Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 162, 111. löggjafarþing 57. mál: getraunir (vinningshlutfall o.fl.).
Lög nr. 93 2. desember 1988.

Lög um breyting á lögum um getraunir, nr. 59 29. maí 1972.


1. gr.

     1. mgr. 2. gr. laganna orðist svo:
     Félagið starfrækir íþróttagetraunir, en með íþróttagetraunum er átt við að á þar til gerða miða, getraunaseðla, sem félagið eitt hefur rétt til að gefa út, eru merkt væntanleg úrslit íþróttakappleikja, íþróttamóta.

2. gr.

     1. mgr. 3. gr. laganna orðist svo:
     Að minnsta kosti 40% af heildarsöluverði raða eða miða skal varið til vinninga.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. nóvember 1988.