Stefán Guðmundsson

Stefán Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1979–1999 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra nóvember 1978 og maí 1979.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Sauðárkróki 24. maí 1932, dáinn 10. september 2011. Foreldrar: Guðmundur Sveinsson (fæddur 11. mars 1893, dáinn 19. október 1967) skrifstofustjóri og fulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og kona hans Dýrleif Árnadóttir (fædd 4. júlí 1899, dáin 8. mars 1993) húsmóðir. Maki (16. febrúar 1957): Hrafnhildur Stefánsdóttir (fædd 11. júní 1937, dáin 15. júlí 1998) verslunarmaður. Foreldrar: Stefán Vagnsson og kona hans Helga Jónsdóttir. Börn: Ómar Bragi (1957), Hjördís (1962), Stefán Vagn (1972).

Gagnfræðapróf á Sauðárkróki 1949 og Iðnskólapróf þar 1951. Sveinsbréf í húsasmíði 1956 og meistarapróf 1959.

Stofnaði ásamt fleirum trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki 1963, framkvæmdastjóri hennar 1963–1971. Framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga 1971–1981.

Bæjarfulltrúi á Sauðárkróki 1966–1982. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar 1980–1987 og 1995, formaður 1983–1987. Í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. frá 1982. Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1982. Í stjórn Fiskiðju Sauðárkróks frá 1983. Í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1988–1993.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1979–1999 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra nóvember 1978 og maí 1979.

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Áskriftir