Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 795  —  2. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÁLÞ).


     1.      16. gr. falli brott.
     2.      49. gr. orðist svo:
                  14. gr. b laganna fellur brott.
     3.      Á eftir 58. gr. komi þrír nýir kaflar, XXV. KAFLI, Breyting á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, með einni nýrri grein, 59. gr., XXVI. KAFLI, Breyting á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með tveimur nýjum greinum, 60. og 61. gr., og XXVII. KAFLI, Breyting á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, með einni nýrri grein, 62. gr., svohljóðandi:
                  a.      (59. gr.)
                     3. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.
                  b.      (60. gr.)
                     3.–7. mgr. 5. gr. laganna falla brott.
                  c.      (61. gr.)
                     Við 1. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Skjöl er varða eignaryfirfærslu íbúðarhúsnæðis sem aflað er til eigin nota.
                  d.      (62. gr.)
                     Í stað „0,145%“ í 4. gr. laganna kemur: 0,376%.

Greinargerð.

    Með 1. tölul. er lagt til að heimild í bráðabirgðaákvæði laga um málefni aldraðra til að verja fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða verði ekki framlengd. Með 2. tölul. og a-lið 3. tölul. er lagt til að rafræn áskrift að Lögbirtingablaði verði gjaldfrjáls. Með b- og c-lið 3. tölul. er lagt til að kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota verði stimpilgjaldsfrjáls. Með d-lið 3. tölul. er lagt til að svokallaður bankaskattur hækki aftur í 0,376% eins og hlutfall hans var fyrir lækkun þess með breytingum samkvæmt lögum nr. 131/2019 og lögum nr. 25/2020.