Björn Pálsson

Björn Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Húnvetninga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Snæringsstöðum í Svínadal 25. febrúar 1905, dáinn 11. apríl 1996. Foreldrar: Páll Hannesson (fæddur 2. janúar 1870, dáinn 2. febrúar 1960) bóndi þar, bróðir Guðmundar Hannessonar alþingismanns, sonarsonur Guðmundar Arnljótssonar alþingismanns, og kona hans Guðrún Björnsdóttir (fædd 10. mars 1875, dáin 1. apríl 1955) húsmóðir. Móðurbróðir Páls Péturssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (24. maí 1945) Ólöf Guðmundsdóttir (fædd 10. mars 1918) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Jónasson og kona hans Elísa Pálsdóttir. Börn: Áslaug (1945), Guðrún (1947), Páll (1948), Guðmundur (1950), Halldór (1953), Hafliði Sigurður (1954), Björn (1955), Þorfinnur Jóhannes (1956), Brynhildur (1958), Böðvar (1959).

Búfræðipróf Hólum 1923. Samvinnuskólapróf 1925. Ferðaðist um Noreg og Danmörku 1927–1928 og Nýja-Sjáland og Ástralíu 1928–1929 til þess að kynna sér meðferð á kjöti og markaði fyrir það.

Bóndi á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi síðan 1930. Jafnframt kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1955–1960. Stofnaði útgerðarfélagið Húnvetning hf. 1957 og Húna hf. 1962 og rak útgerð í allmörg ár.

Oddviti Svínavatnshrepps 1934–1958. Sýslunefndarmaður 1946–1958. Sat fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1963.

Alþingismaður Austur-Húnvetninga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Ég hef lifað mér til gamans heitir minningabók Björns Pálssonar skráð af Gylfa Gröndal (1990).

Æviágripi síðast breytt 19. september 2019.

Áskriftir