Gunnlaugur M. Sigmundsson

Gunnlaugur M. Sigmundsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1995–1999 (Framsóknarflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 30. júní 1948. Foreldrar: Sigmundur Jónsson (fæddur 11. október 1911, dáinn 23. desember 1997) fjármálastjóri og kona hans Nanna Gunnlaugsdóttir (fædd 8. júní 1911, dáin 3. október 2007) fótaaðgerðafræðingur. Maki (25. ágúst 1973): Sigríður Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir (fædd 5. október 1948) skrifstofustjóri. Foreldrar: Sigurbjörn Þórðarson og kona hans Heiðveig Hálfdánardóttir. Börn: Sigmundur Davíð (1975), Sigurbjörn Magnús (1977), Nanna Margrét (1978).

Stúdentspróf MR 1970. Viðskiptafræðipróf HÍ 1974. Námskeið á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington 1976.

Starfsmaður fjármálaráðuneytis 1974–1982. Starfsmaður Alþjóðabankans í Washington 1982–1984. Forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1985. Forstjóri Þróunarfélags Íslands hf. 1986–1993. Forstjóri Kögunar hf. 1993–2006. Stjórnarformaður HLAÐBÆR-COLAS hf. Framkvæmdastjóri Máttar ehf. síðan 2006.

Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995 og fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1995. Hefur setið í fjölmörgum öðrum opinberum nefndum og stjórnum fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis.

Alþingismaður Vestfirðinga 1995–1999 (Framsóknarflokkur).

Hefur ritað fjölmargar greinar um viðskipti, fjármál og stjórnmál.

Æviágripi síðast breytt 4. nóvember 2019.

Áskriftir