Ferill 738. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Nr. 8/153.

Þingskjal 1276  —  738. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2021 og nr. 70/2021 um breytingar á XIX. viðauka við EES-samninginn (Neytendavernd) og nr. 270/2022 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn (Félagaréttur).


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar:
     1.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2021 frá 5. febrúar 2021 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn (Neytendavernd) og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2161 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/ESB að því er varðar betri framfylgd og nútímavæðingu reglna Sambandsins um neytendavernd.
     2.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2021 frá 5. febrúar 2021 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn (Neytendavernd) og að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
                  a.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/770 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samninga um afhendingu á stafrænu efni og stafrænni þjónustu.
                  b.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/771 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samninga um sölu á vörum, um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/2394 og tilskipun 2009/22/EB og um niðurfellingu tilskipunar 1999/44/EB.
     3.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 270/2022 frá 23. september 2022 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn (Félagaréttur) og að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1151 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskipun (ESB) 2017/1132 að því er varðar notkun stafrænna tóla og ferla í félagarétti.

Samþykkt á Alþingi 8. mars 2023.