Bragi Sigurjónsson

Bragi Sigurjónsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1967–1971, alþingismaður Norðurlands eystra 1978–1979 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Austur-Húnvetninga) maí 1957, landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) febrúar–apríl og október–desember 1972, mars–apríl og október–nóvember 1973, mars 1974, apríl–maí, október–nóvember og nóvember–desember 1975, mars–maí, nóvember–desember 1976 og apríl–maí 1978.

Landbúnaðar- og iðnaðarráðherra 1979–1980.

Forseti efri deildar 1978.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Einarsstöðum í Reykjadal 9. nóvember 1910, dáinn 29. október 1995. Foreldrar: Sigurjón Friðjónsson (fæddur 22. september 1867, dáinn 26. maí 1950) alþingismaður og kona hans Kristín Jónsdóttir (fædd 22. október 1867, dáin 27. október 1928) húsmóðir. Bróðir Arnórs Sigurjónssonar varaþingmanns, móðurbróðir Inga Tryggvasonar alþingismanns og Kristínar Halldórsdóttur alþingismanns. Maki (20. september 1936): Helga Jónsdóttir (fædd 28. janúar 1909, dáin 18. ágúst 1996) húsmóðir. Foreldrar: Jón J. Jónatansson og kona hans Þórunn Friðjónsdóttir, hálfsystir Sigurjóns Friðjónssonar. Börn: Sigurjón (1937), Hrafn (1938), Þórunn (1940), Gunnhildur (1941), Ragnhildur (1944), Úlfar (1949). Sonur Braga og Björgheiðar Gísladóttur: Helgi Ómar (1954). Sonur Braga og Helgu Sigríðar Sigvaldadóttur: Kormákur Þráinn (1955).

Héraðsskólapróf Laugum 1929. Kennarapróf KÍ 1931. Stúdentspróf MA 1935. Lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands 1935–1936.

Kennari í Reykdælahéraði 1936–1938, við Gagnfræðaskóla og Iðnskóla Akureyrar 1938–1946. Tryggingafulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akureyri 1946–1964. Útibússtjóri Útvegsbankans á Akureyri 1964–1979. Skipaður 15. október 1979 landbúnaðar- og iðnaðarráðherra, lausn 4. desember 1979, en gegndi störfum til 8. febrúar 1980.

Bæjarfulltrúi á Akureyri 1950–1954 og 1958–1970, forseti bæjarstjórnar 1966–1970. Í raforkuráði, síðar orkuráði 1962–1975. Kosinn 1968 í hafísnefnd. Skipaður 1969 í endurskoðunarnefnd laga um stofnlánadeild landbúnaðarins o. fl. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1967–1973. Formaður tryggingaráðs 1979.

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1967–1971, alþingismaður Norðurlands eystra 1978–1979 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Austur-Húnvetninga) maí 1957, landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) febrúar–apríl og október–desember 1972, mars–apríl og október–nóvember 1973, mars 1974, apríl–maí, október–nóvember og nóvember–desember 1975, mars–maí, nóvember–desember 1976 og apríl–maí 1978.

Landbúnaðar- og iðnaðarráðherra 1979–1980.

Forseti efri deildar 1978.

Höfundur margra ljóðabóka, smásagna og fræðirita.

Ritstjóri: Stígandi (1943–1949). Alþýðumaðurinn (1947–1964).

Æviágripi síðast breytt 24. september 2019.

Áskriftir