Grétar Mar Jónsson

Grétar Mar Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2009 (Frjálslyndi flokkurinn).

Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2009.

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 29. apríl 1955. Foreldrar: Jón Eðvaldsson (fæddur 20. janúar 1933, dáinn 23. nóvember 1986) skipstjóri og útgerðarmaður og kona hans Guðbjörg Ástvaldsdóttir (fædd 13. nóvember 1933, dáin 15. október 1998) húsmóðir.

Fiskimannapróf (II. stig) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1975.

Í stjórn handknattleiksdeildar Reynis Sandgerði 1980–1986. Formaður leikfélagsdeildar Sæbjargar Sandgerði 1982–1988. Í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna 1981–1985, í stjórn styrktarsjóðs þess 1984–1986. Formaður Alþýðuflokksfélags Sandgerðis 1982–1997. Í sveitarstjórn Sandgerðis 1982–1990. Í hafnarstjórn Sandgerðis frá 1982. Formaður atvinnumálanefndar Suðurnesja 1986–1990. Formaður Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, 1992–1999. Forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1999–2001.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2009 (Frjálslyndi flokkurinn).

Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2009.

Iðnaðarnefnd 2007–2009, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2009.

Æviágripi síðast breytt 2. júlí 2015.