Davíð Oddsson

Davíð Oddsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2005 (Sjálfstæðisflokkur).

Forsætisráðherra 1991–2004, utanríkisráðherra 2004–2005.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 17. janúar 1948. Foreldrar: Oddur Ólafsson (fæddur 11. maí 1914, dáinn 4. janúar 1977) læknir og Ingibjörg Kristín Lúðvíksdóttir (fædd 28. apríl 1922, dáin 2. júní 2016) bankaritari. Maki (5. september 1970): Ástríður Thorarensen (fædd 20. október 1951) hjúkrunarfræðingur, B.Sc. Foreldrar: Þorsteinn Skúlason Thorarensen og kona hans Una Thorarensen, fædd Petersen. Sonur: Þorsteinn (1971).

Stúdentspróf MR 1970. Lögfræðipróf HÍ 1976.

Skrifstofustjóri Leikfélags Reykjavíkur 1970–1972. Þingfréttaritari Morgunblaðsins 1973–1974. Starfsmaður Almenna bókafélagsins 1975. Skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1976–1978 og framkvæmdastjóri þess 1978–1982. Borgarstjóri í Reykjavík 1982–1991. Skipaður 30. apríl 1991 forsætisráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 forsætisráðherra, lausn 28. maí 1999. Fór jafnframt með dóms- og kirkjumálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið 11.-28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 forsætisráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 forsætisráðherra, lausn 15. september 2004. Skipaður á ný sama dag utanríkisráðherra; jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands síðan 1991, lausn 27. september 2005.

Í stjórn Stúdentafélags Háskóla Íslands 1970–1973, formaður 1973. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1973–1975. Í stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu 1973–1977. Formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1974–1978 og í fræðsluráði Reykjavíkur 1974–1982. Í stjórn Kjarvalsstaða 1974–1982, varaformaður 1974–1978. Í stjórn Almenna bókafélagsins 1975–1989. Í borgarstjórn Reykjavíkur 1974–1994. Í borgarráði 1980–1991, formaður þess 1982–1991. Í byggingarnefnd Borgarleikhússins 1975–1979 og formaður nefndarinnar frá 1982 til starfsloka hennar. Formaður framkvæmdastjórnar listahátíðar í Reykjavík 1976–1978. Í framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar 1979–1982. Formaður stjórnar Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar Kletts 1986–1988. Í stjórn Landsvirkjunar 1983–1991. Formaður dómnefndar um samkeppni vegna byggingar ráðhúss í Reykjavík. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1979. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1989–1991, formaður hans 1991–2005.

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2005 (Sjálfstæðisflokkur).

Forsætisráðherra 1991–2004, utanríkisráðherra 2004–2005.

Hefur samið þrjú leikrit fyrir sjónvarp og með öðrum tvö verk fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið og hafði umsjón með fjölmörgum útvarpsþáttum fyrir Ríkisútvarpið 1968–1975. Ritgerð um Geir Hallgrímsson forsætisráðherra í Andvara 1994. Gaf út smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, árið 1997 og Stolið frá höfundi stafrófsins, árið 2002.

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir