Gunnar Gíslason

Gunnar Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1974 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1955 og apríl–maí 1957.

2. varaforseti neðri deildar 1970–1971, 1. varaforseti neðri deildar 1971–1974.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Seyðisfirði 5. apríl 1914, dáinn 31. mars 2008. Foreldrar: Gísli Jónsson (fæddur 15. september 1882, dáinn 29. júní 1964) verslunarstjóri þar og kona hans Margrét Arnórsdóttir (fædd 9. júlí 1887, dáin 19. ágúst 1920) húsmóðir. Maki (17. júní 1944): Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir (fædd 13. apríl 1915) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Ágúst Gíslason og 1. kona hans Ágústa Áróra Þorsteinsdóttir. Börn: Stefán Ragnar (1945), Gunnar (1946), Ólafur (1950), Arnór (1951), Margrét (1952), Gísli (1957).

Stúdentspróf MA 1938. Guðfræðipróf HÍ 1943.

Sóknarprestur og bóndi í Glaumbæ í Skagafirði 1943–1982. Skólastjóri unglingaskóla í Varmahlíð 1944–1946. Prófastur í Skagafjarðarsýslu 1977–1982.

Í stúdentaráði Háskóla Íslands 1939–1940. Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1940–1941. Í hreppsnefnd Seyluhrepps 1946–1986. Í stjórn Skógræktarfélags Skagfirðinga frá 1947, formaður 1961–1981. Í stjórn Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ 1948–1986. Í bankaráði Búnaðarbankans 1969–1985. Kosinn 1973 í flutningskostnaðarnefnd. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1965.

Alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1974 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1955 og apríl–maí 1957.

2. varaforseti neðri deildar 1970–1971, 1. varaforseti neðri deildar 1971–1974.

Ritstjóri: Vaka (1940–1941).

Æviágripi síðast breytt 9. október 2019.

Áskriftir