytt, að því tilskildu að eftir tilgreint tímabil sé notkun tækninnar hætt eða starfsemin nái a.m.k. losunargildum sem tengjast bestu aðgengilegu tækni.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[11. gr. Vöktun.
Umhverfisstofnun skal byggja kröfur um vöktun eftir atvikum á BAT-niðurstöðum.
Umhverfisstofnun skal ákvarða tíðni reglubundins viðhalds og eftirlits í starfsleyfi.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[12. gr. Umhverfisgæðakröfur.
Ef kveðið er á um strangari skilyrði um umhverfisgæði í reglugerð en hægt er að uppfylla með BAT-niðurstöðum skal Umhverfisstofnun taka tillit til þess við útgáfu starfsleyfis.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[13. gr. Þróun á bestu aðgengilegu tækni.
Umhverfisstofnun skal hafa aðgengilegar á vefsvæði sínu upplýsingar um útgáfu nýrra eða uppfærðra BAT-niðurstaðna.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[14. gr. Breytingar á starfsemi.
Rekstraraðili skal upplýsa útgefanda starfsleyfis um allar fyrirhugaðar breytingar á eðli, virkni eða umfangi starfseminnar sem geta haft afleiðingar fyrir umhverfið. Útgefandi starfsleyfis skal endurskoða starfsleyfi, sbr. 6. gr., eftir því sem við á.
Ef fyrirhuguð breyting sem rekstraraðili áformar, sbr. 1. mgr., er umtalsverð skal útgefandi starfsleyfis endurskoða starfsleyfið, sbr. 6. gr.
Sérhver breyting á eðli, virkni eða umfangi starfseminnar skal teljast umtalsverð ef hún nær þeim viðmiðunargildum fyrir afkastagetu sem sett eru fram í viðauka I.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[15. gr. Endurskoðun á starfsleyfisskilyrðum.
Útgefandi starfsleyfis skal endurskoða starfsleyfi reglulega, a.m.k. á 16 ára fresti.
Rekstraraðili skal, sé þess óskað af útgefanda starfsleyfis, leggja fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að endurskoða starfsleyfisskilyrðin.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[16. gr. Lokun svæðis.
Umhverfisstofnun skal setja ákvæði í starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sbr. viðauka I og II, um lokun iðnaðarsvæðis þegar starfsemi er stöðvuð endanlega.
Þegar starfsemi felur í sér notkun, framleiðslu eða losun tiltekinna hættulegra efna skal rekstraraðili, með hliðsjón af mögulegri jarðvegs- og grunnvatnsmengun á iðnaðarsvæði starfseminnar, taka saman og leggja fyrir Umhverfisstofnun skýrslu um grunnástand svæðisins áður en starfsemin hefst eða áður en starfsleyfi starfseminnar er uppfært.
Skýrsla um grunnástand skal innihalda upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að ákvarða stöðu jarðvegs- og grunnvatnsmengunar eftir því sem kveðið er á um í reglugerð, sbr. 5. gr. Umhverfisstofnun skal senda skýrslu um grunnástand til viðkomandi sveitarstjórnar.
Við endanlega stöðvun starfseminnar skal rekstraraðili meta stöðu jarðvegs- og grunnvatnsmengunar vegna hættulegra efna sem stöðin notar, framleiðir eða losar. Ef starfsemin hefur valdið umtalsverðri mengun í jarðvegi eða grunnvatni með hættulegum efnum samanborið við stöðuna sem staðfest er í skýrslu um grunnástand skal rekstraraðili grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að taka á þeirri mengun í þeim tilgangi að koma iðnaðarsvæðinu aftur í fyrra ástand. Í þeim tilgangi er heimilt að taka tillit til þess hvort slíkar ráðstafanir eru tæknilega framkvæmanlegar.
Við endanlega stöðvun starfseminnar og þegar heilsufari manna eða umhverfi stafar umtalsverð hætta af mengun jarðvegs og grunnvatns á iðnaðarsvæðinu, sem er afleiðing af leyfðri starfsemi rekstraraðilans áður en starfsleyfið er uppfært, skal rekstraraðili grípa til nauðsynlegra ráðstafana með tilliti til ástands iðnaðarsvæðisins. Þær skulu miða að því að fjarlægja, verjast, afmarka eða draga úr hættulegum efnum þannig að af iðnaðarsvæðinu stafi ekki lengur slík hætta með tilliti til núverandi nota eða samþykktra nota í framtíðinni.
Þar sem þess er ekki krafist að rekstraraðili taki saman skýrslu um grunnástand skal rekstraraðili við endanlega stöðvun starfseminnar grípa til nauðsynlegra ráðstafana sem miða að því að fjarlægja, verjast, afmarka eða draga úr hættulegum efnum þannig að af iðnaðarsvæðinu, með tilliti til núverandi nota eða samþykktra nota í framtíðinni, stafi ekki lengur umtalsverð hætta fyrir heilsufar manna eða umhverfið vegna mengunar jarðvegs og grunnvatns sem leitt hefur af starfseminni og með tilliti til ástands iðnaðarsvæðisins.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[17. gr. Áhrif yfir landamæri.
Umhverfisstofnun skal, ef starfsemi er líkleg til að hafa umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi annars ríkis á Evrópska efnahagssvæðinu, senda upplýsingar um starfsemina til ríkisins á sama tíma og almenningi er veittur aðgangur að þeim.
Umhverfisstofnun skal tryggja að almenningur í ríki, sem líklegt má telja að verði fyrir umtalsverðum áhrifum, sbr. 1. mgr., hafi einnig aðgang að umsóknum um starfsleyfi þannig að hann öðlist rétt til að koma á framfæri athugasemdum um þær áður en Umhverfisstofnun tekur ákvörðun.
Umhverfisstofnun skal upplýsa ríki, sbr. 1. mgr., um þá ákvörðun sem tekin var varðandi umsóknina og skal framsenda því viðeigandi upplýsingar.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[18. gr. Tækninýjungar.
Stuðlað skal, eftir því sem við á, að þróun og notkun tækninýjunga, einkum að því er varðar þær tækninýjungar sem tilgreindar eru í tilvísunarskjölum um bestu aðgengilegu tækni.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.

[II. kafli A. Sérákvæði um hollustuhætti.]1)
    1)L. 46/2022, 5. gr.
[18. gr. a. Öryggi og sóttvarnir.
Þau sem vinna á stöðum þar sem börn dvelja eða í íþróttamannvirkjum skulu hafa lágmarksþekkingu og hæfni í sóttvörnum, skyndihjálp og öryggisþáttum eftir því sem nánar er tilgreint í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 4. gr.] 1)
    1)L. 46/2022, 5. gr.
[18. gr. b. Vinna við húðrof.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um sýkingavarnir og kröfur um hæfnispróf sem þau sem stunda húðrof, þ.e. húðgötun, húðflúrun eða veita meðferð með nálastungum, skulu standast, sbr. 4. gr.] 1)
    1)L. 46/2022, 5. gr.
[18. gr. c. Laugarverðir, þjálfarar og sundkennarar.
Þau sem í störfum sínum sinna laugargæslu, sundkennslu eða sundþjálfun skulu hafa lágmarksþekkingu á skyndihjálp, björgun úr laug og öðrum öryggisþáttum eftir því sem nánar er tilgreint í reglugerð sem ráðherra setur. Þau skulu jafnframt standast hæfnispróf og ber að viðhalda færni sinni og þekkingu, m.a. með námskeiðum, endurmenntun og verklegri þjálfun eftir því sem nánar er tilgreint í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 4. gr.] 1)
    1)L. 46/2022, 5. gr.
[18. gr. d. Þjálfun, námskeið og próf.
Umhverfisstofnun er heimilt að fela aðilum sem stofnunin metur hæfa á grundvelli þekkingar og reynslu að hafa umsjón með þjálfun, námskeiðum, endurmenntun og hæfnisprófum sem kveðið er á um í þessum kafla.] 1)
    1)L. 46/2022, 5. gr.

[III. kafli. Sérákvæði fyrir brennsluver.]1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[19. gr. Gildissvið.
Þessi kafli gildir um brennsluver með heildarnafnvarmaafl sem er jafnt og eða meira en 50 MW, óháð þeirri eldsneytistegund sem notuð er, sbr. reglugerð skv. 5. gr.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[20. gr. Samlegðarreglur.
Ef úrgangsloft tveggja eða fleiri brennsluvera er losað um sameiginlegan reykháf skal líta á þau sem eitt brennsluver og leggja afkastagetu þeirra saman við útreikning á heildarnafnvarmaafli.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[21. gr. Viðmiðunarmörk fyrir losun.
Stjórna skal losun úrgangslofts frá brennsluverum með reykháfum með einni eða fleiri loftrásum. Við ákvörðun um hæð slíkra reykháfa skal markmiðið vera að vernda heilsufar manna og umhverfið.
Öll starfsleyfi fyrir brennsluver skulu bundin skilyrðum sem tryggja að losun frá þeim út í andrúmsloftið fari ekki yfir viðmiðunarmörk fyrir losun sem sett eru fram í reglugerð, sbr. 5. gr.
Umhverfisstofnun getur veitt rekstraraðila brennsluvers, sem að öllu jöfnu notar eldsneyti með litlu magni af brennisteini, undanþágu í allt að sex mánuði frá kröfu um viðmiðunarmörk losunar á brennisteinsdíoxíði þegar rekstraraðilinn getur ekki uppfyllt viðmiðunarmörk vegna þess að aðföng á brennisteinslitlu eldsneyti hafa brugðist sökum alvarlegs skorts á því.
Umhverfisstofnun getur veitt undanþágu frá kröfu um viðmiðunarmörk fyrir losun þegar rekstraraðili brennsluvers sem notar aðeins loftkennt eldsneyti verður í sérstöku undantekningartilviki að grípa til notkunar annars eldsneytis vegna skyndilegs rofs á framboði á gasi og brennsluverið þyrfti af þeim sökum að vera búið hreinsibúnaði fyrir úrgangsloft. Slík undanþága skal ekki veitt í lengra tímabil en tíu daga nema brýn þörf sé á áframhaldandi orkuöflun. Rekstraraðilinn skal tafarlaust upplýsa eftirlitsaðila um hvert einstakt tilvik sem um getur í 1. málsl.
Þegar brennsluver er stækkað skulu viðmiðunarmörk fyrir losun gilda fyrir stækkaðan hluta versins sem breytingin hefur áhrif á og skal setja viðmiðunarmörkin með tilliti til heildarnafnvarmaafls alls brennsluversins. Ef um er að ræða breytingu á brennsluveri, sem getur haft afleiðingar fyrir umhverfið og hefur áhrif á hluta versins með 50 MW nafnvarmaafl eða meira, skulu viðmiðunarmörk fyrir losun gilda fyrir þann hluta versins sem hefur breyst með tilliti til heildarnafnvarmaafls alls brennsluversins.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[22. gr. Geymsla koldíoxíðs í jarðlögum.
Rekstraraðili brennsluvers, með rafmagnsaflgetu að nafngildi 300 MW eða meira, skal meta hvort eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
    a. hæfileg [geymslusvæði] 1) séu tiltæk,
    b. flutningsaðstæður séu tæknilega og efnahagslega hagkvæmar,
    c. ísetning endurbótahluta til föngunar á koldíoxíði sé tæknilega og efnahagslega hagkvæm.
Ef skilyrði skv. 1. mgr. eru uppfyllt skal Umhverfisstofnun sjá til þess að hæfilegt svæði á stöðinni sé tekið frá fyrir nauðsynlegan búnað til föngunar og þjöppunar á koldíoxíði. Umhverfisstofnun skal ákvarða hvort skilyrði hafi verið uppfyllt, á grundvelli matsins skv. 1. mgr. og annarra fyrirliggjandi upplýsinga, sérstaklega varðandi verndun umhverfisins og heilsufars manna.] 2)
    1)L. 67/2022, 2. gr. 2)L. 66/2017, 7. gr.
[23. gr. Gangtruflun eða bilun í hreinsibúnaði.
Umhverfisstofnun skal tryggja að ákvæði séu í starfsleyfum fyrir brennsluver um verklagsreglur varðandi truflun eða bilun í hreinsibúnaði.
Rekstraraðili skal tilkynna Umhverfisstofnun um gangtruflun eða bilun í hreinsibúnaði.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[24. gr. Vöktun losunar út í andrúmsloft.
Vöktun loftmengandi efna skal fara fram í samræmi við ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur, sbr. 2. mgr. Uppsetning og rekstur á sjálfvirkum vöktunarbúnaði skal vera háður eftirliti og árlegum eftirlitsprófunum. Umhverfisstofnun ákvarðar staðsetningu sýnatöku- eða mælipunkta sem nota skal fyrir vöktun losunar.
Viðmiðunarmörkum fyrir losun í andrúmsloftið er náð ef uppfyllt eru skilyrði sem sett eru fram í reglugerð, sbr. 5. gr.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[25. gr. Brennsluver sem brenna margs konar eldsneytistegundum.
Ef brennsluver brennir margs konar eldsneytistegundum og notar samtímis tvær eða fleiri eldsneytistegundir skal Umhverfisstofnun setja viðmiðunarmörk fyrir losun í samræmi við ákvæði reglugerðar, sbr. 5. gr.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.

[IV. kafli. Sérákvæði fyrir starfsemi sem notast við lífræna leysa.]1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[26. gr. Gildissvið.
Þessi kafli gildir um starfsemi sem tilgreind er í viðauka III og, eftir atvikum, nær þeim viðmiðunargildum fyrir notkun sem sett eru fram í reglugerð, sbr. 5. gr.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[27. gr. Útskipti hættulegra efna.
Efnum eða efnablöndum, sem vegna innihalds þeirra af rokgjörnum, lífrænum efnasamböndum flokkast sem krabbameinsvaldar, stökkbreytivaldar eða efni eða blöndur með eiturhrif á æxlun, skal skipta út hið fyrsta eftir því sem mögulegt er með skaðminni efnum eða efnablöndum.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[28. gr. Stjórnun og vöktun losunar.
Rekstraraðili skal tryggja að losun rokgjarnra, lífrænna efnasambanda sé í samræmi við ákvæði reglugerðar, sbr. 5. gr. Að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í reglugerð ráðherra getur [útgefandi starfsleyfis] 1) heimilað að losun fari yfir viðmiðunarmörk fyrir losun að því tilskildu að ekki sé búist við umtalsverðri áhættu fyrir heilsufar manna eða umhverfið og rekstraraðilinn sýni fram á að besta aðgengilega tækni sé notuð. Á sama hátt getur [útgefandi starfsleyfis] 1) heimilað að losun frá húðunarstarfsemi, sem ekki er möguleg við stýrðar aðstæður, uppfylli ekki kröfur í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr., ef rekstraraðilinn hefur sýnt fram á að slíkt sé hvorki tæknilega né fjárhagslega framkvæmanlegt þrátt fyrir að besta aðgengilega tækni sé notuð.
Rekstraraðili skal sjá til þess að mælingar á losun séu framkvæmdar í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr.
Viðmiðunarmörkum fyrir losun í úrgangslofti er náð ef uppfyllt eru skilyrði sem sett eru fram í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr.] 2)
    1)L. 66/2020, 5. gr. 2)L. 66/2017, 7. gr.
[29. gr. Skýrslugjöf.
Rekstraraðili skal, sé þess óskað, láta [útgefanda starfsleyfis] 1) í té nauðsynlegar upplýsingar til að sýna fram á að hann uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar, eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr.] 2)
    1)L. 66/2020, 6. gr. 2)L. 66/2017, 7. gr.
[30. gr. Umtalsverð breyting á stöðvum í rekstri.
Breyting á stöð í rekstri telst umtalsverð ef uppfyllt eru skilyrði sem ráðherra setur í reglugerð, sbr. 5. gr.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.

[V. kafli. Sérákvæði um stöðvar sem framleiða títandíoxíð.]1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[31. gr. Gildissvið.
Þessi kafli gildir um stöðvar sem framleiða títandíoxíð.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.
[32. gr. Stjórnun og vöktun losunar.
Losun frá stöðvum í vatn skal ekki fara yfir viðmiðunarmörk fyrir losun sem sett eru fram í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr.
Hindra skal losun sýrudropa frá stöðvum.
Losun frá stöðvum í andrúmsloft skal ekki fara yfir viðmiðunarmörk fyrir losun sem sett eru fram í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr.
Rekstraraðili skal tryggja vöktun losunar í vatn og í andrúmsloft eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr.] 1)
    1)L. 66/2017, 7. gr.

[VI. kafli. Sérákvæði fyrir atvinnurekstur vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis.]1)
    1)L. 66/2017, 8. gr.
[[33. gr.]1) [Rannsóknir og vinnsla kolvetnis.]1)
Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir atvinnurekstur vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis sem getur haft í för með sér mengun í hafi eða á hafsbotni innan efnahagslögsögu og landgrunnsmarka. Áður en Umhverfisstofnun tekur ákvörðun varðandi leyfisumsókn skal stofnunin afla umsagna [Hafrannsóknastofnunar], 2) Orkustofnunar og Brunamálastofnunar. Umhverfisstofnun annast eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum vegna starfsleyfisskyldrar starfsemi samkvæmt þessari grein. [Sú starfsemi sem sótt er um starfsleyfi fyrir skal vera í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða. Hafi tillaga að strandsvæðisskipulagi verið auglýst þegar umsókn er lögð fram er leyfisveitanda heimilt að fresta afgreiðslu á leyfisumsókn þar til strandsvæðisskipulag hefur tekið gildi fyrir svæðið. Frestunin skal þó ekki vera lengri en sjö mánuðir nema sérstakar ástæður mæli með því.] 3) Ráðherra setur reglugerð samkvæmt tillögum Umhverfisstofnunar um framkvæmd hollustuhátta- og mengunarvarnaeftirlits varðandi mannvirki sem reist eru vegna rannsókna eða vinnslu kolvetnis í jörðu.] 4)
    1)L. 66/2017, 8. gr. 2)L. 157/2012, 10. gr. 3)L. 88/2018, 18. gr. 4)L. 166/2008, 15. gr.

[VI. kafli A. [Geymsla koldíoxíðs í jörðu.]1)]2)
    1)L. 67/2022, 13. gr. 2)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. a. Gildissvið kaflans.
[Þessi kafli gildir um geymslu koldíoxíðs í jörðu, innan efnahagslögsögu og á landgrunni Íslands.] 1)
Geymsla koldíoxíðs í vatnssúlu ofan jarðlaga er óheimil.
Ákvæði þessa kafla taka ekki til verkefna í rannsóknar-, þróunar- eða prófunarskyni ef um er að ræða verkefni sem snúa að … 1) geymslu á minna en 100 kílótonnum af koldíoxíði.] 2)
    1)L. 67/2022, 3. gr. 2)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. b. Reglugerðarheimild.
Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um framkvæmd ákvæða þessa kafla, þ.m.t. um:
    1. Starfsleyfi til [geymslu], 1) þ.m.t. um mögulega könnun á fýsileika [geymslugeymis], 2) form og efni umsóknar og leyfis, fjárhagslega tryggingu, breytingar á útgefnum leyfum, kröfur vegna aðilaskipta, niðurfellingu leyfis þegar starfsemi er hætt eða forsendur leyfis bresta og málsmeðferð við veitingu leyfis.
    2. Eftirlit með [geymslugeymi] 2) og rekstri [geymslusvæðis]. 3)
    3. Endurskoðun, uppfærslu og niðurfellingu starfsleyfa til [geymslu]. 1)
    4. Form og efni vöktunarskýrslna, umfang vöktunar og búnað til vöktunar og [geymslu]. 1)
    5. Aðgang þriðja aðila að flutningskerfi koldíoxíðs og [geymslusvæði]. 3)
    6. Lokun [geymslusvæða], 3) afturköllun starfsleyfis og flutning ábyrgðar.] 4)
    1)L. 67/2022, 4. gr. 2)L. 67/2022, 5. gr. 3)L. 67/2022, 2. gr. 4)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. c. [Könnun og starfsleyfi til geymslu.]1)
[Geymslusvæði] 2) skal ekki starfrækt án starfsleyfis til [geymslu] 3) og aðeins einn rekstraraðili skal starfa á hverju [geymslusvæði]. 2)
Rekstraraðili skal sækja um starfsleyfi til [geymslu] 3) hjá Umhverfisstofnun. Umsókninni skulu m.a. fylgja [heildarmagn koldíoxíðs sem verður dælt niður og geymt], 1) könnun eða mat á hugsanlegum [geymslugeymi] 4) til [geymslu] 3) koldíoxíðs, fyrirhuguð vöktunaráætlun, fyrirhuguð áætlun um úrbætur, upplýsingar vegna mats á umhverfisáhrifum og fjárhagsleg trygging.
Umsækjandi starfsleyfis til [geymslu] 3) hefur í þeim tilvikum þegar könnun þarf að fara fram einkarétt til könnunar á umræddum [geymslugeymi], 4) auk forgangsréttar til [geymslu] 3) á sama svæði að uppfylltum nánari skilyrðum.
Ósamrýmanleg not [geymslugeymis] 4) eru óheimil á meðan könnun stendur yfir og á gildistíma starfsleyfis til [geymslu]. 3)
Umhverfisstofnun skal setja skilyrði í starfsleyfi um aðgang þriðja aðila að [geymslusvæði]. 2)
Umhverfisstofnun ber að senda Eftirlitsstofnun EFTA drög að starfsleyfi til [geymslu] 3) áður en leyfi er veitt.] 5)
    1)L. 67/2022, 6. gr. 2)L. 67/2022, 2. gr. 3)L. 67/2022, 4. gr. 4)L. 67/2022, 5. gr. 5)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. d. [Samsetning koldíoxíðsstraums til geymslu.]1)
[Koldíoxíðsstraumur til niðurdælingar og geymslu skal ekki innihalda úrgang. Koldíoxíðsstraumur getur þó innihaldið tilfallandi tengd efni úr uppsprettunni, fönguninni eða niðurdælingarferlinu og snefilefni sem bætt er í hann til að auðvelda vöktun.] 1)
1)
Rekstraraðili skal sjá til þess að innihald koldíoxíðsstraums sé efnagreint og að fram fari áhættumat sem staðfesti að mengunarstig koldíoxíðsstraums sé í samræmi við kröfur 1. mgr.
Styrkur viðbættra efna skal ekki vera svo hár að hann:
    a. hafi skaðleg áhrif á áreiðanleika [geymslusvæðis] 2) eða tengdra innviða,
    b. stofni umhverfinu eða heilbrigði fólks í hættu.] 3)
    1)L. 67/2022, 7. gr. 2)L. 67/2022, 2. gr. 3)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. e. Vöktun og skýrslugjöf.
Vöktun rekstraraðila skal byggjast á vöktunaráætlun sem samþykkt hefur verið af Umhverfisstofnun.
Rekstraraðili skal vakta [geymslugeymi], 1) [geymslusvæði] 2) og niðurdælingarbúnað, auk nærliggjandi svæðis ef við á, á rekstrartímabili.
Rekstraraðili skal skila vöktunarskýrslu til Umhverfisstofnunar einu sinni á ári.] 3)
    1)L. 67/2022, 5. gr. 2)L. 67/2022, 2. gr. 3)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. f. Ábyrgð vegna leka eða umtalsverðrar hættu á leka og afturköllun starfsleyfis.
Komi fram leki eða umtalsverð hætta á leka á [geymslusvæði] 1) er Umhverfisstofnun heimilt að nýta fjárhagslega tryggingu, sem lögð hefur verið fram af rekstraraðila, til að bæta úr því ástandi, sbr. 1. mgr. 33. gr. j.
Ef Umhverfisstofnun er tilkynnt um leka eða umtalsverða hættu á leka getur stofnunin, ef nauðsyn krefur, afturkallað starfsleyfi til [geymslu]. 2)
Um ábyrgð á tjóni á umhverfi og loftslagi af völdum föngunar, flutnings og [geymslu koldíoxíðs] 3) fer samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð og lögum um loftslagsmál.] 4)
    1)L. 67/2022, 2. gr. 2)L. 67/2022, 4. gr. 3)L. 67/2022, 8. gr. 4)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. g. Flutningur ábyrgðar.
Ábyrgð á [geymslusvæði] 1) færist yfir til Umhverfisstofnunar þegar [geymslusvæði] 1) hefur verið lokað, sbr. 16. gr., að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    1. Öll tiltæk gögn benda til þess að koldíoxíð sé fullkomlega og varanlega aflokað … 2) allt að 20 árum eftir að [geymslusvæði] 1) var lokað eða fyrr ef unnt er að sýna fram á að koldíoxíð sé fullkomlega og varanlega aflokað eða steinrunnið.
    2. Fjárhagslegar skyldur skv. 33. gr. j eru uppfylltar.
    3. [Geymslusvæði] 1) hefur verið lokað og öll mannvirki tengd niðurdælingu [og geymslu] 2) fjarlægð eða frá þeim gengið.
Rekstraraðili ber ábyrgð á viðhaldi, vöktun, skýrslugjöf og ráðstöfunum til úrbóta á grundvelli áætlunar þar að lútandi sem Umhverfisstofnun hefur samþykkt þar til ábyrgð flyst til Umhverfisstofnunar.] 3)
    1)L. 67/2022, 2. gr. 2)L. 67/2022, 9. gr. 3)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. h. [Aðgangur þriðja aðila að flutningskerfi og geymslusvæði.
Mögulegir notendur skulu hafa aðgang að flutningskerfi koldíoxíðs og/eða geymslusvæði rekstraraðila, í þeim tilgangi að flytja þangað og dæla þar niður koldíoxíði til geymslu. Rekstraraðila er heimilt að innheimta fyrir það gjald.
Rekstraraðila er heimilt að synja um aðgang að flutningskerfi og/eða geymslusvæði, að teknu tilliti til eftirfarandi viðmiða:
    a. geymslugetu sem eðlilegt er að sé tiltæk á geymslusvæði,
    b. markmiðs íslenskra stjórnvalda samkvæmt alþjóðalögum um kolefnisföngun og geymslu koldíoxíðs,
    c. nauðsynjar þess að synja um aðgang í tilvikum þegar tækniforskriftir eru ósamrýmanlegar og erfitt er að bæta úr,
    d. fjölda þeirra aðila sem óska eftir aðgangi.
Rekstraraðila er einkum heimilt að synja um aðgang vegna skorts á rými ef tækniforskriftir eru ósamrýmanlegar og í þeim tilvikum þegar tenging er ekki til staðar og erfitt er að bæta úr. Synji rekstraraðili um aðgang að flutningskerfi og/eða geymslusvæði skal sú ákvörðun rökstudd.] 1)] 2)
    1)L. 67/2022, 10. gr. 2)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. i. [Lausn deilumála vegna aðgangs að flutningskerfi og geymslusvæði.]1)
Komi upp ágreiningur um aðgang að flutningskerfi og [geymslusvæði] 1) milli rekstraraðila og mögulegra notenda sker Umhverfisstofnun úr. … 1)
Rekstraraðila ber að veita allar viðeigandi upplýsingar sem geta stuðlað að lausn ágreinings. Umhverfisstofnun skal taka ákvörðun svo fljótt sem auðið er.
Ef ágreiningur nær yfir landamæri ber að vinna að úrlausn hans eftir þeim reglum er gilda í því landi sem hefur lögsögu yfir flutningskerfi koldíoxíðs og [geymslusvæði] 1) sem synjað hefur verið um aðgang að.] 2)
    1)L. 67/2022, 11. gr. 2)L. 12/2021, 3. gr.
[33. gr. j. Fjárhagslegar skyldur.
Rekstraraðili skal, þegar hann sækir um starfsleyfi til [geymslu], 1) sýna fram á að hann sé með tryggingu fyrir allri starfsemi á [geymslusvæði]. 2)
Rekstraraðili skal, áður en ábyrgð á [geymslusvæði] 2) flyst til Umhverfisstofnunar, greiða fyrirsjáanlegan kostnað við vöktun þar til koldíoxíð er fullkomlega og varanlega aflokað … 3)] 4)
    1)L. 67/2022, 4. gr. 2)L. 67/2022, 2. gr. 3)L. 67/2022, 12. gr. 4)L. 12/2021, 3. gr.

[VII. kafli. [Umhverfisupplýsingar.]1)]2)
    1)L. 58/2019, 7. gr. 2)L. 66/2017, 9. gr.
[34. gr. [Umhverfisupplýsingar.
[Rekstraraðili atvinnurekstrar, sbr. viðauka I–IV, sem hefur í för með sér losun mengandi efna skal eftir því sem við á árlega skila rafrænt til Umhverfisstofnunar upplýsingum um losun mengandi efna frá hverri starfsstöð og öðrum upplýsingum sem stofnunin telur þörf á til að sinna lögbundnu hlutverki sínu eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr.] 1) Rekstraraðili ber ábyrgð á þeim upplýsingum sem hann skilar til Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun skal hafa á vefsvæði sínu upplýsingar um Evrópuskrá yfir losun og flutning mengunarefna, sbr. reglugerð um útstreymisbókhald.] 2)] 3)
    1)L. 46/2022, 6. gr. 2)L. 58/2019, 6. gr. 3)L. 66/2017, 9. gr.

[VIII. kafli. Umhverfismerki.]1)
    1)L. 66/2017, 10. gr.
[[35. gr.]1) [Umhverfismerki.]1)
Umhverfismerki má veita vörutegund eða þjónustu sem uppfyllir viðmiðunarreglur fyrir viðkomandi vöruflokka eða þjónustu eins og nánar er mælt fyrir um í reglugerð sem ráðherra setur. Viðmiðunarreglur um veitingu umhverfismerkja byggjast á því að viðkomandi vara eða þjónusta valdi almennt minna umhverfisálagi en önnur sambærileg vara eða þjónusta á markaði.
Þeim sem veitt hefur verið leyfi til að auðkenna vörur með umhverfismerki er heimilt að nota það í auglýsingar- og kynningarskyni. Öll notkun umhverfismerkja eða auglýsing vöru eða þjónustu sem gefur til kynna að umhverfismerki hafi verið veitt án þess að formleg viðurkenning þess efnis liggi fyrir er óheimil.
Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með framkvæmd löggjafar um umhverfismerki. Stofnunin sér um daglegan rekstur og alla umsýslu vegna norræna umhverfismerkisins Svansins og evrópska umhverfismerkisins Blómsins, svo sem meðferð umsókna og veitingu leyfa, og hefur jafnframt eftirlit með því að notkun umhverfismerkja sé í samræmi við lög og reglugerðir og samningsskilmála hverju sinni. Umhverfisstofnun birtir viðmiðunarreglur umhverfismerkja á heimasíðu sinni. Viðmiðunarreglur Svansins er heimilt að birta á ensku eða norrænu máli öðru en finnsku. Umhverfisstofnun veitir leiðbeiningar og beitir sér fyrir kynningu á umhverfismerkjum sem og vörum og þjónustu sem veitt hefur verið umhverfismerki. Þá getur Umhverfisstofnun, gegn sérstöku gjaldi, veitt þeim fyrirtækjum ráðgjöf sem hyggjast auka innkaup á umhverfismerktum vörum. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um umhverfismerki á vörur og þjónustu, m.a. um umsóknir, mat á umsóknum, veitingu merkjanna og eftirlit með þeim, svo og gjaldtöku, sbr. 4. og 5. mgr.
Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta þjónustugjald fyrir meðferð umsókna um umhverfismerki, mat á umsóknum og eftirlit, sem og sérstakar leiðbeiningar til fyrirtækja um innkaup á umhverfisvottuðum vörum eða þjónustu, í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra setur. Gjaldtakan skal taka mið af raunkostnaði við umsýslu umsóknar, eftirlit og leiðbeiningar til fyrirtækja.
Í gjaldskrá skv. 4. mgr. er heimilt að kveða á um innheimtu árgjalds sem tengist veltu vöru- eða þjónustutegundar sem fengið hefur leyfi til að nota umhverfismerkið Svaninn. Við ákvörðun slíks gjalds skal tekið mið af gjaldskrá umhverfismerkisins Svansins annars staðar á Norðurlöndum. Við ákvörðun gjalds skal tilgreina hámarks- og lágmarksgjald samkvæmt reglum um evrópska umhverfismerkið Blómið sem teknar hafa verið upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sem sé þó aldrei hærra en sá meðalkostnaður sem Umhverfisstofnun ber af vörum og þjónustu sem hlotið hafa umhverfismerki.] 2)
    1)L. 66/2017, 10. gr. 2)L. 144/2013, 3. gr.

[IX. kafli. Loftgæði.]1)
    1)L. 66/2017, 11. gr.
[[36. gr.]1) [Loftgæði.]1)
Ábyrgðaraðilar starfsleyfisskylds atvinnurekstrar, [sbr. viðauka I–IV, sem] 1) hefur í för með sér losun mengandi efna í andrúmsloft skulu gera viðeigandi ráðstafanir, þ.m.t. með umhverfisstjórnun og hreinsibúnaði, til að draga úr slíkri losun eftir því sem nánar er mælt fyrir um í reglugerð.
Ráðherra skal í reglugerð 2) skilgreina og setja markmið um loftgæði, uppsetningu, staðsetningu og rekstur mælistöðva, og um skyldu atvinnurekstrar, [sbr. viðauka I–IV], 1) og annarra skv. 4. mgr. til að veita upplýsingar um loftgæði og losun mengandi efna út í andrúmsloftið.
Í því skyni að vinna gegn loftmengun og skaða af hennar völdum og til að hafa eftirlit með framvindu og bættum loftgæðum skulu Umhverfisstofnun, sbr. [51. gr.], 1) og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, sbr. [47. gr.], 1) afla upplýsinga, meta loftgæði, setja upp og reka mælistöðvar eftir því sem þörf er á, og tryggja að upplýsingar um loftgæði séu aðgengilegar almenningi, samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Heilbrigðisnefndum ber þó einungis að setja upp og reka mælistöðvar vegna hugsanlegs álags vegna umferðar eða starfsemi telji heilbrigðisnefnd eða sveitarfélag það nauðsynlegt.
Umhverfisstofnun heldur bókhald yfir losun tiltekinna efna sem menga andrúmsloftið, setur fram losunarspá og rekur loftgæðastjórnunarkerfi samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga skulu hafa aðgang að loftgæðastjórnunarkerfinu. Umhverfisstofnun er heimilt að krefja stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri um þau gögn og þær upplýsingar sem þau búa yfir varðandi starfsemi sína, rekstur og innflutning á vörum og stofnunin þarfnast vegna losunarbókhalds samkvæmt þessari grein. Umhverfisstofnun skal haga gagnasöfnun sinni á þann hátt að fyrirhöfn upplýsingagjafa við að láta í té gögn sé hófleg. Hún skal leitast við að afla gagna úr stjórnsýsluskrám og öðrum opinberum skrám og gagnasöfnum þegar því verður við komið. Skylt er að veita Umhverfisstofnun upplýsingarnar sem stofnunin þarfnast vegna losunarbókhalds á því formi sem hún óskar eftir eða um semst og innan þeirra tímamarka sem reglugerð sett skv. 13. tölul. 5. gr. kveður á um án þess að gjald komi fyrir. Umhverfisstofnun skal upplýsa í hvaða tilgangi gagna er aflað.
Umhverfisstofnun flokkar og metur svæði og þéttbýlisstaði með tilliti til loftgæða samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.
Ráðherra gefur út til tólf ára í senn almenna áætlun um loftgæði sem gildir fyrir landið allt. Umhverfisstofnun vinnur tillögu að áætluninni í samvinnu við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga og leggur fyrir ráðherra, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri aðila eftir því sem við á. Áætlunin skal taka mið af lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa það að markmiði að tryggja loftgæði. Í áætluninni skulu m.a. koma fram mælanleg markmið, upplýsingar um loftgæði í landinu og tímaáætlun, aðgerðir og stefnumörkun til að bæta loftgæði. Umhverfisstofnun skal auglýsa drög að aðgerðaáætluninni í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Almenningi skal tryggður aðgangur að áætluninni, m.a. á vefsetri Umhverfisstofnunar. Áætlunina skal endurskoða á fjögurra ára fresti.
Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga skulu einar sér eða með samvinnu sín á milli gefa út áætlun um loftgæði á sínu svæði þar sem m.a. koma fram tímaáætlun, aðgerðir og stefnumörkun til að bæta loftgæði. Þá skulu heilbrigðisnefndir vinna viðbragðsáætlanir sem taka til skammtímaaðgerða varðandi loftgæði á þeirra svæði. Heilbrigðisnefndir skulu gefa út tilkynningar til almennings um loftgæði á þeirra svæði eftir því sem við á. Ef hætta er á að styrkur mengunarefna í andrúmslofti á tilteknu svæði eða tilteknum þéttbýlisstað fari yfir umhverfismörk samkvæmt ákvæðum í reglugerð skal hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd gera aðgerðaáætlun með það að markmiði að draga úr hættu sem af því ástandi stafar eða stytta tímabilið sem ástandið varir. Í aðgerðaáætluninni skal koma fram til hvaða skammtímaráðstafana verði gripið til að draga úr þeirri áhættu eða stytta þann tíma sem farið er yfir umhverfismörk. Heimilt er að gera slíka aðgerðaáætlun til skamms tíma ef áhættan á við um ein eða fleiri umhverfismörk eða markgildi sem tiltekin eru nánar í reglugerð 2) sem ráðherra setur skv. 5. gr. Heilbrigðisnefnd skal eftir því sem tök eru á hafa samráð við Umhverfisstofnun, aðrar heilbrigðisnefndir, viðkomandi sveitarfélag og forsvarsmenn hlutaðeigandi atvinnustarfsemi.
Umhverfisstofnun skal tryggja að almenningur og hlutaðeigandi hagsmunasamtök fái upplýsingar um gæði andrúmslofts, ákvarðanir um frestun og undanþágur og áætlanir um loftgæði, sbr. nánari ákvæði í reglugerð 2) sem ráðherra setur. Upplýsingarnar skulu vera aðgengilegar á vefsetri Umhverfisstofnunar og vera í samræmi við lög nr. 44/2011, um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Ráðherra setur í reglugerð 2) nánari ákvæði um hvaða upplýsingar beri að veita og framsetningu þeirra.] 3)
    1)L. 66/2017, 11. gr. 2)Rg. 920/2016. 3)L. 144/2013, 3. gr.

[X. kafli. Losun gróðurhúsalofttegunda.]1)
    1)L. 66/2017, 12. gr.
[37. gr. Losun gróðurhúsalofttegunda.
Þegar um er að ræða losun gróðurhúsalofttegundar frá starfsemi sem tilgreind er í lögum um loftslagsmál skal starfsleyfi fyrir viðkomandi starfsemi ekki fela í sér viðmiðunarmörk fyrir losun að því er varðar beina losun á þeirri lofttegund, nema það sé nauðsynlegt til að tryggja að engin veruleg staðbundin mengun eigi sér stað.
Við starfsemi sem tilgreind er í lögum um loftslagsmál er það undir Umhverfisstofnun komið hvort hún gerir kröfur um orkunýtni brennslueininga eða annarra eininga sem losa koldíoxíð á staðnum.
Ef nauðsyn krefur skal Umhverfisstofnun gera breytingar á starfsleyfi eftir því sem við á, sbr. 1. og 2. mgr. sem og 14. gr.
Framangreindar málsgreinar eiga ekki við um starfsemi sem tímabundið fellur ekki undir kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, sbr. lög um loftslagsmál.] 1)
    1)L. 66/2017, 12. gr.

[X. kafli A. [Burðarpokar og plastvörur.]1)]2)
    1)L. 90/2020, 6. gr. 2)L. 34/2019, 4. gr.
[37. gr. a. Markmið um notkun burðarpoka úr plasti.
Stefnt skal að því að ná tilteknum tölulegum markmiðum um notkun burðarpoka úr plasti.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um töluleg markmið varðandi notkun burðarpoka úr plasti, sbr. 5. gr. Við setningu tölulegra markmiða skal m.a. höfð hliðsjón af kröfum í löggjöf Evrópusambandsins, stefnu um meðhöndlun úrgangs og svæðisáætlunum sveitarfélaga.] 1)
    1)L. 34/2019, 4. gr.
[37. gr. b. Afhending burðarpoka.
Óheimilt er að afhenda burðarpoka án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun.] 1)
    1)L. 34/2019, 4. gr.
[37. gr. c. Bann við afhendingu burðarpoka úr plasti.
Óheimilt er að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er gegn endurgjaldi eða ekki, á sölustöðum vara.] 1)
    1)L. 34/2019, 4. gr.
[37. gr. d. Merkingar.
Aðilar sem afhenda burðarpoka við sölu á vöru skulu tryggja að burðarpokar séu merktir í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 5. gr.
[Einnota plastvörur sem settar eru á markað og nánar er kveðið á um í reglugerð, sbr. 5. gr., skulu vera áberandi, auðlæsilega og óafmáanlega merktar til upplýsingar fyrir neytendur. Á tóbaksvörum skal merking koma til viðbótar áskilinni merkingu samkvæmt lögum um tóbaksvarnir.] 1)] 2)
    1)L. 90/2020, 4. gr. 2)L. 34/2019, 4. gr.
[37. gr. e. Bann við að setja tilteknar plastvörur á markað.
Óheimilt er að setja á markað hverja þá vöru úr plasti sem er niðurbrjótanlegt með oxun. Þá er óheimilt að setja á markað eftirfarandi einnota plastvörur:
    a. baðmullarpinna, nema þeir falli undir lög um lækningatæki,
    b. hnífapör (gaffla, hnífa, skeiðar og matprjóna),
    c. diska,
    d. sogrör, nema þau falli undir lög um lækningatæki,
    e. hræripinna fyrir drykkjarvörur,
    f. stangir sem ætlaðar eru til að festa við blöðrur og sem halda þeim uppi, nema blöðrur séu til notkunar í iðnaði eða annarri atvinnustarfsemi og ekki ætlaðar til dreifingar til neytenda, þ.m.t. búnað á slíkar stangir,
    g. matarílát úr frauðplasti, með eða án loks, sem ætluð eru undir matvæli til neyslu á staðnum, annaðhvort á sölustað eða annars staðar, sem er alla jafna neytt beint úr ílátinu og eru tilbúin til neyslu án frekari tilreiðslu, svo sem eldunar, suðu eða hitunar, þ.m.t. matarílát sem eru notuð undir skyndibita eða aðra máltíð sem er tilbúin til neyslu á staðnum,
    h. drykkjarílát úr frauðplasti, þ.m.t. tappa þeirra og lok, og
    i. bolla og glös fyrir drykkjarvörur úr frauðplasti, þ.m.t. lok þeirra.] 1)
    1)L. 90/2020, 5. gr.
[37. gr. f. Afhending tiltekinna einnota plastvara.
Óheimilt er að afhenda eftirfarandi einnota plastvörur án endurgjalds á sölustöðum:
    a. bolla og glös fyrir drykkjarvörur, þ.m.t. lok þeirra, og
    b. matarílát, með eða án loks, sem ætluð eru undir matvæli til neyslu, annaðhvort á sölustað eða annars staðar, sem er alla jafna neytt beint úr ílátinu og eru tilbúin til neyslu án frekari tilreiðslu, svo sem eldunar, suðu eða hitunar, en að undanskildum umbúðum sem ætlaðar eru til að vefja utan um matvæli.
Gjald skal vera sýnilegt á kassakvittun.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um frekari ráðstafanir til að draga úr notkun einnota plastvara, sbr. 1. mgr., svo sem um töluleg markmið til að draga úr notkun þeirra og frekari skyldur í tengslum við sölu eða afhendingu einnota plastvara, t.d. ráðstafanir til að styðja við notkun fjölnota valkosta í stað einnota plastvara.] 1)
    1)L. 90/2020, 5. gr.
[37. gr. g. Gerð og samsetning einnota drykkjaríláta.
Einnota plastflöskur fyrir drykkjarvörur sem settar eru á markað skulu að lágmarkshluta gerðar úr endurunnu plasti eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð, sbr. 5. gr.] 1)
    1)L. 90/2020, 5. gr.

[XI. kafli. Skyldur rekstraraðila.]1)
    1)L. 66/2017, 13. gr.
[38. gr. Meginreglur um grundvallarskyldur rekstraraðila.
Rekstraraðilar atvinnurekstrar, sbr. viðauka I–II, skulu tryggja að starfsemi þeirra sé rekin í samræmi við eftirfarandi meginreglur:
    a. að gerðar séu allar viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun,
    b. að notuð sé besta aðgengilega tækni,
    c. að starfsemin leiði ekki til umtalsverðrar mengunar,
    d. að komið sé í veg fyrir myndun úrgangs í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs,
    e. að úrgangur sem verður til sé útbúinn fyrir endurnotkun, endurunninn, endurheimtur eða, þar sem það er tæknilega eða fjárhagslega ómögulegt, honum fargað um leið og forðast er eða dregið úr öllum áhrifum á umhverfið,
    f. að orka sé vel nýtt,
    g. að nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir slys eða takmarka afleiðingar þeirra slysa sem geta orðið,
    h. að nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar þegar starfsemi er stöðvuð endanlega til að komast hjá allri hættu á mengun og koma staðnum, þar sem starfsemin fer fram, aftur í viðunandi horf eins og skilgreint er í 16. gr.] 1)
    1)L. 66/2017, 13. gr.
[39. gr. Óhöpp og slys.
Við óhöpp eða slys sem hafa umtalsverð áhrif á umhverfið skal hlutaðeigandi rekstraraðili, sbr. viðauka I–IV, í samræmi við ákvæði laga um umhverfisábyrgð:
    a. upplýsa Umhverfisstofnun tafarlaust um óhappið eða slysið, og
    b. grípa tafarlaust til ráðstafana til að takmarka afleiðingarnar fyrir umhverfið og til að fyrirbyggja frekari möguleg óhöpp eða slys.
Umhverfisstofnun skal krefjast þess að rekstraraðilinn grípi til viðeigandi viðbótarráðstafana sem stofnunin telur nauðsynlegar til að takmarka afleiðingar fyrir umhverfið og til að fyrirbyggja frekari möguleg óhöpp eða slys.] 1)
    1)L. 66/2017, 13. gr.
[40. gr. Skyldur rekstraraðila.
Rekstraraðilar, sbr. viðauka [I–IV], 1) skulu tryggja að starfsemi þeirra sé í samræmi við ákvæði laga þessara, reglugerða settra samkvæmt þeim, starfsleyfisskilyrði og almennar kröfur, sbr. 8. gr.
Ef frávik verða skal rekstraraðili upplýsa eftirlitsaðila tafarlaust um það og grípa tafarlaust til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að öllum kröfum vegna starfseminnar sé framfylgt eins fljótt og auðið er.] 2)
    1)L. 66/2020, 7. gr. 2)L. 66/2017, 13. gr.
[41. gr.]1) [Undanþága ráðherra.]1)
Þegar sérstaklega stendur á getur ráðherra, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar eða [Umhverfisstofnunar], 2) veitt undanþágu frá einstökum greinum reglugerða sem settar eru skv. 4. og 5. gr.
Ráðherra setur almenn ákvæði í reglugerð um valdsvið, skyldur og starfstilhögun heilbrigðisnefnda og heilbrigðisfulltrúa, þar með talið um þátttöku í eftirlits-, rannsóknar- og vöktunarverkefnum.
    1)L. 66/2017, 14. gr. 2)L. 164/2002, 14. gr.
[[41. gr. a.]1)2)] 3)
    1)L. 66/2017, 15. gr. 2)L. 58/2019, 8. gr. 3)L. 87/2001, 4. gr.
[42. gr.]1) [Álit heilbrigðisnefnda.]1)
Sveitarstjórnir, byggingarnefndir og önnur yfirvöld sveitarfélaganna, sem og ríkisstofnanir, skulu leita álits heilbrigðisnefndar um hvers konar ráðstafanir vegna framkvæmda sem lög þessi taka til.
    1)L. 66/2017, 16. gr.

[XII. kafli.]1) Stjórn, skipan og starfsmenn.
    1)L. 66/2017, 25. gr.
[43. gr.]1) [Stjórn mála.]1)
[Ráðherra] 2) fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum. Á varnarsvæðum fer [hlutaðeigandi ráðherra] 2) með lögsögu samkvæmt lögum nr. 106/1954 og skal hann semja við þar til bæra aðila samkvæmt mati [Umhverfisstofnunar] 3) um framkvæmd eftirlits á varnarsvæðum. [Hlutaðeigandi ráðherra] 2) skal hafa samráð við [ráðherra] 2) um alla framkvæmd eftirlits á varnarsvæðum og gilda lög þessi eftir því sem við á.
Landlæknir er ráðgjafi ráðherra um það er að lögum þessum lýtur og undir embætti hans fellur.
Við setningu reglugerða samkvæmt lögum þessum skal haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga um atriði er varða skyldur sveitarfélaga.
    1)L. 66/2017, 17. gr. 2)L. 126/2011, 258. gr. 3)L. 164/2002, 14. gr.
[44. gr.]1) [Heilbrigðiseftirlit.]1)
Ekkert sveitarfélag skal vera án heilbrigðiseftirlits og greiða sveitarfélögin kostnað við eftirlitið að svo miklu leyti sem lög mæla ekki fyrir á annan veg.
    1)L. 66/2017, 18. gr.
[45. gr.]1) [Eftirlitssvæði.]1)
[Landið skiptist í eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd, kosin eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar, starfa á hverju svæði. Í hverri nefnd skulu eiga sæti sex menn, fimm kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum, þar af skal einn vera formaður, og einn tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlitssvæðinu. Atkvæði formanns ræður úrslitum ef atkvæði falla jafnt í nefndinni. Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa í nefndina til viðbótar en hann hefur ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Sömu reglur gilda um varamenn.] 2)
Eftirlitssvæði skv. 1. mgr. eru:
    1. Reykjavíkursvæði.
Starfssvæði: Reykjavíkurborg.
    2. Vesturlandssvæði.
Starfssvæði: Vesturlandskjördæmi.
    3. Vestfjarðasvæði.
Starfssvæði: Vestfjarðakjördæmi.
    4. Norðurlandssvæði vestra.
Starfssvæði: Norðurlandskjördæmi vestra.
    5. Norðurlandssvæði eystra.
Starfssvæði: Norðurlandskjördæmi eystra.
    6. Austurlandssvæði.
Starfssvæði: Austurlandskjördæmi.
    7. Suðurlandssvæði.
Starfssvæði: Suðurlandskjördæmi.
    8. Suðurnesjasvæði.
Starfssvæði: Reykjanesbær, Grindavíkurkaupstaður, Sandgerðisbær, Gerðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur.
    9. Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði.
Starfssvæði: Hafnarfjarðarkaupstaður, Bessastaðahreppur, Garðabær og Kópavogsbær.
    10. Kjósarsvæði.
Starfssvæði: Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.
[Ráðherra] 3) getur í reglugerð, 4) að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og að fenginni umsögn [Umhverfisstofnunar], 5) kveðið á um sameiningu eftirlitssvæða.
Heimilt er heilbrigðisnefndum að gera samkomulag um annað fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits á milli eftirlitssvæða. Í slíkum tilvikum hafa heilbrigðisfulltrúar sama rétt til afskipta þar og á eigin svæði.
    1)L. 66/2017, 19. gr. 2)L. 59/1999, 1. gr. 3)L. 126/2011, 258. gr. 4)Rg. 1110/2021. 5)L. 164/2002, 14. gr.
[46. gr.]1) [Fjárhagsáætlanir og gjaldskrár.]1)
Heilbrigðisnefndir skulu fyrir 1. nóvember ár hvert gera fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár þar á eftir, innan fjárhagsramma sem sveitarfélög setja, og senda hana til viðkomandi sveitarfélaga til umfjöllunar og afgreiðslu. Sveitarfélög bera ábyrgð á fjármálum og rekstri heilbrigðiseftirlits á viðkomandi svæði. Þau hafa umsjón með fjármálum þess, skiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga og álagningu eftirlitsgjalda. Við kostnaðarskiptingu skal miða við að allar tekjur af eftirlitsskyldri starfsemi á svæðinu renni í sameiginlegan sjóð til greiðslu rekstrarkostnaðar heilbrigðiseftirlits á svæðinu. Sá kostnaður sem eftirlitsgjöld standa ekki undir greiðist af sveitarfélögunum í samræmi við íbúafjölda næstliðins árs.
Náist ekki samkomulag milli sveitarfélaga innan eftirlitssvæðis um hvaða sveitarfélag annist fjárreiður fyrir heilbrigðiseftirlitið skal [ráðherra] 2) úrskurða hvert þeirra skuli annast fjárreiðurnar að fenginni umsögn hlutaðeigandi sveitarfélaga.
[Heilbrigðisnefndir skulu fyrir 1. ágúst ár hvert birta á vefsvæði sínu skýrslu um starfsemi sína, þar sem fram komi yfirlit um helstu verkefni og áherslur undangengins árs, ásamt ársreikningi.
Heilbrigðisnefndum er heimilt að setja gjaldskrá og innheimta gjald fyrir:
    1. Útgáfu starfsleyfa og vottorða, sem og endurskoðun eða breytingar á starfsleyfum, sbr. 6. gr.
    2. Skráningu rekstraraðila, sbr. 8. gr.
    3. Eftirlit, þ.m.t. sýnatöku, sbr. 47. gr.
    4. Eftirfylgni eftirlits og beitingu þvingunarúrræða, sbr. XVII. kafla.] 3)
[… 3) Upphæð [gjalds skv. 4. mgr.] 3) skal byggð á rekstraráætlun þar sem þau atriði eru rökstudd sem ákvörðun gjalds við viðkomandi eftirlit byggist á og má gjaldið ekki vera hærra en sá kostnaður. Hvert eftirlitssvæði skal hafa sameiginlega gjaldskrá og skal hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd láta birta hana í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld má innheimta með fjárnámi. Gjöld skulu tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga þegar leyfi eða þjónusta er tengd notkun fasteignar. Heimilt er [hlutaðeigandi ráðherra] 2) að setja gjaldskrá og innheimta gjald á varnarsvæðum. [Ráðherra] 2) skal gefa út leiðbeinandi reglur 4) um uppbyggingu gjaldskráa … 3)] 5)
    1)L. 66/2017, 20. gr. 2)L. 126/2011, 258. gr. 3)L. 58/2019, 9. gr. 4) Augl. 254/1999. 5)L. 59/1999, 2. gr.
[47. gr.]1) [Hlutverk heilbrigðisnefnda.]1)
Heilbrigðisnefnd ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast um framkvæmd á. Nefndin skal vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæði sínu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum.
    1)L. 66/2017, 21. gr.
[48. gr.]1) [Verkaskipting.]1)
Heilbrigðisnefnd skiptir með sér verkum og ræður meiri hluti atkvæða afgreiðslu máls. Telst afgreiðsla fullnægjandi séu þrír atkvæðisbærra nefndarmanna viðstaddir. Um vanhæfi nefndarmanna til afgreiðslu mála gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga.
[Heilbrigðisnefnd getur falið framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits eða tilteknum heilbrigðisfulltrúum afgreiðslu einstakra mála í tilteknum málaflokkum sem undir heilbrigðisnefnd heyra og henni er ætlað að sinna samkvæmt lögum og reglugerðum. Heimilt er að kveða á um slíkt framsal heilbrigðisnefndar eftir atvikum í samstarfssamningi, í samþykktum um heilbrigðiseftirlit á hverju eftirlitssvæði eða í sérstakri samþykkt sem heilbrigðisnefnd samþykkir og birt er í B-deild Stjórnartíðinda.] 2)
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits eða heilbrigðisfulltrúi í umboði hans skal sitja fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétti. Hann getur krafist þess að fundir verði haldnir og að tekin verði þar fyrir tiltekin mál.
Fulltrúar [Umhverfisstofnunar] 3) eiga rétt til setu á fundum heilbrigðisnefnda með tillögurétti og málfrelsi.
[Yfirlæknir heilsugæslu á viðkomandi eftirlitssvæði, tilnefndur af landlækni], 4) skal vera ráðgjafi og heilbrigðisnefndum til aðstoðar um heilbrigðisþjónustu. [Yfirlæknir heilsugæslu] 4) á seturétt á fundum heilbrigðisnefndar með málfrelsi og tillögurétti. [Yfirlæknir heilsugæslu] 4) getur krafist þess að haldinn verði fundur í heilbrigðisnefnd.
    1)L. 66/2017, 22. gr. 2)L. 58/2019, 10. gr. 3)L. 164/2002, 14. gr. 4)L. 98/2002, 5. gr.
[49. gr.]1) [Heilbrigðisfulltrúar.]1)
Heilbrigðisnefndir á hverju eftirlitssvæði ráða heilbrigðisfulltrúa til að annast eftirlit sveitarfélaganna með þeim viðfangsefnum sem undir lögin falla. Starfi einungis einn heilbrigðisfulltrúi á eftirlitssvæði skal hann jafnframt vera framkvæmdastjóri eftirlitsins. Ef heilbrigðisfulltrúarnir eru tveir eða fleiri skal einn úr hópi þeirra jafnframt ráðinn framkvæmdastjóri eftirlitsins. [Starfi að minnsta kosti fimm heilbrigðisfulltrúar á viðkomandi eftirlitssvæði í fullu starfi er heimilt að víkja frá því skilyrði að framkvæmdastjóri hafi réttindi sem heilbrigðisfulltrúi, enda sé hann í fullu starfi sem framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits og hafi, auk háskólaprófs, staðgóða þekkingu á heilbrigðiseftirliti.] 2) Sveitarstjórnir setja þeim starfslýsingar að fengnum tillögum heilbrigðisnefndar og ákveða í samráði við heilbrigðisnefnd aðsetur þeirra. Eingöngu má ráða í starf heilbrigðisfulltrúa þá sem fengið hafa leyfi [ráðherra] 3) til starfans. Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefndar.
[Ráðherra] 3) setur reglugerð 4) um menntun, réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa.
    1)L. 66/2017, 23. gr. 2)L. 87/2001, 5. gr. 3)L. 126/2011, 258. gr. 4)Rg. 571/2002.
[50. gr.]1) [Þagnarskylda og upplýsingar.]1)
[Þeir sem starfa samkvæmt lögum þessum af hálfu stjórnvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.] 2)
Upplýsingar og tilkynningar heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Sama gildir um aðra sem starfa samkvæmt lögum þessum.
    1)L. 66/2017, 24. gr. 2)L. 71/2019, 5. gr.

[XIII. kafli.]1) [Umhverfisstofnun.]2)
    1)L. 66/2017, 29. gr. 2)L. 164/2002, 14. gr.
[51. gr.]1) [Eftirlit.]1)
[Umhverfisstofnun annast eftirlit með framkvæmd laga þessara og er stjórnvöldum til ráðuneytis um málefni er undir lögin falla.] 2)
Stofnunin hefur yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti og skal sjá um vöktun og að rannsóknir þessu tengdar séu framkvæmdar. Í yfirumsjón felst samræming heilbrigðiseftirlits þannig að framkvæmdin sé með sama hætti á landinu öllu.
[Til framfylgdar ákvæðum laga þessara um plastvörur skal Umhverfisstofnun m.a.:
    1. hafa samræmt eftirlit með markaðssetningu, afhendingu, merkingum og gerð og samsetningu plastvara, sbr. 37. gr. d – 37. gr. g, á landinu öllu, og
    2. útbúa ár hvert áætlun um eftirlit með plastvörum, sbr. 1. tölul., sem gildir fyrir landið allt þar sem gætt er sérstaklega að hagkvæmni í eftirliti og komið í veg fyrir tvíverknað og skörun eftir því sem frekast er unnt.] 3)
Stofnunin fer því aðeins með beint eftirlit að lög mæli svo fyrir eða ráðherra ákveði það með reglugerð að höfðu samráði við stofnunina þegar um landið allt er að ræða og við heilbrigðisnefndir þegar um einstök svæði er að ræða. Öll starfsemi stofnunarinnar, sem er í samkeppnisrekstri, skal vera fjárhagslega aðgreind frá annarri starfsemi hennar. Undir þetta fellur m.a. sala á þjónustu, ráðgjöf, rannsóknum og prófunum og hvers konar eftirlitsstarfsemi sem þar kann að vera stunduð.
Stofnunin skal sjá um gerð fræðsluefnis og upplýsa og fræða þá er starfa að heilbrigðiseftirliti.
    1)L. 66/2017, 26. gr. 2)L. 164/2002, 15. gr. 3)L. 90/2020, 7. gr.
[52. gr.]1) [Samræming heilbrigðiseftirlits.]1)
[Umhverfisstofnun] 2) skal vinna að samræmingu heilbrigðiseftirlits í landinu og koma á samvinnu þeirra er að málum þessum starfa og skal í slíkum tilvikum sérstaklega gæta að hagkvæmni í eftirliti og fyrirbyggja tvíverknað og skörun eftir því sem frekast er unnt. Stofnunin skal hafa nána samvinnu við heilbrigðisnefndir og heilbrigðisfulltrúa og veita þá ráðgjöf og þjónustu varðandi heilbrigðiseftirlit sem hún getur og aðstæður krefjast. Þá skal stofnunin vinna að samræmingu krafna sem gerðar eru til starfsemi á sviði heilbrigðiseftirlits og að því að slíkum kröfum sé framfylgt. Til þess að stuðla sem best að þessu markmiði gefur stofnunin út leiðbeiningar og viðmiðunarreglur um framkvæmdina [sem heilbrigðisnefndum ber að fylgja]. 3)
    1)L. 66/2017, 27. gr. 2)L. 164/2002, 14. gr. 3)L. 98/2002, 6. gr.
[53. gr.]1) [Gjaldskrá Umhverfisstofnunar.]1)
[Umhverfisstofnun er heimilt að taka gjald fyrir:
    1. [Námskeið, útgáfu] 2) starfsleyfa og vottorða, sem og endurskoðun eða breytingar á starfsleyfum, sbr. 6. gr.
    [2. Skráningu rekstraraðila, sbr. 8. gr.] 2)
    [3.] 2) Eftirlit, þ.m.t. sýnatöku, sbr. 51. gr.
    [4.] 2) Eftirfylgni eftirlits og beitingu þvingunarúrræða, sbr. XVII. kafla.
    [5.] 2) Álagningu stjórnvaldssekta, sbr. 67. gr.] 3)
Ráðherra setur, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar], 4) gjaldskrá fyrir veitta þjónustu og verkefni sem stofnuninni er falið að annast eða stofnunin tekur að sér … 3). Upphæð gjalds skal taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna og skal byggð á rekstraráætlun þar sem þau atriði eru rökstudd sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður. Gjaldskrá skal birt í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld má innheimta með fjárnámi.
    1)L. 66/2017, 28. gr. 2)L. 46/2022, 7. gr. 3)L. 58/2019, 11. gr. 4)L. 164/2002, 14. gr.

[XIV. kafli. [Eftirlit með atvinnurekstri og athöfnum.]1)]2)
    1)L. 46/2022, 10. gr. 2)L. 66/2017, 30. gr.
[54. gr. [Eftirlit með starfsleyfis- og skráningarskyldum atvinnurekstri.]1)
Eftirlit skal vera með atvinnurekstri, sbr. viðauka [I–IV], 2) sem tekur til athugunar á öllum þáttum umhverfisáhrifa viðkomandi starfsemi sem máli skipta sem og hollustuhátta.
Rekstraraðili skal aðstoða eftirlitsaðila eins og nauðsyn krefur til að gera eftirlitsaðilanum kleift að framkvæma hvers kyns eftirlit með starfseminni, taka sýni og afla allra upplýsinga sem eru þeim nauðsynlegar við framkvæmd eftirlitsins.
Umhverfisstofnun skal gera eftirlitsáætlun sem taki til atvinnurekstrar, sbr. viðauka [I–IV], 2) og skal áætlunin endurskoðuð reglulega og uppfærð eftir því sem við á.
Á grundvelli eftirlitsáætlana gerir eftirlitsaðili reglulega áætlanir um reglubundið eftirlit með atvinnurekstri samkvæmt viðaukum [I–IV], 2) þ.m.t. um tíðni vettvangsheimsókna fyrir mismunandi starfsemi. Tímabilið milli tveggja vettvangsheimsókna skal byggjast á kerfisbundnu mati á umhverfisáhættu viðkomandi starfsemi og skal, fyrir starfsemi samkvæmt viðaukum I og II, ekki vera lengra en eitt ár fyrir starfsemi sem veldur mestri áhættu en þrjú ár fyrir starfsemi sem veldur minnstri áhættu.
Eftir hverja vettvangsheimsókn skal eftirlitsaðili taka saman skýrslu með lýsingu á því sem fram kom og skiptir máli varðandi það hvort starfsemin sé í samræmi við starfsleyfisskilyrðin og niðurstöðum um hvort frekari aðgerðir eru nauðsynlegar. Skýrslan skal gerð aðgengileg á vefsvæði eftirlitsaðila eftir að rekstraraðili hefur fengið tækifæri til að koma að athugasemdum og brugðist hefur verið við þeim. Athugasemdirnar skulu eftir atvikum birtar með skýrslunni.] 3)
    1)L. 46/2022, 8. gr. 2)L. 66/2020, 7. gr. 3)L. 66/2017, 30. gr.
[54. gr. a. Eftirlit með annarri starfsemi og athöfnum.
Eftirlitsaðili getur haft eftirlit með starfsemi og athöfnum sem eru hvorki starfsleyfis- né skráningarskyldar í því skyni að kanna hvort starfsemin eða athafnirnar séu í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli 4. og 5. gr., sbr. hlutverk eftirlitsaðila skv. 47. og 51. gr. Ákvæði 2.–5. mgr. 54. gr. gilda um eftirlit með slíkri starfsemi og athöfnum eftir því sem við á og um frávik fer samkvæmt ákvæðum 55. gr. og um þvingunarúrræði skv. XVII. kafla.] 1)
    1)L. 46/2022, 9. gr.
[55. gr. Frávik.
Eftirlitsaðili skal hafa eftirlit með atvinnurekstri, sbr. viðauka [I–IV], 1) til að tryggja að farið sé að skilyrðum fyrir viðkomandi starfsemi.
Ef frávik verða skal eftirlitsaðili krefja rekstraraðila um að gera hverjar þær viðeigandi viðbótarráðstafanir sem eftirlitsaðilinn telur nauðsynlegar til að koma reglufylgni á aftur. [Heilbrigðisnefnd skal upplýsa Umhverfisstofnun um frávik þar sem til álita kemur að beita stjórnvaldssektum, sbr. 67. gr.] 2)] 3)
    1)L. 66/2020, 7. gr. 2)L. 58/2019, 12. gr. 3)L. 66/2017, 30. gr.

[XV. kafli.]1) Faggilding og innra eftirlit.
    1)L. 66/2017, 34. gr.
[56. gr.]1) [Faggilding.]1)
Ráðherra getur, að höfðu samráði við [Umhverfisstofnun], 2) ákveðið með reglugerð að stofnunin skuli hljóta faggildingu vegna rannsóknar á vegum stofnunarinnar. Ráðherra er jafnframt heimilt að ákveða með reglugerð, að höfðu samráði við [Umhverfisstofnun], 2) að starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga skuli hljóta faggildingu vegna rannsóknar og eftirlits og þá hvernig að henni skuli staðið. Um faggildingu fer samkvæmt [ lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl.] 3)
    1)L. 66/2017, 31. gr. 2)L. 164/2002, 14. gr. 3)L. 58/2019, 13. gr.
[57. gr.]1) [Innra eftirlit.]1)
[Ráðherra ákveður í reglugerð kröfur um gæðastjórnun og innra eftirlit í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyld samkvæmt lögum þessum. Heimilt er ráðherra að kveða þar á um að innra eftirlit skuli að hluta eða í heild sæta úttekt faggilts aðila. Þar skal einnig m.a. kveðið á um umfang opinbers eftirlits og ákvörðun eftirlitsgjalda sem taka mið af innra eftirliti þeirra fyrirtækja sem eftirlitið beinist að.] 2)
    1)L. 66/2017, 32. gr. 2)L. 125/2005, 1. gr.
[58. gr.]1) [Framsal eftirlits.]1)
Heilbrigðisnefndum og [Umhverfisstofnun] 2) er heimilt að fela tiltekna þætti heilbrigðiseftirlitsins faggiltum skoðunaraðilum. Skal í slíkum tilvikum gerður sérstakur samningur við hinn faggilta skoðunaraðila, sbr. 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997. Heimild til að knýja á um framkvæmd ráðstöfunar og annað sem greint er frá í [XVII. kafla] 1) er þó eingöngu í höndum heilbrigðisnefndar eða [Umhverfisstofnunar] 2) eftir því sem við á.
3)
    1)L. 66/2017, 33. gr. 2)L. 164/2002, 14. gr. 3)L. 101/2019, 28. gr.

[XVI. kafli.]1) Samþykktir sveitarfélaganna.
    1)L. 66/2017, 34. gr.
[59. gr.]1) [Samþykktir.]1)
[Sveitarfélög geta sett sér eigin samþykktir um atriði sem ekki er fjallað um í reglugerðum eða gert um einstök atriði ítarlegri kröfur en fram koma í þeim, enda falli þau undir lögin. Heimilt er auk annars að setja í slíkar samþykktir ákvæði um:
    1. bann eða takmörkun gæludýrahalds og húsdýrahalds,
    2. meðferð úrgangs og skolps,
    3. gjaldtöku fyrir leyfi, leigu eða veitta þjónustu,
    4. ábyrgðartryggingar.
Heilbrigðisnefnd semur drög að samþykktum og breytingum á þeim og leggur fyrir viðkomandi sveitarstjórn sem afgreiðir þau í formi samþykktar til ráðherra. Sé um að ræða nýmæli í samþykktum sveitarfélaga skal ráðherra leita umsagnar [Umhverfisstofnunar] 2) áður en hann staðfestir samþykktina.
Synji ráðherra staðfestingar endursendir hann samþykktina til sveitarstjórnar með leiðbeiningum um hvað þurfi til að til staðfestingar komi.
Samþykktir samkvæmt þessari grein skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda á kostnað hlutaðeigandi sveitarfélaga.
Heimilt er sveitarfélögum að setja gjaldskrá um innheimtu gjalda skv. 1. mgr. … 3). Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu eða framkvæmd eftirlits með einstökum þáttum. Gjöld skulu tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga þegar leyfi, leiga eða þjónusta er tengd notkun fasteignar. Sveitarfélag skal láta birta gjaldskrá í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld má innheimta með fjárnámi.] 4)
    1)L. 66/2017, 35. gr. 2)L. 164/2002, 14. gr. 3)L. 58/2019, 14. gr. 4)L. 59/1999, 3. gr.

[XVII. kafli.]1) Valdsvið og þvingunarúrræði.
    1)L. 66/2017, 34. gr.
[60. gr.]1) [Áminning.
Til að knýja á um framkvæmd ráðstöfunar samkvæmt lögum þessum, reglugerðum, [starfsleyfum] 2) eða samþykktum sveitarfélaga er Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefnd heimilt að veita viðkomandi aðila áminningu. Jafnframt skal veita hæfilegan frest til úrbóta ef þeirra er þörf.] 3)
    1)L. 66/2017, 36. gr. 2)L. 46/2022, 11. gr. 3)L. 58/2019, 15. gr.
[61. gr.]1) [Dagsektir og verk á kostnað aðila.]1)
Þegar aðili sinnir ekki fyrirmælum innan tiltekins frests getur heilbrigðisnefnd [eða Umhverfisstofnun] 2) ákveðið honum dagsektir þar til úr er bætt. [Dagsektir geta numið allt að 500.000 kr. á dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal m.a. höfð hliðsjón af alvarleika brotsins, hvað það hefur staðið lengi og hvort um ítrekað brot er að ræða.] 2) Jafnframt er heilbrigðisnefnd [eða Umhverfisstofnun] 2) heimilt að láta vinna verk á kostnað hins vinnuskylda ef fyrirmæli um framkvæmd eru vanrækt og skal kostnaður þá greiddur til bráðabirgða af viðkomandi heilbrigðiseftirliti en innheimtast síðar hjá hlutaðeigandi. … 2)
Þegar verk það sem heilbrigðisnefnd [eða Umhverfisstofnun] 2) lætur vinna er komið til vegna vanhirðu og óþrifa eða heilsuspillandi aðstæðna í húsi, á lóð eða í farartæki er kostnaður tryggður með lögveðsrétti í viðkomandi húsi, lóð eða farartæki tvö ár eftir að greiðslu er krafist.
[Ákvarðanir Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda um dagsektir og kostnað eru aðfararhæfar. Gjalddagi sektar samkvæmt þessari grein er fyrsti dagur annars mánaðar eftir dagsetningu ákvörðunar Umhverfisstofnunar eða heilbrigðisnefndar. Greiða skal dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar sé hún ógreidd fimmtán dögum eftir gjalddaga. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Óinnheimtar dagsektir, sem lagðar eru á fram að efndadegi, falla ekki niður eftir gjalddaga þótt aðili efni viðkomandi kröfu nema Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefnd ákveði það sérstaklega. Sektir sem Umhverfisstofnun leggur á samkvæmt þessari grein að frádregnum kostnaði við innheimtu renna í ríkissjóð og sektir sem heilbrigðisnefndir leggja á að frádregnum kostnaði við innheimtu renna til rekstraraðila heilbrigðiseftirlits.] 2)
    1)L. 66/2017, 37. gr. 2)L. 58/2019, 16. gr.
[62. gr.]1) [Heimildir eftirlitsaðila.]1)
Heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku, að öllum þeim stöðum sem lög þessi, reglugerðir og samþykktir ná yfir og er heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf. Sama gildir um starfsmenn [Umhverfisstofnunar] 2) þegar um er að ræða starfsemi sem stofnunin hefur eftirlit með.
Fulltrúum [Umhverfisstofnunar] 2) er heimilt í samráði við heilbrigðisnefndir að taka sýni þar sem starfsemi fer fram og lög þessi, reglugerðir settar samkvæmt þeim og samþykktir sveitarfélaga ná til. … 3)
Eftirlitsskyldum aðilum er skylt að veita allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna eftirlits með framkvæmd laganna og ber þeim endurgjaldslaust að afhenda sýni sem talin eru nauðsynleg vegna eftirlits.
[Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga er heimilt að beita úrræðum þessa kafla þegar um er að ræða færanlega starfsemi sem er stunduð á svæði nefndarinnar og er með starfsleyfi gefið út á öðru heilbrigðiseftirlitssvæði [eða starfsemin er skráð hjá Umhverfisstofnun, sbr. 8. gr.] 3)] 1)
    1)L. 66/2017, 38. gr. 2)L. 164/2002, 14. gr. 3)L. 58/2019, 17. gr.
[63. gr.]1) [Stöðvun til bráðabirgða.]1)
[Telji Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefnd svo alvarlega hættu stafa af tiltekinni starfrækslu eða notkun að aðgerð þoli enga bið er þeim heimilt til bráðabirgða að stöðva starfsemi eða notkun þegar í stað, með aðstoð lögreglu ef þurfa þykir. Einnig er Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefnd heimilt að stöðva starfsemi eða takmarka hana til bráðabirgða sé um alvarlegt tilvik eða ítrekað brot að ræða eða ef aðilar sinna ekki úrbótum innan tiltekins frests.] 2)
[Umhverfisstofnun] 3) skal sjá um samhæfingu aðgerða þegar upp koma bráð eða alvarleg mengunarslys … 4) eða önnur vá svipaðs eðlis. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga skal þegar í stað tilkynna [Umhverfisstofnun] 3) um slík mál og skal stofnunin að höfðu samráði við viðkomandi heilbrigðisnefnd taka ákvörðun um nauðsynlegar ráðstafanir.
    1)L. 66/2017, 39. gr. 2)L. 58/2019, 18. gr. 3)L. 164/2002, 14. gr. 4)L. 167/2007, 55. gr.
[63. gr. a. Stöðvun markaðssetningar vöru.
Umhverfisstofnun er heimilt að stöðva markaðssetningu plastvöru sem uppfyllir ekki skilyrði laga þessara eða reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Í þessu felst m.a. að Umhverfisstofnun getur tekið úr sölu eða dreifingu eða innkallað tilteknar plastvörur varanlega og lagt hald á slíkar vörur. Enn fremur er stofnuninni heimilt að krefjast þess að birgir fargi viðkomandi plastvöru með öruggum hætti, afturkalli vöruna eða geymi þar til bætt hefur verið úr ágöllum.] 1)
    1)L. 90/2020, 8. gr.
[64. gr.]1) [Málsmeðferð.]1)
Við meðferð mála samkvæmt þessum kafla skal fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga.
    1)L. 66/2017, 40. gr.

[XVIII. kafli.]1) Málsmeðferð og úrskurðir.
    1)L. 66/2017, 34. gr.
[65. gr.]1) [Kærur.]1)
[Stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga þessara, reglugerða settra samkvæmt þeim eða heilbrigðissamþykkta sveitarfélaga sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.] 2) Þetta gildir þó ekki í þeim tilvikum þegar [ráðherra] 3) fer með úrskurðarvald samkvæmt lögunum, sbr. ákvæði [66. gr.] 1)4)
[Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.] 4)
    1)L. 66/2017, 41. gr. 2)L. 89/2018, 1. gr. 3)L. 126/2011, 258. gr. 4)L. 131/2011, 17. gr.
[66. gr.]1) [Kæruheimild til ráðherra.]1)
Rísi ágreiningur milli heilbrigðisnefndar og sveitarstjórna um framkvæmd laga þessara skal vísa málinu til fullnaðarúrskurðar ráðherra. Sama gildir um ágreining milli [Umhverfisstofnunar] 2) og heilbrigðisnefnda um framkvæmd laganna.
3)
Ráðherra skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en fjórum vikum eftir að honum berst mál í hendur. Sé mál viðamikið og fyrirsjáanlegt að afgreiðsla taki lengri tíma skal tilkynna hlutaðeigandi það og tiltaka afgreiðslufrest sem aldrei skal þó vera lengri en átta vikur.
    1)L. 66/2017, 42. gr. 2)L. 164/2002, 14. gr. 3)L. 131/2011, 18. gr.

[XIX. kafli.]1) Viðurlög.
    1)L. 66/2017, 34. gr.
[67. gr. Stjórnvaldssektir.
Umhverfisstofnun getur lagt stjórnvaldssektir á einstakling eða lögaðila sem brýtur gegn ákvæðum um:
    1. að óheimilt sé að hefja atvinnurekstur hafi starfsleyfi ekki verið gefið út eða hann ekki verið skráður hjá Umhverfisstofnun, sbr. 1. mgr. 6. gr.,
    2. viðmiðunarmörk fyrir losun mengandi efna, sbr. 1. mgr. 10. gr.,
    3. upplýsingaskyldu rekstraraðila varðandi breytingar á rekstri, sbr. 1. mgr. 14. gr.,
    4. losun rokgjarnra, lífrænna efnasambanda, sbr. 1. mgr. 28. gr.,
    5. upplýsingaskyldu rekstraraðila varðandi frávik, sbr. 2. mgr. 40. gr.,
    [6. könnun og starfsleyfi til [geymslu], 1) sbr. 33. gr. c], 2)
    [7. plastvörur, sbr. 2. mgr. 37. gr. d, 37. gr. e, 1. og 2. mgr. 37. gr. f og 37. gr. g], 3)
    [8. mengunarvarnir, hvíld svæðis, skýrsluskil eða mælingar sem og ef starfað er umfram leyfileg mörk útgefins starfsleyfis rekstraraðila]. 4)
Ráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum laga þessara og reglugerðum settum samkvæmt þeim innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr.
Hafi fjárhæð sekta ekki verið ákveðin í reglugerð skal við ákvörðun sekta m.a. taka tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Jafnframt skal líta til þess hvort ætla megi að brotið hafi verið framið í þágu hagsmuna fyrirtækisins. Umhverfisstofnun er heimilt að ákveða hærri sektir hafi aðili hagnast á broti. Skal upphæð stjórnvaldssektar þá ákveðin sem allt að tvöfalt margfeldi af hagnaði aðila innan þess ramma sem er ákveðinn í 4. mgr.
Sektir sem eru lagðar á einstaklinga geta numið frá 10.000 kr. til 10.000.000 kr. Sektir sem eru lagðar á lögaðila geta numið frá 25.000 kr. til 25.000.000 kr.
Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá gjalddaga. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stjórnvaldssekt er aðfararhæf og renna sektir í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
[Umhverfisstofnun er heimilt að leggja stjórnvaldssekt á lögaðila sem veitir rangar eða villandi upplýsingar eða leynir upplýsingum sem máli skipta í tengslum við [geymslusvæði], 5) leyfisveitingar og tilkynningarskyldu um leka eða umtalsverða hættu á leka, sbr. VI. kafla A.] 2)
Ákvörðun Umhverfisstofnunar er endanleg á stjórnsýslustigi. Aðili máls getur skotið ákvörðun um stjórnvaldssekt til dómstóla og er málshöfðunarfrestur þrír mánuðir frá því að ákvörðun var tekin. Málskot frestar aðför.] 6)
    1)L. 67/2022, 4. gr. 2)L. 12/2021, 4. gr. 3)L. 90/2020, 9. gr. 4)L. 46/2022, 12. gr. 5)L. 67/2022, 2. gr. 6)L. 58/2019, 19. gr.
[68. gr. Réttur manna til að fella ekki á sig sök.
Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur sá sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Umhverfisstofnun skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.] 1)
    1)L. 58/2019, 19. gr.
[69. gr. Fyrning.
Heimild Umhverfisstofnunar til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Umhverfisstofnun tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.] 1)
    1)L. 58/2019, 19. gr.
[70. gr. Kæra til lögreglu.
Umhverfisstofnun er heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra til lögreglu.
Varði meint brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Umhverfisstofnun hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Umhverfisstofnun að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Umhverfisstofnun á hvaða stigi málsins sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum eða reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
Með kæru Umhverfisstofnunar skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Umhverfisstofnunar um að kæra mál til lögreglu.
Umhverfisstofnun er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast brotum sem til rannsóknar eru hjá lögreglu og ákæruvaldi og taka þátt í aðgerðum lögreglu að öðru leyti.
Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Umhverfisstofnun í té upplýsingar og gögn sem þau hafa aflað og tengjast brotum sem til meðferðar eru hjá stofnuninni og taka þátt í aðgerðum hennar að öðru leyti.
Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Umhverfisstofnunar til meðferðar og ákvörðunar.] 1)
    1)L. 58/2019, 19. gr.
[71. gr.]1) [Sektir eða fangelsi.]2)
Brot gegn ákvæðum laga þessara, reglum settum samkvæmt þeim og samþykktum sveitarfélaga varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.
[Tilraun til brota og hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum, reglugerðum settum samkvæmt þeim og samþykktum sveitarfélaga eru refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.] 3)
    1)L. 58/2019, 19. gr. 2)L. 66/2017, 43. gr. 3)L. 44/2017, 5. gr.
[72. gr.]1) [Sektir lögaðila.]2)
Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Þó skal lögaðili ekki sæta refsingu ef um óhapp er að ræða. Einnig má, með sama skilorði, gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa gerast sekir um brot.
3)
    1)L. 58/2019, 19. gr. 2)L. 66/2017, 44. gr. 3)L. 88/2008, 233. gr.

[XX. kafli.]1) Gildistaka.
    1)L. 66/2017, 34. gr.
[73. gr.]1)
Lögin öðlast þegar gildi.
    1)L. 58/2019, 19. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
II.–V.1)
    1)L. 58/2019, 20. gr.

[Viðauki I. [Starfsemi sem Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir (I).]1)
   Viðmiðunargildin, sem eru tilgreind hér á eftir, vísa almennt til framleiðslugetu eða afkasta. Ef margar tegundir starfsemi, sem fellur undir sömu starfsemislýsingu sem inniheldur viðmiðunargildi, eru reknar í sömu stöðinni er afkastageta þessara tegunda starfsemi lögð saman. Fyrir starfsemi við meðhöndlun úrgangs skal þessi útreikningur gilda fyrir starfsemi í lið 5.1 og a- og b-lið liðar 5.3.
    1. Orkuiðnaður.
    1.1 Brennsla eldsneytis í stöðvum með heildarnafnvarmaafl 50 MW eða meira.
    1.2 Hreinsun á jarðolíu og gasi.
    1.3 Koksframleiðsla.
    1.4 Gösun eða þétting á:
    a) kolum,
    b) öðru eldsneyti í stöðvum með heildarnafnvarmaafl 20 MW eða meira.
    2. Framleiðsla og vinnsla málma.
    2.1 Brennsla eða glæðing málmgrýtis (þ.m.t. brennisteinsgrýtis).
    2.2 Framleiðsla á hrájárni eða stáli (fyrsta eða önnur bræðsla), þ.m.t. samfelld málmsteypa, þar sem afkastagetan er meiri en 2,5 tonn á klukkustund.
    2.3 Vinnsla járnríkra málma:
    a) starfræksla heitvölsunarvéla með vinnslugetu yfir 20 tonnum af hrástáli á klukkustund,
    b) starfræksla smiðja með hamra þar sem slagkraftur hvers hamars er meiri en 50 kílójúl og þar sem notuð varmaorka er yfir 20 MW,
    c) með því að nota hlífðarlag úr bræddum málmi þar sem ílagið er meira en 2 tonn af hrástáli á klukkustund.
    2.4 Starfræksla málmsteypa fyrir járnríka málma með framleiðslugetu yfir 20 tonnum á dag.
    2.5 Vinnsla járnlausra málma:
    a) framleiðsla járnlausra hrámálma úr málmgrýti, hreinsuðu málmgrýti eða afleiddu hráefni með málmvinnsluaðferðum, efnafræðilegum aðferðum eða rafgreiningaraðferðum,
    b) bræðsla, þ.m.t. sambræðsla járnlausra málma, þ.m.t. endurnýttra vara, og starfræksla málmsteypa fyrir járnlausa málma með bræðslugetu yfir 4 tonnum af blýi og kadmíumi á dag eða 20 tonnum af öllum öðrum tegundum málma á dag.
    2.6 Yfirborðsmeðferð málma eða plastefna með rafgreiningaraðferðum eða efnafræðilegum aðferðum þar sem rúmmál meðhöndlunartanka er meira en 30 m 3.
    3. Jarðefnaiðnaður.
    3.1 Framleiðsla á sementi, kalki og magnesíumoxíði:
    a) framleiðsla á sementsgjalli í hverfiofnum með afkastagetu sem er yfir 500 tonnum á dag eða í annars konar ofnum þar sem framleiðsluafköstin eru yfir 50 tonnum á dag,
    b) framleiðsla á kalki í ofnum með framleiðslugetu yfir 50 tonnum á dag,
    c) framleiðsla á magnesíumoxíði í ofnum með framleiðslugetu yfir 50 tonnum á dag.
    3.2 Framleiðsla á asbesti eða framleiðsla vara sem eru að stofni til úr asbesti.
    3.3 Framleiðsla glers, einnig glertrefja, þar sem bræðsluafköstin eru meiri en 20 tonn á dag.
    3.4 Bræðsla jarðefna, þ.m.t. framleiðsla steinefnatrefja með bræðslugetu yfir 20 tonnum á dag.
    3.5 Framleiðsla leirvara með brennslu, einkum þakflísa, múrsteina, eldfastra múrsteina, flísa, leirmuna eða postulíns með framleiðslugetu yfir 75 tonnum á dag og/eða rúmtak ofns yfir 4 m 3 og setþéttleika hvers ofns yfir 300 kg/m 3.
    4. Efnaiðnaður.
   Að því er varðar þennan þátt merkir framleiðsla, í skilningi starfsemisflokkanna í þessum þætti, framleiðslu á iðnaðarmælikvarða með efnafræðilegri eða líffræðilegri vinnslu efna eða efnahópa sem eru taldir upp í þessum þætti.
    4.1 Framleiðsla lífrænna efna, svo sem:
    a) einföld vetniskolefni (línuleg eða hringlaga, mettuð eða ómettuð, alifatísk eða arómatísk),
    b) vetniskolefni sem innihalda súrefni, svo sem alkóhól, aldehýð, ketón, karboxýlsýrur, estrar og blöndur af estrum, asetötum, eterum, peroxíðum og epoxýresínum,
    c) vetniskolefni sem innihalda brennistein,
    d) vetniskolefni sem innihalda köfnunarefni, svo sem amín, amíð, nitursambönd, nítrósambönd eða nítratsambönd, nítríl, sýanöt og ísósýanöt,
    e) vetniskolefni sem innihalda fosfór,
    f) vetniskolefni sem innihalda halógen,
    g) lífræn málmsambönd,
    h) plastefni (fjölliður, gervitrefjar og trefjar að stofni úr beðmi),
    i) gervigúmmí,
    j) leysilitir og fastlitarefni,
    k) yfirborðsvirk efni.
    4.2 Framleiðsla ólífrænna efna, svo sem:
    a) lofttegundir, svo sem ammoníak, klór eða vetnisklóríð, flúor eða vetnisflúoríð, koloxíð, brennisteinssambönd, köfnunarefnisoxíð, vetni, brennisteinsdíoxíð, karbónýlklóríð,
    b) sýrur, svo sem krómsýra, flússýra, fosfórsýra, saltpéturssýra, saltsýra, brennisteinssýra, rjúkandi brennisteinssýra, brennisteinssýrlingur,
    c) basi, svo sem ammóníumhýdroxíð, kalíumhýdroxíð, natríumhýdroxíð,
    d) sölt, svo sem ammóníumklóríð, kalíumklórat, kalíumkarbónat, natríumkarbónat, perbórat, silfurnítrat,
    e) málmleysingjar, málmoxíð eða önnur ólífræn efnasambönd, svo sem kalsíumkarbíð, kísill, kísilkarbíð.
    4.3 Framleiðsla á áburði sem inniheldur fosfór, köfnunarefni eða kalíum (eingildum eða fjölgildum áburði).
    4.4 Framleiðsla á plöntuvarnarvörum eða sæfivörum.
    4.5 Framleiðsla á lyfjum, þ.m.t. milliefnum.
    4.6 Framleiðsla á sprengiefnum.
    5. Meðhöndlun úrgangs.
    5.1 Förgun eða endurnýting á hættulegum úrgangi með afköstum yfir 10 tonnum á dag sem felur í sér eina eða fleiri eftirfarandi starfsemi:
    a) líffræðilega meðhöndlun,
    b) eðlis- og efnafræðilega meðhöndlun,
    c) blöndun áður en einhver tegund starfsemi, sem tilgreind er í liðum 5.1 og 5.2, tekur við,
    d) endurpökkun áður en einhver af þeim tegundum af starfsemi, sem taldar eru upp í liðum 5.1 og 5.2, fer fram,
    e) endurheimt eða endurmyndun leysa,
    f) endurvinnsla/endurheimt ólífrænna efna annarra en málma eða málmsambanda,
    g) endurmyndun sýru eða basa,
    h) endurnýting efnisþátta sem eru notaðir til að draga úr mengun,
    i) endurnýting efnisþátta úr hvötum,
    j) endurhreinsun olíu eða önnur endurnotkun olíu,
    k) losun í yfirborðsvatn.
    5.2 Förgun eða endurnýting á úrgangi í sorpbrennslustöðvum eða í sorpsambrennslustöðvum:
    a) fyrir hættulausan úrgang í stöðvum með afkastagetu yfir 3 tonnum á klukkustund,
    b) fyrir hættulegan úrgang í stöðvum með afkastagetu yfir 10 tonnum á dag.
    5.3 a) Förgun á hættulausum úrgangi í stöðvum með afkastagetu yfir 50 tonnum á dag sem felur í sér eina eða fleiri eftirfarandi starfsemi og að undanskilinni starfsemi sem fellur undir reglugerð um fráveitur og skólp:
    i. líffræðilega meðhöndlun,
    ii. eðlis- og efnafræðilega meðhöndlun,
    iii. formeðhöndlun úrgangs fyrir brennslu eða sambrennslu,
    iv. meðferð á gjalli og ösku,
    v. meðferð málmúrgangs í tæturum, þ.m.t. á raf- og rafeindatækjaúrgangi og úr sér gengnum ökutækjum og íhlutum þeirra.
    b) Endurheimt eða blanda af endurheimt og förgun á hættulausum úrgangi í stöðvum með afkastagetu yfir 75 tonnum á dag sem felur í sér eina eða fleiri eftirfarandi starfsemi og að undanskilinni starfsemi sem fellur undir reglugerð um fráveitur og skólp:
    i. líffræðilega meðhöndlun,
    ii. formeðhöndlun úrgangs fyrir brennslu eða sambrennslu,
    iii. meðferð á gjalli og ösku,
    iv. meðferð málmúrgangs í tæturum, þ.m.t. á raf- og rafeindatækjaúrgangi og úr sér gengnum ökutækjum og íhlutum þeirra.
   Ef starfsemi skv. 1. mgr. felur einungis í sér meðhöndlun úrgangs þar sem fram fer loftfirrð rotnun skulu viðmiðunargildin fyrir starfsemina vera 100 tonn á dag.
    5.4 Urðun, eins og hún er skilgreind í lögum um meðhöndlun úrgangs, sem tekur á móti meira en 10 tonnum af úrgangi á dag eða með heildarafkastagetu yfir 25.000 tonnum, að undanskilinni urðun á óvirkum úrgangi.
    5.5 Bráðabirgðageymsla hættulegs úrgangs, sem ekki fellur undir lið 5.4, sem bíður einhverra þeirra tegunda af starfsemi sem taldar eru upp í liðum 5.1, 5.2, 5.4 og 5.6, þar sem heildarrúmtak er yfir 50 tonnum, að undanskilinni tímabundinni geymslu meðan söfnunar er beðið á þeim stað þar sem úrgangurinn verður til.
    5.6 Neðanjarðargeymsla á hættulegum úrgangi með heildarrúmtak yfir 50 tonnum.
    6. Önnur starfsemi.
    6.1 Framleiðsla í iðjuverum á:
    a) deigi úr viði eða öðrum trefjaefnum,
    b) pappír eða pappa í verum með framleiðslugetu yfir 20 tonnum á dag,
    c) einni eða fleiri gerðum platna sem eru að stofni til úr viði: aspenítplötum, spónaplötum eða trefjaplötum í verum með framleiðslugetu yfir 600 m 3 á dag.
    6.2 Formeðferð (aðgerðir eins og þvottur, bleiking, mersivinnsla) eða litun textíltrefja eða textílefna þar sem vinnslugetan er yfir 10 tonnum á dag.
    6.3 Sútun á húðum og skinnum þar sem vinnslugetan er yfir 12 tonnum af fullunninni vöru á dag.
    6.4 a) Sláturhús í rekstri með framleiðslugetu yfir 50 tonnum af skrokkum á dag.
    b) Meðferð og vinnsla, önnur en eingöngu pökkun, á eftirfarandi hráefnum, hvort sem er áður unnum eða óunnum, sem ætluð eru fyrir matvæla- eða fóðurframleiðslu úr:
    i. hráefnum af dýrum eingöngu (öðrum en eingöngu mjólk) þar sem framleiðslugeta er yfir 75 tonnum af fullunninni vöru á dag,
    ii. jurtahráefni eingöngu þar sem framleiðslugeta er yfir 300 tonnum á dag eða 600 tonnum á dag þar sem stöðin er ekki starfrækt lengur en í 90 daga í röð á neinu ári,
    iii. hráefnum úr dýrum og jurtum, bæði í samsettum og aðskildum afurðum, þar sem framleiðslugeta á fullunninni vöru í tonnum er meiri á dag en:
   – 75 ef A er jafnt og 10 eða meira eða,
   – [300 – (22,5 × A)] í öllum öðrum tilvikum,
   þar sem „A“ er hluti efnis úr dýrum (sem hundraðshluti af þyngd) af framleiðslugetu á fullunninni vöru.
Umbúðir skulu ekki taldar með í endanlegri þyngd vörunnar.
Þessi stafliður skal ekki gilda þar sem hráefnið er eingöngu mjólk.
    c) Meðferð og vinnsla mjólkur eingöngu, þar sem tekið er á móti meira en 200 tonnum af mjólk á dag (meðaltal á ársgrundvelli).
    6.5 Förgun eða endurvinnsla dýraskrokka eða dýraúrgangs þar sem afkastageta er yfir 10 tonnum á dag.
    6.6 Eldi alifugla eða svína:
    a) með fleiri en 40.000 stæði fyrir alifugla,
    b) með fleiri en 2.000 stæði fyrir alisvín (yfir 30 kg), eða
    c) með fleiri en 750 stæði fyrir gyltur.
    6.7 Yfirborðsmeðferð efna, hluta eða afurða með lífrænum leysum, einkum fyrir pressun, prentun, húðun, fituhreinsun, vatnsþéttingu, þyngingu, málun, hreinsun eða gegndreypingu, þar sem notuð eru meira en 150 kg af lífrænum leysum á klukkustund eða meira en 200 tonn á ári.
    6.8 Framleiðsla kolefnis (fullbrenndra kola) eða skautgrafíts (e. electrographite) með brennslu eða umbreytingu í grafít.
    6.9 [Föngun koldíoxíðsstrauma frá atvinnurekstri sem fellur undir lög þessi til geymslu í jörðu.] 2)
    6.10 Timbur og timburafurðir eru varin með efnum, þar sem framleiðslugeta er yfir 75 m 3 á dag, að undanskilinni meðhöndlun eingöngu gegn grágeit (e. sapstain).
    6.11 Einkarekin meðhöndlun á skólpi sem er losað af stöð sem fellur undir þennan viðauka.] 3)
    1)L. 66/2020, 8. gr. 2)L. 67/2022, 14. gr. 3)L. 66/2017, 45. gr.

[Viðauki II. [Starfsemi sem Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir (II).]1)
    1. Fiskimjölsverksmiðjur.
    2. Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera.
    3. Olíumalar- og malbikunarstöðvar.
    4. Olíubirgðastöðvar.
    5. Framleiðsla títandíoxíðs.
    6. Glerullar- og steinullarframleiðsla, önnur en í viðauka I.
    7. Sútunarverksmiðjur, aðrar en í viðauka I.
    8. Meðferð úrgangs – förgunarstaðir úrgangs:
    a) urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti meira en 5.000 tonnum af úrgangi á ári,
    b) urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti 500–5.000 tonnum af úrgangi á ári,
    c) urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti 50–499 tonnum af úrgangi á ári eða urðunarstaðir þar sem eingöngu er tekið á móti 20.000 tonnum af óvirkum úrgangi á ári eða meira,
    d) urðunarstaðir þar sem eingöngu er tekið á móti minna en 20.000 tonnum af óvirkum úrgangi á ári.
    9. Meðhöndlun og förgun spilliefna, [þ.m.t. námuúrgangsstaðir, sbr. 14. gr. laga um meðhöndlun úrgangs]: 2)
    a)2) þar sem heimild er til meðhöndlunar á meira en 2.500 tonnum af spilliefnum á ári,
    b)2) þar sem heimild er til meðhöndlunar á 500–2.500 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda og nýta á staðnum 10.000 tonn af úrgangsolíu á ári eða meira,
    c)2) þar sem heimild er til meðhöndlunar á 50–499 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda og nýta á staðnum minna en 10.000 tonn af úrgangsolíu á ári,
    d)2) þar sem heimild er til meðhöndlunar á minna en 50 tonnum af spilliefnum á ári eða þar sem einvörðungu eru meðhöndlaðir rafgeymar.
   … 3)
    [10.] 3) Rannsóknir og vinnsla kolvetnis.
    [[11.] 3) Endurvinnsla skipa yfir 500 brúttótonnum, sbr. 64. gr. a laga um meðhöndlun úrgangs.
    [12.] 3) Málningarvöruframleiðsla.
    [13.] 3) Kítín- og kítosanframleiðsla.] 2)
    [14. Geymsla koldíoxíðs í jörðu.] 4)] 5)
    1)L. 66/2020, 10. gr. 2)L. 58/2019, 21. gr. 3)L. 66/2020, 9. gr. 4)L. 67/2022, 15. gr. 5)L. 66/2017, 45. gr.

[Viðauki III. [Starfsemi sem fellur undir IV. kafla.]1)
    1. Í hverjum eftirfarandi liða er innifalin í starfseminni hreinsun á búnaði en ekki hreinsun á vörum nema það sé sérstaklega tekið fram.
    2. Límburður.
   Öll starfsemi þar sem lím er borið á yfirborð, að undanskildum límburði og plasthúðun í tengslum við prentstarfsemi.
    3. Húðunarstarfsemi.
   Öll starfsemi þar sem sett er eitt eða fleiri samfelld lög af yfirborðsmeðferðarefni á:
    a) eitthvert eftirfarandi farartækja:
    i. nýjar bifreiðar skilgreindar sem ökutæki í flokki M1 í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB frá 5. september 2007 um ramma um viðurkenningu á vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki og í flokki N1 þegar þær eru húðaðar í sömu stöð og M1 ökutæki,
    ii. hús á vörubifreiðum, skilgreind sem rými ökumanns, og öll sambyggð rými fyrir tæknibúnað á ökutækjum í flokkum N2 og N3 í tilskipun 2007/46/EB,
    iii. sendibifreiðar og vörubifreiðar, skilgreindar sem ökutæki í flokkum N1, N2 og N3 í tilskipun 2007/46/EB, en hús á vörubifreiðum eru þar ekki meðtalin,
    iv. almenningsvagna sem eru skilgreindir sem ökutæki í flokkum M2 og M3 í tilskipun 2007/46/EB,
    v. eftirvagna sem eru skilgreindir í flokka O1, O2, O3 og O4 í tilskipun 2007/46/EB,
    b) málm- og plastyfirborð, þ.m.t. yfirborð á flugvélum, skipum, lestum o.s.frv.,
    c) viðaryfirborð,
    d) textíl-, vefnaðar-, filmu- og pappírsyfirborð,
    e) leður.
   Húðunarstarfsemi nær ekki yfir yfirborðsmeðferð þar sem flötur er málmhúðaður með rafdrætti eða hann er húðaður með efnasprautun. Ef húðunarstarfsemin felur í sér þrep þar sem prentað er á sama hlutinn, sama hvaða tækni er notuð, telst prentunarþrepið hluti af húðunarstarfseminni. Hins vegar er prentstarfsemi sem er rekin sem aðskilin starfsemi ekki meðtalin en getur fallið undir lög þessi ef prentstarfsemin fellur undir gildissvið þeirra.
    4. Rúlluhúðun.
   Hvers kyns starfsemi þar sem stálþynnur, ryðfrítt stál, húðað stál, koparblendi eða álræmur eru húðaðar með himnumyndandi efni eða plasthúðaðar í samfelldu vinnsluferli.
    5. Þurrhreinsun.
   Hvers kyns iðnaðar- eða viðskiptastarfsemi þar sem rokgjörn, lífræn efnasambönd eru notuð í stöð til að hreinsa fatnað, áklæði og álíka neytendavörur, að undanskilinni handhreinsun bletta í textíl- og fataiðnaði.
    6. Framleiðsla á skófatnaði.
   Hvers kyns starfsemi sem felst í framleiðslu á fullgerðum skófatnaði eða hlutum hans.
    7. Framleiðsla á yfirborðsefnablöndum, lökkum, farva og lími.
   Framleiðsla á ofangreindum fullgerðum vörum og millistigsvörum þegar hún fer fram á sama stað, með blöndun á fastlitarefnum, resíni og límefnum við lífræna leysa eða önnur burðarefni, þ.m.t. framleiðsla á þeytum og forþeyttum blöndum, stillingu á seigju og litblæ og áfyllingu fullgerðrar vöru í ílát.
    8. Framleiðsla á lyfjum.
   Efnasmíði, gerjun, útdráttur, lögun og yfirborðsmeðhöndlun lyfja og, þegar hún fer fram á sama stað, framleiðsla millistigsvara.
    9. Prentun.
   Hvers kyns eftirtaka texta og/eða mynda þar sem farvi er yfirfærður á hvers kyns yfirborðsgerðir með notkun myndbera. Meðtalin er tengd tækni við lökkun, húðun og plasthúðun. Hins vegar falla einungis eftirfarandi undirferlar undir lög þessi:
    a) flexóprentun – prentun þar sem myndberinn er úr gúmmíi eða fjaðrandi ljósfjölliðum og þar sem prentflöturinn er upphækkaður og notaðir eru fljótandi prentlitir sem þorna við uppgufun,
    b) heitþornandi offsetprentun af streng – prentun af streng þar sem notaður er myndberi þar sem bæði prentflötur og óprentaðir fletir eru í sömu hæð, þar sem prentun af streng merkir að efnið, sem prentað er á, er matað í vélina af kefli en ekki sem stakar arkir. Óprentaða svæðið er meðhöndlað til að draga að vatn og hrindir því farva frá sér. Prentflöturinn er meðhöndlaður til að taka við og flytja farva til yfirborðsins sem prenta skal. Uppgufun á sér stað í ofni þar sem heitt loft er notað til að hita prentverkið,
    c) plasthúðun sem tengist prentun – samlíming tveggja eða fleiri sveigjanlegra efna til að gera lagskipta afurð,
    d) djúpprentun á gæðapappír – djúpprentun á pappír fyrir tímarit, bæklinga, verðlista eða annað áþekkt, þar sem notaður er farvi sem inniheldur tólúen,
    e) djúpprentun – prentun þar sem myndberinn er sívalur, prentflöturinn er neðar en óprentaðir fletir og notaður er fljótandi farvi sem þornar við uppgufun. Hólfin eru fyllt með farva og umframfarvi er þurrkaður af óprentuðu flötunum áður en sá flötur, sem prenta skal á, snertir valsann og lyftir farvanum upp úr hólfunum,
    f) valsasáldprentun – prentun af streng þar sem farvinn er færður á þann flöt sem prenta skal á með því að þrýsta honum í gegnum gropinn myndbera, þar sem prentflöturinn er opinn og aðrir fletir eru lokaðir, og notaður er fljótandi farvi sem þornar eingöngu við uppgufun. Prentun af streng merkir að efnið sem prenta skal á er matað í vélina af kefli en ekki sem stakar arkir,
    g) lökkun – starfsemi þar sem lakk eða límlag er borið á þjált efni, ætlað í umbúðir, í því skyni að loka síðar umbúðunum.
    10. Vinnsla gúmmís.
   Hvers kyns starfsemi sem felst í blöndun, mölun, pressun í sléttipressu, útpressun og súlfun á náttúru- eða gervigúmmíi og hvers kyns aðrar aðgerðir sem eru notaðar til að breyta náttúru- eða gervigúmmíi í fullunna vöru.
    11. Hreinsun yfirborðs.
   Hvers kyns starfsemi, nema þurrhreinsun, þar sem lífrænir leysar eru notaðir til þess að fjarlægja óhreinindi af yfirborði efna, þar á meðal fituhreinsun. Starfsemi við hreinsun sem samanstendur af fleiri en einu þrepi fyrir eða eftir einhverja aðra starfsemi skal líta á sem eina starfsemi við yfirborðshreinsun. Þessi starfsemi vísar ekki til hreinsunar á búnaði heldur til hreinsunar á yfirborði vara.
    12. Starfsemi við útdrátt jurtaolíu og dýrafitu og hreinsun jurtaolíu.
   Hvers kyns starfsemi sem felst í útdrætti jurtaolíu úr fræjum og öðru plöntuefni, vinnsla þurra leifa til framleiðslu á fóðri, hreinsun á fitu og jurtaolíum úr fræjum, plöntuefni og/eða dýraefni.
    13. Lakkviðgerðir ökutækja.
   Hvers kyns iðnaðar- eða viðskiptastarfsemi sem felst í húðunarstarfsemi og tilheyrandi fituhreinsun þar sem framkvæmd er annaðhvort:
    a) upphafleg yfirborðsmeðferð ökutækja, eins og skilgreint er í tilskipun 2007/46/EB, eða hluta þeirra með efnum til lakkviðgerða, að því tilskildu að starfsemin fari fram utan upphaflegu framleiðslulínunnar, eða
    b) yfirborðsmeðferð eftirvagna (þ.m.t. festivagna) (O-flokkur í tilskipun 2007/46/EB).
    14. Húðun vafvíra.
   Hvers kyns yfirborðsmeðferð málmleiðara sem notaðir eru til að vefja rafspólur í spennubreytum, vélum o.s.frv.
    15. Viðarfúavörn.
   Hvers kyns starfsemi sem felst í meðhöndlun viðar með fúavarnarefni.
    16. Viðar- og plastsamlíming.
   Hvers kyns starfsemi sem felst í að líma saman við og/eða plast til framleiðslu á samlímdum vörum.] 2)
    1)L. 66/2020, 11. gr. 2)L. 66/2017, 45. gr.

[Viðauki IV. [Starfsemi sem heilbrigðisnefnd gefur út starfsleyfi fyrir.
    1. Aksturs- og/eða kennslubraut.
    2. Almenningssalerni.
    3. Baðstaður í náttúrunni, flokkur 1 og 2.
    4. Bensínstöð.
    5. Bifreiða- og vélaverkstæði.
    6. Bifreiðasprautun.
    7. Bón- og bílaþvottastöð.
    8. Brenna, stærri en 100 m 3.
    9. Daggæsla hjá dagforeldrum með sex börn eða fleiri.
    10. Dvalarheimili.
    11. Dýragarður.
    12. Dýragæsla.
    13. Dýralæknastofa.
    14. Dýrasnyrtistofa.
    15. Dýraspítali.
    16. Efnalaug.
    17. Eldi alifugla, annað en í viðauka I.
    18. Eldi svína, annað en í viðauka I.
    19. Endurnýting úrgangs, [önnur en í viðauka I]. 1)
    20. Endurvinnsla skipa undir 500 brúttótonnum, sbr. 64. gr. a laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
    21. Fangelsi og fangagæsla.
    22. Fjallaskáli, nema sæluhús.
    23. Flugeldasýning.
    24. Flugvöllur, þ.m.t. flugstöð, sem áætlunarflug er til.
    25. Flutningur úrgangs.
    26. Framköllun, t.d. á ljós-, röntgen- og kvikmyndum.
    27. Framleiðsla á aukefnum og hjálparefnum fyrir matvælaiðnað.
    28. Framleiðsla á áfengi, gosdrykkjum og vatni.
    29. Framleiðsla á hreinsi- og þvottaefnum.
    30. Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum.
    31. Framleiðsla á olíu og feiti.
    32. Framleiðsla á spónaplötum, límtré og þess háttar, önnur en í viðauka I.
    33. Framleiðsla fóðurs.
    34. Framleiðsla glers, önnur en í viðauka I.
    35. Framleiðsla leirvara með brennslu, önnur en í viðauka I.
    36. Framleiðsla plasts, önnur en í viðauka I.
    37. Garðaúðun.
    38. Geymsla gass og annarra hættulegra efna.
    39. Geymsla olíumalarefna og lagning utan fastra starfsstöðva, önnur en í viðauka II.
    40. Gististaður, að undanskilinni heimagistingu.
    41. Gæludýraverslun.
    42. Hársnyrtistofa.
    43. Heilsugæslustöð.
    44. Heilsuræktarstöð.
    45. Heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga með sex börn eða fleiri.
    46. Heitloftsþurrkun fiskafurða, önnur en í viðauka I.
    47. Hestahald.
    48. Hestaleiga og/eða reiðskóli.
    49. Hreinsivirki fráveitu sem meðhöndlar meira en 50 pe.
    50. Hundahótel.
    51. Húðflúrsstofa og stofa þar sem fram fer húðgötun, húðrof og fegrunarflúr.
    52. Íþróttahús.
    53. Íþróttamiðstöð.
    54. Íþróttavöllur.
    55. Jarðborun.
    56. Kaffivinnsla.
    57. Kanínurækt.
    58. Kartöfluvinnsla, önnur en í viðauka I.
    59. Kírópraktor.
    60. Kjötvinnsla, önnur en í viðauka I.
    61. Lauksteikingarverksmiðja.
    62. Leðurvinnsla, önnur en í viðauka I og II.
    63. Leiksvæði.
    64. Líkbrennsla.
    65. Loðdýrarækt.
    66. Meðhöndlun asbests.
    67. Meðhöndlun seyru, þ.m.t. flutningur, notkun og hreinsun.
    68. Meðhöndlun, blöndun og mölun á korni, önnur en í viðauka I.
    69. Meindýravarnir.
    70. Mjólkurbú og ostagerð, önnur en í viðauka I.
    71. Mjöl- og lýsisvinnsla, önnur en í viðauka I.
    72. Móttökustöð fyrir úrgang, aðrar en í viðauka I og II.
    73. Nálastungustofa.
    74. Niðurrif bifreiða og bílapartasala.
    75. Niðurrif mannvirkja.
    76. Nuddstofa.
    77. Pappírsvöru- og pappakassaframleiðsla, önnur en í viðauka I.
    78. Prentun þar sem er notkun á mengandi efnum.
    79. Ryðvarnarverkstæði.
    80. Saltvinnsla.
    81. Sambýli þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn.
    82. Samgöngumiðstöð.
    83. Samkomuhús.
    84. Sjúkrahús.
    85. Sjúkrastofnun.
    86. Sjúkraþjálfun.
    87. Skemmti- og þemagarður, þ.m.t. tívolí.
    88. Skotvöllur.
    89. Skólahúsnæði.
    90. Sláturhús, önnur en í viðauka I.
    91. Smurstöð.
    92. Snyrtistofa.
    93. Sólbaðsstofa.
    94. Spennistöð þar sem spennar innihalda yfir 2.000 lítra af olíu.
    95. Starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi.
    96. Starfsmannabúðir.
    97. Starfsmannabústaðir.
    98. Steypueiningaverksmiðja.
    99. Steypustöð.
    100. Stofa þar sem gerðar eru aðgerðir, svo sem læknastofa og fótaaðgerðastofa.
    101. Sund- og baðstaður.
    102. Tannlæknastofa.
    103. Tjald- og hjólhýsasvæði.
    104. Trésmíðaverkstæði, önnur en í viðauka I.
    105. Útihátíð.
    106. Vefnaðar- og spunaverksmiðja.
    107. Veitingastaður.
    108. Verslunarmiðstöð.
    109. Vinnsla á hrájárni eða stáli, önnur en í viðauka I.
    110. Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I.
    111. Vinnsla gúmmís.
    112. Vinnsla jarðefna, þ.m.t. legsteinagerð, önnur en í viðauka I.
    113. Vinnsla járnlausra málma, önnur en í viðauka I.
    114. Vinnsla málma, önnur en í viðauka I.
    115. Virkjun og orkuveita frá 1 MW.
    116. Yfirborðsmeðferð efna, hluta eða afurða með lífrænum leysum, önnur en í viðauka I.
    117. Yfirborðsmeðferð málma eða plastefna, önnur en í viðauka I.
    118. Þvottahús, þ.m.t. ullarþvottastöð.
    119. Æfingasvæði slökkviliðs.
    120. Önnur sambærileg starfsemi.] 2)] 3)
    1)L. 46/2022, 13. gr. 2)L. 66/2020, 12. gr. 3)L. 66/2017, 45. gr.

[Viðauki V. 1)]2)
    1)L. 66/2020, 13. gr. 2)L. 66/2017, 45. gr.