Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 2136, 154. löggjafarþing 942. mál: Orkusjóður (Loftslags- og orkusjóður).
Lög nr. 66 28. júní 2024.
Loftslags- og orkusjóður skal enn fremur styðja við nýsköpunar- og innviðaverkefni á sviði loftslagsmála, verkefni sem stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Jafnframt er hlutverk Loftslags- og orkusjóðs að sjá um beinar stuðningsaðgerðir, svo sem styrki til kaupa á rafbílum og styrki til jarðhitaleitar, eftir atvikum hverju sinni.
Þingskjal 2136, 154. löggjafarþing 942. mál: Orkusjóður (Loftslags- og orkusjóður).
Lög nr. 66 28. júní 2024.
Lög um breytingu á lögum um Orkusjóð, nr. 76/2020 (Loftslags- og orkusjóður).
1. gr.
- Í stað orðsins „Orkusjóður“ í 1. málsl. 1. gr., 2. mgr. 2. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Loftslags- og orkusjóður.
- Í stað orðsins „Orkusjóðs“ í 1. mgr. 2. gr., 1., 2. og 3. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr., 1. og 2. mgr. 5. gr., 6. gr., 7. gr., 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: Loftslags- og orkusjóðs.
- Í stað orðsins „Orkusjóði“ í 1. og 2. mgr. 4. gr., 1. mgr. 5. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Loftslags- og orkusjóði.
2. gr.
Fyrirsögn 1. gr. laganna orðast svo: Loftslags- og orkusjóður.3. gr.
Við 2. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Loftslags- og orkusjóður skal enn fremur styðja við nýsköpunar- og innviðaverkefni á sviði loftslagsmála, verkefni sem stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Jafnframt er hlutverk Loftslags- og orkusjóðs að sjá um beinar stuðningsaðgerðir, svo sem styrki til kaupa á rafbílum og styrki til jarðhitaleitar, eftir atvikum hverju sinni.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórninni er þó heimilt að framselja óháðum aðila faglega umsýslu sjóðsins samkvæmt samningi.
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
5. gr.
Orðin „og framlög“ í 1. mgr. 4. gr. laganna falla brott.6. gr.
Heiti laganna verður: Lög um Loftslags- og orkusjóð.7. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2024.8. gr.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:- Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012:
- 4. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.
- IX. kafli laganna ásamt fyrirsögn fellur brott.
- Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003: Í stað heitisins „Orkusjóði“ í ákvæði til bráðabirgða LXXVII í lögunum kemur: Loftslags- og orkusjóði.
Samþykkt á Alþingi 23. júní 2024.