Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 822, 153. löggjafarþing 534. mál: almannatryggingar (frítekjumark og skerðingarhlutfall).
Lög nr. 123 22. desember 2022.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (frítekjumark og skerðingarhlutfall).


1. gr.

     Í stað „11%“ í 2. málsl. 5. mgr. 18. gr. laganna kemur: 9%.

2. gr.

     Í stað orðanna „1. janúar 2013 til og með 31. desember 2022 hafa 1.315.200 kr. frítekjumark“ í 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023 hafa 2.400.000 kr. frítekjumark.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2023.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2022.