Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1289 — 285. mál.
Svar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um útboð innan heilbrigðiskerfisins.
Við leit í málaskrá ráðuneytisins fundust tvö mál sem líta má á sem kvörtun eða ábendingu um að útboð hafi ekki farið fram á kaupum á vörum og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Vörðuðu bæði erindin rekstur rafrænna sjúkraskráa eða heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis.
2. Hversu margir þjónustusamningar eru í gildi innan heilbrigðiskerfisins sem hafa verðgildi yfir viðmiðunarmörkum laga nr. 120/2016, um opinber innkaup? Svar óskast sundurliðað eftir embættum og stofnunum sem heyra undir ráðherra.
Embætti landlæknis.
Samkvæmt upplýsingum frá embættinu eru sex samningar í gildi sem falla hér undir.
Sjúkratryggingar Íslands.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru í gildi 75 þjónustusamningar sem stofnunin hefur gert og gerðir hafa verið frá gildistöku laga nr. 120/2016, um opinber innkaup, sem eru yfir viðmiðunarmörkum laganna.
Ekki bárust upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands um aðra samninga en samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Tekið er fram að samningar sem Sjúkratryggingar Íslands gera um kaup á heilbrigðisþjónustu eru gerðir á grundvelli laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Þá taka lög um opinber innkaup ekki til þjónustu í almannaþágu sem ekki er af efnahagslegum toga.
Sjúkrahúsið á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu eru í gildi 38 samningar sem eru yfir viðmiðunarmörkum laga um opinber innkaup.
Lyfjastofnun.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er enginn samningur í gildi sem er yfir viðmiðunarmörkum laganna.
Landspítali.
Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum eru 63 af núgildandi þjónustusamningum sem gerðir hafa verið í gildistíð laga nr. 120/2016, um opinber innkaup, sem eru yfir viðmiðunarfjárhæðum 23. gr. laganna. Við vinnslu þessarar fyrirspurnar bárust ekki svör frá öllum deildum. Því er mögulegt að til staðar séu fleiri samningar sem falla undir þessi viðmið.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er í gildi einn samningur sem er yfir viðmiðunarmörkum laganna.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fellur enginn samningur hér undir.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fellur enginn samningur hér undir.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu eru í gildi sjö samningar sem eru yfir viðmiðunarmörkum laga um opinber innkaup.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Fjórir samningar.
Geislavarnir ríkisins.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fellur enginn samningur hér undir.
Vísindasiðanefnd.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er ekki vitað til þess að slíkir samningar hafi verið gerðir.
Engin svör bárust frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
3. Hversu oft frá árinu 2016 hafa greiðslur verið inntar af hendi af hálfu embætta og stofnana sem heyra undir ráðherra fyrir vörur og þjónustu þar sem fjárhæðir eru yfir viðmiðunarmörkum laga nr. 120/2016, um opinber innkaup, á grundvelli undanþáguheimilda laganna? Svar óskast sundurliðað eftir embættum og stofnunum.
Embætti Landlæknis.
Ekki bárust skýr svör frá embættinu um þennan hluta fyrirspurnarinnar og hefur ráðuneytið því ekki upplýsingar um fjölda tilvika sem spurt er um.
Sjúkratryggingar Íslands.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru flestir samningar sem stofnunin hefur gert um kaup á heilbrigðisþjónustu frá árinu 2016 yfir viðmiðunarmörkum laganna. Ekki kom fram í svari stofnunarinnar hversu oft greiðslur hafa verið inntar af hendi sem eru yfir viðmiðunarmörkum laga um opinber innkaup.
Ekki bárust upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands um aðra samninga en samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu.
Sjúkrahúsið á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu falla 20 samningar sem greiddir eru mánaðarlega hér undir.
Landspítali.
Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum hefur frá gildistöku laga nr. 120/2016, um opinber innkaup, í 25 tilvikum verið greitt fyrir vöru sem keypt hefur verið á grundvelli undanþáguheimilda.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hefur aldrei verið keypt stök vara eða tæki sem fer yfir þessi viðmið.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fellur enginn samningur hér undir.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hefur aldrei verið keypt stök vara eða tæki sem fer yfir þessi viðmið.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Ekki bárust skýr svör frá stofnuninni um þennan hluta fyrirspurnarinnar og hefur ráðuneytið því ekki upplýsingar um fjölda tilvika sem spurt er um.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Vegna notkunar á sjúkraskrárkerfinu Sögu.
Geislavarnir ríkisins.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hefur aldrei verið innt af hendi greiðsla sem er yfir viðmiðunarmörkum laganna.
Vísindasiðanefnd.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hafa kaup á vörum og þjónustu aldrei farið nálægt viðmiðunarmörkum laganna.
Engin svör bárust frá Heilbrigðisstofnun Austurlands, og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
4. Hvers vegna hefur ekki farið fram útboð á nýju rafrænu sjúkraskrárkerfi fyrir Ísland sem Boston Consulting Group taldi nauðsynlegt í úttekt árið 2012?
Sama ár fól heilbrigðisráðuneytið sérfræðingahópi innlendra og erlendra sérfræðinga að meta kostnað við kaup á nýju heildstæðu sjúkraskrárkerfi fyrir allt íslenska heilbrigðiskerfið. Áætlaður kostnaður var talinn rúmlega 12 milljarðar kr. Ekki fékkst fjármagn í verkefnið og ákvað heilbrigðisráðuneytið að haldið yrði áfram að gera viðbætur og lagfæringar á þeim kerfum sem voru í notkun. Heilbrigðisyfirvöld eru með ótímabundinn samning við fyrirtækið Origo og nýtt kerfi verður ekki boðið út fyrr en stjórnvöld telja það nauðsynlegt og búið er að tryggja fjármögnun samkvæmt lögum um opinber fjármál. Innleiðing mun samkvæmt skýrslunni taka 5–7 ár.
5. Hversu miklum fjármunum embætta og stofnana sem heyra undir ráðherra hefur verið varið til eiganda sjúkraskrárkerfisins Sögu frá árinu 2012? Svar óskast sundurliðað eftir eðli, embættum, stofnunum og árum.
Sjúkratryggingar Íslands.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hefur hún 2018–2019 greitt samtals 7.254.982 kr. Ekki barst nánari sundurliðun á fjármagninu eftir árum frá stofnuninni.
Sjúkrahúsið á Akureyri.
Eftirfarandi sundurliðun barst frá sjúkrahúsinu:
2012–2017 | 66.407.243 kr. |
2018–2022 | 65.654.187 kr. |
Saga – samtals kostnaður frá 2012: | 132.061.430 kr. |
Lyfjastofnun.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni tekur hún ekki þátt í kostnaði Sögu-kerfisins.
Landspítali.
Eftirfarandi sundurliðun barst frá spítalanum:
Ár: | Krónur: |
2013 | 43.252.041 |
2014 | 48.474.454 |
2015 | 43.823.260 |
2016 | 48.844.819 |
2017 | 52.358.899 |
2018 | 56.180.252 |
2019 | 59.078.435 |
2020 | 62.516.011 |
2021 | 67.676.960 |
Samtals | 482.205.131 |
Heyrnar- og talmeinastöðin.
Eftirfarandi sundurliðun barst frá stofnuninni:
Ár: | Krónur: |
2012 | 4.712.333 |
2013 | 5.051.314 |
2014 | 5.396.141 |
2015 | 5.223.662 |
2016 | 5.871.834 |
2017 | 6.302.344 |
2018 | 6.357.906 |
2019 | 7.259.757 |
2020 | 7.976.151 |
2021 | 9.049.173 |
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Eftirfarandi sundurliðun barst frá stofnuninni:
Ár: | Krónur: |
2012 |
146.209
|
2013 | 605.700 |
2014 | 917.932 |
2015 | |
2016 | 4.860 |
2017 | 120.410 |
2018 | 18.952.471 |
2019 | 22.872.560 |
2020 | 24.361.295 |
2021 | 24.879.761 |
2022 | 25.319.530 |
Samtals | 118.180.728 |
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hefur hún greitt alls kr. 53.410.327 frá 2012 til 2022. Ekki barst nánari sundurliðun á fjármagninu eftir árum frá stofnuninni.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hefur hún frá árinu 2014 greitt alls kr. 91.173.256. Ekki barst nánari sundurliðun á fjármagninu eftir árum frá stofnuninni.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Eftirfarandi sundurliðun barst frá stofnuninni:
Ár: | Krónur: |
2015 | 4.558.751 |
2016 | 1.602.633 |
2017 | 30.490.025 |
2018 | 31.401.736 |
2019 | 54.032.013 |
2020 | 64.091.581 |
2021 - fyrstu 9 mánuðirnir | 57.224.381 |
2022 - áætlaður kostnaður | 76.299.175 |
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Origo hf. | 112.760.714 kr. |
TMS hf. (TM Software) | 39.719.383 kr. |
EMR hugbúnaður | 61.656.865 kr. |
Samtals | 214.136.962 kr. |
Ekki barst nánari sundurliðun á fjármagninu eftir árum frá stofnuninni.
Vísindasiðanefnd.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni notar hún ekki sjúkraskrárkerfið Sögu þar sem hún veitir ekki heilbrigðisþjónustu.
Engin svör bárust frá embætti landlæknis, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
6. Hafa þeir sem komu að þróun sjúkraskrárkerfisins Sögu séð um innkaup á vegum embættis landlæknis frá upphafi vegna þróunar kerfisins?
Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hafa tveir starfsmenn komið að kaupum á vinnu við Sögu-kerfið frá því að embættinu voru falin öll verkefni rafrænnar sjúkraskrár árið 2012. Annar af þeim aðilum vann við þróun Sögu-kerfisins árin 1993–2005. Engir starfsmenn MRH hafa tengsl við Origo, núverandi eiganda Sögu-kerfisins.
7. Hvaða verkferlar gilda hjá embættum og stofnunum sem heyra undir ráðuneytið, þ.m.t. hjá Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna, um mat á því hvort og hvernig bjóða eigi út hugbúnaðarlausnir?
Embætti landlæknis.
Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis koma ný verkefni venjulega upp vegna nýrra áskorana í heilbrigðiskerfinu og til að framfylgja stefnu embættis landlæknis um rafræna sjúkraskrá og heilbrigðisnet. Ávallt sé skoðað hvernig sé hægt að leysa verkefni, hvort það sé hægt með starfsfólki embættisins eða hvort nauðsynlegt sé að fara í opinber innkaup. Einnig hvort innkaup séu möguleg í ljósi fjárveitinga til embættisins og laga um opinber fjármál. Þegar ákvörðun um innkaup hefur verið tekin er í fyrsta lagi kannað hvort unnt sé að kaupa þjónustu eða vöru innan rammasamninga. Ef fara þarf í útboð utan rammasamninga er tekið mið af almennum leiðbeiningum fjármála- og efnahagsráðuneytis, Innkaup skref fyrir skref, og innkaupaleiðbeiningum embættis landlæknis og leitað til Ríkiskaupa um aðstoð við framkvæmd útboðs.
Ekki bárust svör frá öðrum stofnunum og embættum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið.
8. Hvaða verkferlar gilda hjá embætti landlæknis um aðgengi markaðsaðila að gagnaskilum og samþættingu kerfa innan heilbrigðiskerfisins svo að unnt sé að tryggja samkeppni og hagkvæmni á markaði?
Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis rekur embættið Heklu, heilbrigðisnet sem tengir saman kerfi innan heilbrigðiskerfisins, miðlar upplýsingum þeirra á milli, svo sem læknabréfum og lyfjaávísunum, og veitir kerfum aðgang að miðlægum þjónustum, svo sem lyfjaávísanagátt og bólusetningargrunni. Yfir tugur kerfa tengist Heklu í dag, bæði sjúkraskrárkerfi og lyfjaafgreiðslukerfi. Á vegum embættisins er haldið úti prófunarútgáfu af Heklu sem þróunaraðilar geta fengið aðgang að eftir þörfum og vefsvæði sem birtir skjölun á þjónustum Heklu. Einnig tryggir embættið þróunaraðilum aðgang að aðstoð við þróun á móti Heklu ef upp koma vandamál eða spurningar. Allt þetta er þróunaraðilum að kostnaðarlausu.