Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala Helgadóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2017–2023 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2021–2022.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 14. mars 1972. Foreldrar: Helgi Skúlason (fæddur 4. september 1933, dáinn 30. september 1996) leikari og Helga Bachmann (fædd 24. júlí 1931, dáin 7. janúar 2011) leikkona. Systir Skúla Helgasonar alþingismanns. Maki: Grímur Atlason (fæddur 6. desember 1970) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Björk Líndal og Atli Magnússon. Börn: Ásta Júlía (2001), Arnaldur (2002). Dóttir Helgu og Sindra Freyssonar: Snærós (1991). Stjúpsonur, sonur Gríms: Emil (1995).

Stundaði nám við MH 1988–1994. Leikkona frá Leiklistarskóla Íslands 1998. BA-próf í lögfræði HR 2009. Meistarapróf í lögfræði HR 2011. Hdl. 2011.

Leikkona og leikstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar 1999. Leikkona hjá New Perspective Theatre Company 2000. Dagskrárgerðarkona á Bylgjunni 2000–2002. Upplýsingafulltrúi hjá Eddu, miðlun og útgáfu, 2001–2002. Dagskrárgerðarkona á Ríkisútvarpinu 2002–2005 og á Talstöðinni og NFS 2005–2006. Rekstrarstjóri á Kaffi Edinborg sumarið 2007. Blaðakona á Mannlífi 2008. Í stjórn Íslandspósts 2008–2010. Löglærður fulltrúi á Lögron, Lögfræðistofu Reykjavíkur og nágrennis, 2009–2011. Rak eigin lögmannsstofu, Valva lögmenn, 2011–2017. Stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR 2012–2013. Varaformaður Þjóðleikhúsráðs 2012–2014. Í stjórn Dansmenntar ehf. frá 2013. Í höfundaréttarráði frá 2014. Athafnastjóri hjá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista, frá 2016.

Formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík 2008–2010. Í stjórn Félags íslenskra leikara 2014–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2017–2023 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2021–2022.

Kjörbréfanefnd 2017, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–2019 (formaður 2017–2019), umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2019 og 2021–2022, velferðarnefnd 2019–2021 (formaður 2019–2021), allsherjar- og menntamálanefnd 2022–2023.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2021 og 2021–2023.

Æviágripi síðast breytt 19. september 2023.

Áskriftir