Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 390  —  373. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um íbúðarhúsnæði í þéttbýli sem nýtt er sem orlofshúsnæði.

Frá Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.


     1.      Hvert er áætlað umfang íbúðarhúsnæðis í þéttbýli þar sem eigandi hefur annað lögheimili og húsnæðið er ekki í skráðri langtímaleigu? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     2.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að leggja til að sett verði þak á það hversu hátt hlutfall íbúðarhúsnæðis í þéttbýli má „standa tómt“?
     3.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að leggja til að sett verði búsetuskylda á eigendur íbúðarhúsnæðis sem verði skylt að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði í þéttbýli sem nýtt er sem orlofshúsnæði ef fjöldi íbúa í þéttbýlinu er undir ákveðnum fjölda? Ef já, hvað telur ráðherra vera ásættanlegt fjöldaviðmið? Ef nei, hvaða önnur úrræði sér ráðherra fyrir sér til að tryggja nægt framboð íbúðarhúsnæðis í viðkvæmum byggðum?
     4.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að sveitarfélögum, þar sem skortur er á húsnæði í þéttbýli, verði heimilt að innheimta „tómthúsgjald“ af íbúðarhúsnæði sem eigandi býr ekki í eða er ekki í langtímaleigu? Ef já, hver ættu skilyrði slíks gjalds að vera?


Skriflegt svar óskast.