Guðjón Ólafur Jónsson

Guðjón Ólafur Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2006–2007 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður október–nóvember 2003, desember 2003 og febrúar 2004 (Framsóknarflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 17. febrúar 1968. Foreldrar: Jón E. Einarsson (fæddur 15. júlí 1933, dáinn 14. september 1995) prófastur og kona hans Hugrún Valný Guðjónsdóttir (fædd 10. júlí 1943) húsmóðir og handavinnuleiðbeinandi. Maki: Helga Björk Eiríksdóttir (fædd 22. desember 1968) markaðs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands. Foreldrar: Eiríkur Birkir Helgason húsvörður og Svanfríður Jónsdóttir bókari. Sonur: Egill Hlér (1998). Sonur Guðjóns og Kristínar Huldar Haraldsdóttur: Hrafnkell Oddi (1993).

Stúdentspróf MR 1987. Embættispróf í lögfræði HÍ 1992. Próf í rekstrar- og viðskiptafræðum EHÍ 1999. Hdl. júní 1997. Hrl. 2004. Próf í verðbréfaviðskiptum HR 2005. Við meistaranám í viðskiptarétti við Edinborgarháskóla frá 2005.

Framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna 1992–1993. Lögfræðingur hjá embætti ríkissaksóknara 1993–1995. Aðstoðarmaður umhverfisráðherra 1995–1999. Hefur rekið eigin lögmannsstofu í samstarfi við aðra frá 1999.

Í stúdentaráði HÍ 1989–1991. Í stjórn Orators, félags laganema 1990–1991. Varamaður í stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1990–1992, stjórnarformaður 1993–2001. Framkvæmdastjóri Lögfræðiaðstoðar Orators, félags laganema 1991–1992. Í nefnd forsætisráðherra um kosningalög og kjördæmaskipan 1994–1995. Í varastjórn og fulltrúaráði Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu 1994–1995. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1994–1996. Í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1994–1996. Í landsstjórn Framsóknarflokksins 1994–1996 og 2000–2003. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1994–1996 og frá 1998. Formaður stjórnskipaðrar nefndar um stjórnsýslu náttúruverndarmála 1995–1996. Formaður stjórnskipaðrar nefndar um sameiningu náttúrufræðistofnana 1996–1997. Formaður framkvæmdanefndar um flutning Landmælinga Íslands 1996–1997. Í stjórnskipaðri nefnd um endurskoðun laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit 1996–1998. Formaður stjórnskipaðrar nefndar um endurskoðun náttúruverndarlaga 1996–1998. Í stjórn fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík 1996–2001, varaformaður 1998–2000, formaður 2000–2001. Varaformaður stjórnar Landmælinga Íslands 1997–2000. Stjórnarformaður Laga ehf. 1999–2001. Í stjórn Tax.is Íslandi hf. 2000–2001. Stjórnarformaður Proteusar ehf. 2000–2002. Stjórnarformaður MS RESSP I Íslandi ehf. 2001–2005. Stjórnarformaður MSREF SS Íslandi ehf. 2001–2005. Stjórnarformaður MSREF T Íslandi ehf. 2001–2005. Stjórnarformaður MSREF TE Íslandi ehf. 2001–2005. Stjórnarformaður Strætó bs. 2002–2005. Stjórnarmaður TS Finance Íslandi ehf. 2002–2005. Í stjórn OneSource Íslandi ehf. frá 2000. Í stjórn Generated Investments Íslandi ehf. frá 2000. Stjórnarformaður Uppskeru ehf. frá 2001. Varamaður í stjórn Atafls hf. frá 2001. Stjórnarformaður Fösuls ehf. frá 2002. Í stjórn JP Lögmanna ehf. frá 2002. Stjórnarformaður Vinnueftirlits ríkisins frá 2003. Stjórnarformaður About Fish Íslandi ehf. frá 2003. Í stjórn knattspyrnudeildar Vals frá 2003.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2006–2007 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður október–nóvember 2003, desember 2003 og febrúar 2004 (Framsóknarflokkur).

Heilbrigðis- og trygginganefnd 2006–2007 (formaður), landbúnaðarnefnd 2006, sérnefnd um stjórnarskrármál 2006–2007, allsherjarnefnd 2006–2007, fjárlaganefnd 2006–2007, sjávarútvegsnefnd 2006–2007, umhverfisnefnd 2007.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál 2006–2007.

Æviágripi síðast breytt 13. september 2019.