Ferill 823. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Nr. 10/153.

Þingskjal 1382  —  823. mál.


Þingsályktun

um aukið aðgengi að hjálpartækjum fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að auka aðgengi að hjálpartækjum fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu með úthlutun nýrra hjálpartækja í samræmi við 4. gr. laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr. 160/2008, og reglugerð nr. 233/2010, um úthlutun á hjálpartækjum á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
    Í framangreindu skyni verði 70 millj. kr. varið árin 2024 og 2025 til kaupa á hjálpartækjum í samræmi við reglugerð nr. 233/2010, 35 millj. kr. hvort ár, og komi það fjármagn til viðbótar því fjármagni sem gert hefur verið ráð fyrir í fjármálaáætlun.

Samþykkt á Alþingi 23. mars 2023.