Valdimar L. Friðriksson

Valdimar L. Friðriksson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2005–2007 (Samfylkingin, utan flokka, Frjálslyndi flokkurinn).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember–desember 2003, febrúar–apríl og nóvember–desember 2004, apríl–maí 2005 (Samfylkingin).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 20. júlí 1960. Foreldrar: Friðrik Adolfsson (fæddur 23. nóvember 1924, dáinn 5. ágúst 2001) útvarps- og sjónvarpsvirki og kona hans Jenný Lind Valdimarsdóttir (fædd 9. ágúst 1932) framkvæmdastjóri prjónastofu. Maki (sambúð): Þóra H. Ólafsdóttir (fædd 16. október 1966) flugfreyja og framreiðslumaður. Foreldrar: Ólafur Þorsteinn Ólafsson og kona hans Margrét Sigurbjörg Halldórsdóttir. Börn Valdimars: Ólafur Daði (1982), Ása Björk (1988), Róbert Leó (1999). Stjúpsonur Valdimars, sonur Þóru: Ólafur Már (2001).

Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi 1984. Próf í fiskeldisfræði frá Barony College Skotlandi 1986. Stundaði stjórnmálafræðinám við HÍ 1990–1992.

Starfaði hjá Veiðimálastofnun 1986. Stöðvarstjóri Lindalax 1987–1989. Stuðningsfulltrúi á Barna- og unglingageðdeild 1991–1992. Framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyfirðinga 1993–1994. Framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar 1994–2005. Stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir einhverfa.

Formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands 1980–1981. Formaður Handknattleiksfélags Akraness 1982–1983. Ritari JC Hafnarfirði 1988. Formaður Landssambands fiskeldisfræðinga 1988–1991. Í stjórn UMSK, Ungmennasambands Kjalarnesþings frá 1997, formaður frá 2000. Í stjórn SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu frá 2002, ritari frá 2004. Í tækninefnd Mosfellsbæjar frá 2002.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2005–2007 (Samfylkingin, utan flokka, Frjálslyndi flokkurinn).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember–desember 2003, febrúar–apríl og nóvember–desember 2004, apríl–maí 2005 (Samfylkingin).

Félagsmálanefnd 2005–2006, landbúnaðarnefnd 2005–2006.

Æviágripi síðast breytt 7. október 2019.

Áskriftir