Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 504  —  364. mál.
Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um atvinnuleyfi vegna skorts á starfsfólki.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörg atvinnuleyfi hafa verið veitt á grundvelli 9. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, síðastliðin fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum og starfsgreinum.
    Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru á tímabilinu október 2017 til og með október 2022 veitt 1.475 tímabundin atvinnuleyfi á grundvelli 9. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, vegna skorts á starfsfólki. Í fylgiskjali með svari þessu má sjá sundurliðun fyrrnefndra atvinnuleyfa eftir mánuðum sem og starfsgreinum í samræmi við ÍSTARF95-starfaflokkun.


Fylgiskjal.


Sundurliðun atvinnuleyfa vegna skorts á starfsfólki eftir mánuðum og starfsgreinum í samræmi við ÍSTARF95-starfaflokkun.


www.althingi.is/altext/pdf/153/fylgiskjol/s0504-f_I.pdf