Sæunn Stefánsdóttir

Sæunn Stefánsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2006–2007 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember–desember 2004, janúar–febrúar og mars 2006 (Framsóknarflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 4. ágúst 1978. Foreldrar: Stefán Þórarinsson (fæddur 10. september 1952) stjórnarformaður Nýsis hf. og Kristrún Þórðardóttir (fædd 15. maí 1954) sérkennari og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðaraðili. Maki (8. janúar 2005): Kjartan Örn Haraldsson (fæddur 4. febrúar 1977) jarðfræðingur. Foreldrar: Haraldur Gunnarsson og kona hans Sigrún Karólína Lárusdóttir.

Stúdentspróf MR 1998. Frönskunám í Universitè Paul Valery í Montpellier í Frakklandi 1998–1999. BS-próf frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2003.

Vann ýmis störf með námi 1999–2002. Aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2003–2006 og félagsmálaráðherra 2006.

Í stjórn Framtíðarinnar, nemendafélags MR, 1996–1998, forseti 1997–1998. Formaður lánasjóðsnefndar stúdentaráðs HÍ og fulltrúi í stjórn LÍN 2001–2002. Varamaður í stjórn Félagsstofnunar stúdenta og fulltrúi stúdenta í kynningarráði HÍ 2001–2002. Í stjórn stúdentaráðs HÍ 2001–2003. Í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík norður síðan 2003. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2003. Í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 2004–2006. Formaður nefndar um flutning verkefna á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga 2003–2004. Í samráðsnefnd um lyfjastefnu og ný lyfjalög síðan 2004. Í verkefnisstjórn um þjónustu við geðfatlaða og í faghópi um bætta lýðheilsu þjóðarinnar síðan 2005. Formaður innflytjendaráðs síðan 2005. Formaður hverfisráðs Vesturbæjar síðan 2006. Ritari Framsóknarflokksins 2006–2009.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2006–2007 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember–desember 2004, janúar–febrúar og mars 2006 (Framsóknarflokkur).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2006–2007, heilbrigðis- og trygginganefnd 2006–2007, menntamálanefnd 2006–2007, utanríkismálanefnd 2006–2007.

Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2006–2007.

Í ritstjórn Skinfaxa, skólablaðs MR 1996.

Æviágripi síðast breytt 7. október 2019.

Áskriftir