Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (afnám tegundatilfærslu í deilistofnum botnfisks o.fl.).


________
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Heimild þessarar málsgreinar nær þó ekki til veiða umfram aflamark í þorski og íslenskum deilistofnum botnfisks.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                  Heimilt er að flytja allt að 15% af aflamarki hverrar botnfisktegundar, úthafsrækju, humars og íslenskrar sumargotssíldar, 10% af aflamarki hörpudisks og 5% af aflamarki rækju á grunnslóð og hryggleysingja frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta. Heimilt er að flytja allt að 15% af aflamarki kolmunna, makríls og norsk-íslenskrar síldar frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta ef ekki er í gildi samningur með aðild Íslands milli strandríkja um hverja tegund, en annars gilda ákvæði viðkomandi samninga um flutningsheimild milli ára. Ráðherra getur með reglugerð, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar, hækkað fyrrgreind hlutföll aflamarks í einstökum tegundum telji hann slíkt stuðla að betri nýtingu tegundarinnar.
     c.      4. mgr. orðast svo:
                  Heimilt er að veiða 5% umfram aflamark hverrar botnfisktegundar, úthafsrækju, humars, íslenskrar sumargotssíldar, kolmunna, makríls og norsk-íslenskrar síldar og 3% umfram aflamark hörpudisks, rækju á grunnslóð og hryggleysingja enda dregst sá umframafli frá við úthlutun aflamarks næsta fiskveiðiárs á eftir.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2023.


_____________


Samþykkt á Alþingi 23. maí 2023.