Skúli Helgason

Skúli Helgason

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður júlí 2013.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 15. apríl 1965. Foreldrar: Helgi Skúlason (fæddur 4. september 1933, dáinn 30. september 1996) leikari og Helga Bachmann (fædd 24. júlí 1931, dáin 7. janúar 2011) leikkona. Maki: Anna-Lind Pétursdóttir (fædd 29. nóvember 1971) sálfræðingur. Foreldrar: Pétur Bjarnason og Gisela-Rabe Stephan. Synir: Teitur Helgi (1996), Bergur Máni (1999), Pétur Glói (2009). Sonur Skúla og Sifjar Einarsdóttur: Darri (1988).

Stúdentspróf MR 1984. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1994. MPA-próf í opinberri stjórnsýslu frá University of Minnesota 2005.

Dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu 1984–1996. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ 1992–1993. Dagskrárgerðarmaður hjá Bylgjunni 1996–1998. Dagskrárstjóri Bylgjunnar 1998–1999. Framkvæmdastjóri innlendra viðburða hjá Reykjavík - menningarborg Evrópu 1999–2000. Útgáfustjóri hjá Eddu - miðlun og útgáfu 2001–2003. Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar 2006–2009. Varaformaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 2007–2008. Formaður stjórnar Iceland Naturally 2007–2009.

Varaformaður Stúdentaráðs HÍ 1991–1992. Í stjórn Háskólabíós 1991–1996. Í stjórn Félagsstofnunar stúdenta 1994–1996. Formaður Hollvinasamtaka Minnesota-háskóla á Íslandi frá 2007. Í nefnd um eflingu græna hagkerfisins 2010–2013.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður júlí 2013.

Heilbrigðisnefnd 2009–2010, iðnaðarnefnd 2009–2010 (formaður), menntamálanefnd 2009–2011 (formaður 2010–2011), umhverfisnefnd 2010–2011, viðskiptanefnd 2010–2011, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2013, efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2013.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011–2013.

Æviágripi síðast breytt 22. mars 2016.

Áskriftir