Ferill 434. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Nr. 3/153.

Þingskjal 723  —  434. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 138/2022 og nr. 249/2022 um breytingar á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og nr. 151/2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar:
     1.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 138/2022 frá 29. apríl 2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
                  a.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1255 frá 21. apríl 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 231/2013 að því er varðar áhættu tengda sjálfbærni og sjálfbærniþætti sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða eiga að taka tillit til.
                  b.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1256 frá 21. apríl 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2015/35 að því er varðar samþættingu áhættu tengda sjálfbærni í stjórnkerfum vátrygginga- og endurtryggingafélaga.
                  c.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1257 frá 21. apríl 2021 um breytingar á framseldum reglugerðum (ESB) 2017/2358 og (ESB) 2017/2359 að því er varðar samþættingu sjálfbærniþátta, sjálfbærniáhættu og óska um sjálfbærni við kröfur um eftirlit og stýringu afurða fyrir vátryggingafélög og dreifingaraðila vátrygginga og við reglur um viðskiptahætti og fjárfestingarráðgjöf fyrir vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir.
                  d.      Framselda tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1270 frá 21. apríl 2021 um breytingu á tilskipun 2010/43/ESB að því er varðar áhættu tengda sjálfbærni og sjálfbærniþætti sem taka á tillit til í tengslum við verðbréfasjóði (UCITS).
     2.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 151/2022 frá 29. apríl 2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
                  a.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2088 frá 27. nóvember 2019 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu.
                  b.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 frá 18. júní 2020 um að koma á ramma til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu og um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/2088.
     3.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 249/2022 frá 23. september 2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
                  a.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1253 frá 21. apríl 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/565 að því er varðar samþættingu sjálfbærniþátta, -áhættu og -óska í tilteknar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði fyrir verðbréfafyrirtæki.
                  b.      Framselda tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1269 frá 21. apríl 2021 um breytingu á framseldri tilskipun (ESB) 2017/593 að því er varðar samþættingu sjálfbærniþátta í afurðastýringarskyldur.

Samþykkt á Alþingi 6. desember 2022.