Ferill 419. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 473  —  419. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað líður endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti, nr. 941/2002, sem var til samráðs í samráðsgátt Stjórnarráðsins 4.–21. janúar 2022?
     2.      Hvað hefur helst dregið úrvinnslu athugasemda og birtingu reglugerðarinnar svo lengi sem raun ber vitni? Hvenær er gert ráð fyrir að ný reglugerð taki gildi?
     3.      Ef stefnir í að heildarendurskoðun reglugerðarinnar tefjist enn frekar, kemur til álita að ráðherra undirriti þegar í stað reglugerð sem festi ákveðna þætti í sessi, líkt og þá sem taka sérstaklega tillit til laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019, svo tafir á heildarendurskoðuninni haldi ekki aftur af nauðsynlegum réttarbótum?


Skriflegt svar óskast.